September 2021

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
30
  •  
31 01
  •  
02
  •  
03 04
  •  
05
  •  
06
  •  
07 08
  •  
09
  •  
10
  •  
11
  •  
12
  •  
13
  •  
14 15 16 17
  •  
18
  •  
19
  •  
20
  •  
21 22 23 24
  •  
25
  •  
26
  •  
27
  •  
28 29 30 01 02 03
  •  

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi 26.ágúst nk. á Teams kl.08:45-09:30.

Click here to join the meeting  - viðburðurinn var tekinn upp og aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.  

Mikilvægt er að fylla út í skjal á vefnum drög að dagskrá en búið er að senda slóð að skjalinu á allar stjórnir faghópa.  Nú styttist í Kick off fund stjórna faghópa Stjórnvísi sem haldinn verður haldinn 26.ágúst nk. á Teams kl.08:45-09:30. Smelltu á tengillinn til að tengjast fundinum Click here to join the meeting.

Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu.

Stjórnir faghópa eru hvattar til að hittast sem fyrst, borða saman hádegisverð í boði félagsins og huga að dagskrá starfsársins.  Á tímabilinu júní-ágúst er oft best að bóka fyrirlesara.  Stjórn vekur athygli á að stjórnum faghópa gefst tækifæri tvisvar á starfsárinu að hittast í hádegisverði í boði félagsins, hægt er að setja í reikning á Nauthól og á Kringlukránni.  Mikilvægt er að kvitta undir reikninginn og skrifa nafn faghópsins. Ef aðrir staðir verða fyrir valinu er afrit af reikningi sent á Stjórnvísi og reikningurinn greiddur samdægurs.

Smelltu hér til að fylla út í skjal á vefnum drög að dagskrá en búið er að senda slóð að skjalinu á allar stjórnir faghópa.

Hér er tengill á fundinn í maí sem haldinn var fyrir stjórnir faghópa  á Teams. 

Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til félaga þann 4.september.

Hnattrænn heili – Forsendur og rök – Laugardags fyrirlestur á vegum London Futurist

Á þessum fyrirlestri á vegum London Futurist mun prófessor Schneider deila nokkrum af nýjustu rannsóknum sínum, þar á meðal um mögulega tilkomu „hnattræns heila“. Hún mun einnig svara spurningum þátttakenda um sýn sína á nýstofnaða miðstöð „Center for the Future Mind“, sem hún er frumkvöðull að stofnun miðstöðvarinnar.

Frekari upplýsingar eru á vefslóðinni The Global Brain Argument | Meetup 

Í vetur munum við kynna valda fyrirlestra á vegum London Futurist sem er varpað á vefinn. Fyrirlestrarnir eru oftast á laugardögum, stuttir og hnitmiðaðir. Þau ykkar sem hafið áhuga á að sjá alla fyrirlestra á vegum London Futurist er bent á að gerast áskrifendur á þeirra miðlum. Yfirleitt þarf á skrá sig inn á fyrirlestrana. 

Aðalfundur faghóps um málefni starfsfólks af erlendum uppruna (fjarfundur)

Click here to join the meeting
Stjórn faghóps um málefni starsfólks af erlendum uppruna boðar hér til aðalfundar fyrir starfsárið 2021 - 2022. Farið verður yfir ýmis málefni er varðar faghópinn ásamt því að kjósa stjórn. 

Dagskrá fundar: 

  1. Kynning á faghópnum
  2. Dagskrá faghópsins síðastliðið starfsár
  3. Kosning formanns og stjórnar
  4. Önnur mál

Þeir sem hafa áhuga á að taka að sér formennsku stjórnar eða fara í stjórn geta haft samband við Irinu S. Ogurtsovu, formann stjórnar faghópsins, í gegnum netfang irina.s.ogurtsova@reykjavik.is eða í síma 8693342.

Gigg eða gullúr - Hvernig vinnum við í framtíðinni?

Við byrjum hauststarfið á áhugaverðum fyrirlestri um Gigg hagkerfið og með góðum fyrirlesara Brynjólfi Ægir Sævarssyni. Gigg (Gig) hagkerfið er fyrirbæri sem fjallar um aukningu í sjálfstæðri vinnu eða með samningsbundinum störfum. Talið er að helmingur bandarísks vinnuafls gæti fundið sig í vinnu eða starfað sjálfstætt næsta áratuginn.
 

Brynjólfur Ægir Sævarsson er viðskiptafræðingur frá HÍ með MBA gráðu frá HR og ráðgjafi hjá Sunnan 10. Hann hefur undanfarin ár starfað við ráðgjöf um verkefni þar sem þjónusta og upplýsingatækni mætast og unnið að sprotaverkefnum. Hann var forstöðumaður stjórnendaráðgjafar Advania og forstöðumaður viðskiptaþróunar, útibús- og svæðisstjóri hjá Landsbankanum. Hjá Landsbankanum stýrði hann fyrsta útibúi bankans sem útleiddi hefðbundna gjaldkeraþjónustu og ánetjaðist í kjölfarið stafrænivæðingu þjónustu. Áhugi hans beinist einkum að breytingum tækninnar á þjóðfélagið og þeim áskorunum sem verða til á mörkum þjónustu og tækni, þar sem ólikir hagsmunir takast á og áætlanir komast í tæri við raunveruleikann.

Sunnan 10 er ráðgjafastofa sem styður opinbera aðila við aðlögun að framtíðarsýn Stafræns Íslands. Meðal viðskiptavina eru Stafrænt Ísland, Dómsmálaráðuneytið og Tryggingastofnun.

Meðal verkefna eru:

  • Mótun og innleiðing stefnu um upplýsingar og tækni.
  • Þarfagreiningar fyrir útboð.
  • Greining á stöðu flókinna verkefna í vanda, ráðgjöf um viðbrögð og stjórn samskipta.
  • Endurhögun ferla.
  • Fræðsla um og innleiðing á aðferðum Design Thinking og Agile.

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

Ábyrg virðiskeðja og innkaup

Hlekk á fundinn á Teams má nálgast hér
Þegar rekstraraðilar setja sér stefnu í sjálfbærni er mikilvægt að hugað sé að allri virðiskeðjunni, ekki síst innkaupum á vörum og þjónustu. Við fáum til okkar ólíka aðila til að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í ábyrgum innkaupum, heyrum frá þremur fyrirtækjum og Ríkiskaupum. 

  • Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka
  • Stanley Örn Axelsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
  • Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði 
  • Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar og samfélagsábyrgðar hjá IKEA á Íslandi

Umræður að loknum örfyrirlestrum sem allir eru hvattir til að taka þátt í.

Hlekk á fundinn á Teams má nálgast hér

Fræðslumenning fyrirtækja- Einstaklingsmiðuð fræðsla í fyrirtækjum

Click here to join the meeting

Spennandi og fræðandi viðburður sem á erindi við alla þá sem hafa áhuga á fræðslumálum fyrirtækja.

Fyrirlesari er Eva Karen stofnandi og eigandi ráðgjafafyrirtækisins Effect ehf þar sem hún hefur starfað sem fræðslustjóri að láni í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Eva hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem ráðgjafi og mikið unnið í stjórnendaþjálfun á Íslandi. Síðustu tvö ár hefur Eva starfað sem fræðslustjóri í Símanum þar sem hún hefur verið að innleiða sína aðferðafræði í fræðslumálum með góðum árangri. Farið verður yfir verkefni sem kallast Síminn skapar tækifæri fyrir sitt fólk og einnig hvernig Eva nýtir hæfnigreiningar til að mæla árangur af fræðslustarfinu. 

Með leiðarstein í stafni

Í fyrirlestri sínum mun Sara Lind Guðbergsdóttir, óháð framtíðarfræðum, hugleiða hvernig vinnustað við viljum skapa og hvernig við getum farið að móta hann. Hún mun segja frá reynslu sinni í tengslum við endurskipulagningu Ríkiskaupa.

Fyrirlesturinn fer fram á teams. Hér er vefslóðinClick here to join the meeting

 

Einnig má geta þess að Sara þýddi nýverið bókina Styttri (e.Shorter) eftir dr. Alex Soojung Kim Pang, framtíðarfræðing, um styttri vinnuviku. Bókin hefur að geyma lýsingu á því hvernig beita megi hönnunarhugsun við að endurhanna vinnutíma fólks og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og launagreiðenda á sama tíma.

Sara Lind Guðbergsdóttir er starfandi sviðsstjóri stjórnunar og umbóta hjá Ríkiskaupum hvar hún hefur leitt, ásamt forstjóra, umbreytingu á þeirri rótgrónu stofnun. Hún er lögfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands. Sara hefur lengst af unnið sem lögfræðingur kjara- og mannauðssýslu ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hún hefur verið forstjórum, forstöðumönnum og æðstu stjórnendum stofnana til ráðgjafar í þeim áskorunum sem þeir standa frammi fyrir, ásamt því að taka virkan þátt í stefnumörkun mannauðsmála ríkisins. Þá er Sara fulltrúi fjármála- og efnahagsráðherra í samninganefnd ríkisins við kjarasamningsgerð.

 

Framþróun verslunar og viðskiptavina hjá BYKO og ADKAR módelið sem breytingartól

Click here to join the meeting
Faghópur um breytingastjórnun hefur aftur störf með tveimur erindum, annað með fræðslu og hinn hefðbundinn fyrirlestur.


Bára Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri hjá Marel mun hefja viðburðinn með því að segja stutt frá ADKAR módelinu. ADKAR er einföld aðferðafræði sem styður verkefnastjóra við innleiðingu breytinga, við að meta stöðu starfsmannahópsins og undirbúa viðeigandi nálgun.


Dr. Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina BYKO, ætlar að segja frá miklum og spennandi breytingum sem eru að eiga sér stað hjá BYKO þessi misserin. Þar hefur verið stofnað framþróunarsvið sem er að innleiða breytingar og umbætur hjá BYKO í sífellu og því er breytingastjórnun stór partur af þeirra starfsemi.

 

Ágúst Kristján Steinarrsson ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður stjórnar faghóps um breytingastjórnun, leiðir fundinn. 

Ljóst er að það eru spennandi fyrirlestrar í september sem allir breytingarsinnar ættu ekki að láta framhjá sér fara. Viðburðurinn verður á Teams og sendur frá kl: 9:00 til 10:00.

 

Dagskrá:

09:00 – 09:05  Ágúst Kristján Steinarsson, formaður stjórnar um Breytingarstjórnun

09:05 – 09:20  Bára Hlín Kristjánsdóttir, verkefnastjóri Marel

09:20 – 09:50  Dr. Edda Blumenstein, framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina BYKO

09:50 – 10:00  Umræður og spurningar

Meðvirkni á vinnustað

 

Click here to join the meeting
Meðvirkni getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því.

Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence ætlar að fara yfir það með okkur hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og að sjálfsögðu verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.


Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar. Sigríður starfaði sem forstöðumaður mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Eins þjálfaði hún fólk í mannlegum samskiptum hjá Dale Carnegie í fimm ár. Sigríður hefur leitt og tekið þátt í umfangsmiklum og flóknum stjórnunarverkefnum sem felast í umbyltingu á rekstri og fyrirtækjamenningu og er því vön að takast á við þær síbreytilegu áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk glíma við dag frá degi. Sigríður vinnur markvisst með heildstæða árangursstjórnun sem felur í sér uppbyggingu á öflugri og hvetjandi vinnustaðarmenningu sem stuðlar að vellíðan, vexti og árangri starfsfólks og hjálpar þannig fyrirtækjum og starfsfólki að skrifa sína eigin SÖGU. Sigríður hefur sérhæft sig í því að þjálfa fólk í að greina og taka á meðvirkum aðstæðum sem geta skapast á vinnustöðum og deilir þeirri reynslu og þekkingu með okkur á fyrirlestrinum.

Teams-örfundur: Hvernig stofna á viðburð og nýta Teams (lokaður viðburður fyrir stjórnir faghópa Stjórnvísi)

Click here to join the meeting  Athugið: Þessi viðburður er einungis ætlaður stjórnum faghópa Stjórnvísi.

Miðvikudaginn 22.september mun Anna Kristín Kristinsdóttir formaður stjórnar faghóps um stjórnun upplýsingaöryggis fara örstutt yfir hvernig faghópurinn nýtir Teams til samskipta fyrir stjórn faghópsins.  Anna Kristín mun sýna hvernig stofna á viburð á síðu Stjórnvísi og í framhaldi hvernig stofna á link á viðburð þannig að allir í stjórn faghópsins og framkvæmdastjóri félagsins geti t.d. tekið fundinn upp, sett hann inn á facebooksíðu Stjórnvísi og varðveitt hann á Teams undir faghópnum.  
Við hvetjum alla þá sem áhuga hafa á að vinna betur með Teams hvort heldur er í Stjórnvísi, á vinnustað eða í félagsstarfi að mæta á fundinn.   

Með kærri kveðju,
Stjórn Stjórnvísi

EY - Sjálfbærni fyrirtækja

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun dr. Snjólaug Ólafsdóttir, sérfræðingur úr Sjálfbærniteymi EY, fara stuttlega yfir það hvað fyrirtæki þurfa að hafa í huga varðandi sjálfbærni fyrirtækja og hvaða straumar eru ráðandi er kemur að sjálfbærni hjá fyrirtækjum. Einnig verður farið yfir við hverju hægt sé að búast í framtíðinni og hvernig fyrirtæki geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal.

Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10 mínútum í lokin fyrir spurningar, ef svo ber við.

 

Fyrirlesari:

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir starfar sem sérfræðingur á sviði sjálfbærni í rekstri, stefnumótunar og markmiðasetningar fyrirtækja og stofnana, auk þjálfunar stjórnenda og starfsfólks, í Sjálfbærniteymi EY.

"Post-covid" aðstaðan - reynslusögur íslenskra vinnuveitenda

Click here to join the meeting

Reynslusögur af íslenskum vinnuveitendum um aðlögun aðstöðunnar við Covid og framtíðarnýting ákveðna lausna.

  • Inngangur um áhrif faraldursins á þróun vinnuaðstöðunnar - Matthías Ásgeirsson, aðstöðustjórnunarráðgjafi hjá VSÓ
  • Orkuveita Reykjavíkur hefur verið að aðlaga starfsumhverfi sitt að faraldrinum og mun Magnús Már Einarsson, forstöðumaður aðbúnaðar, fjalla um hinu ýmsu áskoranir sem OR hefur þurft að glíma við.
  • Icelandair fékk í sumar viðurkenningu sem 'best global employer of 2021 by Effectory's World-class Workplace' og mun Elísabet Halldórsdóttir, forstöðumaður á upplýsingatæknisviði, kynna fyrir okkur aðstöðustjórnun hjá fyrirtækinu og hvernig hefur verið brugðist við covid-19.

Best global employer 2021

  • BYKO fékk viðurkenningu frá Stjórnvísi fyrir eftirtektarverðurstu samfélagsskýrslu á þessu ári og mun Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, fjalla um hvaða þátt aðstöðustjórnun hafði í þeim árangri og hvaða framtíðartækifæri er verið að vinna í.

            Samfélagsskýrslur ársins 2020

 

Viðspyrna eftir krísuástand: Helstu verkefni í fyrirtækjarekstri og S-in þrjú

Click here to join the meeting

Helga Hlín Hákonardóttir fjallar um helstu verkefni í fyrirtækjarekstri í kjölfar krísuástands, það sem fyrirtæki þurfa að endurskoða, endurskilgreina og aðlaga.  S-in þrjú: stefna, skipulag og stjórnarhættir 

Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu, er lögmaður og ráðgjafi stjórna, fjárfesta og opinberra aðila og sinnir ráðgjöf, m.a. við endurskoðun á stefnu, skipulagi og stjórnarháttum fyrirtækja og opinberra aðila. Hún hefur annast lögfræðilega ráðgjöf við alþjóðlega samningagerð, skráningu á markað, fjármögnun, yfirtökur og samruna. Helga Hlín er héraðsdómslögmaður með próf í verðbréfaviðskiptum og hefur starfað í stjórnum um árabil, m.a. við innleiðingu góðra stjórnarhátta.

Frá Palestínu til Íslands - systurnar Fida og Falasteen leiðtogar í íslensku atvinnulífi

Click here to join the meeting

Fida og Falasteen fara í gegnum hvað einkennir þeirra frama og hvað í þeirra reynslu og bakgrunni hefur haft mótandi áhrif á þær sem leiðtoga.

Fida abu Libdeh er frumkvöðull, framkvæmdastýra og eigandi Geosilica. Árið 2012 stofnaði hún Geosilica ásamt teymi sínu með lítið fjármagn en mikla ástríðu til þess að ná langt.  GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku úr steinefnum í jarðhitavatni sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar.

Falasteen Abu Libdeh er framkvæmdastjóri og einn af eigendum Ráður. Falasteen innleiddi og hannaði jafnlaunakerfi Eimskips  og þróaði samhliða því launagreiningarkerfi sem gefur á hraðan og skýran hátt stöðu kjaramála hjá fyrirtækinu. Ráður er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og fræðslu í tengslum við innleiðingu á jafnlaunastaðli og að uppfylla skilyrði jafnlaunavottunar.
 

Viðburðaröðin Lífssaga leiðtogans

Stjórn faghóps Stjórnvísi um leiðtogafærni stendur fyrir viðburðarröðinni “Lífssaga leiðtogans” en þar verður háð samtal við leiðtoga á öllum sviðum íslensks mannlífs. Viðburðirnir eru í viðtalsformi og er tilgangur þeirra að að spyrja leiðtoga um það fólk, staði, hluti eða aðstæður sem hafa haft mótandi áhrif á stjórnendastíl þeirra og fá þá til að deila reynslu sinni með áheyrendum.

Innleiðing sjálfbærnistefnu

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri BravoEarth fjalla um hvað þarf að hafa í huga við innleiðingu sjálfbærnistefnu. Hún fer yfir greiningu, markmið og aðgerðir og hversu mikilvægt það er að fylgjast með framvindu. Hún mun segja frá vinnu við innleiðingu sjálfbærnistefnu með Íslandsbanka, Múlakaffi og Íslandsstofu. Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10-15 mínútum í lokin fyrir spurningar.

Vilborg er með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun. Hún stofnaði BravoEarth fyrir þremur árum en BravoEarth auðveldar fyrirtækjum að móta, halda utan um og koma sjálfbærnistefnu í framkvæmd. Vilborg er meðstofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Mentors.

Stafrænt Ísland

Það er komið að fyrsta fundi LEAN faghópsins þennan veturinn.  Það er hann Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdarstjóri, stafrænt ísland sem mun ríða á vaðið.

Andri mun fjalla um það stóra umbreytingarverkefni sem íslenska ríkið hefur hrint í framkvæmd og hvernig Ísland getur komist í fremstu röð í heiminum í stafrænni þjónustu hins opinbera.

Fundurinn fer fram á teams og má nálgast linkinn hér.

Pólitíkin og framtíðin – Tímabær umræða viku eftir kosningarúrslit

Pólitíkin og framtíðin – Tímabær umræða viku eftir kosningarúrslit

Laugardags málstofa á netinu á vegum London Futurist, 2. okt.nk. kl. 14:00. Nauðsynlegt er að skrá sig á vefslóðinni  A new future for politics? | Meetup

Málstofustjóri er David Wood.

Stjórnmálamenn þurfa að huga að mörgu. Við lifum á umbrotatímum. Eru stjórnmálamenn nægilega meðvitaðir um mikilvægustu tækifærin og áhætturnar sem framundan eru? Þar að segja, þær róttæku umbreytingar sem núna eiga sér stað á mörgum sviðum mannlífsins, svo sem vegna straumhvarfa við tækniþróun?

Nýtt jafnvægi: Haustráðstefna Stjórnvísi 7. október 2021 kl. 9:00 - 11:00 bæði á Grand Hótel og í beinu streymi.

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi.
Linkur á streymið er hér
Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Fjöldatakmörkun verður á Grand Hótel og boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Hvenær: Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel og einnig verður streymt beint af staðnum.  
Þema ráðstefnunnar: "Nýtt jafnvægi"  
Ráðstefnustjóri: Dr. Edda Blumenstein framkvæmdastjóri framþróunar verslunar og viðskiptavina hjá BYKO.

Pallborðsstjórnandi: Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON í Hellisheiðarvirkjun. 

Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Sigríður Harðardóttir Stjórnvísi setur ráðstefnuna. 

09:10 FYRIRLESTUR: Háskólinn í Reykjavík : Nýtt jafnvægi í menntakerfinu, áskorun og ögrun.  Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, forseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík

09:30SPJALL: Íslandsbanki og Landsbankinn: Verkefnamiðað vinnurými: Úrlausnir, lærdómur, endurbætur og áskoranir. Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka og Baldur Gísli Jónsson mannauðsstjóri Landsbankans. 

09:55 Innlegg um sköpunargleði og nýtt jafnvægi. Birna Dröfn Birgisdóttir doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík.

10:10 FYRIRLESTUR:  Stafrænt Ísland - Andri Heiðar Kristinsson framkvæmdastjóri Stafræns Íslands - helstu áskoranir og hefur náðst nýtt jafnvægi?

10:30 SPJALL:  Jessica Jane Kingan eigandi og framkvæmdastjóri Rauða Húsið og Bakki Apartments & Hostel Eyrarbakki – Sprotafyrirtæki í ferðaþjónustu á landsbyggðinni fóta sig eftir faraldurinn.  

Sigríður Harðardóttir sviðsstjóri mannauðs-og gæðasviðs Strætó, formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu verða flutt erindi og pallborðsumræður. Örstutt hlé verður gert eftir hvern fyrirlestur/pallborðsumræður þar sem ráðstefnugestir eru hvattir til að fara inn á "Slido" og skrá þar í einni setningu hver er þeirra helsti lærdómur af hverju erindi/pallborðsumræðu fyrir sig.   

Verið öll hjartanlega velkomin.

Aðgangur er frír.

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo 
  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla 
  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar 
  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?