Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Kynning - Faghópur Markþjálfunar

Viðburðurinn er á TEAMS og linkurinn er hér.
Markþjálfun (coaching) hefur notið vaxandi vinsælda um allan heim og er viðurkennd árangursrík aðferðafræði.

Teymisþjálfun (team coaching) er tiltölulega ný grein innan markþjálfunar og er hún í örum vexti. 

Hraði, breytingar, áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Þar kemur markþjálfun að góðum notum. Markþjálfun er þroskandi og skemmtilegt lærdómsferli sem miðar að því að aðstoða einstaklinga við að setja sér markmið og framfylgja þeim.

Markþjálfar sérhæfa sig á ólíkum sviðum innan markþjálfunar s.s. stjórnun af hvaða tagi sem er, heilsu, fjármálum, sjálfeflingu, ADHD og innan skólakerfisins.

Fyrirkomulag starfs faghóps um markþjálfun er þannig að á hverjum viðburði er tekið fyrir málefni og fengnir framsögumenn, ýmist einn eða fleiri. Að því loknu eru fyrirspurnir.

Á Íslandi er starfandi eitt félag markþjálfa. ICF Iceland er fagfélag þeirra sem starfa við markþjálfun á Íslandi og hafa lokið viðurkenndu markþjálfanámi skv. alþjóðlegum og evrópskum stöðlum. Nánari upplýsingar: www.icficeland.is 

 

Viðburðurinn er á TEAMS og linkurinn er hér.

Nýársfagnaður Stjórnvísi í Marel 2024

Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum.  Marel mun taka á móti okkur á nýárs fögnuðinum með glæsilegum veitingum, þar sem hægt verður að skála fyrir nýju ári og gæða sér að smáréttum. 

Dagskrá:

Anna Kristín Kristinsdóttir varaformaður Stjórnvísi og Adoption Manager hjá Marel opnar viðburðinn og býður alla velkomna.

Stefán Hrafn Hagalín formaður stjórnar mun fara örstutt yfir þema starfsársins TENGSL og hvernig það er útfært. 

Í framhaldi mun leikstjórinn, handritshöfundurinn, sjónvarpsmaðurinn og hraðfréttakóngurinn Fannar Sveinsson halda fyrirlestur og fara yfir á gamansaman hátt hvernig “á að mynda tengsl” á tímum þar sem flest samskipti fara fram í hinum rafræna heimi.

Sveinn Kjarval, viðburðarstjóri hjá Marel mun leiða okkur í gegnum stutt ferðalag um hvað tölvuleikjasamfélög og vinnustaðir eiga sameiginlegt. 

Charlotte Biering, Marel's Global Diversity and Inclusion Manager, will give us practical tips on how to build meaningful connections and talk about the importance of inclusion while networking

 

Hvernig er hægt að skipuleggja öryggi nýframkvæmda og eftirlit á framkvæmdatíma?

Hér er tengill á fundinn
Nýlega tók Isavia í notkun húsnæði sem þar sem er nýr töskusalur og á bak við tjöldin nýtt farangursflokkunarkerfi. 

Þau Jóhannes B. Bjarnason og Guðný Eva Birgisdóttir komu að framkvæmdinni með ólíkum hætti. Jóhannes er deildarstjóri framkvæmdardeildar og leiðir teymi verkefnastjóra Isavia sem m.a. koma að hönnun nýframkvæmda. Hann fer yfir hvernig Isavia strax í upphafi setti fram skýrar kröfur um öryggisviðmið í útboði verksins. 

Guðný Eva Birgisdóttir verkefnastjóri hjá Verkfræðistofu Suðurnesja hafði umsjón með eftirliti með verktökum og skipulagði fyrirkomulag öryggismála með verktökum og hvernig þau unnu með Isavia.  Guðný Eva lýsir skipulagi funda, eftirfylgni atvika og þá öryggismælikvarða sem settir voru upp til að fylgjast með framkvæmdinni.

Hér er tengill á fundinn

 

Fjarvinna milli landa - möguleikar og hindranir

Click here to join the meeting

Vinnumarkaðurinn hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar á síðustu árum og hafa sprottið upp lausnir til að leysa vandamál sem fylgja aukinnar fjarvinnu fólks, þá sérstaklega þegar kemur að fjarvinnu erlendis.

Sérfræðingar eru af skornum skammti á Íslandi og leita fyrirtæki nú í sífellt meira mæli út fyrir landsteinana til að finna sérfræðinga t.d. forritara, sölufólk og gagnafræðinga. Þegar kemur að uppsetningu á þessum starfsmönnum skapast oft mikill hausverkur varðandi hvaða leið sé best að fara til að greiða þeim laun.

Á viðburðinum mun Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency, fara í gegnum áskoranir og tækifæri sem felast í fjarvinnu á milli landa, EoR leiðina, og framtíð vinnumarkaðarins. Það hefur orðið gríðarleg aukning í fjarvinnu eftir Covid faraldurinn og eru fyrirtæki, stofnanir og sérfræðingar að finna bestu leiðirnar til að leysa vandamálin sem hafa skapast í kringum fjarvinnu.

Fyrirlesari er Davíð Rafn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Swapp Agency, sem býður upp á EoR (Employer of Record) þjónustu í yfir 150 löndum. EoR þjónusta er einföld og þægileg leið til að gera starfsmönnum kleift að vera launþegar í sínu búsetulandi óháð staðsetningu vinnuveitanda.

Svansvottaðar framkvæmdir - reynsla verktaka

Slóð á fundinn hafirðu ekki fengið hana senda:

Hlekkur á Teams fund 

Faghópar um loftslagsmál og sjálfbærni standa að viðburði/örnámskeiði um reynslu verktaka af Svansvottuðum framkvæmdum í samstarfi við hóp gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan Samtaka iðnaðarins og Iðuna, fræðslusetur.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á vef Iðunnar

 

Markmið Svansins með vottun bygginga er að minnka umhverfisáhrif þeirra og er lögð mikil áhersla á heilsusamlegt húsnæði og lágmörkun eiturefna í byggingarefnum. 

Ávinningur af Svansvottun bygginga felst í: 

  • Dregið er úr neikvæðum umhverfisáhrifum.
  • Heilnæmari og öruggari byggingum.
  • Auknum gæðum bygginga.
  • Minni rekstrarkostnaði, minna viðhaldi og lægri orku- og hitunarkostnaði.
  • Eignin er líklegri til að standast kröfur leigutaka/notenda til lengri framtíðar.

Hægt er að fylgjast með á netinu eða mæta í Vatnagarða 20.

 

Saman á nýrri vegferð

Tengill á streymi 
Fjallað verður um mikilvægi samspils stefnu og fyrirtækjamenningar með áherslu á menningarvegferð Isavia s.l. tvö ár. Uppbyggileg fyrirtækjamenning þar sem hreinskiptin samskipti,  traust og góð samvinna ríkir er nauðsynleg forsenda þess að stefna nái fram að ganga, þannig eru stjórnendur og starfsfólk samstíga um að ná þeim árangri sem ætlað er að ná. 

Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður stefnumótunar- og sjálfbærni hjá Isavia, mun kynna vegferð Isavia í átt að stefnumiðaðri stjórnun. Hvernig fyrirtækið hefur verið að vinna með menninguna til að skerpa grundvöll fyrir því að stefna félagsins nái árangursríkri framgöngu - að “menningin borði ekki stefnuna í morgunmat” eins og Peter Drucker sagði svo vel.

 

Fundurinn er haldinn hjá Isavia að Dalshrauni 3, Hafnarfirði. 
Tengill á streymi 

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð 19. janúar 2024 á Grand hótel og í beinu streymi.

Smelltu hér á streymið.  Kynning á niðurstöðum mælinga 2023 og afhending viðurkenninga.   

Föstudaginn 19. janúar 2024, kl. 8:30 -09:25
Grand Hótel - Háteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.   
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2023. Mældir voru 14 markaðir árið 2023.  
Trausti Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2023, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:40 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2023 veittar.
Allir verðlaunahafar sem skora hæst á sínum markaði fá afhentan blómvönd í viðurkenningarskyni.  Að auki er afhent viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. 

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is

Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is

Gott inniloft fyrir gott starfsfólk

 TEAMS linkur 

Einn af mikilvægustu þáttum í vinnuumhverfi starfsfólks eru gæði innilofts í skrifstofubyggingum því þar dveljum við mörg í langan tíma. Slæm loftgæði geta haft áhrif á líðan starfsfólks, framleiðni þess og jafnvel fjarveru frá vinnu.

Stefán Níels Guðmundsson forstöðumaður eignaumsýslu hjá Eimskip og stjórnarmeðlimur faghóps Stjórnvísi um aðstöðustjórnun segir okkur frá þeirra áskorunum og verkefnum varðandi inniloft og loftræsingu.

 Óli Þór Jónsson hjá Eflu byrjar á almennum fróðleik um innivist og loftgæði. Fjallar svo um ferskloftsmagn í skrifstofumannvirkjum. Að lokum kemur hann inná Innihitastig og rakastig í skrifstofumannvirkjum.

Alma Dagbjört Ívarsdóttir hjá Mannvit mun fjalla um innivist, loftgæði og tengingu við rakaskemmdir. Sjálfbærni og góð innvist er allra hagur. Að lokum segir hún okkur frá orkunotkun og áhrif innivistar á rekstur bygginga við nýbyggingar og endurbætur.

Kynning stendur yfir í um 50 mínútur og gefst tækifæri til spurninga að því loknu.

Aðfangakeðja á háhraða, áskoranir ferskvöru ( lifandi, deyjandi vara ) frá bónda á disk neytenda á Íslandi

Click here to join the meeting  
Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana fer yfir aðfangakveðju fyrirtækisins. Hvaða áskoranir fyrirtækið þarf að takast á við í ferskvöru. 

Innovation House er á Eiðistorgi Seltjarnarnesi.  Best er að ganga beint inn á Eiðistorg, þaðan upp á 2.hæð og á móti Bókasafni Seltjarness er gengið upp á 2.hæð og þar er Innovation House. 

 

Click here to join the meeting  

The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity

2 febrúar, Eldborg kl. 8:45 -9:03 Harpa

Einn af aðalfyrirlesurum á UTmessunni er José Cordeiro sem mörg okkar kannast við. Erindið hans nefnist: The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity. Ekki missa af þessum viðburði. José, verður síðan á ráðstefnunni að árrita á nýlega bók sína Death of the Death.

Frekari upplýsingar, skráning og greiðsla ráðstefnugjalds, sjá hér:

https://utmessan.is/heildardagskra/fostudagur.html

Hér er greinarkorn til fróðleiks. Gert af fingrum fram :)

Ástríðan fyrir ódauðleikanum

José Cordeiro, einn af aðalráðumönnum á UTmessunni.

Stutt lýsing – Að fingrum fram

José Cordeiro er vel þekktur og virtur innan senu framtíðarfræða, og þá ekki síst, að vera einn of megintalsmönnum þeirra sem telja að það sé ekki langt í það að maðurinn nái að lækna dauðan, samanber nýjustu bók hans og David Wood, The Death of death. Jose, tilheyrir vaxandi fjölda fræðimanna á þessu sviði, en líklega er Ray Kurzweil, þróunarstjóri Google, þeirra þekktasti. Hann og José hafa starfað að framþróun þessarar hugmyndafræði, sérstaklega innan Singularity háskólans í Silicon Vallay, í Bandaríkjunum.

Innan framtíðarfræða, eins og öðrum greinum, eru ólíkir aðilar með ólíkar áherslur. Á meðan hinn hefðbundni framtíðarfræðingur vinnur að að stoða fyrirtæki og samfélög að greina framtíðaráskoranir þá eru aðrir að vinna af ástríðu og skapa æskilega framtíð, að þeirra mati. José Cordeiro og félagar að lækna dauðann, Elon Musk, að gera Mars að hýbýli manna.

En er hugmyndin að lækna dauðann, hugmyndafræði eða raunverulegur möguleiki? Vísindarannsóknir á þessu sviði fleygir fram. Nokkuð ljóst er að líftími okkar hefur lengst. Einnig hefur verið sýnt fram á að hægt er að draga úr öldrun, plantna og dýra, og að einhverju leiti mannsins. Eldri menn þurfa ekki að vera eins og menn voru vanur að vera! Vegna rannsókna á sviði læknavísinda, þá getur maður verið með ígrædd líffæri af ólíkustu tegundum. Örtæki til að aðstoða grunnatriði lífs, eins og öndun, hjartslátt og notkun lyfja, svo eitthvað sé nefnt. Þessi þróun hefði þótt vísindaskáldskapur fyrir nokkrum áratugum síðan. Að undanförnu hefur orðið veldisvöxtur í tækniframförum á sviði erfða-og líftækni. Sama má seiga um önnur tæknisvið, eins og efna- og nanótækni, eða stafrænar þróunar, eins og á sviði gervigreindar.

Færumst við nær ódauðleikanum? Erum við að nálgast það sem nefnt hefur verið transhúmanisma, þar sem vél og maður sameinast og gerir okkur ódauðleg? Margar vísbendingar er um að slíkt sé í þróun, og þá sérstaklega á sviði erfðarþróunar og þeirra þróunar sem á sér stað á sviði -líftækni og taugalækninga.

Hvaða afleiðingar mun slík þróun hafa? Margir þeir sem vinna að þessari vegferð, hafa ekki áhyggjur af afleiðingum þróunarinnar og benda á að maðurinn hafi hingað til leyst þau viðfangsefni sem fylgja þróun mannsins.

Aðrir gagnrýna þessa viðleitni og benda meðal annars á eftirfarandi:

  • Breyting á manninum, erfðafræðilega, eða með öðru inngripi, hafi verulegar siðferðislegar afleiðingar.
  • Ódauðleik mannsins, ef slíkt gæti raungerst, yllu verulegum samfélagslegum breytingum, á öllum stigum þjóðlífs.
  • Allar líkur eru á að slík þróun myndi skapa óreiðu milli ólíkra þjóðfélagshópa. Ójöfnuð í samfélögum og frekari misskiptingu  á auði.
  • Það að gera tilraunir í þessa veru séu ekki hluta af mannlegu eðli og gæti alið af sér óskapnað.

Margir hafa gagnrýnt þróunina að ódauðleika. Bent hefur verið á að slík þróun þjóni ríkjandi valdastétt, auðjöfrum sem sækjast eftir ódauðleikanum. Á meðan við getum ekki læknað sjúkdóma eins og krabbamein, þá sé fé varið í slík verkefni, til óþurftar. Slíkri gagnrýni hefur verið svarað meðal annars á þann hátt og ef við læknum dauðan, þá læknum við flesta sjúkdóma, þar sem flestir sjúkdómar komi í kjölfar öldrunar.

https://www.humanityplus.org/

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Erindi frá Jose Cordeiro framtíðarfræðingi og Kára Stefánssyni lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar ásamt eldheitum umræðum um ódauðleikann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

Enginn aðgangseyri. Sjá nánar: https://utmessan.is/heildardagskra/laugardagur.html

Jose Cordeiro

Futurist and author of the international bestseller "The Death of Death". 

Kári Stefánsson
Geneticist, founder and CEO of deCODE genetics. A student of human diversity.

 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir

Örfyrirlestrar í samstarfi við Framtíðarsetur Íslands. Viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Gjaldfrjáls viðburður.

 Áhugaverð verkefni til valdeflingar ungu fólki

Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, forstöðumaður á Menntasviði HÍ

 Tækni sem ræktar framtíðir

Þóra Óskarsdóttir, Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur

 Að hugleiða um framtíðir

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

 F-in 8 fyrir framtíðarleiðtoga. Frá baráttu til gleði og árangurs

Rúna Magnúsdóttir

 Hugmyndasmiðir - framtíðin kallar á öfluga frumkvöðla

Svava Björk Ólafsdóttir, Hugmyndasmiður og sérfræðingur í nýsköpun

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

 

Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Click here to join the meeting

Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur mun fjalla um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður  öryggis- og löggæslufræðingur.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?