Samfélagsábyrgð fyrirtækja: Liðnir viðburðir

Göngum í takt og náum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um samfélagslega ábyrgð trúir því að samstaðan geri okkur sterkari og blæs því til fundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum munu sérfræðingur frá forsætisráðuneytinu, stofnun Sæmundar Fróða, Kópavogsbæ, Marel og Golfsambandi Íslands miðla því hvernig við getum með samhentu átaki gert það mögulegt að ná heimsmarkmiðunum og innleiða þau m.a. til þess að ná loftslagsmarkmiðum okkar. Við erum öll hluti af einni allsherjarvirðiskeðju og allt sem við gerum skiptir máli. Eva Magnúsdóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Podium ehf. stýrir fundinum.

Dagskrá fundarins:
1. Allir saman nú: Inngangur og fundarstjórn, Eva Magnúsdóttir, stofnandi og ráðgjafi Podium ehf.
2. Heimsmarkmiðin - betri framtíð fyrir alla: Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun.
3. Hreyfiafl til góðs: Hulda Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Golfsambandi Íslands.
4. Heimsmarkmiðin – Viðleitni – Skipulag - Menning? Héðinn Unnsteinsson formaður verkefnisstjórnar Stjórnarráðsins
5. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og atvinnulíf í Kópavogi: Björn Jónsson, frá Markaðsstofu Kópavogs.
6. Sustainability - the biggest economic opportunity of our times: Vicky Preibisch, sérfræðingur í sjálfbærniteymi Marel.
7. Lokaorð og spurningar
 
Ekki missa af þessum spennandi fundi

 

Innleiðing sjálfbærnistefnu

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri BravoEarth fjalla um hvað þarf að hafa í huga við innleiðingu sjálfbærnistefnu. Hún fer yfir greiningu, markmið og aðgerðir og hversu mikilvægt það er að fylgjast með framvindu. Hún mun segja frá vinnu við innleiðingu sjálfbærnistefnu með Íslandsbanka, Múlakaffi og Íslandsstofu. Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10-15 mínútum í lokin fyrir spurningar.

Vilborg er með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun. Hún stofnaði BravoEarth fyrir þremur árum en BravoEarth auðveldar fyrirtækjum að móta, halda utan um og koma sjálfbærnistefnu í framkvæmd. Vilborg er meðstofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Mentors.

Ábyrg virðiskeðja og innkaup

Hlekk á fundinn á Teams má nálgast hér
Þegar rekstraraðilar setja sér stefnu í sjálfbærni er mikilvægt að hugað sé að allri virðiskeðjunni, ekki síst innkaupum á vörum og þjónustu. Við fáum til okkar ólíka aðila til að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í ábyrgum innkaupum, heyrum frá þremur fyrirtækjum og Ríkiskaupum. 

 • Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka
 • Stanley Örn Axelsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
 • Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði 
 • Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar og samfélagsábyrgðar hjá IKEA á Íslandi

Umræður að loknum örfyrirlestrum sem allir eru hvattir til að taka þátt í.

Hlekk á fundinn á Teams má nálgast hér

Kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar verður til

Click here to join the meeting
Viðskipti með kolefniseiningar eru enn sem komið er umfangslítil í íslensku hagkerfi en ör vöxtur er fyrirsjáanlegur á þessum markaði. Það er því nauðsynlegt að tryggja að íslenskar kolefniseiningar standist alþjóðlegar gæðakröfur og byggi á viðurkenndri aðferðafræði þar sem stuðst er við staðlaðar mælingar og sammælt viðmið. Virði kerfis um ábyrga kolefnisjöfnun felst í innlendum fjárfestingarmöguleikum og traustum markaði með kolefniseiningar þannig að íslenskir aðilar sem nú kaupa vottaðar einingar erlendis til jöfnunar hafi möguleika á því að fjárfesta í íslenskum innviðum. Möguleg sala á kolefniseiningum til erlendra aðila styður einnig við íslensk náttúruverndarverkefni og markmið Íslands um samdrátt og kolefnishlutleysi og því felast möguleikar til nýsköpunar hér á landi. 

Á þessum viðburði fáum við að heyra hvað kom út úr vinnu þeirra u.þ.b. 50 aðila sem tóku þátt í vinnustofu um ábyrga kolefnisjöfnun sem Loftslagsráð og Staðlaráð stóðu fyrir, í hvaða farveg þessi mál eru komin og hvað gerist næst. Vinnustofusamþykktin liggur fyrir og stofnuð hefur verið tækninefnd um næstu skref. 

Þau sem taka þátt eru: 

 • Haukur Logi Jóhannsson, Staðlaráði, mun segja frá tilgangi með vinnustofunni og aðferðafræðinni við framkvæmd hennar
 • Guðmundur Sigbergsson hjá iCert er formaður tækninefndarinnar og mun segja frá hvaða vinna er framundan
 • Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, starfar einnig fyrir Kolvið, mun lýsa hvernig sú vinna sem er í gangi snertir starfsumhverfi Kolviðs 

Í umræðum verður farið nánar ofan í saumana á tækifærum sem felast í kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar og gefst þátttakendum tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum og bera upp spurningar til frummælenda.  Guðný Káradóttir hjá Loftslagsráði stýrir umræðum á fundinum. 

 

 

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð (fjarfundur)

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í þessum aðalfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á addygislason@gmail.com til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá:

 1. Viðburðir sl. árs
 2. Hlutverk stjórnar
 3. Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
 4. Kosning stjórnar (Viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
 5. Starfsárið framundan

Þau sem vilja vera þátttakendur í stjórn eða vilja láta af störfum í stjórn, vinsamlegast sendið póst til Ásdísar Gíslason á addygislason@gmail.com

F.h. stjórnar

Ásdís Gíslason

Sjálfbærni og ábyrg innkaup - hreyfiafl til góðra verka

Click here to join the meeting
Sjálfbærni, innkaupareglur, siðareglur birgja í innkaupum, gátlisti og birgjamat.

Íslandsbanki er stór kaupandi þjónustu og vara og er því í aðstöðu til að vera hreyfiafl til góðra verka í innkaupum sínum. Þetta gerir bankinn m.a. með því að horfa til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta í verklagi sínu við innkaup. Jafnframt stuðlar bankinn að virkri samkeppni og gætir að hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi í innkaupum sínum.

Sjálfbærnistefna Íslandsbanka miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ. Við innkaup bankans er unnið eftir innkaupastefnu þar sem meðal annars er horft til umhverfs-, jafnréttis- og mannréttindamála. Bankinn vekur þannig athygli viðsemjenda á því til hvaða þátta er horft áður en ákvörðun er tekin um viðskipti.

Fyrirlesarar;
Írunn Ketilsdóttir, sérfræðingur í fjármálum
Ljósbrá Logadóttir, deildarstjóri innkaupadeildar

Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti - ný útgáfa

Agla Eir og Eyþór Ívar fyrir vidburd 2021

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams

Um er að ræða u.þ.b. klukkustundar langan viðburð sem fólk í stjórnum fyrirtækja, stofnana og félaga, og reyndar allt áhugafólk um stjórnarhætti ætti að hafa áhuga á og taka þátt í.

Teknar verða fyrir helstu breytingar í nýrri útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem koma út í byrjun febrúar 2021, en breytingarnar snúast að nokkru leyti um tilnefningarnefndir, hlutverk þeirra og verkefni, en einnig eru nýjar kröfur um upplýsingagjöf í og með  skýrslu stjórnar áberandi.

 • Fundinum verður streymt í gegnum Teams forritið, tekinn upp og settur inn á Facebook síðu félagsins að honum loknum
 • Fundarstjóri verður Jón Gunnar Borgþórsson og mun hann hafa stuttan inngang að viðburðinum (3 - 5 mín.)
 • Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, kemur til með að fjalla um breytingarnar á leiðbeiningunum (ca. 20 mínútur)
 • Dr. Eyþór Ívar Jónsson mun fjalla um leiðbeiningarnar frá sínum sjónarhóli og þá þætti í starfi stjórna sem þær ná ekki endilega til (ca. 20 mínútur)
 • Þá verður fyrirspurna- og umræðutími í u.þ.b. 10 - 15 mínútur
 • Að loknum fundi verður fundargestum send örstutt könnun (NPS) sem við hvetjum til þátttöku í
 • Fundurinn verður tekinn upp eins og áður sagði

Leiðtoginn og sjálfbærni í síbreytilegum heimi

Join on your computer or mobile app

Okkur í faghópi um leiðtogafærni fannst áhugavert að skoða hvað leiðtogar þurfa að hafa í huga í tengslum við sjálfbærni. Hvernig geta leiðtogar tileinkað sér sjálfbæra hugsun og fengið aðra með sér til að þróast í átt að sjálfbærni. Hvaða breytingar eiga leiðtogar að undirbúa sig fyrir varðandi sjálfbærni og hvað geta þeir gert til að fylgja með í þeim breytingum sem eru fyrirsjáanlegar.   Við höfum fengið Snjólaugu Ólafsdóttur og Sigurð H. Markússon til að ræða þetta. 

Sigurð H. Markússon er nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun og starfar við ýmis verkefni sem snúa að nýsköpun og viðskiptaþróun á sviði orkumála og sjálfbærni ásamt því að kenna námskeið um sjálfbærni við Háskólan í Reykjavík. Sigurður lauk nýlega meistaranámi í sjálfbærni með áherslu á stjórnun við University of Cambridge.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærni markþjálfi og stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs. Andrými er markþjálfunar- og ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi, stefnu og menningu fyrirtækja og stofnanna. Snjólaug hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála og hefur meðal annars markþjálfað leiðtoga í sjálfbærni hjá fyrirtækjum og stofnunum, þjálfað græn teymi og kennt námskeiðið Grænir leiðtogar sem er námskeið fyrir það starfsfólk sem sér um innleiðingu Grænna skrefa.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við faghóp um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

 

Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Click here to join the meeting
Árið 2020 náðu Íslendingar þeim árangri að konur eru jafnmargar og karlar sem forstjórar fyrirtækja í Kauphöllinni. ….var ég að lesa rétt? Nei, því miður þá var þetta nóvembergabb. Þess vegna ætlum við hjá faghópi um samfélagslega ábyrgð og FKA að velta því fyrir okkur á þessum fundi af hverju hlutfallið er ekki jafnara árið 2020. Við ætlum að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fer yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur.

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA mun segja frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fara yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. 

Fundarstjóri verður Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. 

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Click here to join the meeting

Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum verður varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig verður reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?

Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar:

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ

 

Ábyrgir stjórnarhættir - nýjar kröfur!

Join Microsoft Teams Meeting

Ábyrgir stjórnarhættir – nýlegar lagabreytingar og kröfur um upplýsingar.

Fjallað verður um ábyrga stjórnarhætti og rætt um breytingar á lögum um ársreikninga og lög um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi upplýsinga fyrirtækja)

Erindi eru þrjú og svo fyrirspurnir „úr sal“ - stefnt er að því að taka viðburðinn upp.

Fundarstjóri er Jón Gunnar Borgþórsson

Erindi:

 1. Frá sjónarhóli stjórnarmanns: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallar um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda
 2. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal
 3. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallar um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda

(sjá einnig lög nr. 102, 9. júlí 2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html)

Covid og hvað svo? Stefnuáherslur og sviðsmyndir í kjölfar heimsfaraldurs

Netráðstefnu á vegum Framtíðarseturs Íslands og Háskólana á Bifröst,
Hér er linkur til að skrá sig á ráðstefnuna

18. september, 2020, kl. 09:00 til 10:30

Dagskrá:
Ávarp
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
 
Sviðsmyndir – Eitt besta hjálpartæki stjórnenda í óstöðugu umhverfi
Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG
 
Fjármál í sveiflutengdu hagkerfi
Guðmundur Kristinn Birgisson hjá Íslandbanka
 
Stafræn framþróun í kjölfar Covid
Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 
Getur tónlist sagt fyrir um framtíðina?
Njörður Sigurjónsson, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst
 
Framtíðarlæsi – Nýsköpun á óvissutímum
Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands
 
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn inn á þessari vefslóð:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeIjDx9yOcgHf7gAk1yBwjhrQuXFMCIkWSMNDj6hQUdbHT-sg/viewform
 

Setur stjórnin tóninn um sjálfbærni? Fjarfundur

Viðburðurinn er á vegum faghóps um góða stjórnarhætti og faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja og fjallar um hvernig stjórnarfólk getur stutt við sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja.

 • Hvert er hlutverk stjórnar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð - Ketill Berg Magnússon hjá Marel
 • Hvernig ESG viðmið vísa veginn - Magnús Harðarson hjá Kauphöllinni
 • Getur þekking stjórnarmanna á sjálfbærni veitt samkeppnisforskot - Hrefna Ö Sigfinnsdóttir hjá Landsbankanum

Join Microsoft Teams Meeting

Slóð á upptöku af fundinum.

 

 

 

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð - veffundur

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á addygislason@gmail.com til að fá fundarboð með hlekk í  fundarboðið.

Dagskrá fundar:

 •     Farið yfir dagskrá sl. árs 
 •     Kosning stjórnar - í dag eru 9 í stjórn  
 •     Stjórnarfundir - tíðni og fyrirkomulag
 •     Næstu viðburðir  - hugmyndir og ábyrgðaraðilar
 •     Önnur mál

F.h. stjórnar

Ásdís Gíslason, formaður.

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join us as well see https://thefuturesagency.com/speakers/k-d-adamson/. The latest updates will be shared here: https://gerd.fm/39ZgAsN

We are living in an age of perpetual VUCA (volatility, uncertainty, complexity and ambiguity) - and given that we are also moving at exponential pace, FORESIGHT is now mission-critical. Being 'future-ready' is everyone's job now, and it requires more than good data, sharp analysis and domain expertise. To 'have a get feel' for what's coming is probably more of an art than a science - imagination and intuition are just as important as experience and knowledge: EQ AND IQ.

Hence, this session will focus on what we call PRACTICAL WISDOM, i.e. we will share our insights and foresights about the next decade and apply them to the here and now. We will present for 15 minutes each, and then take questions and have live discussions with the audience.

We will talk about the 10 Game-Changers impacting every business in the near future, and the Megashifts see www.megashifts.digital focussing on near future scenarios and 'practical wisdoms'. Have a look at www.futuristgerd.com and https://thefuturesagency.com/speakers/anton-musgrave/ for more Details on what we do.

More details will be published on http://www.theconference.digital soon!
Please note that this is a FREE event, for now, as we are trying out new ideas and concepts. This may change in the future.

 

Ábyrgir stjórnarhættir - auknar kröfur um gagnsæi

Kærar þakkir þið sem mættuð á fundinn - Hér er tengill á Facebook streymið: https://www.facebook.com/Stjornvisi/videos/2585059381775400/

Á þessum morgunfundi mun Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs fjalla um auknar áherslur fjármagnveitenda á ábyrgar fjárfestingar. Að því loknu mun Sigurður Ólafsson fjalla út frá sjónarhóli stjórnarmanns, um auknar kröfur til ófjárhagslegra viðbótarupplýsinga. Þessar upplýsingar veita innsýn, eru mikilvægar til að auka gagnsæi og þurfa að byggja á vönduðum stjórnarháttum. 

Um þetta verður m.a. fjallað á þessum áhugaverða viðburði.

Ábyrgð einstakra stjórnarmanna er talsverð hvað varðar viðbótarupplýsingar. Mikilvægt er að upplýsingagjöfin byggi á vönduðum stjórnarháttum og lög um ársreikninga eru afgerandi um að viðbótarupplýsingagjöf um árangur, stöðu og megin óvissuþætti skulu vera hluti af skýrslu stjórnar. Atvinnuvegaráðuneytið gaf nýlega út reglugerð til fyllingar þessum ákvæðum.
Það er einnig athyglisvert að ársreikningaskrá RSK birtir nú sérstakar áherslur sínar um að í eftirliti með ársreikningum 2019 verði sérstaklega gengið eftir því að kanna ófjárhagslega upplýsingagjöf og skýrslu stjórnar. Þetta gæti bent til að úrbóta sé þörf í tilviki margra fyrirtækja.

Snertifletir umræðunnar eru allmargir og því er athygli áhugafólks innan margra faghópa vakin á þessum viðburði!

Setur stjórnin tóninn um sjálfbærni?

Hvernig getur stjórnarfólk stutt við sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja?

Takið frá tíma - dagskrá birtist fljótlega

Að ráða fólk með skerta starfsorku - tækifæri fyrir fyrirtæki, starfsfólkið og samfélagið

Starfsorka fólks getur skertst af ýmsum ástæðum og oft getur fólk vel unnið hlutastarf eða starf sem krefst ekki eins mikils og í öðrum störfum. Það er dýrmætt fyrir einstaklinga að komast út á vinnumarkaðinn og það er mikilvægt fyrir samfélagið í heild. Með skipulagi og smá útsjónarsemi geta fyrirtæki ráðið til sín starfsfólk með skerta starfsorku þannig að mikill ávinningur verður fyrir alla. Á þessum fundi verður farið yfir hagnýt atriði sem fyrirtæki geta nýtt sér til að ráða starfsfólk sem er að koma til baka úr veikindum eða hefur ekki fulla starfsorku af öðrum ástæðum.

 

Erindi

Kostnaður eða tækifæri fyrir samfélagið?
Margrét Jónsdóttir, forstöðumaður Færnisviðs Trygginastofnunar 
Farið er yfir kostnað hins opinbera af stuðningi við fólk með skerta starfsforku og hver ávinningurinn fyrir einstaklinginn, samfélagið og fyrirtæki er af því fyrirtæki aðlagi sig að þörfum þeirra sem ekki passa inn í hefðbundna hugmynd um störf.

 

Endurhæfing sem virkar
Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri – Þróun atvinnutengingar hjá Virk
Fyrirtæki þurfa aðstoð við að skilgreina verkefni og koma auga á tækifærin sem hjá þeim felast fyrir fólk með skerta starfsforku. Virk hefur mikla reynslu í að fylgja málum eftir hjá fólki með skerta starfsorku og hjálpa bæði einstaklingnum og fyrirtækjum að fóta sig og aðlagast og sjá tækifæri til samstarfs.

 

Skert starfsorka er hluti af margbreytileika
Valdimar Ómarsson, forstöðumaður þjónustu hjá Marel
Marel hefur ráðið fólk með skerta starfsorku og fengið aðstoð við að móta verkefni sem henta einstaklingnum og nýtast fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur skýra stefnu um marbreytileika og þátttöku og stjórnendur hafa metnaðarfull markmið um árangur í rekstri. Farið er yfir dæmi um hvernig stjórnandi getur skipulagt starfið svo starfsfólk í óhefðbundnu starfi upplifi sig velkomið og hluta af teyminu.

 

Fundarstjóri: Ketill Berg Magnússon, mannauðsstjóri Marel á Íslandi

 

Fyrir hverja eru þessi fundur áhugaverður?

-        Fólk ábyrgð fyrir samfélagsábyrgð í fyrirtækjum

-        Mannauðsfólk

-        Stjórnendur og starfsfólk sem styður við fólk með skerta starfsorku

-        Fagfólk sem aðstoðar fólk með skerta starfsorku

Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar – Kolefnishlutleysi 2040

Hrönn Hrafnsdóttir verkefnisstjóri stefnumótunar og þróunar á umhverfis- og skipulagssviði fer yfir loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar um kolefnishlutleysi 2040, samstarf við Festu um loftslagsyfirlýsingu fyrirtækja, samráð við ýmsa hópa innan og utan Reykjavíkurborgar, erlent samstarf og hvað er framundan. 

Móttaka og aðlögun erlendra starfsmanna

Erlendu starfsfólki fjölgar hratt á Íslandi. Hvernig geta vinnuveitendur brugðist við ? Hvernig er best að hátta móttöku erlendra starfsmanna? 

Fáum reynslusögu frá fyrirtæki sem hefur tekið á móti fjölmörgum erlendum starfsmönnum.

Rut Vilhjálmsdóttir, sérfræðingur á mannauðs- og gæðasviði Strætó bs tekur á móti okkur á höfuðstöðvum Strætó og segir okkur frá reynslu þeirra. 

Kolefnisspor fyrirtækja – hvað getum við gert?

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins hefur aukist mikið á síðastliðnum áratugum og ekki hefur tekist að draga úr losun hérlendis. Til að tryggja að markmið Parísarsamkomulagsins og markmið ríkisstjórnarinnar séu uppfyllt þurfa allir að leggja sitt á vogaskálarnar til að draga úr frekari röskun vegna loftslagsbreytinga. Á fundinum mun Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri Umhverfissviðs EFLU verkfræðistofu, fjalla um þar hvernig kolefnisspor er sett fram fyrir fyrirtæki, vörur og einstaklinga og hvað það þýðir að vera kolefnishlutlaus og hvernig hægt er að ná því markmiði.

 

Eru umhverfismál markaðsmál?

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðari sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar.

Dagskrá:
Ólafur Elínarsonar, sviðstjóri markaðsrannsókna Gallup: Umhverfiskönnun Gallup.

Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius; Eru umhverfismál orðin markaðsmál?

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Aðalfundur verður haldinn í Arion banka 11. apríl kl 10:10 strax á eftir spennandi fundi hópsins um samfélagsábyrgð og nýsköpun. Dagskrá fundar:

1. Kosning í stjórn.

2. Dagskrá vetrarins.

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins.

Samfélagsábyrgð og nýsköpun

Frumkvöðlastarf er mikilvægur drifkraftur breytinga og nýsköpun getur haft veruleg jákvæð áhrif á bæði samfélag og umhverfi. Á þessum fundi verður rætt um nýsköpun út frá samfélagsábyrgð og sjálfbærni og hvernig frumkvöðlahugsun og nýsköpun nýtist innan fyrirtækja.

Arion banki – Einar Gunnar Guðmundsson, sérfræðingur í nýsköpun, segir frá því af hverju bankinn hefur um árabil lagt ríka áherslu á stuðning við nýsköpun á öllum stigum, allt frá grunnskóla til atvinnulífs, en bankinn er eigandi viðskiptahraðalsins Startup Reykjavík. Þá fjallar hann um hvernig nýsköpun hefur verið notuð við þróun á stafrænum vörum bankans með góðum árangri.

Snjallræði, fyrsti íslenski viðskiptahraðallinn fyrir samfélagslega nýsköpun – Auður Örlygsdóttir og Pia Elísabeth Hansson, hjá Höfða friðarsetri, segja frá tilurð og framkvæmd Snjallræðis. Verkefnið hófst á síðasta ári og er ætlað að stuðla að fjölbreyttari nýsköpun hér á landi og skapa vettvang fyrir samfélagslegt frumkvöðlastarf.

Heilun jarðar – Sigrún Thorlacius, frumkvöðull, segir frá reynslu sinni af þátttöku í Snjallræði og verkefni sínu um nýtingu sveppa til að eyða eiturefnum úr jarðvegi og hreinsa mengað land.  

Miðgarður - Juliana Werneburg, frumkvöðull og þátttakandi í Snjallræði, segir frá byggingarfélaginu Miðgarði sem ætlar að skipuleggja, hanna og reisa húsnæði þar sem þörf og notkun einkabíla er ekki í forgangi, í staðinn er lögð áhersla á aðra samgöngumáta.

Stefnumótun út frá Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun snúa að því að búa til betri heim fyrir alla. Ríkisstjórnin samþykkti nýverið 65 undirmarkmið sem sett verða í forgang á Íslandi og gaf út stöðuskýrslu um stöðu Íslands gagnvart öllum 17 yfirmarkmiðunum. Hér gefst tækifæri til þess að kynnast stefnumótun og aðferðafræði stjórnvalda þegar kom að því að velja forgangsmarkmið og hvernig sú vinna getur gagnast fyrirtækjum og stofnunum til að innleiða Heimsmarkmiðin.

Nánari bakgrunnsupplýsingar má finna á: heimsmarkmidin.is.

Fyrirlesarar: Fanney Karlsdóttir frá forsætisráðuneytinu og Herdís Helga Schopka frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

 

 

Ábyrgar fjárfestingar - áskoranir og ávinningur

Ábyrgar fjárfestingar taka mið af umhverfi, samfélagi og stjórnarháttum með það að markmiði að draga úr áhættu og skila sjálfbærri ávöxtun til langs tíma. Krafan um ábyrgar fjárfestingar er stöðugt að verða háværari og mikil gróska í heiminum varðandi slíkar fjárfestingar.

Á fundinum verður rætt um stöðu ábyrgra fjárfestinga hér á landi, hvaða áskoranir eru til staðar og ávinningur.

Hildur Sif Arnardóttir og Ninna Stefánsdóttir kynna niðurstöður meistararitgerðar um ábyrgar fjárfestingar.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum og stjórnararformaður Iceland SIF, kynnir samtökin Iceland SIF.

Óli Freyr Kristjánsson, sérfræðingur í eignastýringu Arion banka, kynnir stöðu ábyrgra fjárfestinga í Arion banka.

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð verður haldinn í beinu framhaldi af morgunfundi faghópsins um ábyrga stjórnarhætti. Á fundinum verður farið yfir starf faghópsins í vetur og kosið í nýja stjórn. Áhugasamir um að taka sæti í stjórn faghópsins eru hvattir til að mæta og gefa kost á sér. Fyrirspurnir eða ábendingar um störf hópsins er hægt að senda á huldast@landspitali.is

Ákvæði um góða stjórnarhætti í ársreikningum

Faghópar Stjórnvísi um góða stjórnarhætti og samfélagslega ábyrgð halda
morgunverðarfund miðvikudaginn 23. maí kl. 8:30 hjá Marel, Austurhrauni 9, 210
Garðabæ.


Efni fundarins verður góðir stjórnarhættir og samfélagsleg ábyrgð þar sem fókusinn
verður á lagabreytingu í lögum um ársreikninga frá 2016. En þar kom inn ákvæði um
góða stjórnarhætti (grein 66 c sem heitir góðir stjórnarhættir) þar sem birta skal
árlega yfirlýsingu um góða stjórnarhætti í sérstökum kafla um skýrslu stjórnar sem og
grein 66 d um birtingu ófjárhagslegra upplýsinga. Þar er beðið um upplýsingar sem
eru nauðsynlegar til að leggja mat á þróun, umfang og stöðu félagsins í tengslum við
umhverfismál, félags- og starfsmannamál. Jafnframt skal gera grein fyrir stefnu
félagsins í mannréttindamálum og hvernig félagið spornar við spillingar- og
mútumálum.


Fyrirlesarar eru:

 • Þorsteinn Kári Jónsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Marel
 • Ólafur Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Birtu Lífeyrissjóðs 
 • Þóranna Jónsdóttir, lektor í HR og stjórnunarráðgjafi

Fundarstjóri: Harpa Guðfinnsdóttir


Fundurinn er ætlaður fyrir alla sem hafa áhuga á góðum stjórnarháttum, jafnt
byrjendum sem lengra komna. Fundurinn er einnig kjörin fyrir þá aðila sem hafa setið
í stjórnum eða hafa hug á því að gefa kost á sér til stjórnarsetu.


Boðið verður upp á kaffi og morgunhressingu. 
Hlökkum til að sjá þig.

ATH! Breytt dagsetning 23.maí : Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Vinsamlegast athugið að aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja verður 23.maí.

 

Hvernig styðja fyrirtæki Heimsmarkmið SÞ?

Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram 17 Heimsmarkmiðin um betri heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin skuldbinda ríkisstjórnir wil að vinna að þeim en sveitafélög og fyrirtæki eru einnig hvött til að tengja starf sitt við markmiðin. 

Á fundinum munum við ræða hvernig fyrirtæki geta stutt við og tekið upp Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sínu starfi.

 

Yfirskrift: Hvernig styðja fyrirtæki við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna?
Tími: 14. mars kl. 8.30-10.00
Staður: ÁTVR Stuðlahálsi 2, 110 Reykjavík
Fyrir hverja: Stjórnvísi félaga

Dagskrá

Heimsmarkmiðin eru líka fyrir fyrirtæki
Ásta Bjarnadóttir, sérfræðingur á skrifstofu stefnumála í Forsætisráðuneytinu

Vínbúðin og Heimsmarkmiðin
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðfarforstjóri ÁTVR

Landsvirkjun og Heimsmarkmiðin
Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun

Fundarstóri: Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu

 

 

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar

21. nóvember 2017, kl 8:30 – 10:00, KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð heldur fræðslufund um ábyrgar fjárfestingar í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, undir yfirskriftinni: Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Fyrirlesarar

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Lög og um fjárfestingarstarfsemi  lífeyrissjóða og upplýsingagjöf þeirra, m.a. í tengslum við sjálfbærniviðmið. Tómas mun fjalla um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Velt verður upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance).

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands: Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna mun fara yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig mun hún fjalla um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill mun fjalla um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. 

Fundastjóri: Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf.

Fundurinn verður hýstur í húsakynnum KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Boðið verður upp á kaffi,

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, ávinningur, innleiðing og reynsla

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð byrjar starfsárið á viðburði með kynningu á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð, UN Global Compact, ávinningur, innleiðing og reynsla.

Fjallað verður um ávinning þess að skrifa undir Global Compact, innleiðingu 10 viðmiða sáttmálans og reynslu fyrirtækis af því að skrifa undir.

Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá Samtökum atvinnulífsins, greinir frá ávinningi aðildar að sáttmálanum. SA eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Harpa Júlíusdóttir, viðskiptafræðingur, fjallar um niðurstöður rannsóknar hennar til meistaranáms á þróun aðildar að UN Global Compact hjá íslenskum fyrirtækjum og hvernig hefur gengið að innleiða samfélagsábyrgð.

Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts lýsir reynslu Póstsins af aðild UN Global Compact. Pósturinn hefur verið aðili að GC frá árinu 2009.

Fundarstjóri er Ásdís Gíslason, kynningarstjóri HS Orku.

Fundurinn er opinn á meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.

 

 

 

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð verður haldinn í beinu framhaldi af síðasta morgunfundi faghópsins í vetur. Á fundinum verður farið yfir starf faghópsins í vetur og kosið í nýja stjórn. Áhugasamir um að taka sæti í stjórn faghópsins eru hvattir til að mæta og gefa kost á sér. Fyrirspurnir eða ábendingar um störf hópsins er hægt að senda á fanneyk@novomaticls.com

Samfélagsskýrslur fyrirtækja

Morgunfundur Festu og Stjórnvísihóps um samfélagsábyrgð

Markmið þessa fundar er að kynna samfélagsskýrslur fyrirtækja og ræða hvernig mæla megi árangur í umhverfis- og samfélagsmálum.

Tími:               8. júní kl. 8.30–10.00
Staður:           Icelandair Hótel Natura
Fyrir hverja:   Áhugasama um samfélagsábyrgð
 
Dagskrá 8.30-10.00
 
Um samfélagsskýrslur
Þorsteinn Kári Jónsson, Marel, varaformaður Festu 
 

Ársskýrsla ÁTVR 2016
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls 2016
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, fjölmiðlafulltrúi Alcoa Fjarðaáls

Árs- og samfélagsskýrsla Isavia 2016
Hrönn Ingólfsdóttir, forstöðumaður Verkefnastofu Isavia

 
Fundarstjóri: Soffía Sigurgeirsdóttir, KOM og í stjórnvísihópi um samfélagsábyrgð

Skert starfsgeta og ábyrgð fyrirtækja

Faghópar um samfélagsábyrgð fyrirtækja og mannauðsstjórnun standa að fundinum. Markmiðið er að ná athygli forstöðumanna fyrirtækja á ábyrgð þeirra á að mæta þörfum er tengjast skertri starfsgetu og varpa ljósi á ávinninginn sem felst í því að sinna þessu á markvissan hátt.


Á fundinum verður fjallað um ábyrgð fyrirtækja að sinna starfsmönnum með skerta starfsgetu sem felst meðal annars í því að bjóða upp á hlutastarf bæði fyrir starfsmenn innan fyrirtækja sem eru að fara í langvinn veikindi eða koma til baka til starfa. 

Dagskrá:
• Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og fyrrverandi stjórnarformaður VIRK býður gesti velkomna og segir frá samstarfi SA og Virk.
• Jónína Waagfjörð, sviðsstjóri þróunar atvinnutengingar hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði, mun tala stuttlega um ráðgjöf og þjónustu VIRK og jafnframt þann samfélagslega ávinning sem hlýst af því að koma einstaklingum aftur út á vinnumarkaðinn eftir starfsendurhæfingu. Í því sambandi mun hún ræða um mikilvægi innleiðingar ákveðinna verkferla inni á vinnustaðnum sem auðveldað geta einstaklingum með skerta starfsgetu að vera áfram í vinnunni og/eða að snúa aftur til vinnu eftir veikindi eða slys.
• Berglind Helgadóttir, starfsmannasjúkraþjálfari/starfsmaður öryggisnefndar: „Starfsendurhæfing samhliða vinnu“ - Sagt verður frá þróunarverkefni Landspítala og VIRK um starfsendurhæfingu starfsmanna Landspítala samhliða vinnu. Markmið verkefnisins, sem hófst í september 2016, er að stuðla að endurkomu til vinnu í fyrra starfshlutfall eftir tímabundna skerta vinnugetu vegna heilsubrests.
• Guðmundur Maríusson, fjármálastjóri Íslensku auglýsingastofunnar, segir frá reynslu fyrirtækisins varðandi samstarf við Virk.

Fundarstjóri er Ásdís Gíslason, kynningastjóri HS Orku.

 

Vistvænar byggingar og lausnir

Fundurinn fjallar um vistvænar lausnir tengdar byggingum.

Fundurinn hefst í IKEA, 2. hæð á kaffihúsinu hægra megin á veitingastaðnum. Klukkan 9.30 býðst gestum fundarins að skoða byggingu vistvæna hússins að Brekkugötu 2 í næsta nágrenni.

Dagskrá:
-Finnur Sveinsson, ráðgjafi: Gleðin að byggja umhverfisvottað hús.
Finnur er að byggja fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi og mun það verða vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum. Finnur ætlar að ræða hvatann á bak við verkefnið sem og tækifæri og áskoranir við að byggja vistvænt íbúðarhús.

-Guðný Camilla Aradóttir, umhverfisstjóri: Vistvænar vörur frá IKEA; hvað felst í því?
Guðný mun fjalla um hvernig sjálfbærni er ein grunnstoðin í hönnun IKEA á hverri einustu vöru.

-Umræður
-Í lokin fyrir áhugasama: Skoðunarferð í vistvænt hús Finns

Fullbókað: Samfélagsábyrgð og starfsánægja

Fjallað verður um tengsl starfsánægju og samfélagsábyrgðar fyrirtækja, þ.e. hvernig áhersla fyrirtækja á samfélagsábyrgð ýtir undir starfsánægju og stolt starfsmanna. Varpað verður ljósi á innlendar og erlendar rannsóknir og sagt frá reynslu fyrirtækja, t.d. af mælingum þeirra um starfsánægju sem og mælingar á hvað það er varðandi samfélagsábyrgð sem starfsfólkið lætur sig varða.

"Samfélagsábyrgð og upplifun, viðhorf og hegðun starfsfólks"
Arney Einarsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun í HR, mun byrja fundinn á umfjöllun um niðurstöður úr CRANET rannsókninni í tengslum við samfélagsábyrgð og starfsánægju.

"Samfélagsábyrgð og starfsmenn Landsbankans"
Baldur Gísli Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, mun fjalla um mælingar sem bankinn hefur gert á viðhorfi starfsfólks til samfélagsábyrgðar.

"Áhrif samfélagsábyrgðar á fyrirtækjamenningu - fræðin og mælingarnar".
Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, deildarstóri hjá Reykjavíkurborg. Hún er menntuð á sviði samfélgsábyrgðar frá Svíþjóð og mun segja frá rannsóknum sem hún gerði meðal tveggja íslenskra fyrirtækja og velta upp möguleikum Reykjavíkurborgar að mæla viðhorf starfsfólks til samfélagsábyrgðar.

Fundarstjóri verður Elma Dögg Steingrímsdóttir, gæðastjóri Te & Kaffi.

Glímt við matarsóun

Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Samkvæmt nýlegri greiningu Umhverfisstofnunar bendir allt til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr matarsóun.

Á fundi hópanna samfélagsleg ábyrgð og umhverfi og öryggi 7. desember nk. verður farið yfir nálgun Arion banka og Landspítala:

Hlédís Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, fjallar um hvernig það kom til að Arion banki fór að mæla matarsóun í mötuneyti starfsfólks í höfuðstöðvum. Alfreð Ómar Alfreðsson, yfirmatreiðslumaður bankans, fjallar um framkvæmd verkefnisins og þann árangur sem náðst hefur.

Vigdís Stefánsdóttir deildarstjóri eldhúss og matsala Landsspítala fjallar um matarsóun, verkefni sem unnin hafa verið og þau sem eru í farvatninu.

Þess má geta að Umhverfisverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar féllu þetta árið í skaut fyrirtækis sem hannaði app sem leiðir saman afganga veitingastaða og mötuneyta og kaupendur að ódýrum mat.

Samfélagsábyrgð innleidd með breytingastjórnun

Að innleiða samfélagsábyrgð í rekstur fyrirtækja felst oft í að afla þarf nýrrar þekkingar, breyta ríkjandi viðhorfi og stjórnendur og starfsfólk þurfa að að skipta um aðferðir og breyta hegðun. Þetta getur átt við hvort sem um er að ræða nýtt og sjálfbært viðskiptamódel, flokkun á úrgangi, nýja samgöngumáta eða jafnrétti á vinnustað. Í þessu erindi verður skoðað hvernig líta má á innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum sem viðskiptalegt umbreytingaferli þar sem skipulagðar aðferðir breytingastjórnunar geta aukið fókus, sparað tíma og tryggt betri árangur.

Erindið hentar þeim sem sinna mannauðsstjórnun og stefnumótun í fyrirtækjum og vilja hjálpa til við að gera þau samfélagslega ábyrg.

Fyrirlesari er Ketill Berg Magnússon framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, stundakennari við HR á sviði samfélagsábyrgðar og viðskiptasiðfræði og fyrrum mannauðsstjóri.

Hagnýtt gildi staðalsins ISO 26000 um samfélagsábyrgð

Stjórnvísi og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, standa saman að fundi um ISO 26000, staðal um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Á fundinum verður varpað ljósi á hagnýtt gildi staðalsins fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir. Ólíkt mörgum ISO stöðlum er ISO 26000 ekki staðall til vottunar á fyrirtækjum heldur er hann hugsaður sem leiðbeiningarstaðall fyrir innleiðingu á samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. ISO 26000 nýtist fyrirtækjum vel við að kortleggja sína samfélagsábyrgð og setja sér markmið um aðgerðir og árangur.

Dagskrá:
1) ISO 26000 í stórum dráttum. Guðrún Rögnvaldardóttir, framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Staðlaráð lét þýða ISO 26000 á íslensku og hann var síðan staðfestur sem íslenskur staðall árið 2013. Staðallinn var fyrst gefinn út af Alþjóðlegu staðlasamtökunum 1. nóvember 2010.

2) Mótun stefnu Marel um samfélagsábyrgð. Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Marel. Marel hefur undanfarið ár unnið að mótun stefnu og innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækisins. Þorsteinn Kári segir frá notkun verkfæra á borð við ISO 26000 við mótun stefnunnar.

3) Stefna Landsvirkjunar um samfélagsábyrgð, og verkefni, í ljósi meginflokka og viðfangsefna ISO 26000. Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun. Jóhanna Harpa mun fjalla sérstaklega um áherslur á samskipti við hagsmunaaðila.

Húsið opnar kl. 8.00. Léttar morgunveitingar í boði.

Um ISO 26000 á vef ISO: http://www.iso.org/iso/home/standards/iso26000.htm

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja

Aðalfundurinn fer fram í beinu framhaldi af síðasta fundi faghópsins í vetur sem fjallar um samfélagsskýrslur fyrirtækja.

Farið verður yfir starf faghópsins í vetur og kosið í stjórn hópsins fyrir næsta starfsár.

Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.

Samfélagsskýrslur fyrirtækja

Íslensk fyrirtæki og stofnanir eru í auknum mæli að gera grein fyrir árangri sínum í samfélagsábyrgð með útgáfu á samfélagsskýrslum. Á fundinum fáum við innsýn inn í þetta ferli og hvað skýrslurnar leiða í ljós. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð.

Dagskrá:

 • Inngangur um stöðu og horfur í samfélagsskýrslugerð fyrirtækja. Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu.
 • Samfélagsskýrsla Orkuveitu Reykjavíkur. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi.
 • Samfélagsskýrsla N1. Ásdís Jónsdóttir, gæðastjóri.
 • Samfélagsskýrsla Vífilfells. Stefán Magnússon, markaðsstjóri.

Green Lean - umhverfisvænni rekstur fyrirtækja

Markmið fundarins er að kanna hvernig Lean aðferðafræðin getur nýst fyrirtækjum sem vilja innleiða samfélagslega ábyrgð í starfsemi sína. Farið verður yfir grunnhugmyndir Lean Management og samfélagsábyrgðar fyrirtækja með það í huga að finna góðar aðgerðir (e. best practices) sem nýtast fyrirtækjum.

CAF greining hjá opinberum stofnunum

"Common Assessment Framework" (CAF) er fyrsta evrópska gæðastjórnunartækið sem var sérstaklega hannað fyrir og þróað af opinbera geiranum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til opinberra stofnana um að sýna fram á mikilvægi sitt og að bregðast við auknum kröfum og væntingum samfélagsins. Nokkrar stofnanir hafa nýtt sér CAF sjálfsmatslíkanið til að meta mismunandi þætti í starfsemi stofnunarinnar, í þeim tilgangi að finna út styrkleika og þau atriði sem betur mega fara.

Á fundinum verður almennt talað um hvaðan CAF kemur og hvernig það tengist gæðastarfinu. Sagt verður frá hvernig hægt er að nota það og niðurstöður CAF sjálfsmats til að byggja upp gæðakerfi stofnana. Einnig verður lögð áhersla á þann þátt CAF líkansins sem fjallar um samfélagslegan árangur.

Fyrirlesarar:

Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingastjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Athygli er vakin á því að fundurinn verður haldinn í húsnæði Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg nr. 7 sem er fremra húsið til hægri þegar komið er inn á afleggjarann að Veðurstofunni.

Velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja

Hvaða þætti ættu fyrirtæki að hafa í huga þegar þau velta fyrir sér að styðja góð, samfélagsleg málefni?

Á fundinum verður fjallað um hvernig velheppnuð samfélagsverkefni fyrirtækja eru annað og meira en auglýsing og skapa virði fyrir annars vegar samfélagið og hins vegar fyrirtækið og starfsfólk þess.

Dagskrá:

Soffía Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi hjá KOM, fer yfir góðar starfsaðferðir við að skipuleggja stuðning fyrirtækja við samfélagsverkefni, s.s. er varða val á verkefnum og innra og ytra kynningarstarf.

Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, segir frá styrkjastefnu Íslandsbanka og virði verkefnanna Hjálparhönd og Reykjavíkurmaraþon.

Gréta María Bergsdóttir hjá Háskólanum í Reykjavík og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir hjá Samtökum iðnaðarins segja frá deginum „Stelpur og tækni“ (Girls in ICT Day) sem haldinn hefur verið á Íslandi síðastliðin tvö ár með þátttöku alls átta upplýsingatæknifyrirtækja. Að deginum standa HR, Ský og SI til að kynna stelpum fyrir ýmsum möguleikum í tækninámi og leyfa þeim að hitta kvenfyrirmyndir í helstu tæknifyrirtækjum landsins.

Fundurinn fer fram í stofu M104.
Kaffi á boðstólum og hægt að kaupa sér hádegisbita í nærliggjandi veitingasölum.

Jaflaunastaðall: Verkfæri til að reka skilvirkt jafnlaunakerfi

Jafnlaunastaðallinn er ætlaður sem grundvöllur fyrir vottunarkerfi að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði staðalsins möguleiki á að fá vottun þar um.

Með jafnlaunastaðlinum er ætlunin að láta fyrirtækjum í té verkfæri til að reka skilvirkt jafnlaunakerfi sem eftir atvikum er hægt að samþætta öðrum stjórnunarkerfum. Jafnlaunastaðallinn á að henta fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum.

Einar Mar Þórðarsson sérfræðingur í fjármála-og efnahagsráðuneytinu kynnir Jafnlaunastaðalinn og tilraunaverkefni um innleiðingu hans. Í erindinu verður farið yfir jafnlaunastaðalinn, markmið hans og helstu áföngum í innleiðingu og vottun.

Haldast gæði og samfélagsleg ábyrgð í hendur?

Hefur samfélagsleg ábyrgð áhrif á gæði? Er hætta á því að þessir tveir þættir skarist? Hvernig er unnið með stefnur og markmið ÁTVR sem varða samfélagsábyrgð og hvernig tvinnast þeir saman í starfsemi þeirra?
Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR kynnir helstu stefnur og markmið og upplýsir okkur um mælingar og helstu áhrifaþætti þar sem gæðastjórnun og samfélagsábyrgð ÁTVR mætast. Sigurpáll og Tómas Björn Gunnarsson munu sýna okkur hvernig unnið er með stefnur og markmið innan stofnunarinnar og hvernig markmiðin eru sýnd starfsfólki til upplýsingar og hvatningar.

Fundurinn verður hér á þessum stað:
Fundarsalur á fjórðu hæð á Stuðlahálsi 2.
Gengið inn fyrir ofan Heiðrúnu.

Samfélagsábyrgð og samgöngusamningar

Það færist mjög í vöxt að fyrirtæki bjóði starfsmönnum sínum að gera sérstaka samgöngusamninga þar sem starfsmenn skuldbinda sig til að nota vistvæna samgöngumáta til og frá vinnu. Fyrir þremur árum voru þetta nokkur fyrirtæki en í dag er fjöldi fyrirtækjanna orðinn á annað hundrað. Vinnustaðir líta á þetta sem hluta af stefnu sinni í umhverfismálum og samfélagsábyrgð. Á fundinum verður fjallað um ávinninga og áskoranir samgöngusamninga. Með auknum fjölda hjólreiðaslysa vakna spurningar um ábyrgð vinnustaða að hvetja starfsmenn til hjólreiða og hvert sé hlutverk og skylda fyrirtækja varðandi bætta samgöngumenningu. Hvernig hjólandi, gangandi og akandi geta samnýtt samgöngumannvirki á sem hagkvæmastan og öruggastan máta.

Fyrirtæki og stofnanir munu deila reynslu sinni af innleiðingu á samgöngusamningum. Fulltrúi frá Hjólafærni mun fjalla um hjólreiðar og umferðaröryggi.

Fyrirlesarar:
Ægir Már Þórisson, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs, Advania
Hulda Steingrímsdóttir, verkefnastjóri umhverfis- og samgöngumála, Landspítala
Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri, Verði
Árni Davíðsson, ráðgjafi, Hjólafærni á Íslandi

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð í kaffihúsi Sjóminjasafnsins

 1. maí: Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð

Boðað er til aðalfundar faghóps um samfélagsábyrgð. Fundurinn er haldinn mánudaginn 18. maí kl. 15.00-16.00 á Víkinni, kaffihúsi Sjóminjasafnsins, Grandagarði 8.

Dagskrá:
• Starf og stjórn faghópsins starfsárið 2014-2015
• Kosning í stjórn fyrir starfsárið 2015-2016
• Önnur mál

Stjórn hópsins hvetur alla áhugasama til að mæta.

Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru hvattir til að hafa samband við Fanneyju Karlsdóttur (fanneyk@betware.com), formann faghópsins, eða Gunnhildi Arnardóttur (gunnhildur@stjornvisi.is), framkvæmdastjóra Stjórnvísi.

Samfélagsábyrgð og mannauður fyrirtækja

Samfélagsábyrgð er farin að skipa mikilvægan sess í starfsemi fyrirtækja og hefur hugtakið samfélagsábyrgð þróast í þá átt að snerta alla þætti í starfsemi fyrirtækja. Faghópar Stjórnvísi um samfélagsábyrgð fyrirtækja og mannauðsstjórnun hafa því skipulagt sameiginlegan fund þar sem fjallað verður um snertifleti samfélagsábyrgðar og mannauðs fyrirtækja.

Á fundinum mun Fanney Karlsdóttir, fræðslustjóri Betware, fjalla um þátttöku starfsfólks í innleiðingu á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans, mun svo fjalla um hvernig áherslur Landsbankans í samfélagsábyrgð hafa áhrif á mannauðsstjórnun bankans, s.s. ráðningar, þjálfun, frammistöðustjórnun, menningu o.fl.

Staðsetning: Mötuneyti Landsbankans Hafnarstræti 5 Reykjavík

Samfélagslega ábyrg nýsköpun í atvinnulífinu

Stjórnir faghópa samfélagsábyrgðar og sköpunargleði og nýsköpunar hjá Stjórnvísi standa fyrir morgunverðarfundi þann 21.janúar næstkomandi kl 8.30-10.00 í húsakynnum Arion banka í Borgartúni. Á fundinum verður fjallað um samfélagslega ábyrga nýsköpun í atvinnulífinu. Nýlegar rannsóknir sýna að það hefur jákvæð áhrif á nýsköpun og starfsemi fyrirtækja að vera samfélagslega ábyrg.

Kristinn Harðarson framkvæmdastjóri fjárfestinga og framleiðsluþróunar hjá Alcoa Fjarðaáli mun segja frá samfélaglega ábyrgri nýsköpun innan fyrirtækisins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Dögg Ármannsdóttir hjá Inspirally fjalla um þá samfélagsábyrgu þætti sem höfðu áhrif á stofnun vefsíðunnar inspirally.com. Jafnframt mun Ingi Rafn Sigurðsson einn af stofnendum Karolina Fund tala um velgengni fjármögnunar samfélagslega ábyrgra sprotafyrirtækja.

Fundarstjóri er Einar Gunnar Guðmundsson hjá Arion banka.

Virk samfélagsábyrgð ÁTVR með breytingastjórnun

ÁTVR býður til fundar um samfélagsábyrgð og breytingastjórnun. Stjórnvísihóparnir um breytingastjórnun og samfélagsábyrgð standa saman að atburðinum.
Fyrirkomulagið verður með eftirfarandi hætti:
Kl. 8.15 Byrjað á morgunhressingu

 1. Hvað er breytingastjórnun og hvernig tengist hún samfélagsábyrgð?
  Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Hagvangi

 2. Hvað er samfélagsábyrgð og hvernig tengist hún breytingastjórnun?
  Kjartan Sigurðsson, PhD nemi í samfélagsábyrgð

 3. Dæmi um hvernig breytingastjórnun hefur verið beitt við að innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtæki.
  Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR

 4. Spurningar og umræður eins og tími leyfir

Kl. 9.45 lok

FUNDI FRESTAÐ: Virk samfélagsábyrgð ÁTVR með breytingastjórnun

ÁTVR býður til fundar um samfélagsábyrgð og breytingastjórnun. Stjórnvísihóparnir um breytingastjórnun og samfélagsábyrgð standa saman að atburðinum.
Fyrirkomulagið verður með eftirfarandi hætti:
Kl. 8.15 Byrjað á morgunhressingu

 1. Hvað er breytingastjórnun og hvernig tengist hún samfélagsábyrgð?
  Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Hagvangi

 2. Hvað er samfélagsábyrgð og hvernig tengist hún breytingastjórnun?
  Kjartan Sigurðsson, PhD nemi í samfélagsábyrgð

 3. Dæmi um hvernig breytingastjórnun hefur verið beitt við að innleiða samfélagsábyrgð í fyrirtæki.
  Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR

 4. Spurningar og umræður eins og tími leyfir

Kl. 9.45 lok

Er kannski öllum sama? - Ábyrg markaðssetning

Sameiginlegur fundur faghópa um samfélagsábyrgð fyrirtækja og þjónustu- og markaðsstjórnun þar sem við fáum að heyra þrjú spennandi erindi um markaðsmál og samfélagslega ábyrgð.

Hvers vegna erum við að þessu? - fræði og dæmi. Gunnar Thorberg eigandi Kapals Markaðsráðgjafar, er reynslumikill markaðsráðgjafi og starfar fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi á sviði viðskipta, stefnumótunar, uppbyggingu vörumerkja og markaðssetningar. Auk þess sinnir hann kennslu í helstu háskólum landsins með áherslu á viðskipti og markaðssetningu á stafrænum miðlum.

Saga um samfélagslega ábyrgð: Innleiðing, áskoranir og ávinningur. Kristján Gunnarsson - eigandi og ráðgjafi hjá Kosmos & Kaos flytur okkur reynslusögu þeirra. Kosmos & Kaos hefur verið framarlega á sviði vefhönnunar, vefþróunar og stafrænnar markaðssetningar. Fyrirtækið hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á samfélagslega ábyrgð og er virkur meðlimur í FESTU, miðstöð um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja.

Erum við neytendur vakandi? - Rakel Garðarsdóttir, annar tveggja höfunda bókarinnar Vakandi veröld.
Láta neytendur sig samfélagsábyrgð fyrirtækja varða og þá hvernig? Tengsl markaðssetningar og ábyrgra neyslu- og viðskiptahátta.

Samfélagsábyrgð - Mælingar og miðlun

Einn lykilþáttur samfélagsábyrgðar fyrirtækja felst í upplýsingagjöf um framgang mála og framvindu verkefna og hefur sú krafa að fyrirtæki geri grein fyrir samfélagsstefnu sinni, markmiðum og árangri á opinberan hátt aukist til muna á síðustu misserum.

Til eru fjölmargar leiðir fyrir fyrirtæki að birta árangurinn, og er hægt að nefna UN Global Compact viðmiðin og sjálfbærnivísa Global Reporting Initiative (GRI) sem góð dæmi um alþjóðlega viðtekin vinnubrögð í þeim málum. Fjöldi fyrirtækja á alþjóðavísu hefur þegar tekið upp árlega birtingu markmiða, mælikvarða og árangurs á sviði samfélagslegrar ábyrgðar en þróunin hefur vissulega gengið hægar hér á Íslandi en í nágrannalöndum okkar. Nokkur fyrirtæki eru þó markvisst farin að birta upplýsingar um vinnu og árangur á sviðinu og verða nokkur dæmi tekin fyrir á þessum síðasta morgunverðarfundi faghóps um samfélagsábyrgð á þessu starfsári.

Fyrirlesarar verða:

 • Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR

 • Svanhildur Sigurðardóttir, samfélags- og samskiptastjóri hjá Ölgerðinni

 • Hulda Steingrímsdóttir, ráðgjafi hjá Alta

Fundarstjóri verður Már Másson, forstöðumaður samskiptamála hjá Íslandsbanka.

Kaffi og te verður á boðstólunum og eru allir áhugasamir hvattir til þess að mæta.

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja í innkaupum

Samskipti við birgja og innkaup eru talin vera eitt meginverkfæri við innleiðingu samfélagsábyrgðar hjá fyrirtækjum. Í fyrirlestrinum mun Finnur tengja saman samfélagsábyrgð við virðiskeðjuna, hver séu helstu röksemdirnar og verkfærin við innleiðinguna. ÁTVR mun gera grein fyrir samstarfi þeirra við systurfyrirtæki á Norðurlöndum og hvernig þau eru að meta birgja út frá samfélagssjónarmiðum.

Finnur Sveinsson starfar sem sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum. Hann er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í umhverfisfræðum. Hann rak ráðgjafafyrirtæki í Svíþjóð í um 14 ár og hefur meðal annars unnið með Alcoa Fjarðaál, Innkaupastofnun Gautaborgar og vann að því með Ríkiskaupum, Reykjavíkurborg og Umhverfisráðuneytinu að koma vistvænum innkaupum (www.vinn.is) á laggirnar á Íslandi.

Íslenskar rannsóknir á samfélagsábyrgð

Faghópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um rannsóknir og samfélagsábyrgð.

Á fundinum verða kynnt þrjú nýleg rannsóknarverkefni um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Tvö þeirra voru unnin af íslenskum nemum, á meðan það þriðja var unnið af erlendum nema.

Dagný Kaldal Leifsdóttir rannsakaði hvort efndir fylgdu orðum þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð 50 stærstu fyrirtækja Íslands. Hún mun kynna fyrir okkur bæði hvort fyrirtæki segi frá stefnu sinni á þessu sviði og hvort þau séu í raun að vinna samkvæmt þeirri stefnu sem þau hafa sett sér. Dagný kláraði meistarapróf frá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands sumarið 2013 og var rannsóknin hluti af lokaverkefni hennar.

Gunnar Páll Ólafsson útskrifaðist frá Háskólanum í Gautaborg árið 2009 af alþjóðaviðskiptafræðibraut. Í rannsókn sinni leitaðist Gunnar Páll við að skoða hvernig alþjóðleg fyrirtæki geta innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti í aðfangakeðju sinni með sjálfbærum hætti. Starfsemi IKEA í Vietnam var notuð sem raundæmi.

Julia Vol útskrifaðist með meistaragráðu í umhverfis- og auðlindafræði frá Háskóla Íslands haustið 2012. Julia mun fjalla um rannsókn sína á innleiðingu stefnu um samfélagslega ábyrgð hjá Landsbanka Íslands á árunum eftir hrun. Julia mun flytja erindi sitt á ensku.

Fundarstjóri er Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafi í samfélagsábygð hjá Capacent.

Faghópur um samfélagsábyrgð var stofnaður árið 2012 og eru meðlimir í honum nú 138.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja - hvert er hlutverk ríkisins?

Faghópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunverðarfundi þann 19. nóvember næstkomandi undir yfirskriftinni "Samfélagsábyrgð fyrirtækja - hvert er hlutverk ríkisins?". Fundurinn stendur frá kl. 8.30 -10.00, í höfuðstöðvum Arion banka, í Borgartúni 19.

Á fundinum munu fulltrúar stjórnvalda og atvinnulífs fara yfir stefnu stjórnvalda, tækifæri og áherslur um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Hvaða áherslur ætti ríkið að hafa um samfélagsábyrgð fyrirtækja?
Hvernig má bæta laga- og starfsumhverfi fyrirtækja um samfélagsábyrgð?
Hvernig gætu yfirvöld hvatt fyrirtæki til að sýna samfélagsábyrgð?

Dagskrá:
08.30 - 08.50 Núverandi stefna stjórnvalda um samfélagsábyrgð fyrirtækja - Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
08.50 - 09.10 Væntingar atvinnulífsins til stjórnvalda: stefna og lagaumhverfi - Hrafnhildur Stefánsdóttir, yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins.
09.10 - 09.30 Hvernig geta yfirvöld unnið með fyrirtækjum að aukinni samfélagsábyrgð? - Skúli Helgason
09.30 - 10.00 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara.

Fundarstjóri er Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð.

Fylgstu með fundinum á Twitter: #stjornvoldCSR

Innleiðing samfélagsábyrgðar - Áhrifaþættir og hvatar!

Faghópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni "Innleiðing samfélagsábyrgðar - Áhrifaþættir og hvatar!", þann 18. september næstkomandi hjá Símanum, kl. 8.30 -10.00.

Á fundinum munu stjórnendur og sérfræðingar fara yfir þá undirliggjandi hvata og áhrifaþætti sem hafa áhrif á innleiðingu fyrirtækja á stefnu um samfélagsábyrgð.

Dagskrá:
08.30 - 08.35 Örkynning: Staða innleiðingar samfélagsábyrgðar hjá Símanum. Fanney Karlsdóttir, sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Símanum.
08.35 - 09.05 Áhrifaþættir og hvatar við þróun samfélagsábyrgðar Actavis. Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, forstjóri Actavis á Íslandi.
09.05 - 09.35 Áhrifaþættir, hvatar og samfélagsábyrgð hjá Norrænnum tryggingafyrirtækjum. Dr. Lára Jóhannsdóttir fjallar um niðurstöður doktorsverkefnis síns.
09.35 - 10.00 Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara.

Fundarstjóri er Soffía Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi.

Ábyrgir stjórnhættir og raundæmi um innleiðingu samfélagsábyrgðar

Málefnahópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um ábyrga stjórnhætti fyrirtækja og innleiðingu samfélagslega ábyrgra starfshátta.

Fyrirlesarar eru tveir. Berglind Ó. Guðmundsdóttur, lögfræðingur á fyrirtækjasviði KPMG mun fjalla um hvernig fyrirtæki geta upplýst um stjórnhætti sína í samræmi við leiðbeiningar um stjórnhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð, Kauphöllin og Samtök atvinnulífins hafa gefið út.

Einnig munu Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri og Sigurpáll Ingibergsson, gæðastjóri ÁTVR, kynna hvernig ÁTVR hyggst innleiða samfélagsábyrga starfshætti hjá sér.

Fundarstjóri er Þorsteinn Kári Jónsson, verkefnastjóri hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð.

Fundurinn fer fram í húsnæði KPMG að Borgartúni 27, 105 Reykjavík fimmtudaginn 4. apríl kl. 8:30 - 10:00

Innleiðing stefnu um samfélagsábyrgð: Áskoranir og staðlar

Málefnahópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um innleiðingu stefnu um samfélagsábyrgð.
Á fundinum verða tvær kynningar tengdar innleiðingu á stefnu um samfélagsábyrgð í fyrirtækjum. Annars vegar mun Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands kynna ISO 26000 staðlinn um samfélagsábyrgð. Verið er að þýða staðalinn á íslensku og er honum m.a. ætlað að auðvelda fyrirtækjum að innleiða markvissa starfshætti um samfélagsábyrgð. Í seinni kynningunni mun Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun segja frá þeim áskorunum sem fyrirtækið stendur frammi fyrir við innleiðingu á stefnu um samfélagsábyrgð.

Fundarstjóri er Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.
Málefnahópurinn var stofnaður á fyrri hluta ársins 2012 og eru nú 76 félagar í hópnum. Stjórn hópsins skipa Ketill B. Magnússon framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, Finnur Sveinsson sérfræðingur hjá Landsbankanum, Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka og Ragna Sara Jónsdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrðgar hjá Landsvirkjun.

Fundurinn er haldinn hjá Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík Fimmtudaginn 31. janúar kl. 8:30 - 10:00

Umhverfis- og öryggismál og tengsl við samfélagsábyrgð

Guðrún Þóra Magnúsdóttir leiðtogi umhverfismála hjá ISAL mun fjalla um um hvernig umhverfis og öryggismál fyrirtækisins tengjast samfélgsábyrgð föstum böndum. Í erindinu verður komið inn hvernig samráði og samskiptum er háttað við samfélagið og hver ávinningurinn er af því samráði.
Haldið hjá ISAL.

Rannsóknir og samfélagsábyrgð: Ábyrgar fjárfestingar, tískuiðnaður og skoðanakerfi

Málefnahópur Stjórnvísis um samfélagsábyrgð stendur fyrir morgunfundi um rannsóknir og samfélagsábyrgð.

Á fundinum verða kynntar þrjár nýlegar meistararitgerðir íslenskra nemenda við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (CBS) en þær fjalla allar um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Viðskiptaháskólinn í Kaupmannahöfn hefur verið leiðandi í kennslu um samfélagsábyrgð og skipar nú 3 sæti yfir bestu viðskiptaháskóla heims samkvæmt mælingum Eduniversal.

Magnús Berg Magnússon mun fjalla um meistararitgerð sína á sviði samfélagslega ábyrgra fjárfestinga (Ethical Investing) en hann útskrifaðist frá viðskiptaháskólanum árið 2011. Rannsókn Magnúsar fjallar um áhættumælda frammistöðu slíkra sjóða í Bandaríkjunum, Evrópu og Skandinavíu borið saman við viðeigandi markaðsvísitölur á árunum 2006-2010.

Sigrún Ýr Árnadóttir fjallar um tískuiðnaðinn á Íslandi og samfélagsábyrgð en Sigrún útskrifaðist frá viðskiptaháskólanum árið 2011. Í ritgerðinni skoðar Sigrún þann þrýsting sem er á íslensk fyrirtæki í fataframleiðslu um að sýna ábyrgð í framleiðslunni og hvernig þau takast á við hana með mismunandi hætti.

Þorsteinn Kári Jónsson kynnir nýja meistararitgerð á sviði samfélagsábyrgðar en hann mun útskrifast frá viðskiptaháskólanum nú í haust. Rannsókn Þorsteins Kára fjallar um skoðanakerfi fræðimanna sem rannsaka samfélagsábyrgð. Flestir byrja rannsóknir á samfélagsábyrgð með það að markmiði að bæta siðferði en breyta viðhorfum sínum til viðfangsefnisins, eftir því sem þeir vinna lengur með hugtakið.

Fundarstjóri er Magnús Þór Gylfason yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar.

Málefnahópurinn var stofnaður fyrr á þessu ári og eru nú 58 félagar í hópnum. Formaður hópsins er Regína Ásvaldsdóttir framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Aðrir í stjórn eru Finnur Sveinsson sérfræðingur hjá Landsbankanum, Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, Magnús Þór Gylfason yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar og Ketill Berg Magnússon viðskiptasiðfræðingur.

Skýrslugerð

Faghópur um samfélagsábyrgð hefur verið stofnaður hjá Stjórnvísi. Markmið með starfi hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja. Einnig að kynna stefnumótun á þessu sviði, helstu verkfæri sem eru notuð, rannsóknir ofl. Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn í Íslandsbanka, 13. september kl. 8.30 til 10.00. Á fundinum verður fjallað um skýrslugerð. Annarsvegar mun Guðný Helga Herbertsdóttir fjalla um skýrslu Íslandsbanka um Global Compact og hinsvegar mun Finnur Sveinsson fjalla um GRI skýrslu Landsbankans.Í stjórn faghópsins sitja Regína Ásvaldsdóttir framkvæmdastjóri Festu, Ketill Berg Magnússon viðskiptasiðfræðingur, Finnur Sveinsson sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá Landsbankanum, Guðný Helga Herbertsdóttir upplýsingafulltrúi Íslandsbanka og Magnús Þór Gylfason forstöðumaður samskiptasviðs Landsvirkjunar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?