Sjálfbær þróun: Liðnir viðburðir

Deiglufund­ur – Sjálf­bærni upp­lýs­inga­gjöf @Rafrænn viðburður

ATHUGIÐ!  SKRÁNING ER HÉR

Á síðasta Deiglufundi fyrir sumarfrí munum við rýna í stöðuna hjá íslenskum fyrirtækjum þegar kemur að sjálfbærni upplýsingagjöf.  Hvernig eru íslensk fyrirtæki að standa sig, hvað er til fyrirmyndar og hvar eigum við eftir að stíga stóru skrefin?

Nú eru að taka gildi Evrópusambands lög sem bæði munu gera ítarlegri kröfur þegar kemur að upplýsingagjöf sem snýr að sjálfbærni og á sama tíma stækkar sá hópur fyrirtækja sem þurfa að huga að stöðluðum og vottuðum sjálfbærni upplýsingum í ársskýrslum. Við munum á deiglufundinum fræðast um þessi lög og aðrar breytingar sem eru í vændum í þessum málaflokki.

Reynir Smári Atlason forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo mun halda fræðandi erindi, en Reynir hefur verið einn af okkar fremstu sérfræðingum hér á landi um þessi málefni síðustu ár.

Við bjóðum þá til panel umræðna þar sem þau Jóhanna Hlín Auðunsdóttir forstöðumaður loftslags og grænna lausna hjá Landsvirkjun og Stefán Kári Sveinbjörnsson verkefnastjóri í stefnumótun og sjálfbærni hjá Isavia mun taka þátt ásamt Reyni – og taka þá við spurningum og eiga samtal við fundargesti.

Aðalfundur Faghóps um sjálfbæra þróun

Click here to join the meeting

Aðalfundur faghóps um sjálfbæra þróun verður haldin miðvikudaginn 3. maí á Teams frá kl 9-10. Á fundinum eru hefðbundin aðalfundarstörf. 

  1. Formaður gerir grein fyrir starfi ársins.
  2. Kosning nýrrar stjórnar. 

Í fráfarandi stjórn faghópsins sitja nú Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Eva Magnúsdóttir, Podium, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Halldóra Ingimarsdóttir, Sjóvá, Harpa Júlíusdóttir, Festu, Rósbjörg Jónsdóttir, SPI á Íslandi/Orkuklasinn, Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgum lausnum, Þóra Rut Jónsdóttir, Advania og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. 

Í framboði til stjórnar eru eftirfarandi: Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveitunni, Freyr Eyjólfsson, Sorpu, Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga og Marta Jóhannesdóttir, Grant Thornton endurskoðun og Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóði sveitarfélaga. 

Heimilt er að hafa 4-10 manns í stjórn og eru frambjóðendur beðnir um að senda póst á núverandi formann í eva@podium.is óski þeir eftir að bjóða sig fram. 

 

Jafnrétti og leitin að jafnvæginu

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun fjallar um félagslegan hluta sjálfbærrar þróunar. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi fyrirtækja og hefur mest farið fyrir umhverfislegum hluta sjálfbærninnar. Á þessum fundi ætlum við að fjalla um félagslega þætti sjálfbærninnar sem lýtur að jafnrétti og kynjafjölbreytni. Við fáum að heyra innlegg frá fyrirtækjum sem einbeita sér að jafnrétti og jafnræði auk þess sem við heyrum um Jafnvægisvogarverkefni FKA útfrá markaðssetningu á jafnrétti. 

  • Félagsleg sjálfbærni: Heimsmarkmiðin og jafnrétti: Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium, sem einnig stýrir fundinum.
  • Betri tækni bætir lífið: Fjölbreytileiki sem undirstaða nýsköpunar hjá Origo. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo.
  • Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið! Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsstjóri Nettó og Iceland hjá Samkaupum.
  • Jafnvægisvogin: Með Piparbragði, Darri Johansen, stefnumótunarráðgjafi hjá Pipar.
  • Sjálfbærnivegferð Skeljungs og jafnréttismál: Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs.

NÝ LÖG UM ÚRGANGSMÁL OG FLOKKUN - Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

NÝJU HRINGRÁSARLÖGIN 

Click here to join the meeting

Um áramótin tóku í gildi ný lög um úrgangsmál og flokkun, sem einnig hafa verið nefnd hringrásarlögin. 


Hvaða breytingar hefur innleiðing þessara laga í för með sér fyrir atvinnulífið og hver eru áhrifin á loftslagið?

Faghópur um loftlagsmál Stjórnvísis hefur fengið til liðs við sig fjóra sérfræðinga sem segja okkur frá nýju lögunum og hvaða áhrif þau hafa á rekstur fyrirtækja og hvað innleiðing laganna þýðir fyrir umhverfið og loftslagsmálin í stóru myndinni.

  • Hvað fela nýju lögin í sér og hvaða áhrif hafa þau á atvinnulífið?
  • Hvernig eiga fyrirtæki að flokka skv. nýju lögunum?
  • Góð ráð fyrir fyrirtæki um hvernig má draga úr úrgangi og standa vel að flokkun
  • Hvernig er úrgangur sem verður til á Íslandi meðhöndlaður og hver er losun gróðurhúsalofttegunda frá mismunandi úrgangsflokkun
  • Hver er ágóðinn af því að flokka vel og hvað kostar að losa sig við mismunandi úrgangsflokka?

Fundurinn verður í formi pallborðsumræðna og eru fundargestir hvattir til að senda inn spurningar á fundinum og við fáum sérfræðingana til að svara þeim en þeir eru:

  • Berglind Ósk Ólafsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá BYKO
  • Bryndís Skúladóttir, efnaverkfræðingur og sérfræðingur í umhverfismálum hjá VSÓ ráðgjöf
  • Guðmundur Páll Gíslason, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Terra umhverfisþjónustu
  • Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í úrgangsmálum hjá Umhverfisstofnun

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, stjórnarmeðlimur í loftslagshópi Stjórnvísis og umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.


Fundurinn er haldinn í samstarfi við Iðuna fræðslusetur sem sér um að streyma fundinum í gegnum TEAMS þriðjudaginn 31. janúar kl. 9.00-10.00

                                                                                  Hlökkum til að sjá ykkur öll á skjánum !


Ítarefni um úrgangsmál og nýju hringrásarlögin má m.a. finna hér:

www.urgangur.is

www.sorpa.is

www.urvinnslusjodur.is

www.ust.is

www.samangegnsoun.is 

Nýju hringrásarlögin- Betri heimur byrjar heima

https://us02web.zoom.us/j/82343725362
Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun heldur fyrsta fund vetrarins ásamt Samtökum atvinnulífsins. Fundurinn er hluti fundaraðar SA; Betri heimur byrjar heima. Spennandi fundur þar sem farið verður yfir hvaða áhrif ný lög um hringrásarhagkerfið munu hafa á atvinnulífið. Einnig fjallað um tækifæri og áskoranir sem felast í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, hvaða lausnir eru í boði og mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og atvinnulífs.

https://us02web.zoom.us/j/82343725362

Dagskrá

  1. Hvað þýða lögin fyrir atvinnulífið?
    Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu.
  2. Hvað þýða lögin fyrir sveitarfélög?
    Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  3. Áskoranir og tækifæri. Jarðefnagarður í Álfsnesi.
    Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM-Vallár.

Pallborðsumræður og spurningar:
Umræðum stýrir Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.

  • Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.
  • Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra.
  • Brynjar Bergsteinsson, framleiðslustjóri Set hf.

Allur októbermánuður er eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu. Á fundinum verður farið yfir hvaða áhrif ný lög um hringrásarhagkerfið munu hafa á atvinnulífið, tækifæri og áskoranir sem felast í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, hvaða lausnir eru í boði og mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og atvinnulífs.

Hægt er að skrá sig á viðburð hjá Stjórnvísi hér fyrir ofan og hjá SA

 https://www.sa.is/starfsemin/vidburdir/61840371221111111
 
 
Hlökkum til að sjá ykkur.  

Byggingariðnaður - Losunarlausir framkvæmdarstaðir - Staðan og stefnan

Click here to join the meeting

Við ætlum að fjalla um losunarlausa framkvæmdastaði á Íslandi. Farið verður yfir stöðuna á losunarlausum framkvæmdastöðum á Íslandi og hvað er framundan í þeim efnum. 

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun kynnir Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð og þær aðgerðir sem eru í vinnslu varðandi losunarlausa framkvæmdastaði. 

Hulda Hallgrímsdóttir og Gyða Mjöll Ingólfsdóttir frá Reykjavíkurborg ætla að segja hvernig Reykjavíkurborg sér fyrir sér framkvæmdastaði framtíðarinnar og hvaða aðgerðir er stefnt að fara í til að ná því.  

Þröstur Söring frá Framkvæmdasýsla ríkiseignir kynnir hvernig FSRE sér fyrir sér framtíðarverkefni og hvernig unnið er að losunarlausum framkvæmdastöðum.

Sigrún Melax frá JÁVERK fer yfir helstu áskoranir verktaka við að uppfylla kröfur um losunarlausa framkvæmdastaði. 

Fundarstjóri er Sigríður Ósk Bjarnadóttir frá Hornsteinn ehf.

Tímamótatal – reynslusaga stjórnanda

 
TEAMS linkur  viðburðurinn er bæði í raunheimum og í streymi. Við hvetjum alla sem geta að mæta í Heilsuklasann.
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.

Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.

 

Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.

Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

TEAMS linkur

Aðalfundur faghóps um Samfélagslega ábyrgð

Aðalfundur faghóps um samfélagslega ábyrgð

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Framboð til stjórnar:
Eiríkur Hjálmarsson, Orkuveita Reykjavíkur
Eva Magnúsdóttir, Podium
Freyr Eyjólfsson, Sorpa
Halldóra Ingimarsdóttir, Sjóvá
Harpa Júlíusdóttir, Festa
Rósbjörg Jónsdóttir, SPI á Íslandi/Orkuklasinn
Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgar lausnir
Þóra Rut Jónsdóttir, Advania
Þórdís Sveinsdóttir, Lánasjóður sveitarfélaga

Fundurinn er eingöngu á Teams

Linkurinn

 

Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári

 Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér

Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári - dæmisögur úr atvinnulífinu og áhrif COP26 á framþróun 

Íslenskt atvinnulíf gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að loftslagsmálum. Fyrirtækin keppast nú við að setja sér markmið og stefnu í átt a kolefnishlutleysi enda þörf á að taka þennan málaflokk föstum tökum.

COP26 snerist ekki síst um fyrirtæki og hvernig einkamarkaðurinn er að koma inn í loftslagsmálin. Það sem við sjáum helst er hvernig þessi áhugi fyrirtækja og almennings á loftslagsmálum er loksins að skila sér inn í samningaherbergin og í ákvarðanatökur sem eru nú eftir COP 26 mun beinskeyttari en nokkurn tímann áður.

Hvað þýða niðurstöður COP26 fyrir stefnu og aðgerðir í átt að kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðar? Hvaða áhrif hafa þær á atvinnulífið? Hverjar eru væntingar almennings og ungs fólks til atvinnulífsins? 

Við fáum að heyra frá fulltrúum úr atvinnulífinu, þeirra vegferð og afstöðu auk þess að heyra frá fulltrúa ungs fólks.

Fyrirlesarar eru Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Egill Örnuson Hermannsson, varaformaður í félagi Ungra umhverfissinna.

 Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér

Fundarstjóri er Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs.

Græn fjármögnun er tækifæri fyrir öll fyrirtæki !

Click here to join the meeting

Farið er yfir þau tækifæri sem eru tilkominn vegna grænnar fjármögnunar, óháð stærð fyrirtækja og atvinnugeira. 

Hafþór Æ. Sigurjónsson & Hildur T. Flóvenz frá KMPG hefja daginn á erindi um sjálfbæra fjármögnun á Íslandi og hver staðan á markaðnum er. Fjallað verður um hvernig sjálfbær fjármögnun hefur þróast á Íslandi allt frá fyrstu grænu skuldabréfunum á Íslandi 2018 hjá Landsvirkjun og Reykjavíkurborg, útgáfu bankanna, og til útgáfu sjálfbærs fjármögnunarramma fyrir ríkissjóð útgefnum af ríkisstjórn fyrir síðustu kosningar.

Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri sjálfbærnimála hjá Arion banka mun fjalla um vegferð bankans í umhverfismálum og næstu skref með áherslu á græna fjármálaumgjörð bankans og hver tækifærin eru fyrir einstaklinga og fyrirtæki. 

Að lokum mun Páll Ólafsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Norðuráli, fjalla um ávinning þess hvata að fá góð kjör á lánasamningi þegar dregið er úr losun og orkunotkun.

Stefán Kári Sveinbjörnsson, stjórnarmeðlimur faghópsins um loftlagsmál, mun stýra viðburðinum. 

Sjálfbærni markþjálfun - að taka af sér ráðgjafahattinn og ná dýpra virði fyrir viðskiptavininn.

Hlekkur á TEAMS hér.
Dr. Snjólaug Ólafsdóttir verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi fjallar um hvernig leiðtoga markþjálfun í sjálfbærni og teymisþjalfun í sjálfbærni getur komið fyrirtækjum lengra, hraðar á sjálfbærni velferðinni. Hvort sem markþjálfun er notuð með ráðgjöf eða ein og sér stuðlar sjálfbærni markþjalfun að skýrari sýn, markvissari skrefum og farsælli innleiðingu sjálfbærni verkefna.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir fjallar um virði þess að markþjálfa leiðtoga og teymi innan fyrirtækja til sjálfbærni.

Hver er munurinn á ráðgjöf og markþjálfun og hvernig er hægt að mæta til leiks sem markþjálfi og skilja sérfræðinginn og ráðgjafann eftir frammi.

 

Hlekkur á TEAMS hér.

Hinsegin 101

Click here to join the meeting

Fyrirlesturinn Hinsegin 101 tekur fyrir grunninn að hinseginleikanum. Þar er farið í kynhneigð, kynvitund, kyneinkenni og kyntjáningu ásamt grunnhugtökum og orðanotkun. Lögð verður áhersla á vinnustaði, vinnustaðamenningu og hvað vinnuveitandi þarf að hafa í huga með dæmisögum.

Tótla Sæmundsdóttir er fræðslustýra Samtakanna '78

Fjölmenning á vinnustað - Vits er þörf þeim er víða ratar

Click here to join the meeting

Samskipti geta verið flókin í amstri dagana en þegar við bætast hindranir eins og tungumálaerfiðleikar eða annars konar skilningur á eðli hlutanna vegna ólíkrar menningar, uppruna og viðhorfa almennt vandast málið. Íslendingar hafa hingað til átt gott með samskipti við aðrar þjóðir og þótt samskiptin taki á sig aðra mynd þegar fólk af öðru þjóðerni tekur sig upp og flytur hingað, ýmist tímabundið eða til frambúðar, verða líka árekstrar og sumir sjá fyrir sér vandamál og erfiðleika á meðan aðrir sjá tækifæri og fjölbreytileika sem auðga mannlífið. Í fyrirlestrinum verður fjallað um mismunandi menningarvíddir og hvað er líkt og ólíkt með mismunandi menningarheimum. Einnig hvernig hægt sé að stuðla að uppbyggilegum samskiptum á fjölmenningarlegum vinnustað?

Ingrid Kuhlman er þjálfari og ráðgjafi og jafnframt framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Hún er með MSc í hagnýtri jákvæðri sálfræði (MAPP) frá Bucks New University 2018. Frá 1994-1999 starfaði hún við kennslu í eigin skóla í Hollandi. Ingrid hefur skrifað ótal greinar í erlend og íslensk tímarit, m.a. um sjálfstraust, samskipti, tímastjórnun, jákvæða sálfræði, markmiðasetningu, seiglu, hamingju og streitu.

 

 

 

Að fást við breytingar við sjálfbærniumbætur fyrirtækja, Mannvit og Landsvirkjun

Click here to join the meeting

Hvað er sjálfbærni og hvernig ættu fyrirtæki að stuðla að innleiðingu ?

Sanda Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur hjá Mannvit, mun hefja viðburðinn með því að segja okkur frá því hvernig þau fást við breytingar við innleiðingu á sjálfbærni á vinnustað, áskoranir og sigra, hvernig fólk hefur verið að bregðast við breytingum og hvaða lærdómur situr eftir. Sandra Rán veitir einnig ráðgjöf um sjálfbærni til annarra fyrirtækja eins og Landsvirkjunar og ræðir um hlutverk sitt sem ráðgjafi.

Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, segir okkur frá því hvað Landsvirkjun er að gera til að stuðla að sjálfbærri þróun í sínum rekstri, hvaða áskoranir þau hafa rekist á og hvaða tólum og aðferðum þau beita til að sinna sínu betur og vera leiðandi í umhverfismálum.

Dagskrá:

  • 09:00 – 09:05  Berglind Ósk Ólafsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um Breytingarstjórnun kynnir faghópinn og dagskrá
  • 09:05 – 09:20  Sandra Rán Ásgrímsdóttir, sjálfbærniverkfræðingur Mannvit
  • 09:20 – 09:25  Umræður og spurningar
  • 09:25 – 09:45  Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar
  • 09:45 – 09:55  Umræður og spurningar

 
Hlökkum til að sjá ykkur ! 

Jafnrétti og fjölbreytileiki á vinnustöðum

Click here to join the meeting

Fyrirlestur um ómeðvitaða hlutdrægni og áhrif hennar á vinnustaðarmenningu. Fjallað er um hvernig samskipti okkar við annað fólk, venjur, ferlar og gildismat geta skapað vinnustaðarmenningu sem inniheldur forréttindi fyrir sumt fólk en hindranir fyrir annað fólk.


Sóley Tómasdóttir starfar sem ráðgjafi á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála. Sérfræðiþekking hennar byggir á áratugareynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við akademískar rannsóknir á sviði jafnréttis- og fjölbreytileikamála.

Göngum í takt og náum heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um samfélagslega ábyrgð trúir því að samstaðan geri okkur sterkari og blæs því til fundar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum munu sérfræðingur frá forsætisráðuneytinu, stofnun Sæmundar Fróða, Kópavogsbæ, Marel og Golfsambandi Íslands miðla því hvernig við getum með samhentu átaki gert það mögulegt að ná heimsmarkmiðunum og innleiða þau m.a. til þess að ná loftslagsmarkmiðum okkar. Við erum öll hluti af einni allsherjarvirðiskeðju og allt sem við gerum skiptir máli. Eva Magnúsdóttir, stjórnendaráðgjafi hjá Podium ehf. stýrir fundinum.

Dagskrá fundarins:
1. Allir saman nú: Inngangur og fundarstjórn, Eva Magnúsdóttir, stofnandi og ráðgjafi Podium ehf.
2. Heimsmarkmiðin - betri framtíð fyrir alla: Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Stofnunar Sæmundar Fróða um sjálfbæra þróun.
3. Hreyfiafl til góðs: Hulda Bjarnadóttir, stjórnarmaður í Golfsambandi Íslands.
4. Heimsmarkmiðin – Viðleitni – Skipulag - Menning? Héðinn Unnsteinsson formaður verkefnisstjórnar Stjórnarráðsins
5. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og atvinnulíf í Kópavogi: Björn Jónsson, frá Markaðsstofu Kópavogs.
6. Sustainability - the biggest economic opportunity of our times: Vicky Preibisch, sérfræðingur í sjálfbærniteymi Marel.
7. Lokaorð og spurningar
 
Ekki missa af þessum spennandi fundi

 

Innleiðing sjálfbærnistefnu

Click here to join the meeting

Á þessum örfyrirlestri mun Vilborg Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri BravoEarth fjalla um hvað þarf að hafa í huga við innleiðingu sjálfbærnistefnu. Hún fer yfir greiningu, markmið og aðgerðir og hversu mikilvægt það er að fylgjast með framvindu. Hún mun segja frá vinnu við innleiðingu sjálfbærnistefnu með Íslandsbanka, Múlakaffi og Íslandsstofu. Fyrirlesturinn mun taka 30 mínútur, og gert er ráð fyrir 10-15 mínútum í lokin fyrir spurningar.

Vilborg er með MSc gráðu í Stjórnun og stefnumótun. Hún stofnaði BravoEarth fyrir þremur árum en BravoEarth auðveldar fyrirtækjum að móta, halda utan um og koma sjálfbærnistefnu í framkvæmd. Vilborg er meðstofnandi og fyrrverandi framkvæmdastjóri Mentors.

Ábyrg virðiskeðja og innkaup

Hlekk á fundinn á Teams má nálgast hér
Þegar rekstraraðilar setja sér stefnu í sjálfbærni er mikilvægt að hugað sé að allri virðiskeðjunni, ekki síst innkaupum á vörum og þjónustu. Við fáum til okkar ólíka aðila til að ræða mikilvægi þess að hafa skýra stefnu í ábyrgum innkaupum, heyrum frá þremur fyrirtækjum og Ríkiskaupum. 

  • Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri samfélagsábyrgðar hjá Arion banka
  • Stanley Örn Axelsson, lögfræðingur hjá Ríkiskaupum
  • Óskar Þórðarson, framkvæmdastjóri Omnom súkkulaði 
  • Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður samskiptadeildar og samfélagsábyrgðar hjá IKEA á Íslandi

Umræður að loknum örfyrirlestrum sem allir eru hvattir til að taka þátt í.

Hlekk á fundinn á Teams má nálgast hér

Kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar verður til

Click here to join the meeting
Viðskipti með kolefniseiningar eru enn sem komið er umfangslítil í íslensku hagkerfi en ör vöxtur er fyrirsjáanlegur á þessum markaði. Það er því nauðsynlegt að tryggja að íslenskar kolefniseiningar standist alþjóðlegar gæðakröfur og byggi á viðurkenndri aðferðafræði þar sem stuðst er við staðlaðar mælingar og sammælt viðmið. Virði kerfis um ábyrga kolefnisjöfnun felst í innlendum fjárfestingarmöguleikum og traustum markaði með kolefniseiningar þannig að íslenskir aðilar sem nú kaupa vottaðar einingar erlendis til jöfnunar hafi möguleika á því að fjárfesta í íslenskum innviðum. Möguleg sala á kolefniseiningum til erlendra aðila styður einnig við íslensk náttúruverndarverkefni og markmið Íslands um samdrátt og kolefnishlutleysi og því felast möguleikar til nýsköpunar hér á landi. 

Á þessum viðburði fáum við að heyra hvað kom út úr vinnu þeirra u.þ.b. 50 aðila sem tóku þátt í vinnustofu um ábyrga kolefnisjöfnun sem Loftslagsráð og Staðlaráð stóðu fyrir, í hvaða farveg þessi mál eru komin og hvað gerist næst. Vinnustofusamþykktin liggur fyrir og stofnuð hefur verið tækninefnd um næstu skref. 

Þau sem taka þátt eru: 

  • Haukur Logi Jóhannsson, Staðlaráði, mun segja frá tilgangi með vinnustofunni og aðferðafræðinni við framkvæmd hennar
  • Guðmundur Sigbergsson hjá iCert er formaður tækninefndarinnar og mun segja frá hvaða vinna er framundan
  • Ragnhildur Freysteinsdóttir hjá Skógræktarfélagi Íslands, starfar einnig fyrir Kolvið, mun lýsa hvernig sú vinna sem er í gangi snertir starfsumhverfi Kolviðs 

Í umræðum verður farið nánar ofan í saumana á tækifærum sem felast í kerfi ábyrgrar kolefnisjöfnunar og gefst þátttakendum tækifæri á að koma að sínum sjónarmiðum og bera upp spurningar til frummælenda.  Guðný Káradóttir hjá Loftslagsráði stýrir umræðum á fundinum. 

 

 

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð (fjarfundur)

Þeir sem hafa áhuga að taka þátt í þessum aðalfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á addygislason@gmail.com til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá:

  1. Viðburðir sl. árs
  2. Hlutverk stjórnar
  3. Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
  4. Kosning stjórnar (Viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
  5. Starfsárið framundan

Þau sem vilja vera þátttakendur í stjórn eða vilja láta af störfum í stjórn, vinsamlegast sendið póst til Ásdísar Gíslason á addygislason@gmail.com

F.h. stjórnar

Ásdís Gíslason

Sjálfbærni og ábyrg innkaup - hreyfiafl til góðra verka

Click here to join the meeting
Sjálfbærni, innkaupareglur, siðareglur birgja í innkaupum, gátlisti og birgjamat.

Íslandsbanki er stór kaupandi þjónustu og vara og er því í aðstöðu til að vera hreyfiafl til góðra verka í innkaupum sínum. Þetta gerir bankinn m.a. með því að horfa til umhverfismála, félagslegra þátta og góðra stjórnarhátta í verklagi sínu við innkaup. Jafnframt stuðlar bankinn að virkri samkeppni og gætir að hagkvæmni, jafnræði og gagnsæi í innkaupum sínum.

Sjálfbærnistefna Íslandsbanka miðar að því að rekstur bankans verði til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi útfrá alþjóðlegum viðurkenndum viðmiðum um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti (UFS). Íslandsbanki stefnir á að vera leiðandi á sviði sjálfbærrar þróunar og hreyfiafl til góðra verka í samfélaginu. Þannig ætlar bankinn að eiga frumkvæði að víðtæku samstarfi um ábyrga viðskiptahætti sem stuðla að sjálfbærri þróun íslensks efnahagslífs og styðja við aðgerðaráætlun ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum og um leið heimsmarkmið SÞ. Við innkaup bankans er unnið eftir innkaupastefnu þar sem meðal annars er horft til umhverfs-, jafnréttis- og mannréttindamála. Bankinn vekur þannig athygli viðsemjenda á því til hvaða þátta er horft áður en ákvörðun er tekin um viðskipti.

Fyrirlesarar;
Írunn Ketilsdóttir, sérfræðingur í fjármálum
Ljósbrá Logadóttir, deildarstjóri innkaupadeildar

Leiðbeiningar um góða stjórnarhætti - ný útgáfa

Agla Eir og Eyþór Ívar fyrir vidburd 2021

Smellið hér til að tengjast fundinum á Teams

Um er að ræða u.þ.b. klukkustundar langan viðburð sem fólk í stjórnum fyrirtækja, stofnana og félaga, og reyndar allt áhugafólk um stjórnarhætti ætti að hafa áhuga á og taka þátt í.

Teknar verða fyrir helstu breytingar í nýrri útgáfu Leiðbeininga um stjórnarhætti, sem koma út í byrjun febrúar 2021, en breytingarnar snúast að nokkru leyti um tilnefningarnefndir, hlutverk þeirra og verkefni, en einnig eru nýjar kröfur um upplýsingagjöf í og með  skýrslu stjórnar áberandi.

  • Fundinum verður streymt í gegnum Teams forritið, tekinn upp og settur inn á Facebook síðu félagsins að honum loknum
  • Fundarstjóri verður Jón Gunnar Borgþórsson og mun hann hafa stuttan inngang að viðburðinum (3 - 5 mín.)
  • Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, kemur til með að fjalla um breytingarnar á leiðbeiningunum (ca. 20 mínútur)
  • Dr. Eyþór Ívar Jónsson mun fjalla um leiðbeiningarnar frá sínum sjónarhóli og þá þætti í starfi stjórna sem þær ná ekki endilega til (ca. 20 mínútur)
  • Þá verður fyrirspurna- og umræðutími í u.þ.b. 10 - 15 mínútur
  • Að loknum fundi verður fundargestum send örstutt könnun (NPS) sem við hvetjum til þátttöku í
  • Fundurinn verður tekinn upp eins og áður sagði

Leiðtoginn og sjálfbærni í síbreytilegum heimi

Join on your computer or mobile app

Okkur í faghópi um leiðtogafærni fannst áhugavert að skoða hvað leiðtogar þurfa að hafa í huga í tengslum við sjálfbærni. Hvernig geta leiðtogar tileinkað sér sjálfbæra hugsun og fengið aðra með sér til að þróast í átt að sjálfbærni. Hvaða breytingar eiga leiðtogar að undirbúa sig fyrir varðandi sjálfbærni og hvað geta þeir gert til að fylgja með í þeim breytingum sem eru fyrirsjáanlegar.   Við höfum fengið Snjólaugu Ólafsdóttur og Sigurð H. Markússon til að ræða þetta. 

Sigurð H. Markússon er nýsköpunarstjóri hjá Landsvirkjun og starfar við ýmis verkefni sem snúa að nýsköpun og viðskiptaþróun á sviði orkumála og sjálfbærni ásamt því að kenna námskeið um sjálfbærni við Háskólan í Reykjavík. Sigurður lauk nýlega meistaranámi í sjálfbærni með áherslu á stjórnun við University of Cambridge.

Dr. Snjólaug Ólafsdóttir er umhverfisverkfræðingur, sjálfbærni markþjálfi og stofnandi Andrýmis sjálfbærniseturs. Andrými er markþjálfunar- og ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í að innleiða sjálfbærni í kjarnastarfsemi, stefnu og menningu fyrirtækja og stofnanna. Snjólaug hefur víðtæka þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærni og loftslagsmála og hefur meðal annars markþjálfað leiðtoga í sjálfbærni hjá fyrirtækjum og stofnunum, þjálfað græn teymi og kennt námskeiðið Grænir leiðtogar sem er námskeið fyrir það starfsfólk sem sér um innleiðingu Grænna skrefa.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við faghóp um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

 

Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Click here to join the meeting
Árið 2020 náðu Íslendingar þeim árangri að konur eru jafnmargar og karlar sem forstjórar fyrirtækja í Kauphöllinni. ….var ég að lesa rétt? Nei, því miður þá var þetta nóvembergabb. Þess vegna ætlum við hjá faghópi um samfélagslega ábyrgð og FKA að velta því fyrir okkur á þessum fundi af hverju hlutfallið er ekki jafnara árið 2020. Við ætlum að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fer yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur.

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA mun segja frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fara yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. 

Fundarstjóri verður Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. 

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Click here to join the meeting

Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum verður varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig verður reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?

Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar:

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ

 

Ábyrgir stjórnarhættir - nýjar kröfur!

Join Microsoft Teams Meeting

Ábyrgir stjórnarhættir – nýlegar lagabreytingar og kröfur um upplýsingar.

Fjallað verður um ábyrga stjórnarhætti og rætt um breytingar á lögum um ársreikninga og lög um endurskoðendur og endurskoðun (gagnsæi upplýsinga fyrirtækja)

Erindi eru þrjú og svo fyrirspurnir „úr sal“ - stefnt er að því að taka viðburðinn upp.

Fundarstjóri er Jón Gunnar Borgþórsson

Erindi:

  1. Frá sjónarhóli stjórnarmanns: Sigurður Ólafsson, stjórnarmaður í lífeyrissjóði og fyrirtækjum, fjallar um ábyrgð stjórnarmanna á upplýsingagjöf til fjármagnsveitenda
  2. Frá sjónarhóli sérfræðings í fjármálagreiningum: Jeffrey Sussman, ráðgjafi Kontra Nordic, fjallar um mun á algengri íslenskri skýrslugjöf og þess sem koma skal
  3. Frá sjónarhóli fjármagnsveitenda: Snædís Ögn Flosadóttir, framkvæmdastjóri EFÍA, LSBÍ og rekstrarstjóri Lífeyrisauka, fjallar um mikilvægi upplýsinga vegna greiningarskyldu fjármagnsveitenda

(sjá einnig lög nr. 102, 9. júlí 2020: https://www.althingi.is/altext/150/s/1954.html)

Covid og hvað svo? Stefnuáherslur og sviðsmyndir í kjölfar heimsfaraldurs

Netráðstefnu á vegum Framtíðarseturs Íslands og Háskólana á Bifröst,
Hér er linkur til að skrá sig á ráðstefnuna

18. september, 2020, kl. 09:00 til 10:30

Dagskrá:
Ávarp
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst
 
Sviðsmyndir – Eitt besta hjálpartæki stjórnenda í óstöðugu umhverfi
Sævar Kristinsson, ráðgjafi hjá KPMG
 
Fjármál í sveiflutengdu hagkerfi
Guðmundur Kristinn Birgisson hjá Íslandbanka
 
Stafræn framþróun í kjölfar Covid
Fjóla María Ágústsdóttir, breytingastjóra stafrænnar þjónustu hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
 
Getur tónlist sagt fyrir um framtíðina?
Njörður Sigurjónsson, deildarforseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst
 
Framtíðarlæsi – Nýsköpun á óvissutímum
Karl Friðriksson, stjórnarformaður Framtíðarseturs Íslands
 
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn inn á þessari vefslóð:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSeIjDx9yOcgHf7gAk1yBwjhrQuXFMCIkWSMNDj6hQUdbHT-sg/viewform
 

Setur stjórnin tóninn um sjálfbærni? Fjarfundur

Viðburðurinn er á vegum faghóps um góða stjórnarhætti og faghóps um samfélagsábyrgð fyrirtækja og fjallar um hvernig stjórnarfólk getur stutt við sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja.

  • Hvert er hlutverk stjórnar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð - Ketill Berg Magnússon hjá Marel
  • Hvernig ESG viðmið vísa veginn - Magnús Harðarson hjá Kauphöllinni
  • Getur þekking stjórnarmanna á sjálfbærni veitt samkeppnisforskot - Hrefna Ö Sigfinnsdóttir hjá Landsbankanum

Join Microsoft Teams Meeting

Slóð á upptöku af fundinum.

 

 

 

Aðalfundur faghóps um samfélagsábyrgð - veffundur

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á addygislason@gmail.com til að fá fundarboð með hlekk í  fundarboðið.

Dagskrá fundar:

  •     Farið yfir dagskrá sl. árs 
  •     Kosning stjórnar - í dag eru 9 í stjórn  
  •     Stjórnarfundir - tíðni og fyrirkomulag
  •     Næstu viðburðir  - hugmyndir og ábyrgðaraðilar
  •     Önnur mál

F.h. stjórnar

Ásdís Gíslason, formaður.

Þekking á netinu - Framtíðin

Viðburður á netinu

Gerd Leonhard og fleiri eru að standa fyrir stafræni ráðstefnu (á netinu), fimmtudaginn 26 mars nk. undir heitinu The Future of Business - the next 10 years. Ráðstefnan verður send út í gegnum Zoom. Skráning er nauðsynleg (Zoom direct sign-up is here). Þátttaka er gjaldfrjáls. Hefst kl. 5 á íslenskum tíma en 6 eftir hádegið CET.

Ég þekki ágætlega til Gerd. Hann er áhugaverður framtíðarfræðingur og hefur meðal annars gefið út bókina Technology Vs. Humanity.

Þekking og fræðsla á óvissu tímum. Njótið, Karl Friðriksson

Skoðið vefinn með því að smella á heiti ráðstefnunnar eða farið inn á þessa vefslóð: https://www.futuristgerd.com/2020/03/new-digital-seminar-on-the-future-of-business-march-26-anton-musgrave-and-gerd-leonhard/

Hér er einnig kynningartexti frá þeim sem standa að ráðstefnunni:

 March 26, 6pm CET :   FREE Digital Conference with Futurists Anton Musgrave, Gerd Leonhard, Liselotte Lygnso, KD Adamson: The Future of Business

 Description

 Danish futurist Liselotte Lygnso has just been added as guest-speaker, see https://thefuturesagency.com/speakers/liselotte-lyngso/ for more details on Liselotte. Blue Futurist' KD Adamson will join