Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og skiptast þeir á að halda fundi. Í byrjun starfsárs skiptir stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2019-2020.  Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum á Trello borði þar sem áhersluverkefni stjórnar eru ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar á: https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/log-arsskyrslur-fundargerdir. 

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil:
6.8.2019-08.01.2020

 1. Notendaprófanir
 2. Meðal formanna hópa
 3. Meðal viðskiptavina
 4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
 5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

 1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

 1. Samfélagsmiðlar
 2. Linkedin
 3. Mælikvarðar
 4. Markviss fjölgun fyrirtækja
  1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
 5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís,
Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil:
ágúst-nóvember2019.

 1. Þróun á formi viðburða
 2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
 3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

 Önnur verkefni:

 • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
 • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
 • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
 • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).

Á aðalfundi haldinn 8. maí 2019 voru kosin í stjórn félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum, formaður (2019-2020)
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2019-2020)
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2019-2020)
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2019-2020)
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021)
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Kassagerðarinnar (2019-2020) 
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó (2019-2020)

Kjör fagráðs

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021)  

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)

 

 

Lean vegferð Hringrásar

Daði Jóhannesson framkvæmdarstjóri Hringrásar tekur á móti okkur og fer í gegnum þær endurbætur sem þeir hafa unnið þar seinustu tvö ár er varða straumlínustjórnun endurvinnslunnar.

Hvað er stafræn fræðsla og hvernig er Marel að kenna á CRM kerfi og ferla?

Hrönn Jónsdóttir, CRM Online Writer hjá Marel, tekur á móti okkur. Hjá Marel starfa rúmlega 6000 manns á heimsvísu og þar af eru um 2000 notendur af CRM kerfi Marel (Salesforce og ServiceMax - Custom relationship Management systems).

Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi í stafrænni fræðslu hjá Intellecta og formaður faghópsins, mun opna fyrsta viðburð faghópsins og kynna stuttlega stafræna fræðslu og helstu kosti þess í dag. 

Hrönn mun sýna okkar nálgun Marel að stafrænni fræðslu fyrir þennan fjölbreytta hóp notanda við að læra á kerfi og ferla. 

Ráðstefnufréttir af ICF ráðstefnu í Prag

Fjórir félagsmenn ICF Iceland kynna það sem þeim fannst áhugaverðast á ICF Converge 2019 ráðstefnunni sem haldin var í Prag þann 23. - 26. nóvember.  Alveg ferskar með nýja þekkingu og innblástur í farteskinu, kynna þær Ágústa Sigrún , Ásta Guðrún, Lilja og Ragnheiður hvað þeim fannst markverðast. Við hópinn bættist svo fimmti Íslendingurinn, Kristin Jonsdottir Sedney sem búsett er í Curaçao.

Viðburðurinn er samstarf ICF Iceland og Stjórnvísi.

Virðisaukinn fyrir þá sem mæta eru upplýsingar um gagnlegt efni fyrir starf hvers og eins markþjálfa sem og tækifæri til markaðssetningar á alþjóðavísu. 

Við hlökkum til að deila með ykkar því sem hafði mest áhrif á okkur og byggja undir fjölmenna þátttöku árið 2021.

Ragnheiður Aradóttir, PCC vottaður stjórnendamarkþjálfi - stofnandi og eigandi PROcoaching og PROtraining

Lilja Gunnarsdóttir, ACC vottaður markþjálfi. Formaður ICF Iceland

Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, PCC vottaður markþjálfi - stofnandi og eigandi Hver er ég - Markþjálfun - markþjálfi og leiðbeinandi í markþjálfanámi hjá Evolvia ehf

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, ACC vottaður markþjálfi hjá Zenter og ÁSÁ Coaching

Áskoranir að innleiðingu lokinni - reynsla Hafnarfjarðarbæjar

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ miðvikudaginn 13. nóvember kl 8:30.

Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri, tekur á móti okkur og fer yfir ferli jafnlaunavottunar hjá Hafnarfjarðarbæ og helstu áskoranir að lokinni jafnlaunavottun.

Viðburði aflýst: Hugmyndatorg Vörustjórnunarhóps Stjórnvísi

Fimmtudaginn 14. nóvember kl. 9:00 til 10:45 mun Vörustjórnunarhópur (innkaup og birgðastýring) Stjórnvísi standa fyrir Hugmyndatorgi (e. Marketplace) í stofu M215 í Háskólanum í Reykjavík. Það munu fjórir aðilar segja frá hugmyndum, vandamálum eða einhverju sem þeir vilja leysa á betri hátt. Kynningin mun fela í sér fjóra eftirfarandi þætti og er hugmyndin að þarna sé vettvangur til að skapa umræður og fá endurgjöf frá öðrum meðlimum Stjórnvísi. 

 1. Kynningu á vandamáli.
 2. Hvað hefur verið gert.
 3. Hver var útkoman.
 4. Hugmyndir að öðrum lausnum.


Fyrirkomulagið:

- Þegar fólk mætir verða borðin merkt með viðfangsefni. Fólk velur sér borð en það verða einungis 6-8 pláss á hverju borði og ef borðið er fullt þarf að velja sér annað borð / viðfangsefni þ.e. fyrstir koma fyrstir fá reglan.

- Markmiðið er að meðlimir hópsins geti mætt, tekið þátt í umræðum, deilt hugmyndum og reynslu og lært af öðrum. Stjórnarmenn vörustjórnunarhópsins verða borðstjórar og stýra umræðum og vinnunni í hópunum. 


Dagskrá:

Kl. 09:00 - Tómas Sigurbjörnsson vinnustofustjóri mun bjóða fólk velkomið og kynna reglurnar. Fyrirlesarar fá um 5 mín hver til að kynna sitt viðfangsefni.

Kl. 09:30 - Vinna í hópum. Rýna vandamál og koma með hugmyndir. Áætlaður tími 30 mín.  

Kl. 10:00 - Kynning frá þeim sem kom með vandamálið á topp 2-3 lausnum eða einu atriði sem viðkomandi lærði af þessari vinnu og gæti gagnast. Hver kynning ætti ekki að vera meira en 5 mín.

 Kl. 10:30 - Farið yfir helstu niðurstöður og rætt um fyrirkomulag vinnustofunnar.

 

Viðfangsefni og fyrirlesarar:


Viðfangsefni 1: Hverjar eru helstu áskoranir í uppsetningu vöruhúsa?

Björgvin Hansson vöruhúsastjóra Innnes sem vinnur núna að því að opna fyrsta hátæknivöruhúsið á Íslandi. Starfaði áður hjá Ölgerðinni sem vöruhúsastjóri og stýrði flutningum hjá þeim í eitt hús. Einnig hefur hann starfað sem ráðgjafi í ferlum og uppsetningum vöruhúsakerfa hjá Nobex í 5 ár.


Viðfangsefni 2: Hvernig mun aukin umhverfisvitund hafa áhrif á innkaup framtíðarinnar?

Jónína Björk Vilhjálmsdóttir sviðsstjóri Markaðsþróunar hjá EFLU verkfræðistofu og stjórnarmaður í Framtíðarfræðihóp Stjórnvísi. Hún hefur starfað hjá EFLU frá árinu 2012 en áður starfaði hún sem vörustjóri hjá Landsbankanum og hjá Kreditkorti. Jónína er með MSc í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum.


Viðfangsefni 3: Hversu oft á að leita tilboða, skanna markað og leita tilboða fyrir regluleg innkaup?

Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri Gasfélagsins ehf.  Starfaði áður hjá Rio Tinto Alcan, bæði á Íslandi og Frakklandi.  Hann er með Græna Beltið í Lean Six Sigma og unnið samkvæmt þeirri aðferðafræði í mörg ár. Í dag sér hann um stærstan hluta innkaupa fyrir Gasfélagið á bæði hrávörum og rekstrarvörum.


Viðfangsefni 4: Hvaða ABC greining hentar best fyrir regluleg innkaup?

Daði Rúnar Jónsson ráðgjafi hjá AGR Dynamics. Starfaði áður við innkaup og stjórnun aðfangakeðjunnar hjá BoConcept í Danmörku. Hann er með MSc í Logistics og SCM frá Aarhus University og hefur haldið námskeið í vörustjórnun og stjórnun aðfangakeðjunnar í Opna háskólanum (HR) síðust ár.

 

Vinnustofan er í samstarfi við Lean- og Framtíðarfræðihóp Stjórnvísi.  

Hámarks fjöldi þátttakanda á Hugmyndatorginu er 30 manns.

Kynning á starfi og skipulagi slysavarnarskóla sjómanna

Kynning á skipulagi og starfssemi Slysavarnaskóla sjómanna. Skólinn var stofnaður árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn.

Frá því að skólinn tók til starfa hefur slysum á sjó fækkað jafnt og þétt og í dag er óhætt að segja að sjómannastéttin er núna öðrum til fyrirmyndar hvar varðar öryggismál og starf.

Hilmar Snorrason skólastjóri fer yfir skipulag og starfsemi skólans og hvað hann telur lykilinn að þeim árangri sem náðst hefur í öryggisstarfi sjómanna.

Bent er á bílastæðin í Hörpu.

Temporary nature of migrant work: reality or myth?

According to the latest information from the National Registry, the number of Polish citizens in Iceland has reached 20.000. In 2018, Polish workers made up 18% of all employees in the country.

Are they coming as temporary workers or are they rather considering their move to Iceland to be permanent? Commonly, individuals undertake work abroad as a strategy to improve their economic situation in their home countries. Many live in so called divided households, providing for their families from afar. However, what was intended as a temporary  often turns into prolonged  or even permanent settlement.

Based on her research with Polish migrants in Iceland, Anna Wojtyńska will discuss their mobility patterns and factors that influence individuals’ decision to come, stay or return. She will particularly look at the imaginative character of temporary migration and its possible ramification on migrants’ integration to the labour market and society at large.

Anna Wojtyńska, Ph.D. at the University of Iceland. She received her M.A degree from University of Warsaw. Her research focus is on Polish migrants in Iceland with emphasis on migrants’ transnational practices and their participation in the labour market. In the last years, she took part in various research projects studding migration to Iceland, for example “Leisure practices and perception of nature: Polish tourists and migrants in Iceland” and “The participation of migrants in civil society and labour market in the economic recession”.

Fyrirlestur er skipulagður í samstarfi við Mobilities and Transnational Iceland http://mobileiceland.hi.is/

 

 

Langar þig að byrja með hlaðvarp, er það mikið mál?

Óli Jóns hefur haldið úti Hlaðvarpinu á Jóns í 3 ár.

Hlaðvarpið hans sem er í viðtalsformi er tileinkað sölu og markaðssmálum. Óli hefur tekið viðtal við marga helstu sérfræðinga landsins í sölu og markaðsmálum ásamt því að ræða við eigendur fyrirtækja um þeirra markaðsmál.

Nú þegar Óli er búinn að setja um 70 þætti í loftið langar hann til að segja frá sinni reynslu í hlaðvarpsheiminum.

 • Hvað hann hefði viljað vita áður en hann byrjaði?

 • Hvað hefur komið honum á óvart?

 • Hvað hefur breyst á þessum 3 árum?

 • Tólin og tækin, Óli kemur með búnaðinn sem hann notar til að taka upp

 • Hvernig er ferlið frá hugmynd að viðmælanda þangað til þáttur er kominn í loftið?


Óli býður þeim sem hafa einhverjar spurningar að senda þær á olijons@jons.is og kemur hann til að svara þeim á fyrirlestrinum.

Instagram Jons.is  

Stefnt er á að taka viðburðinn upp en upptakan ætti að vera aðgengileg eftir viðburðinn.


Stefnumótunarfundur Stjórnvísi 2020-2025

Okkur langar að bjóða þér að taka þátt í að móta framtíðarsýn og stefnu Stjórnvísi. Við hittumst í morgunverði á Grand Hótel frá kl.09:00-11:00.  
Við ætlum að nýta okkur aðferðafræði þjónustuhönnunar (e.design thinking) með Fjólu Maríu Ágústdóttir.
Taktu þátt í að móta stefnu Stjórnvísi til framtíðar! 

Við leitumst eftir því að fá formenn, meðlimi stjórna faghópa, félagsmenn og einnig fólk sem þekkir ekki til Stjórnvísi en einnig þá sem hafa ekki verið að nýta sér viðburði Stjórnvísi.
Endilega staðfestu komu þína sem fyrst með því að skrá þig. 

Fjóla María Ágústsdóttir er með MBA próf frá University of Stirling í Skotlandi, með alþjóðlega C vottun í verkefnastjórnun IPMA. Fjóla vann lengi sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent, rak eigið hönnunarfyrirtæki og var verkefnastjóri stórra samrunaverkefna innan stjórnsýslunnar. Verkefnastjóri og þjónustuhönnuður hjá Stafrænt Ísland og nú breytingastjóri stafrænnar þjónustu fyrir sveitarfélögin hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fundur með fagráði Stjórnvísi (lokaður fundur)

Fundur stjórnar með fagráði Stjórnvísi verður haldinn miðvikudaginn 27.nóvember nk. á Vox kl.11:30.

Meginmarkmiðið með fundinum er að fá frá fagráði fagleg ráð varðandi hvað má gera betur og hvað er vel gert. Stjórnvísi er nú að hefja stefnumótunarvinnu fyrir tímabilið 2020-2025 og verður Fjóla María Ágústsdóttir ráðgjafi stjórnar í þeirri vinnu.  Einnig hefur komið fyrirspurn til stjórnar Stjórnvísi  varðandi að taka við af Eyþóri Ívari að veita viðurkenningu til:  „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“  Ástæða þess að Eyþór Ívar leitar til okkar er að hann er að fara með hluta afrekstrinum í einkarekstur og því að þeirra mati ekki viðeigandi að halda verðlaunum inni í þeim rekstri. Stjórnvísi kom fyrst upp í hugann þegar hugsað var til fyrirtækis sem myndi getað tekið við boltanum.

(fagráð fundar a.m.k. einu sinni yfir starfsárið með stjórn félagsins). 

Meðfylgjandi er fundargerð frá starfsdegi stjórnar sem haldinn var í júní sl.  Á þeim fundi voru valin áhersluverkefni stjórnar fyrir veturinn 2019-2020.

Þar má sjá dagskrá vetrarins og stóru viðburðina: Íslensku ánægjuvogina, haustráðstefnu og stjórnunarverðlaunin.

Læt fylgja áhugaverða linka á heimasíðu félagsins www.stjornvisi.is

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/hlutverk-stjornvisi  

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/stjornir-faghopa/verklagsreglur-faghopa

https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/stjornir-faghopa/sidareglur

 

Fagráð Stjórnvísi

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)

Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021) 

 

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar verður fulltrúi stjórnar á þessum fundi.

og einnig situr fundinn Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

Fundargerð frá starfsdegi stjórnar 

Staðsetning: Innovation House, Eiðistorgi 3.hæð.

20. júní 2019 kl.14:30-17:30

 

Þátttakendur:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, Ásdís Erla Jónsdóttir, Berglind Björk Hreinsdóttir, Guðjón Örn Helgason, Guðný Halla Hauksdóttir, Gunnhildur Arnardóttir, Ingi Björn Sigurðsson, Jón Gunnar Borgþórsson,  Kristján Geir Gunnarsson og Sigríður Harðardóttir.   

 

Mæting:

Kristján Geir var staddur erlendis, annars full mæting.

 

Dagskrárliðir

 1. Kynning á framtíðarsýn, stefnu, gildum, lögum og siðareglum Stjórnvísi. Fundurinn hófst með því að allir kynntu sig með því að segja frá nafni, starfi, fyrri störfum og starfi/þekkingu á Stjórnvísi.  Aðalheiður nýkjörinn formaður Stjórnvísi fór yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Aðalheiður framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Í framhaldi var óskað eftir ábendingum frá stjórn og urðu nokkrar umræður. Fyrir næsta aðalfund er mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi og að endurskoða 6.grein og 9.grein. Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „TRAUST“.  Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2019-2020 þar sem m.a. var rætt um að   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg.  Einnig urðu umræður um hvar stjórn vill eiga samskipti t.d. á Facebook í stað tölvupósts. 
 2. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar – (tímalína – sjá yfirlit neðar í póstinum)

Byrjað var á að ákveða fundartíma og staðsetningu stjórnarfunda.  Niðurstaðan var sú að stjórnarfundir verða haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði kl.11:45-13:00.  Stjórn mun skiptast á að bjóða heim, ef eitthvað kemur upp á er alltaf hægt að halda fundi í Innovation House. Fyrsti stjórnarfundur vetrarins verður haldinn annan þriðjudag í ágúst hjá Kynnisferðum, í september hjá OR, Október á Grand Hótel í framhaldi af haustráðstefnu Stjórnvísi, nóvember Hrafnista, desember HR, janúar hjá Reykjavíkurborg, febrúar Kassagerðin, mars Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, apríl Strætó og maí Innovaiton House. Sent verður út fundarboð á stjórn. Í framhaldi var kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar yfir starfárið og gerð tillaga að tímasetningu á þeim.

 

Tillögur að tímasetningum viðburða:

Ágúst 2019
Kick off fundur með öllum stjórnum faghópa
Tímabil: 28. ágúst – kl.08:45-10:00  
Hvar
:  Nauthóll
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur, Berglind, Aðalheiður, Guðný Halla og Sigríður tímabil 20.6.-28.ágúst.  
Samþykkt var að hafa dagskrá Kick Off fundarins svipaða og var á vorfundinum sem var mikil ánægja með. Formaður setur fundinn og kynnir lítillega mælaborð Stjórnvísi, framkvæmdastjóri fer yfir hlutverk stjórna faghópa og Berglind fer yfir hvernig halda skal fund. Síðan eru allir hvattir til að ræða saman á borðunum um hvað er vel gert hjá Stjórnvísi og hvað má betur fara.  Sigríður og Guðný Halla munu stjórna þeirri vinnu.  Að lokum gefst öllum tækifæri á að hitta aðra faghópa á speed-date.  Stjórn hefur áður samþykkt að bjóða faghópum út að borða tvisvar á ári og verður það kynnt á fundinum. Sendur verður út linkur á sameiginlegt skjal til stjórna faghópa í ágúst nk.  Mæta með barmlímmiða fyrir alla til að merkja sig í hvaða faghóp þeir eru, fara yfir hvað hefur gengið vel og hvað má ganga betur.    

September 2019
4. september verður haustdagskrá Stjórnvísi send út á alla aðila
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur tímabil  4.9 – 4.9.

Október 2019
Haustráðstefna Stjórnvísi - 10.10.2019.   
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur, Ingi Björn, Aðalheiður, Ásdís
Tímabil: 20.6.-10.10.2019
Tillögur að þema:
Traust, samskipti.

 

Október/nóvember hádegi 23.10.2019 
Fundur með fagráði
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur og Aðalheiður

Tímabil: 23.10.2019.
 

 

Janúar 2020
9. janúar. Nýársfagnaður
námskeið fyrir stjórnir faghópa

Ábyrgðaraðili: Gunnhildur

Hvar:  Marel
Tímabil 30.8.-1.9.2019
Efni verður valið á Kick off fundinum í ágúst. Stjórnir faghópanna ákveða hvaða efni er brýnast. Athuga hvort Marel vilji hýsa fundinn. 

Febrúar 2020
Jan/feb. 
Íslenska ánægjuvogin 2019 afhent 24. janúar 2020.
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Tímabil: 1.2.2019-1.2.2020 Íslenska ánægjuvogin er samstarfsverkefni Stjórnvísi og Zenter.  


Feb/mars 2020
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2020
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Ingi Björn, Aðalheiður, Ásdís
Tímabil:Haldin á tímabilinu 27.febrúar 2020
Þema:  

Apríl/maí 2020
Aðalfundir faghópa
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Tímabil: apríl og maí

Maí 2020
Aðalfundur Stjórnvísi
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil: 7. maí  hádegisfundur – ákveða dagsetningu

Stjórnarskiptafundur:
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil:  7. maí 2020 kl.18:00 – ákveða dagsetningu 

Júní
Samfélagsskýrsla ársins afhent.  Samstarfsverkefni Festu, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands.
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur
Tímabil:
1.1.-15.6.2020

 

 1. Stjórn gefin aðgangur að Trello og Sharepoint (lokið)
 2. Áætlun og lykilmælikvarðar. Kynnt var hvar í Sharepoint áætlanir eru geymdar og stjórn hvött til að kynna sér áætlun Stjórnvísi fyrir árið 2019 sem gerir ráð fyrir 500þúsund króna tekjuafgangi. 

 

 1. Áhersluverkefni stjórnar.  Aðalheiður kynnti áhersluverkefni síðustu þriggja ára.

2016-2017

 • Fagna 30 ára afmæli.
 • Innviðir félagsins og heimasíða og stjórnun
 • Markaðsmál og sýnileiki
 • Tengslamyndun, viðburðir og samstarf

2017-2018

 • Varðveita sögu félagsins
 • Markaðsmál og vefur
 • Stuðningur við stjórnir faghópa
 • Mælingar og starfsemi félagsins

2018-2019

 • Markaðsmál
 • Stuðningur við stjórnir faghópa
 • Heimasíða
 • Mælaborð

 

 1. Skilgreind áhersluverkefni stjórnar starfsársins 2019-2020 sem ákveðið var að hefði yfirskriftina „Traust“.

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil:
6.8.2019-08.01.2020

  1. Notendaprófanir
  2. Meðal formanna hópa
  3. Meðal viðskiptavina
  4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
  5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

  1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

 1. Samfélagsmiðlar
 2. Linkedin
 3. Mælikvarðar
 4. Markviss fjölgun fyrirtækja
  1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
 5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís,
Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil:
ágúst-nóvember2019.

 1. Þróun á formi viðburða
 2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
 3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

Önnur verkefni:

  • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
  • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
  • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
  • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).
  • Varaformaður Stjórnvísi 2019-2020 er Berglind Björk Hreinsdóttir
  • Ritari Stjórnvísi 2019-2020 er Gunnhildur Arnardóttir
  • Finna mælikvarða á meginmarkmið Stjórnvísi. Á heimasíðu segir: árangur þessara markmiða er mældur árlega af stjórn Stjórnvísi.
  • Mæla hvernig til tókst á fundi www.menti.is www.khahoot.com 

 

 

 

Hvernig má bæta upplifun erlendra ferðamanna á Íslandi?

Viðburður í samvinnu við Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasann. 

Næsti hádegisfyrirlestur Ferðamálastofu verður haldinn föstudaginn 29. nóvember kl. 12:10. Kynntar verða niðurstöður greiningar sem unnin hefur verið á svörum erlendra ferðamanna við spurningu úr Landamærakönnun um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Líkt og aðrir hádegisfyrirlestrar er hann í samvinnu við Íslenska ferðaklasann og fer fram í húsnæði hans að Fiskislóð 10, 2. hæð. Kynningunum er einnig streymt beint og upptaka gerð aðgengileg á netinu.

Þó erlendir ferðamenn séu almennt ánægðir benda niðurstöður landamærakönnunar til ýmissa atriða sem íslensk ferðaþjónusta getur bætt (enn fremur) með það markmið að skapa einstaka upplifun fyrir ferðamenn á Íslandi.

Í þessari hádegiskynningu verður farið yfir greiningu á svörum erlendra ferðamanna við spurningunni um hvað megi bæta í íslenskri ferðaþjónustu. Sérstök áhersla er lögð á hvað megi bæta með tilliti til fagmennsku, gæða og öryggis. Einnig er horft til þess hvað erlendum ferðamönnum þótti minnisstæðast úr Íslandsferðinni og hvernig náttúra, menning og afþreying stuðla að upplifun ferðamanna á Íslandi.

Boðið er upp á léttan hádegisverð og er fólk beðið að skrá sig hér að neðan:
https://www.ferdamalastofa.is/is/moya/formbuilder/index/index/skraning-a-hadegisfyrirlestur-hvernig-ma-baeta-upplifun-erlendra-ferdamanna-a-islandi

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?