Febrúar 2022

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
31
  •  
01 02 03 04
  •  
05
  •  
06
  •  
07
  •  
08
  •  
09
  •  
10 11
  •  
12
  •  
13
  •  
14 15 16
  •  
17
  •  
18 19
  •  
20
  •  
21
  •  
22
  •  
23 24 25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
01 02 03
  •  
04
  •  
05 06
  •  

HS Veitur bjóða heim til sín

Sviðsstjóri Rekstrarsviðs verður með almenna kynningu á fyrirtækinu og gæðastjórinn verður með kynningu á gæðakerfinu.

Teamsfundur

Heilsueflandi vinnustaður - Áfengi og önnur vímuefni og Starfshættir

Viðburðurinn var tekinn upp og má nálgast upptökuna hér

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október 2021. 

Að þessu sinni er komið að þriðja viðburði vetrarins þar sem fjallað verður um viðmiðin sem snúa að „Áfengi og öðrum vímuefnum" og „Starfsháttum"

Við höfum fengið til liðs við okkur Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóra Samhjálpar, markþjálfa og ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu, til að fara yfir fyrra viðmiðið: áfengi og önnur vímuefni, tengt vinnustaðamenningu.

Líney Árnadóttir hjá VIRK mun jafnframt fjalla almennt um viðmiðin tvö og gefa okkur frekari innsýn í hvaða þættir í vinnuumhverfinu snúa að viðmiðunum tveimur.

Við fáum einnig til okkar Heiðrúnu Hreiðarsdóttur, mannauðsráðgjafa hjá Marel á Íslandi, sem segir okkur frá reynslu fyrirtækisins út frá gátlistanum um starfshætti. 

Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári

 Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér

Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári - dæmisögur úr atvinnulífinu og áhrif COP26 á framþróun 

Íslenskt atvinnulíf gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að loftslagsmálum. Fyrirtækin keppast nú við að setja sér markmið og stefnu í átt a kolefnishlutleysi enda þörf á að taka þennan málaflokk föstum tökum.

COP26 snerist ekki síst um fyrirtæki og hvernig einkamarkaðurinn er að koma inn í loftslagsmálin. Það sem við sjáum helst er hvernig þessi áhugi fyrirtækja og almennings á loftslagsmálum er loksins að skila sér inn í samningaherbergin og í ákvarðanatökur sem eru nú eftir COP 26 mun beinskeyttari en nokkurn tímann áður.

Hvað þýða niðurstöður COP26 fyrir stefnu og aðgerðir í átt að kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðar? Hvaða áhrif hafa þær á atvinnulífið? Hverjar eru væntingar almennings og ungs fólks til atvinnulífsins? 

Við fáum að heyra frá fulltrúum úr atvinnulífinu, þeirra vegferð og afstöðu auk þess að heyra frá fulltrúa ungs fólks.

Fyrirlesarar eru Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Egill Örnuson Hermannsson, varaformaður í félagi Ungra umhverfissinna.

 Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér

Fundarstjóri er Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs.

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

The Team Coaching Revolution Is here. Are YOU ready?

Linkur á viðburð: https://us04web.zoom.us/j/73699155617?pwd=iUeubM4fjwM9YxxgEFE6GApAS7uD4V.1

 

Viðburðurinn er á ensku


Lausnir dagsins í dag voru ekki hannaðar til að leysa áskoranir morgundagsins.

David Clutterbuck prófessor er einn af brautryðjendum markþjálfunar (coaching) og teymisþjálfunar (Team Coaching). David mun gefa okkur innsýn inn í hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur skilaði fyrirtækjum árangri ásamt því að svara fyrirspurnum í lokin.  

Today's solutions were not designed to solve tomorrow's challenges. Companies are facing a new set of obstacles and are struggling to solve them using yesterday's solutions.

Few organizations are prepared for the transition from the "heroic CEO" model to the cohesive team approach needed in an increasingly VUCA world.

A new model of leadership is needed. One that can deliver swift results and remove the limits of traditional organizational development.

Team coaching requires a significantly different set of additional skills compared to one-to-one coaching. David will give us insight into what team coaching is and explores how it differs from team building, team facilitation and other interventions and how organization can benefit from team coaching.

 

About Professor David Clutterbuck

David is an international pioneer of coaching and mentoring. He is the author of 70 books, and is well-known internationally as a keynote speaker.

Named No. 1 Influencer on European Coaching, David is one of Marshall Goldsmith’s Global 100 leading coaches. He is also Co-Founder and Special Ambassador of the European Mentoring & Coaching Council (EMCC).

David is Practice Lead of Coaching & Mentoring International, a global educational network, and one of the international pioneers of coaching and mentoring.

David is visiting coaching & mentoring Professor at over 4 universities, including Henley Business School & Oxford Brookes.

https://davidclutterbuckpartnership.com/

Linkur á Teamsviðburð hér

Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir. Framtíðir í febrúar.

„Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“/Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

Um er að ræða samstarfsverkefni Faghóps framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarseturs Íslands, Fast Future í Bretlandi og samstarfsvettvang framtíðarfræðinga Milliennium Project. 

Erindið er eitt af fimm erindum sem boðið er upp á í febrúar. Gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is og Sævar Kristinsson, skristinsson@kpmg.is

Hin erindin eru kynnt sérstaklega sem sjálfstæðir viðburðir á vefsvæði Stjórnvísi, en um er að ræða eftirfarandi erindi: 

February 10th, 2022 - Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

This session will introduce the core components of the crypto economy, the core issues and opportunities, and its potential to transform individual lives, business, government, and society.

Rohit’s guest - sharing his perspectives on the topic - will be Kapil Gupta - a technology and crypto analyst, commentator, enthusiast, and investor and the founder of Nibana Life.

February 17th, 2022 - Exponential Technologies - a Ten Year Perspective

Drawing on a ten year deep dive of over 400 technologies, this session will examine how technologies such as AI, blockchain, computing platforms, and  communications architectures might evolve and the transformational opportunities they could enable.

February 24th, 2022 - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

Sértæk kynning á rannsóknaniðurstöðum um framtíð dulritunarhagkerfisins

February 15th, 2022 - The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings

18.30-19.30 UK / GMT (19.30-23.00 CEST / 13.30-14.30 EST)

 In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.

 

 

Rafmyntir – Skammvinn bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar? Framtíðir í febrúar.

„Rafmyntir – Skammvinn bóla eða undirstaða efnahagsbyltingar?“/Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

Kynning á kjarnaþáttum dulritunarhagkerfisins, rafeyri, bálkakeðjutækni og tækifærum og möguleikum þess til að umbreyta einstaklingslífi, viðskiptum, stjórnvöldum og samfélagi.

Erindið er eitt af fjórum erindum sem boðið er upp á í febrúar. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is 

Erindin sem eftir eru, eru sem hér segir:

February 17th, 2022 - Exponential Technologies - a Ten Year Perspective

Drawing on a ten year deep dive of over 400 technologies, this session will examine how technologies such as AI, blockchain, computing platforms, and  communications architectures might evolve and the transformational opportunities they could enable.

February 24th, 2022 - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

Sértæk kynning á rannsóknaniðurstöðum um framtíð dulritunarhagkerfisins

February 15th, 2022 - The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings

18.30-19.30 UK / GMT (19.30-23.00 CEST / 13.30-14.30 EST)

 In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.

 

Innkaupaaðferðir til framtíðar hjá Isavia

Click here to join the meeting

Eyþóra Kristín Geirsdóttir, forstöðumaður innkaupa- og lögfræðideildar Isavia og Helga Kristjánsdóttir verkefnastjóri gefa okkur innsýn inn í innkaupaaðferðir til framtíðar hjá Isavia. 

  • Farið verður yfir innkaup sem stjórntæki við stefnumörkun og rekstur Isavia ásamt því að rekja stuttlega sögu, hlutverk og tilgang innkaupa- og lögfræðideildar hjá Isavia.

  • Lýst verður þeim skrefum sem félagið hefur tekið til að byggja upp sterka stýringu innkaupa og þeirri vegferð sem það er á við endurhönnun á aðferðum við dagleg innkaup.

Viðburðurinn fer fram á Teams

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2022

Hér er linkur á streymið.
Hér má sjá lista yfir þá sem eru tilnefndir 2022. Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2022 þann 15.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand hótel, Háteig, kl. 16.00 til 17:15. Sökum fjöldatakmarkana er ekki hægt að bjóða öllum þeim sem eru tilnefndir til hátíðarinnar eins og áður hefur verið gert en við hvetjum alla eindregið til að bóka sig og fylgjast með hátíðinni í beinu streymi. Þeir sem mæta á Grand hótel hafa verið boðaðir þangað sérstaklega s.s. forseti Íslands, formaður Stjórnvísi, dómnefnd o.fl.)

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.  

Dagskrá:
Setning hátíðar: Sigríður Harðardóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi. 

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2022

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsmenn Stjórnvísi eru sérstaklega hvattir til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2022 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Eyri Ventures.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Framtíð rafmynta hagkerfisins – Niðurstöður rannsókna

         Athugið viðburðurinn er 15 februar, kl. 18:30 til 19:30.

Meginmarkmið fundarins er að kynna niðurstöður rannsókna á umræddu sviði (sjá lýsingu hér að neðan)

Skráið þátttöku ykkar á eftirfarandi vefslóð:  https://fastfuture.com/events/

The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings.

Sjá eftirfarandi lýsingu á efnistökum á ensku:

„In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.“

Breytingarstjórnun í kjölfar krísu og hamfara & Upptaka skipulagðrar fjarvinnu

Click here to join the meeting

09:00 – 09:05  Rut Vilhjálmsdóttir, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingarstjórnun kynnir og stýrir fundinum

09:05 – 09:20  Svala Guðmundsdóttir prófessor hjá Háskóla Íslands  mun fjalla um breytingarstjórnun í kjölfar krísu og hamfara.

09:20 – 09:40  Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir  framkvæmdastjóri Marel á Íslandi og fiskiðnaðar hjá Marel mun segja okkur frá vegferð fyrirtækisins í innleiðingu blandaða vinnustaðsins og upptöku skipulagrar fjarvinnu.          

09:40 – 9:50  Umræður og spurningar

 

Hlökkum til að sjá ykkur !

Stafræn vegferð - er hægt að hlaupa hratt með öruggum hætti?

 

Click here to join the meeting 

Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt af stað í stafræna vegferð með það markmið að einfalda og besta ferla, auka skilvirkni og bæta þjónustu við viðskiptavini sína. En hvernig er hugað að upplýsingaöryggi þegar markmið slíkra vegferða er oft að reyna að hlaupa sem hraðast? Mikið af þeim ferlum sem verið er að bæta snúast m.a. um trúnaðarupplýsingar starfsfólks eða viðskiptavina og þess vegna er sérstaklega mikilvægt að vel sé staðið að málum þegar þegar slíkar breytingar eru gerðar á tengdum ferlum. 

Á þessum viðburði mun faghópur um upplýsingaöryggi leitast við að skoða hvernig fyrirtæki og stofnanir sem eru framarlega og hafa verið sýnileg í stafrænni vegferð sinni tryggja öryggi upplýsinga. 

Þröstur leiðir Stafræna Reykjavík hjá Reykjavíkurborg. Hann hóf störf hjá borginni 2017 eftir að hafa starfað í 7 ár hjá Vinnumálastofnun sem ráðgjafi og þjónustustjóri. Helstu verkefni Stafrænnar Reykjavíkur snúa að stafrænni verkefna- og vörustýringu, innleiðingu hugbúnaðar, stafrænum leiðtogum og vefmálum. Þröstur er með BA gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá HÍ, hefur meðal annars lokið PMD stjórnunarnámi frá HR og námi í Digital Innovation Leadership frá Harvard Kennedy School.   

Þröstur mun fjalla um almennt um stafræna vegferð og reynslu Reykjavíkurborgar í þeim efnum og hvaða skrefum þarf að huga að þegar fyrirtæki og skipulagsheildir hefja sína vegferð. 

Linda Kristín Kristmannsdóttir starfar sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar hjá Festi hf. Hún er með B.Sc. í Tölvunarfræði frá HR og hefur starfað sem forstöðumaður upplýsingatæknideildar hjá Festi frá árinu 2014 en Festi er eignarhaldsfélag fimm rekstrarfélaga m.a. Krónunnar, N1 og ELKO.  Linda starfaði áður sem upplýsingatækistjóri hjá Norvik og þar á undan sem forritari og verkefnastjóri hjá TMSoftware.

Linda mun fara yfir vegferð Krónunnar við þróun á Snjallverslun og þær áskoranir sem fólust í því við að komast hratt út með góða og örugga lausn. 

Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdarstjóri Starfrænt Ísland. Andri er með BS í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford háskóla í Kaliforniu þar sem hann lagði áherslu á frumkvöðlafræði, tækni og leiðtogafærni. Andri var einn af stofnendum Icelandic Startup og starfaði um árabil sem þróunarstjóri hjá LinkedIn. 

Markmið ríkisstjórnarinnar er að stafræn samskipti verði megin samskiptaleið fólks og fyrirtækja við hið opinbera. Stafrænt Ísland vinnur að margvíslegum verkefnum sem öll stuðla að því að gera opinbera þjónustu skilvirkari og notendavænni. Andri mun fara yfir vegferð Stafræns Íslands og hvernig hugað er að öryggi upplýsinga í þeirra vegferð. 

 

 

Málstofa um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð 24. febrúar

Hlekkur á streymið er hér.  Vinnueftirlitið heldur málstofu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð í beinu streymi fimmtudaginn 24. febrúar frá klukkan 9 – 10. Málstofan er haldin í framhaldi af 40 ára afmælisráðstefnu Vinnueftirlitsins Vinnuvernd – ávinningur til framtíðar sem fór fram 19. nóvember síðastliðinn. Hér er um að ræða sameiginlegt átak Öryggishóps Stjórnvísi og Vinnueftirlits ríkisins.

Tveir sérfræðingar flytja erindi á málstofunni; Anna Kristín Hjartardóttir frá EFLU verkfræðistofu  og Leó Sigurðsson frá ÖRUGG – verkfræðistofu.  Auk þess munu J. Snæfríður Einarsdóttir, sérfræðingur frá HSE Consulting, Nikulás Úlfar Másson, byggingafulltrúi í Reykjavík,  Friðrik Á. Ólafsson, frá mannvirkjasviði SI og Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, taka þátt í pallborðsumræðum eftir erindin.

Fundarstjóri verður Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, forstjóri Vinnueftirlitsins 

Á málstofunni verður sjónum beint að öryggi og vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð. Fjallað verður um hvaða kröfur eru gerðar til verkkaupa og hönnuða vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig þeim er framfylgt.

Þá verður fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að koma í veg fyrir að mistök verði gerð á hönnunarstigi. Sömuleiðis um ávinninginn af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og kostnaðinn við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun. 

Hægt verður að fylgjast með í beinu streymi með því að ýta á hnappinn hér að neðan.

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

Hvar liggur virði markþjálfunar að mati stjórnenda?

Linkur á fundinn 

Faghópur markþjálfunar tekur aftur upp þráðinn með stjórnenda spjallinu sem átti að vera í upphaf árs. Hér ætlum við að bjóða upp á samtal við þrjá stjórnendur sem hafa verið að nýta sér markþjálfun í starfi sínu. Þetta eru þau Sigrún Ósk Jakobsdóttir mannauðsstjóri Advania, Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir starfsþróunarstjóri VÍS og Hólmar Svansson framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri.

  • Hvað græðir fyrirtækið/stofnunin?

  • Er nauðsynlegt að bjóða upp á markþjálfun fyrir stjórnendur/starfsfólk?

  • Er gott að stjórnendur/leiðtogar kunni aðferðina?

  • Hvers vegna ættu fyrirtæki/stofnanir að bjóða upp á markþjálfun eða senda starfsfólk sitt í markþjálfanám?

Þessum og ykkar spurningum munum við taka fyrir á þessum viðburði með þremur flottum stjórnendum og fá þeirra innsýn.

 

Viðburðurinn verður með þeim hætti að Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir úr stjórn faghóps markþjálfunar mun stýra umræðunni og hlusta eftir því hvernig aðferðin hefur nýst þeim í starfi þeirra sem stjórnendur og einnig hvernig hún nýtist mögulega þeirra starfsfólki.

 

Viðburðurinn er 45 mín og óskum við eftir því þátttakendur taki virkan þátt með því að spyrja þau spjörunum úr þannig að saman búum við til skemmtilegt flæði.

 

Sigrún Ósk Jakobsdóttir - Mannauðsstjóri Advania

Sigrún hefur unnið við mannauðsmál hjá Advania í rúm sex ár, þar af í eitt og hálft ár sem mannauðsstjóri. Áður starfaði hún sem ráðgjafi hjá Hagvangi. Hún tók grunnnám í sálfræði, meistarapróf í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og lærði markþjálfun hjá CoachU og Opna háskólanum.

 

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir - Starfsþróunarstjóri VÍS

Bergrún hefur unnið hjá VÍS síðustu 12 árin - lengst af sem stjórnandi í Einstaklingsþjónustu. Fyrir ári síðan færði hún sig yfir á mannauðssvið og starfar þar í dag sem starfsþróunarstjóri. Hún er viðskiptafræðingur í grunninn með MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Situr í stjórn FKA framtíðar og er formaður LEAN faghóps Stjórnvísi.

 

Hólmar Svansson - Framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri

Hólmar er framkvæmdastjóri Háskólans á Akureyri. Hann hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum í gegnum árin, meðal annars hjá Sæplast, Samskip, Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna. Hólmar starfaði um átta ára skeið sem stjórnendaráðgjafi hjá Capacent. Hólmar er Markþjálfi þó hann hafi ekki stundað formlega markþjálfun síðan hann lauk vottuðu námi hjá Evolvia 2016. Hann er bæði iðnaðarverkfræðingur og viðskiptafræðingur með MBA gráðu.


Fundurinn er á Teams.
Linkur á fundinn

 

Viðbrögð og stuðningur fyrirtækja fyrir þolendur heimilisofbeldis

Click here to join the meeting

Í fyrri hluta þessa örfyrirlestrar mun Jenný Kristín Valberg, ráðgjafi á vegum Bjarkarhlíðar, koma og ræða birtingarmyndir ofbeldis í nánum samböndum og helstu merki þess með það að markmiði að yfirmenn geti átt betri möguleika á að greina þennan hóp. Einnig fer Jenný yfir helstu áskoranir sem þessi hópur stendur frammi fyrir og hvaða leiðir yfirmenn gætu farið til að styðja við þessa einstaklinga, sem og yfir þau úrræði sem eru í boði fyrir bæði þolendur og gerendur og hvernig þau úrræði hafa gagnast.

  • Jenný er með BA gráðu í mannfræði ásamt meistaragráðu í kynjafræði með áherslu á ofbeldi í nánum samböndum frá Háskóla Íslands því til viðbótar hefur hún lokið fyrsta ári í félagsráðgjöf. Jenný hefur langa reynslu af því að starfa með þolendum ofbeldis. Starfaði hún um árabil sem ráðgjafi hjá Samtökum um Kvennaathvarf. Jenný hefur stundað rannsókir ásamt því að taka þátt í að móta nýjar áherslur í stjórnsýslunni til að koma betur og markvissara til móts við þarfir þolanda ofbeldis. Jenný leggur áherslu á að mæta brotaþolum ofbeldis á þeirra forsendum og þar með senda skilaboð um að ofbeldi er ekki liðið í samfélaginu.

Í seinni hluta fyrirlestrarins mun Adriana Pétursdóttir, leiðtogi í starfsmannaþjónustu hjá Rio Tinto, ræða hvort heimilisofbeldi sé einkamál starfsmannsins eða hvort það komi vinnustaðnum við. Með auknum tilkynningum til lögreglu og aukinni umræðu um heimilisofbeldi er spurning hvort atvinnurekendur geta lagt sitt af mörkum til að sporna við vaxandi  vandamáli. Hjá Rio Tinto er rík öryggismenning og er mikið lagt uppúr öryggi starfsfólks bæði á vinnustaðnum og heima, og mun Adriana leyfa þátttakendum að kynnast þeirri nálgun sem Rio Tinto er að nota til að nálgast öryggi starfsmanna heiman við á faglegan máta.

  • Adriana hóf störf hjá Rio Tinto 2016 en hefur alla starfsævi sína unnið við mannauðsmál ýmist í einka- eða opinbera geiranum. Adriana er viðskiptafræðingur með MIB í alþjóðaviðskiptum og situr í stjórn Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi.

Forysta til framtíðar - Ráðstefna UAK 2022

Þann 5. mars halda Ungar athafnakonur (UAK) í fimmta sinn UAK daginn. Ráðstefnan í ár ber heitið Forysta til framtíðar og verður haldin í Hörpu. Ráðstefnan veltir upp hvernig forystu framtíðin þarf á að halda í atvinnulífinu, hvaða eiginleika leiðtogar framtíðarinnar þurfa að tileinka sér og hvort séu til eiginleikar sem eiga alltaf við, burt séð frá stað og stund?

UAK er annt um framtíðina og vinnur að því að valdefla ungar konur, skapa framtíð jafnra tækifæra og stuðla að hugarfarsbreytingu í samfélaginu. Við fáum til okkar framúrskarandi gesti sem öll eiga það sameiginlegt að vera með puttann á púlsinum og nýta krafta sína í þágu framþróunar á hinum ýmsu sviðum.

Ráðstefnan mun kanna viðhorfsbreytingar sem hafa átt sér stað varðandi hlutverk leiðtoga og mannauðs, varpa ljósi á eiginleika og færni sem tryggja forystu til framtíðar, og veita ráðstefnugestum tæki og tól til að vera leiðtogar í eigin lífi og starfi.
Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér fyrir neðan og frekari upplýsingar á https://www.ungarathafnakonur.is/uak-radstefnan-2022/
 
Dagskrá 2022
10:00 Stjórn UAK býður gesti velkomna
10:10 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir - Opnunarávarp
10:25 Gunnhildur Arnardóttir - Gildin þín - Fjárfesting til framtíðar
10:55 Edda Blumenstein - Ástríða í óvissu
11:25 Herdís Pála - Hvað þarf til að nýta og skapa sér tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar?
12:15 Hádegishlé
13:00 Margrét Hallgrímsdóttir - Eigi hafa asklok fyrir himinn
13:30 Normið: Hvíldu þig á toppinn
14:10 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Halla Helgadóttir - Að skapa tækifæri framtíðarinnar
14:50 Kaffihlé
15:20 Saga Sig - Flæði: Samskipti og meðvitund í sköpunarferlinu
15:40: Birna Þórarinsdóttir - Að fylgja hjartanu – og læra að þakka fyrir erfiðu dagana
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?