Janúar 2020

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
30
  •  
31
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04
  •  
05
  •  
06
  •  
07 08 09 10
  •  
11
  •  
12
  •  
13
  •  
14
  •  
15 16 17 18
  •  
19
  •  
20
  •  
21 22 23 24 25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29 30 31
  •  
01
  •  
02
  •  

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og skiptast þeir á að halda fundi. Í byrjun starfsárs skiptir stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2019-2020.  Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum á Trello borði þar sem áhersluverkefni stjórnar eru ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar á: https://www.stjornvisi.is/is/um-stjornvisi/log-arsskyrslur-fundargerdir. 

Verkefni 1: Stefnumótun fyrir 2020-2025
Ábyrgðaraðilar:  Aðalheiður, Jón Gunnar, Guðjón, Sigríður, Berglind, Gunnhildur
Tímabil: 6.8.2019-08.01.2020

  1. Notendaprófanir
  2. Meðal formanna hópa
  3. Meðal viðskiptavina
  4. Meðal þeirra sem ekki þekkja Stjórnvísi
  5. Rýni á heimsíðu

                                                    i.     Gildin, framtíðarsýn, lögi

                                                   ii.     n, siðareglur.

  1. Þróun á mælaborði – Aðalheiður, Gunnhildur

Verkefni 2: Sölu og markaðsmál
Ábyrgðaraðilar: Guðný Halla, Jón Gunnar, Ingi Björn, Kristján Geir
Tímabil:  6.8.2019-maí 2020

  1. Samfélagsmiðlar
  2. Linkedin
  3. Mælikvarðar
  4. Markviss fjölgun fyrirtækja
    1. Endurgjöf – skýrsla til fyrirtækja?
  5. Markviss fjölgun háskólanema

                                                    i.     Hvetja faghópa til að tala við deildir og kennara og t.d. fá 5 bestu nemendur til að kynna niðurstöður

Verkefni 3: Stuðningur við stjórnir faghópa
Ábyrgðaraðilar: Ásdís, Aðalheiður, Gunnhildur, Guðný Halla,
Tímabil: ágúst-nóvember2019.

  1. Þróun á formi viðburða
  2. Yfirfara allt kennsluefni fyrir stjórnir faghópa á heimasíðu.
  3. Kahoot, Menti.com, Podcast, Ted, Hringbraut

 Önnur verkefni:

  • Hópefli – stjórn geri eitthvað skemmtilegt saman ábyrgðaraðili Aðalheiður (sept/okt)
  • Facebook síða fyrir samskipti stjórnar Stjórnvísi.  Ábyrgðaraðili GA/AOG
  • Rýna lögin – stjórn Stjórnvísi
  • Trelloborð: stjórn skiptist á að vera á trellóborðinu (þó ekki sá sem heldur fundinn né ritari).

Á aðalfundi haldinn 8. maí 2019 voru kosin í stjórn félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, vörustjóri dagsferða hjá Kynnisferðum, formaður (2019-2020)
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2019-2020)
Berglind Björk Hreinsdóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna (2019-2020)
Guðjón Örn Helgason, sérfræðingur í mannauðsmálum hjá Reykjavíkurborg (2019-2020)
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021)
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021)
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Kristján Geir Gunnarsson, forstjóri Kassagerðarinnar (2019-2020) 
Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs hjá Strætó (2019-2020)

Kjör fagráðs

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar (2018-2020)
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021)
Jóhanna þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes (2018-2020)
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs (2018-2020)
Nótt Thorberg,  forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021)  

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2018-2020)
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2018-2020)

GDPR - 508 dögum síðar og Tæknikökur, hvernig kökur eru það?

Næsti viðburður á vegum faghóps um persónuvernd verður tvíþættur.

Alma Tryggvadóttir mun flytja erindið "GDPR - 508 dögum síðar. Hugleiðingar um úrskurðarframkvæmd evrópskra persónuverndaryfirvalda". 

Talsverður tími er nú liðinn frá því að ný Evrópureglugerð um persónuvernd tók gildi hérlendis. Í kynningunni verður greint frá því hvernig evrópsk persónuverndaryfirvöld hafa túlkað og beitt reglugerðinni og hvaða sviðum rekstrar er mikilvægast að huga að í því sambandi. Sjónum verður beint að sektarákvörðunum evrópskra persónuverndaryfirvalda, hvaða tegundir brota þær varða og hvaða vísbendingar megi finna í nýlegum úrskurðum Persónuverndar um stjórnvaldssektir.

Elfur Logadóttir mun flytja erindið "Tæknikökur? Hvernig kökur eru það? Hún mun fjalla um persónuvernd á sviði markaðsmála. Fjallað verður um notkun tæknikaka, öflun samþykkis og nýlega þróun á vettvangi Evrópusambandsins þeim tengdum. 

Alma Tryggvadóttir er persónuverndarfulltrúi Landsbankans og hefur áralanga reynslu af túlkun og beitingu persónuverndarlöggjafar. Alma starfaði áður hjá Persónuvernd frá 2008-2017 sem skrifstofustjóri upplýsingaöryggis og lögfræðingur auk þess sem Alma var settur forstjóri stofnunarinnar hluta árs 2015. Alma er stundakennari í persónurétti í Háskóla Íslands og hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur haldið fjölda fyrirlestra um málefni tengd persónuvernd á innlendum og erlendum vettvangi.

Elfur Logadóttir er sérfræðingur í tæknirétti með áherslu á rafræn viðskipti og persónuvernd. Elfur er lögfræðingur og viðskiptafræðingur með framhaldsgráðu í tæknirétti frá Háskólanum í Osló. Elfur starfaði hjá Auðkenni í 8 ár þar til 2015 þegar hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki, ERA, sem ráðleggur fyrirtækjum um lögfræðitengda upplýsingatækni, reglustjórn og rafrænum viðskiptum

 

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi 2020

Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni í Marel.  Boðið verður upp á léttar veitingar og gefst félögum tækifæri til að spjalla saman og eiga góða stund. Á kick off fundi faghópanna í lok ágúst komu fram góðar umbótahugmyndir og mun Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar fara örstutt yfir hvernig unnið hefur verið úr þeim.

Útfrá þeim umbótahugmyndum þá fengum við frábæran fyrirlesara, hana Ragnhildi Ágústdóttur með erindið: „HJÁLPI MÉR! HVERNIG Á ÉG AÐ NÁ UTAN UM ÞETTA ALLT? – nýjar vinnuaðferðir og tengslamyndun í nútíma samfélagi

Fólki er tíðrætt um það hvernig fjórða iðnbyltingin er að fara að breyta heiminum, vinnustöðunum og því hvernig við vinnum. Gervigreindin er byrjuð að banka á dyrnar og þegar farin að leysa sum störf af hólmi. Oft er talað um að yfir 25% starfa árið 2030 verði ný störf sem ekki eru til í dag. Allt þetta kann að hljóma ógnvekjandi en sannleikurinn er sá að við erum núþegar byrjuð að laga okkur að þessu. Það sem meira er, við finnum nú þegar fyrir því í störfum okkar að verkefnin eru fleiri, áreitið meira, teymin fleiri og allir að kikna undan álagi.

En þetta er nú ekki alveg svona slæmt heldur er þetta líka spurning um hvernig við nýtum tólin og tækin sem eru til staðar til að halda utan um verkefnin, nýta tengslanetið og ná betri árangri. Og til þess eru margar leiðir, sumar betri en aðrar og mun Ragnhildur sérstaklega beina spjótum sínum að Linkedin og Microsoft Teams.

Erindið mun:

  • Fara yfir það hvernig heimurinn og vinnustaðirnir eru að breytast með nýrri tækni, hvaða störf munu hverfa og hvers konar hæfni kemur til með að verða eftirsótt
  • Gefa þátttakendum aukinn skilning á því hvernig hægt er að nýta tól á borð við Linkedin og Teams sér til framdráttar með hagnýtum ráðum og sýnidæmum
  • Höfða til allra sem vilja vaxa og dafna í leik og starfi, vekja athygli á sínum hugðarefnum, vinna betur með öðrum og ná utan um þau viðfangsefni sem verið er að fást við á hverjum degi.

Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er menntaður viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. Í dag sinnir hún starfi sölustjóra Microsoft á Íslandi á daginn og er svo þess utan í frumkvöðlabrölti ásamt manninum sínum en þau opnuðu hina einstöku hraunsýningu Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal á síðasta ári sem hefur fengið frábærar viðtökur og hlotið viðurkenningu fyrir gæði og nýsköpun, m.a. frá samtökum ferðaþjónustunnar.

Þá hefur Ragnhildur einnig mörgum hnöppum að hneppa í einkalífinu en þau hjónin eiga þrjá hressa drengi á aldrinum eins til þrettán ára og eru tveir þeirra með einhverfurófsgreiningu og ýmsar aðrar sérþarfir. Hún stofnaði árið 2013 styrktarfélag barna með einhverfu sem staðið hefur fyrir vitundar- og styrktarátakinu Blár apríl ár hvert með það að leiðarljósi að auka almenna þekkingu, skilning og viðurkenningu á því sem einhverfir og þá einkum einhverf börn þurfa að glíma við á hverjum degi. Hún gegndi formennsku í félaginu frá stofnun og allt til byrjun árs 2019 þegar hún fór í auknum mæli að taka að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.

Stjórn hvetur alla í stjórnum faghópa til að mæta á nýársfagnaðinn í Marel, fræðast og eiga saman góða stund.

Viðburðurinn er opinn öllum Stjórnvísifélögum og allir hjartanlega velkomnir. Hlökkum til samstarfsins á árinu 2020.

Stjórn Stjórnvísi.

 

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Að taka sín eigin meðul: Reynslusaga

Kristrún Anna Konráðsdóttir verkefnaráðgjafi og Lára Kristín Skúladóttir stjórnunarráðgjafi vinna á Umbótastofu hjá VÍS. Þær munu taka á móti okkur og segja á hreinskilinn hátt frá reynslu sinn og lærdómi sem þær hafa dregið á síðustu árum í störfum sínum sem sérfræðingar í lean, verkefnastjórnun og stjórnunarráðgjöf. 

Efnistök þeirra eiga erindi til þeirra sem m.a. fást á einhvern hátt við:

  • stjórnun breytinga
  • eflingu leiðtoga
  • uppbyggingu teyma
  • þróun starfsfólks
  • áskoranirnar sem fylgja því að hafa áhrif á menningu fyrirtækja
  • innleiðingu lean, agile eða annarrar stjórnunar-hugmyndafræða
  • …og allra þeirra sem finna sterka þörf hjá sér til að þróast og vaxa í eigin skinni

Viltu veita framúrskarandi þjónustu í gegnum síma?

Þrátt fyrir tæknina eru samskipti í síma eftir sem áður þýðingarmikill grundvöllur góðra viðskipta. Margrét Reynisdóttir, frá Gerum betur, fer yfir hvernig veita á framúrskarandi þjónustu í síma og stjórna samtölum við erfiðar manneskjur.

Sérstakur gestur verður leikarinn góðkunni Örn Árnason sem mun, með leikrænum tilþrifum, lesa upp nokkur raundæmi um góða og slæma og þjónustu úr nýútkominn bók Margrétar "20 góð ráð í þjónustusímsvörun".

Í erindi sínu mun Margrét veita góð ráð um þjónustusímsvörun, auk þess sem hún verður með sérstök vildarkjör fyrir félagsmenn á bókinni og netnámskeiði um sama efni.

Fundurinn er á vegum SVÞ og í samstarfi við Stjórnvísi.

https://www.facebook.com/events/612879666184962/

 

Samvinnutólið Teams - hvers vegna og hvernig: Breytt staðsetning-Fullbókað

Athugið: breytt staðsetning, viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofa V101

Samvinnutólið Microsoft Teams, sem er hluti af Office 365, hefur farið sigurför um heiminn síðan það kom fyrst út fyrir rétt um 2,5 árum og fest sig rækilega í sessi sem eitt vinsælasta samvinnutól heims. En hvað er svona frábært við Teams og hvernig er hægt að nýta það sem best? 

Ragnhildur Ágústsdóttir er athafnakona með afar fjölbreyttan bakgrunn. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið. En hraðinn og framþróunin í tæknigeiranum heillaði og í dag er hún sölustjóri Microsoft á Íslandi ásamt því að reka sitt eigið fyrirtæki ásamt manni sínum, milli þess sem hún tekur að sér að halda hvatningaerindi um valkyrjur, nýsköpun, tæknibyltinguna og mikilvægi þess að þora.

 
Með Ragnhildi verður engin önnur en Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðar hjá Póstinum og markaðsmógúll með meiru sem hefur m.a. vakið mikla athygli fyrir erindi sitt “Þú sem vörumerki”. Sesselía mun segja frá sinni reynslu af Teams og hvernig hún hefur nýtt tólið í sínum störfum. Frábært innlegg frá sjónarhóli svokallaðs “super-users”.
 
Viðburðurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofa V101, Menntavegi 1. 
 
 

Tengslanet: tækifæri og starfsframi, nýttu þér færin

Gott tengslanet er gulls ígildi, en hvar á að byrja? Hvernig er mögulegt að nota aðferðir úr íþróttum og viðskiptum til að ná árangri í sínum starfsframa og skapa tækifæri. Hvernig nýtir þú LinkedIn til þess að auka sýnileika þinn og koma þinni rödd á framfæri?

Hvernig getur tengslanetið hjálpað þér að komast á þann stað sem þú vilt?

 

Á þessum fundi fara þær Ósk Heiða og Silja Úlfars yfir það hvernig þær hafa skapað tækifæri úr sýnileika og hvernig þær nota tól og tæki markaðsfræðinnar í bland við lærdóm úr keppnisíþróttum til að ná árangri, hvor á sínu sviði. Þær stöllur eru báðar kröftugir fyrirlesarar og má lofa öflugum kynningum og tækifærum til tengslamyndunar.

 

Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka sýnileika sinn á markaði m.a. með LinkedIn. Ósk Heiða nýtir sér verkfæri markaðsfræðinnar og reynsluna af uppbyggingu vörumerkja og því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna, til að skapa tækifæri í bæði starfsframa og leik.

 

Ósk: „Ég er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp. Ég held ballið sjálf og býð öðrum að vera með – ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus“

 

Silja Úlfars er fyrrum spretthlaupari og afrekskona í frjálsum íþróttum sem var þekkt fyrir sterka framkomu á hlaupabrautinni. Silja hefur unnið sem íþróttafréttamaður, sölu- og markaðsstjóri hjá íþróttavörumerki og hefur þjálfað íþróttamenn á öllum aldri frá nýliðum til atvinnumanna. Mikið keppnisskap einkennir Silju en hún ákvað að setja fókusinn á verkefni sem henni þykja skemmtileg og tókst að samtvinna áhugann sinn á íþróttum og viðskiptum, þar sem hún þurfti að nýta sér tengslanetið. 

 

Silja: „Finndu það sem þér þykir skemmtilegt og drífur þig áfram, þefaðu uppi þá þekkingu sem þig vantar, tengdu þig við fólk sem kann hluti sem þú kannt ekki. Það gerist ekkert nema þú gerir það sjálfur.” 

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Hvað segir "Blue zones" rannsóknin?

“Lifum lengi, betur”

Guðjón Svansson og Vala Mörk frá Njóttu ferðalagsins (www.njottuferdalagsins.is) fóru ásamt tveimur yngstu sonum sínum í fimm mánaða rannsóknarferðalag árið 2019. Þau sóttu heim Blue Zones svæði heimsins, en þau eru þekkt fyrir langlífi og góða heilsu. 

 

Hvað hefur langlífi og góð heilsa með stjórnun að gera? Geta íslenskir stjórnendur lært eitthvað af tímalausum íbúum eyjunnar Ikaria, ellismellum í Motubu á Okinawa, sjöundadags aðventistum í Loma Linda, veðurbörðum þorpsbúum í fjallahéruðum Sardiníu eða “Plan de Vida” hugsunarhætti þeirra langlífu á Nicoyaskaganum í Kosta Ríka? 

 

Þau Guðjón og Vala vilja meina það. Í fyrirlestrinum tengja þau saman það sem þau lærðu í ferðinni og hvernig þau telja að íslenskir stjórnendur geti aukið framlegð og vellíðan starfsfóks á sama tíma.

Nokkur lykilhugtök: Tilgangur, virkni, viðhorf, seigla og samkennd.

Árangursstjórnun á Íslandi. Eru íslenskir stjórnendur nóg?

Árið 2016 sögðu aðeins 36% íslenskra stjórnenda að árangursmælikvarðar væru skýrir í fyrirtækjum þeirra.  Aðeins 23% sögðu að árangursmælikvarðar væru öllum sýnilegir og aðgengilegir og tæplega helmingur stjórnenda (48%) sögðust þekkja vel markmið annarra hópa sem þeirra starfseiningar vinna náið með. 

Í ljósi þess að það eru yfir 1.000 ritrýndar vísindagreinar sem sýna fram á mikilvægi markmiðasetningar þá fannst þeim Kristni Tryggva hjá FranklinCovey og Trausta hjá Zenter ástæða til að taka stöðuna aftur núna þremur árum seinna.   Þeir spurðu 612 forstjóra, framkvæmdastjóra, fjármála- og markaðsstjóra íslenskra fyrirtækja og niðurstöðurnar …

… ja, þær verða kynntar á fundinum.

Könnunin byggir á hliðstæðum rannsóknum FranklinCovey og eru því samanburðarhæfar við niðurstöður frá öðrum löndum.  Þeir Kristinn og Trausti kynna niðurstöður og ræða leiðir til að gera árangurstjórnun enn markvissari.

 

Markþjálfun gegn meðvirkni

 

Fyrirlestur á vegum Stjórnvísi 23. janúar kl. 8.30 á skrifstofum Póstsins, Höfðabakka 9D - gengið inn portmegin.

 Meðvirkni á vinnustað getur verið grafin djúpt í fyrirtækjamenninguna, oft án þess að stjórnendur eða starfsfólk geri sér grein fyrir því. Meðvirkni stuðlar að vanlíðan starfsfólks og hamlar árangri fyrirtækisins í hraða og samkeppni nútímans. Það er því til mikils að vinna að taka á meðvirkni á árangursríkan hátt. Hvernig geta markþjálfar unnið með fyrirtækjum og einstaklingum að því að tækla meðvirknina og uppræta hana á vinnustaðnum?

Sigríður Indriðadóttir er mannauðsfræðingur og markþjálfi og hefur undanfarin ár unnið markvisst með að taka á meðvirkni í stjórnun. Sigríður er með MSSc gráðu í stjórnun og þróun mannauðs frá Lundarháskóla í Svíþjóð auk þess sem hún hefur lokið markþjálfunarnámi frá Háskólanum í Reykjavík. Sigríður hefur starfað sem mannauðsstjóri frá árinu 2008 og samhliða því sem ráðgjafi í mannauðsmálum og þjálfari í mannlegum samskiptum og leiðtogafærni. Sigríður starfar í dag sem mannauðsstjóri hjá Póstinum.

 

Upplýsingaöryggi á nýjum áratug

Faghópur um Upplýsingaöryggi var nýlega endurvakinn og efnir til fyrsta viðburðar með tveimur fyrirlestrum og fyrirlesurum með ólíka nálgun á upplýsingaöryggi. Markhópur fyrirlestranna eru upplýsingaöryggisstjórar og aðrir ábyrgðar- og umsjónaraðilar upplýsingaöryggis. 

 

1) Innsýn í gagnaflutnings öryggi um netkerfi.

Farið ofan í saumana á ferðalagi gagna og hvernig er hægt að stuðla að öryggi á flutningsleiðum. Hvað þurfa vörsluaðilar gagna að hafa í huga? Hvert stefnum við?

Fyrirlesari: Áki Hermann Barkarson er með 20 ára reynslu sem sérfræðingur í gagnaflutningskerfum og netöryggi.

 

 2) Svipmyndir af innlendum upplýsingaöryggisvettvangi

Hraðyfirlit yfir innlendar fréttir um upplýsingaöryggisatvik í þeim tilgangi að sýna fram á hversu vítt svið stjórnun upplýsingaöryggis nær yfir. Hverju mega öryggisstjórar búast við? Hvað geta þeir haft áhrif á?

Fyrirlesari: Ebenezer Þ. Böðvarsson er með 10 ára reynslu sem upplýsingaöryggisstjóri hjá fjármálafyrirtæki.

 

Objectives & Key Results (OKR) - framkvæmd stefnu með skýrum markmiðum

Ef þú vilt gera stjórnendur og starfsmenn í þínu fyrirtæki samstíga, skapa forsendur fyrir valddreifingu og teymisvinnu en halda aga á framkvæmdinni, þá er Objectives & Key Results (OKR) eitthvað sem þú ættir að skoða.

OKR er einfalt kerfi til að setja skýr, sýnileg og mælanleg markmið fyrir fyrirtækið, hópa innan þess og jafnvel einstaklinga.

Á fundinum fjallar Baldur Kristjánsson, ráðgjafi og teymisþjálfari hjá Kolibri um hvernig OKR varð til innan Google, hvernig OKR markmið eru sett, hvernig þau eru innleidd og þeim fléttað inn í dagleg störf fyrirtækis eða stofnunar. Í fyrirlestrinum er farið yfir fjölda hagnýtra ráða og hvað ber að varast.

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð 24. janúar 2020

Kynning á niðurstöðum mælinga 2019 og afhending viðurkenninga
Föstudaginn 24.janúar 2020, kl. 8:30 -09:15
Grand Hótel - Háteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.   
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2019.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Zenter kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2019, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:45 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2019 veittar.
Afhent verður viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. Einnig verða veittar viðurkenningar til þeirra aðila sem skora hæst í hverjum flokki.

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is

Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is

Gæðastjórnun hjá Hlaðbær Colas

Harpa Þrastardóttir, gæðastjóri, fer yfir gæðamála hjá Hlaðbær Colas

Markþjálfunardagurinn 2020

Stjórnvísi vekur athygli á Markþjálfunardeginum 2020 sem er á vegum ICF Iceland félags markþjálfa á Íslandi.

ICF Iceland er mjög umhugað um að ávinningur af markþjálfun berist sem víðast. Sem lið í því höldum við Markþjálfunardaginn og í ár er áherslan á markþjálfun hópa og teyma. Eins og við vitum þá er enginn hópur og ekkert teymi án einstaklinga. Einstaklingur sem fær markþjálfun er sterkur og nær meiri árangri. Hópur eða teymi sem fær markþjálfun styrkist og nær margföldum árangri.

ICF Iceland býður félagsmönnum Stjórnvísi sérkjör á Markþjálfunardaginn 2020. Tilboðsverð er 19.900.- (fullt verð er 24.500.-)

Miði á tilboðsverði

 

Yfirskrift dagsins er: Markþjálfun hópa og teyma

Þegar hópur fólks vinnur saman með skýran tilgang, markmið og leiðir er það teymi. Þessi munur á hópi og teymi getur skilað að minnsta kosti 20-50% meiri árangri í skilvirkni,  minni átökum og aukinni sameiginlegri ábyrgð. Í hverju liggur þessi munur á hóp og teymi og hvernig brúum við bilið og gerum teymið og hegðun þess sjálfbæra?

Nú þegar aukin krafa er í samfélaginu um styttingu vinnutíma verða fyrirtæki að bregðast við með lausnum sem auka skilvirkni og bæta framleiðni. Hvernig getur markþjálfun starfsfólks og teyma í fyrirtækjum stutt við stjórnendur við styttingu vinnutíma?

Erlendir og innlendir fyrirlesarar fylla dagskrána af þekkingu sem miðar að því að svara spurningunni hver er ávinningur fyrirtækja af því að innleiða markþjálfun í hópa og teymisstarf. Einnig skoða muninn á hópum og teymum og hvort þarfir þeirra séu þær sömu? Skoða út frá sjónarhóli einstaklingsins sem leiðir hópinn eða starfar í hópnum, hvernig megi enn betur koma máli sínu á framfæri svo mark sé tekið á. Ráðstefnustjóri er Matti Ósvald, markþjálfi, PCC.

Frekari upplýsingar um Markþjálfunardaginn og miðasala er á heimasíðu félagsins:  https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/

Markþjálfunardagurinn verður haldinn í áttunda sinn á Hótel Nordica, þann 30. janúar næstkomandi. Viðburðurinn hefur fest sig í sessi sem einn af eftirtektarverðustu viðburðum íslensks atvinnulífs ár hvert en hann sækir meðal annars framsæknir stjórnendur, markþjálfar, mannauðsstjórar og aðrir starfsmenn fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka sem vilja kynna sér og nýta sér aðferðarfræði markþjálfunar til árangurs. 

Vekjum athygli á vinnustofum 29. og 31. janúar 2020.

Nánari upplýsingar og miðasala er  https://markthjalfunardagurinn-2020.webflow.io/

Stefnumótun Stjórnvísi (lokaður fundur)

Byggingarúrgangur: sóun og tækifæri

Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræðir okkur um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.

Mannvikjargerð fylgir gríðarlegt magn marvígslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun. Vonast er eftir líflegum umræðum :)

Húsið opnar kl. 8.20.

 

Skilvirk verkefnastýring í flóknum innkaupaverkefnum

Kristín Gestdóttir deildarstjóri innkaupa hjá Isavia mun fjalla um mikilvægi skilvirkrar verkefnastýringar við samningskaupviðræður. Farið verður yfir nýafstaðið verkefni hjá Isavia, frá upphafi til enda, og þann lærdóm og reynslu sem varð til á leiðinni.

 

Staðsetning: Isavia - Flugstjórnarmiðstöðin í Reykjavík, Reykjavíkurflugvöllur, 102 RVK (Inngangur er á suðurhlið hússins). Mynd af korti: https://ja.is/kort/?d=hashid%3AA6GNj&x=357228&y=406314&z=8&ja360=1&jh=135.7&type=map 

 

 

 

Test viðburður

 

 

 

  • Taka fram ef viðburði er streymt
  • Lýsing á viðburði: Um hvað er fundurinn og fyrir hverja (taka fram hvaða veitingar eru í boði ef um það er að ræða)
  • Nafn/nöfn fyrirlesara 
  • Hámarksfjöldi þátttakenda (ef við á) 
  • Staður  
  • Dagsetning.

Stefnumótun Stjórnvísi (lokaður fundur)

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?