Október 2022

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
26
  •  
27 28
  •  
29 30
  •  
01
  •  
02
  •  
03
  •  
04 05
  •  
06 07 08
  •  
09
  •  
10 11 12 13 14 15 16
  •  
17 18
  •  
19 20 21 22
  •  
23
  •  
24
  •  
25
  •  
26 27 28 29
  •  
30
  •  

Fordæmalaust tap sprotafyrirtækja. Er ekki rými á mörkuðum fyrir nýja tækni? Hvers vegna?

Áhugaverður fyrirlestur hjá London Futurist

Fyrri vefslóð hefur brotnað. Afritið eftirfarandi vefslóð, skráið ykkur á vefslóðinni og njótið:  https://www.meetup.com/London-Futurists/events/288180308/?chapterContext=true

Sprotafyrirtæki í dag hafa orðið fyrir áður óþekktu tapi, mun meira en fyrri kynslóðir slíkra fyrirtækja. Í þessari kynningu fjallar ráðgjafinn Jeffrey Funk um viðfangsefnið. Tilheyrandi lækkun hlutabréfaverða og minnkandi markaðsvirði. Hann veltir fyrir sér ástæðunum fyrir þessu vandamáli, svo sem skorti á byltingarkenndri tækni...

Tímamótatal – reynslusaga stjórnanda

 
TEAMS linkur  viðburðurinn er bæði í raunheimum og í streymi. Við hvetjum alla sem geta að mæta í Heilsuklasann.
 

TÍMAMÓTATAL – reynslusaga stjórnanda úr heilbrigðiskerfinu.

Jón Magnús deilir upplifun sinni af markþjálfun og því hvernig aðferðin gerði honum kleift að finna köllun sína í starfi, vita hver hann raunverulega er og hvernig hann gæti eftirleiðis lifað í sátt við sig með því að taka fulla ábyrgð á eigin lífi og líðan.

Að lokum mun Jón Magnús Kristjánsson sitja fyrir svörum ásamt markþjálfa sínum Aldísi Örnu Tryggvadóttur, PCC vottuðum markþjálfa hjá Heilsuvernd.

 

Jón Magnús Kristjánsson bráðalæknir er ráðgjafi heilbrigðisráðherra í málefnum bráðaþjónustu í heilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Jón útskrifaðist með embættispróf í læknisfræði frá HÍ og sem sérfræðingur í almennum lyflækningum og bráðalækningum frá háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er auk þess með MBA-gráðu frá HR. Jón Magnús hefur viðtæka reynslu sem stjórnandi í heilbrigðiskerfinu og starfaði sem yfirlæknir bráðamóttöku Landspítala og síðar framkvæmdastjóri hjá Heilsuvernd þar til hann hætti þar störfum í júní sl.

Heilsuvernd er sjálfstætt starfandi heilbrigðisfyrirtæki sem rekur hjúkrunarheimili og heilsugæslustöð auk þess að vera einn stærsta veitandi fyrirtækjaþjónustu á heilbrigðissviði á Íslandi. Jón hefur auk þess starfað með íslensku rústabjörgunarsveitinni og farið í sendiferðir á vegum alþjóða Rauða Krossins.

TEAMS linkur

Kulnun Íslendinga á vinnumarkaði fyrir og eftir Covid

Hérna er linkur á streymið

Takmarkað pláss er í boði á staðfund, og því mikilvægt að skrá sig á viðburðinn. Einnig er hægt að skrá sig á fjarfund.

Skráning á viðburðinn fer fram HÉR!

---

Prósent í samstarfi við Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, Samtök Verslunar og þjónustu (SVÞ) og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði.

Kulnun Íslendinga
Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020. 

 

Rannsóknarmódelið sem notast var við til mælinga er 12 spurninga styttri útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (MBI). Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), sjálfshvarf (e. depersonalization) og tilfinning fyrir lágum persónulegum árangri (e. a sense of low personal achievement).

 

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður. Markmið fundar er að kynna hvernig staðan á vinnumarkaðinum er m.t.t. kulnunarstigs, hver staðan er fyrir og eftir Covid og þróunina á milli þessara tímabila.

 

Einnig verður kafað dýpra til að skoða hvort munur sé á milli hópa út frá starfi, fjölda tíma sem starfsfólk vinnur á viku, munur á opinbera geiranum og einkageiranum, kyni, aldri, búsetu, menntun og tekjum.

 

Dæmi um niðurstöður síðan 2021
Niðurstöður könnunar árið 2021 leiddu meðal annars í ljós að 32% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnast þeir vera útkeyrðir í lok vinnudags oftar en einu sinni í viku. 21% svarenda finnast þeir tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar oftar en einu sinni í viku og 12% finnast þeir vera útbrenndir vegna starfs síns oftar en einu sinni í viku.

Breytingar á ISO/IEC27002 staðlinum um Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd

Fundurinn er í formi fjarfundar, smellið hér til að komast inn á fundinn. 

Fyrr á þessu ári kom út ný útgáfa af ISO/IEC 27002:2022 staðlinum um Upplýsingaöryggi, netöryggi og persónuvernd - Upplýsingaöryggisstýringar. Töluverðar breytingar voru gerðar á staðlinum þar sem greinar voru sameinar, ýmsar kröfur duttu út og öðrum bætt við. Á þessum viðburði mun Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafi og formaður tækninefndar  hjá Staðlaráði Íslands um upplýsingaöryggi og persónuvernd fara yfir hverjar helstu breytingarnar á staðlinum voru, hvað felst í þeim og að hverju skipulagsheildir þurfi að huga fyrir vottun á staðlinum. 

 

Getum við framleitt kjöt án þess að drepa dýr?

Fyrirlesarinn er Dr. Björn Örvar hjá Bioeffect/Orf. Dr. Björn er vel þekktur frumkvöðull og vísindamaður innan sviði líftækninnar.

Hérna er linkur á fundinn. 

Hugmyndir manna um að geta framleitt kjöt í verkssmiðjum án þess að slátra þurfi dýrum er ekki ný af nálinni. Þróun slíkrar tækni hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum og nú hillir undir að slíkt „vistkjöt“ verði að veruleika innan 10 ára. Þessi þróun er annars vegar hvött af framförum í stofnfrumurannsóknum, og hins vegar af mikilvægi þessa að draga úr umhverfisáhrifum hefðbundinnar kjötframleiðslu, auk aukinnar meðvitundar um mikilvægi dýravelferðar í landbúnaði. En hvar erum við stödd í dag og hvers má vænta?

Fíllinn, knapinn og vegurinn – Hagnýt vinnustofa í breytingastjórnun

Dags: 6. október 2022 

Tími: 14:00 – 16:00 

Staður: Háskólinn í Reykjavík - stofa M106, staðsett á 1. hæð hússins - Nauthólsmegin 

Umsjón/fræðsla: Ágúst Kristján Steinarrsson, Bára Hlín Kristjánsdóttir, Rut Vilhjálmsdóttir 

Faghópur um breytingastjórnun verður nú með sinn fyrsta viðburð í raunheimum eftir langa veru í netheimum. Boðið er til lærdómsviðburðar þar sem hugmyndafræði úr bókinni Switch, How to Change Things When Change Is Hard verður höfð til grundvallar. Bókin hefur að geyma frábæran lærdóm sem nýtist öllum sem vilja ná árangri í breytingum. Þar eru kynnt til sögunnar fíllinn, knapinn og vegurinn sem byggja á atferlisfræði og hegðun, með ríka áherslu á einfaldleika. Þó að bókin sé frá árinu 2010 þá er hún tímalaus og líklegast vannýtt auðlind í íslensku atvinnulífi.  

Markmið viðburðarins er að gefa þátttakendum djúpa innsýn í afmarkaða aðferðarfræði sem mun stuðla að farsælum árangri við breytingar í framtíðinni. 

Uppbygging vinnustofunnar er eftirfarandi:

  • Kynning á aðferðafræðinni með aðstoð efnis frá höfundum bókarinnar.
  • Hópar vinna saman að raunverulegum verkefnum með aðferðum bókarinnar.
  • Kynning á niðurstöðum.
  • Rithöfundur bókarinnar Dan Heath mun svo koma til okkar (í gegnum Teams) og segja okkur á hagnýtan hátt frá atriðum úr bókinni.

Þeir þátttakendur sem eiga kost á eru beðnir að taka með sér tölvu, svo að hver hópur geti unnið niðurstöður sínar jafn óðum í rafrænt form.

Við hlökkum til að hitta ykkur í raunheimum og fara á dýptina í málaflokk sem við höfum öll svo mikinn áhuga á. 

Kynning og göngutúr um miðbær Selfoss (Svansvottun)

Guðjón Arngrímsson, Stjórnarmaður í Sigtúni Þróunarfélagi, kynnir Miðbær Selfoss.

 
Félagið hefur staðið fyrir uppbyggingu á miðbæ Selfoss og nýverið keypt Landsbankahúsið á Selfossi fyrir fjarvinnustofur.
Nýi miðbærinn á Selfossi er stærsta Svansvottaða verkefnið hérlendis.


Förstudag 7 oktober mæting á Selfoss kl 11 kynning og göngutúr til 12. Sagt frá verkefninu Miðbær Selfoss og svansvottun
12.00 Hádegismatur á eigin kostnað. 

Maria frá Origo getur tekið 3 farþega með sér í bílnum sinum, vinsamlegast hafið samband við maria.hedman@origo.is

Stjórnunarstíll til framtíðar!

Dr. Eyþór Ívar Jónsson ætlar að fjallað um ólíka stjórnunarstíla og af hverju þeir skipta máli við ólíkar aðstæður. Sérstaklega verður fjallað um hvernig stjórnendur vita hvaða stjórnunarstíll hentar þeim best og hvernig má þróa þann stjórnunarstíl. 

Dr. Eyþór Ívar Jónsson er forseti Akademias, Vice President European Academy of Management og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School). Eyþór hefur sérhæft sig í kennslu í stefnumótun, nýsköpun og stjórnarháttum og hefur kennt við háskóla í Svíþjóð (Lund University), Danmörku (CBS, KU), Noregi (BI), Víetnam (NEU) og á Íslandi (HR, HÍ og Bifröst). Hann hefur skrifað hátt í 800 greinar um viðskipti og efnahagsmál og ritstýrt fjölda tímarita (m.a. Vísbendingu, Íslensku atvinnulífi, Góðum stjórnarháttum og Nordic Innovation). Hann hefur jafnframt verið framkvæmdastjóri fjölda fyrirtækja og verkefna og stýrt stjórnarstarfi í um 200 fyrirtækjum (þ.m.t. ráðgjafarstjórnum). Eyþór hefur stofnað, skipulagt eða stjórnað mörgum viðskiptahröðlum fyrir sprota- og vaxtarfyrirtæki; eins og t.d. Growth-Train, CBS MBA Accelerator, StartupReykjavik og Viðskiptasmiðjunni. Ríflega 300 sprotafyrirtæki, vaxtarfyrirtæki og frumkvöðlar hafa farið í gegnum þessi prógröm.

Við ætlum að hittast hjá Akademias Borgartúni 23, 3. hæð. Boðið verður upp á léttar veitingar að viðburði loknum og vonumst við til að fólk gefi sér tíma til að staldra við og spjalla í lok viðburðar. 

 

Hlekkur á streymi

 

(Meeting ID: 814 8702 4267  Passcode: 071208)

 

 

 

 

Framtíðir í skapandi höndum - Manifestó um framtíðir dreifbýlis

Framtíðir í skapandi höndum

Manifestó um framtíðir dreifbýlis, nefnist fyrsti fyrirlesturinn í nýrri röð fyrirlestra sem Háskólinn á Bifröst stendur fyrir í samstarfi við Framtíðarsetur íslands ásamt Hafnar.haus undir yfirskriftinni Framtíðir í skapandi höndum.

Streymt verður frá viðburðinum á FB síðu háskólanshttps://www.facebook.com/events/5484137304973148/ 

Í þessum fyrsta fyrirlestri mun ítalski fræðimaðurinn og sýningarstjórinn Leandro Pisano segja frá lista- og rannsóknarverkefni sínu Manifesto of Rural Futurism. Um er að ræða þverþjóðlegt verkefni sem dregur fram rammpólitískt vistkerfi dreifbýla og afskekktra landsvæða. Verkefnið rýnir með gagnrýnum hætti í staðhæfingar nútímans sem ýta gjarnan dreifbýlum út í jaðarinn. Í gegnum hljóð- og myndlist er varpað ljósi á flókinn og lifandi heim ólíkra landsvæða.

Leandro Pisano er sýningarstjóri, rithöfundur og sjálfstætt starfandi fræðimaður sem vinnur á mótum lista, hljóðs og tæknimenningar. Leandro er með doktorsgráðu í menningar- og eftirnýlendufræðum við Háskólann í Napólí. Hann er framkvæmdastjóri, og stofnandi, Interferenze new arts Festival (2003) og tekur reglulega þátt í verkefnum, ráðstefnum og sýningum á raf- og hljóðlist. 

Fyrirlestraröðin er samstarfsverkefni Framtíðarseturs Íslands og Háskólans á Bifröst þar sem sjónum er beint að fjölbreyttum og skapandi leiðum við að ímynda sér framtíðina og setja saman framtíðarsýnir. Markmið fyrirlestrarraðarinnar er að opna og leysa upp mörk fræðasviða, skapandi greina og vísinda, varpa ljósi á hreyfiafl ímyndunaraflsins og hugarfluga.

Á tímum loftslagsvár, stríðsbrölts, misskiptingu veraldlegra gæða og uppgangs öfgahyggju getur verið erfitt að sjá fyrir sér jákvæða og sjálfbæra framtíð. Framtíðir í skapandi höndum stefnir að því að sameina gagnrýna, skapandi og skipulagða leit af mögulegum framtíðum og draga fram það mikilvæga starf sem á sér nú þegar stað innan skapandi greina. Hvort sem það er vísindaskáldskapur, borgarþróun, hönnun eða listræn túlkun þá eiga fyrirlesarar raðarinnar það sameiginlegt að eiga erindi inn í það mikilvæga verkefni að huga að róttækri umbreytingu samfélagsins, umhverfisins og plánetunnar.

 

Haustráðstefna Stjórnvísi 11.október 2022

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur.  Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir. 
Linkur á streymið er hér.   

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Þema ráðstefnunnar: "GRÓSKA -  Vöxtur, þroski, árangur"  
Ráðstefnustjóri:  Salóme Guðmundsdóttir, stjórnarmaður hjá Eyri Ventures og Viðskiptaráði Íslands. 

Pallborðsstjórnandi:  Haraldur Agnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkennis. 

Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Sigríður Harðardóttir, sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs Strætó setur ráðstefnuna. 

09:10 FYRIRLESTUR:  Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant. 

09:30 SPJALL:  Haraldur Bjarnason ræðir við Andra Þór Guðmundsson forstjóra Ölgerðarinnar og Hrund Rudolfsdóttur forstjóra Veritas

09:55 FYRIRLESTUR: Berglind Ósk Bergsdóttir, notendamiðaður textasmiður.  - Hefurðu upplifað loddaralíðan? (Imposter syndrome)

10:15 FYRIRLESTUR:   Matti Ósvald Stefánsson, heildrænn heilsufræðingur og atvinnumarkþjálfi.  - Fjórar stoðir persónulegs vaxtar/grósku.

10:35 FYRIRLESTUR: Þórhildur Helgadóttir, forstjóri Póstsins. 

Sigríður Harðardóttir sviðsstjóri mannauðs-og gæðasviðs Strætó, formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu verða flutt erindi og pallborðsumræður. 

Verið öll hjartanlega velkomin.

Aðgangur er frír.

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021).

Kynntar verða niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar. Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

 

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021).

The results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades. Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

Stjórnarfundur Stjórnvísi - lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema starfsársins er „ GRÓSKA“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímanlega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samskipti með tölvupóstum, á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2022-2023

  1. Ásýnd og vöxtur -  Stefán, Haraldur, Ósk Heiða
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa -  Lilja Gunnarsdóttir, Auður, Falasteen
  3. Útrás/Gróska -  Baldur, Laufey, Sigríður

Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 3. maí 2022 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2022-2023)
Auður Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri sölu-og ráðgjafasviðs Sjóvár (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf. (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2021-2023)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður þjónustu og markaðaa hjá Póstinum  (2022-2023) kosin í stjórn (2020-2022)
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík (2022-2023) kosinn í stjórn  (2020-2022) 

Fagráð:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LC Ráðgjöf (2021-2023)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023) 

Skoðunarmenn:

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)

Áhersluverkefni stjórnar 2022-2023

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Ásýnd og vöxtur: Ábyrgðaraðilar eru  Stefán Hrafn, Haraldur og Ósk Heiða.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 2. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Lilja, Auður og Falasteen. 

  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 3. Útrás/Gróska:   Ábyrgðaraðilar: Baldur, Laufey, Sigríður

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

Focus on inclusion first and diversity will follow

 Click here to join the meeting

Geko is a hiring and people strategy agency founded in 2020. We focus on talent working
within the technology and innovation sector and supporting our not only to attract great
talent, but also how to retain them. At Geko, equality, diversity and inclusion is at the core of
our values. We have an International team based here in Iceland, and our combined
professional and life experiences help us support our clients to create great environments
that people want to work in.
In this interactive workshop we will focus on the business case of having a diverse workforce
and why it is important to create an inclusive work environment to achieve that goal.
Our goal is to gain interest among leaders within organisations on this topic so that they can
start implementing the steps needed in creating a more inclusive workplace.
We hope you will join us for an interactive and informative workshop that addresses an
important issue.

Speakers:

Kathryn Gunnarsson - Owner and CEO

Hulda Sif Þorsteinsdóttir - Owner and COO

FRESTUN: Árangursrík samskipti og öryggi á vinnustað

VIÐBURÐI FRESTAÐ: VERÐUR AUGLÝSTUR FLJÓTT AFTUR.
Click here to join the meeting
Fyrirlesturinn er um mikilvægi jákvæðra samskipta við innleiðingu öryggismenningar hjá vinnustöðum og hvernig orðræða, mælingar og áherslur skipta öllu máli við árangursríka innleiðingu á öryggismenningu. Einnig fer ég inn á hlutverk stjórnenda i ferlinu og mikilvægi þess að stuðla að menningu sem styður við öryggi en ýtir ekki undir hegðun sem ógnar öryggi starfsfólksins.

Fyrirlesari er Jóhanna Ella Jónsdóttir sálfræðingur og mannauðsstjóri

Jóhanna Ella hefur unnið við mannauðsmál í meira en tíu ár bæði sem ráðgjafi hjá eigin fyrirtæki í mannauðsmálum, sem  mannauðstjóri í ferðaþjónustu, við Háskóla Íslands og nú í Stjórnarráðinu.

Jóhanna er einnig löggiltur sálfræðingur og formaður fagráðs fyrir EKKO mál við Háskólann á Akureyri auk þess að kenna  mannauðsstjórnun við HR.

Hér að neðan er linkur á fundinn: 

Click here to join the meeting

 

Ferðalag Ormsson til nútímans

Í kjölfarið af nýir eigendur tóku við Ormsson ehf., í ágúst 2021, hafa orðið ákveðnar áherslu breytingar í rekstri fyrirtækisins.

Ormsson er á vegferð til framtíðar og munu Eydís aðstoðarframkvæmdastjóri og Sigrún fjármálastjóri fara yfir hvað hefur verið gert og hvað er fram undan.

Lögð verður áhersla á hluti tengda innkaupum og ferlum.

Viðburðurinn verður haldinn í húsakynnum Ormsson, Lágmúla 8.
Við hvetjum fólk til að nýta tækifærið og mæta í heimsókn til Ormsson.
Viðburðinum verður einnig streymt í gegnum Teams fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta á staðinn.

Hérna er linkur á Teams streymið 

Tilfinningar og tilfinningalegt öryggi á vinnustað

Hrannar mun fara yfir sína reynslu af því að skapa tilfinningalegt öryggi á vinnustað og mikilvægi þess að eiga heiðarleg og heilbrigð samskipti um tilfinningar innan fyrirtækis og verkefna.

Vinsamlega athugið að þessi fundur verður eingöngu í fundarsal Starfsmenntar, Skipholti 50b (www.smennt.is) og að salurinn tekur aðeins 24 manns í sæti. Áhugasamir eru því beðnir að skrá sig sem allra fyrst!

 

Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson
Verkefnastjóri – Marel
Hópstjóri – Sorgarmiðstöð
MBA 2023

Fróðleikur frá Dubai

Málfundur á vegum London Futurist

Ráðstefna Dubai Future Forum mun fara fram dagana 11. og 12. október, í skapandi umhverfi Framtíðarsafnsins sem er í hjarta viðskiptahverfis Dubai. Fyrir nokkru var sett inn frétt um þessa ráðstefnu á vef Stjórnvísi. Þann 15 október nk mun David Wood fara yfir það helsta sem fram kom á ráðstefnunni. Skráið ykkur inn á viðburðinn í gegnum þessa vefslóð:

https://www.meetup.com/London-Futurists/events/288930299/?response=3&action=rsvp&utm_medium=email&utm_source=braze_canvas&utm_campaign=mmrk_alleng_event_announcement_prod_v7_en&utm_term=promo&utm_content=lp_meetup

Vel yfir 400 af fremstu framtíðarsinnum heims, frá 15 framtíðarsamtökum, þar á meðal Íslandi, eru meðal þátttakenda, en Framtíðarsetur Íslands mun eiga fulltrúa á ráðstefnunni. Markmiðið er að, skiptast á hugmyndum, deila innsýni, sjá fyrir áskoranir, huga að nýsköpunarlausnum, sem valda eða koma af stað breytingum.

Opus Futura

Á fundinum munu Helga Jóhanna og Herdís Pála, báðar mjög reyndir mannauðsstjórar, framkvæmdastjórar, stjórnarkonur o.fl., nú eigendur Opus Futura mæta og segja okkur frá Opus Futura lausninni.
 
Hvað var það sem ýtti við þeim að hætta í störfum og fara í eigin rekstur við þróun tæknilausnar, undir nafninu Opus Futura?
Hvaða tækifæri eru þær að sjá í breyttri nálgun við ráðningar eða pörun vinnustaða og einstaklinga?
 
Einnig munu þær koma inn á hvernig Opus Futura mun hjálpa til við að auka fjölbreytileika á vinnustöðum, minnka "bias", efla ímynd vinnustaða, koma með nýja nálgun við mælingar á árangur og margt fleira.

Fundurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík og fundargestir eru vinsamlegast beðnir um að skrá mætingu.

Byggingariðnaður - Losunarlausir framkvæmdarstaðir - Staðan og stefnan

Click here to join the meeting

Við ætlum að fjalla um losunarlausa framkvæmdastaði á Íslandi. Farið verður yfir stöðuna á losunarlausum framkvæmdastöðum á Íslandi og hvað er framundan í þeim efnum. 

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun kynnir Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð og þær aðgerðir sem eru í vinnslu varðandi losunarlausa framkvæmdastaði. 

Hulda Hallgrímsdóttir og Gyða Mjöll Ingólfsdóttir frá Reykjavíkurborg ætla að segja hvernig Reykjavíkurborg sér fyrir sér framkvæmdastaði framtíðarinnar og hvaða aðgerðir er stefnt að fara í til að ná því.  

Þröstur Söring frá Framkvæmdasýsla ríkiseignir kynnir hvernig FSRE sér fyrir sér framtíðarverkefni og hvernig unnið er að losunarlausum framkvæmdastöðum.

Sigrún Melax frá JÁVERK fer yfir helstu áskoranir verktaka við að uppfylla kröfur um losunarlausa framkvæmdastaði. 

Fundarstjóri er Sigríður Ósk Bjarnadóttir frá Hornsteinn ehf.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð um nýjustu rannsóknir BHM og Samtakanna '78 um laun og kjör hinsegin fólks á Íslandi. 

Hvetjum alla áhugasama til að skrá sig.

Staða hinsegin fólks á íslenskum vinnumarkaði

Nýleg greining­ sem unnin var í samstarfi Sam­tak­anna '78 og BHM sýnir fram á að launamunur virðist vera á milli einstaklinga á íslenskum vinnumarkaði eftir kynhneigð þeirra. Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM kemur segir frá rannsókninni og niðurstöðunum. Sólveig Rós frá Ráði ehf., stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í hinseginleika verður jafnframt með fræðsluerindi um hinseginleika og vinnustaðamenningu.

Umræður að loknum erindum.

Hvetjum alla til að mæta á staðinn, fræðast og taka þátt í umræðum.

Léttar veitingar í boði Coca-Cola á Íslandi.

Fundarstaður: Coca-Cola á Íslandi, Stuðlaháls 1, 110 Reykjavík.

Fundartími: 9-10:15.

Sæti eru fyrir 40 manns. 

Víðir og almættið - Samskipti við almenning um almannavarnir

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!
Heimsfaraldur, skriður, eldgos og óveður: Hvernig er hægt að eiga í hreinskiptum samskiptum við almenning þegar náttúran hefur tekið völdin? 


,,Víðir og almættið - Samtal við almenning um almannatengsl” er fundur á vegum faghóps um almannatengsl hjá Stjórnvísi þar sem við ræðum við þau Víði Reynisson, sviðsstjóra Almannavarna, og Hjördísi Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna, um samskipti við almenning þegar mikið liggur undir. Ásta Sigrún Magnúsdóttir, upplýsingafulltrú menningar- og viðskiptaráðuneytisins, og Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri ríkislögreglustjóra, leiða umræðurnar.

Hér er hlekkur á fundinn á Zoom!

Nýju hringrásarlögin- Betri heimur byrjar heima

https://us02web.zoom.us/j/82343725362
Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun heldur fyrsta fund vetrarins ásamt Samtökum atvinnulífsins. Fundurinn er hluti fundaraðar SA; Betri heimur byrjar heima. Spennandi fundur þar sem farið verður yfir hvaða áhrif ný lög um hringrásarhagkerfið munu hafa á atvinnulífið. Einnig fjallað um tækifæri og áskoranir sem felast í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, hvaða lausnir eru í boði og mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og atvinnulífs.

https://us02web.zoom.us/j/82343725362

Dagskrá

  1. Hvað þýða lögin fyrir atvinnulífið?
    Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu.
  2. Hvað þýða lögin fyrir sveitarfélög?
    Eygerður Margrétardóttir, verkefnisstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
  3. Áskoranir og tækifæri. Jarðefnagarður í Álfsnesi.
    Þorsteinn Víglundsson, forstjóri BM-Vallár.

Pallborðsumræður og spurningar:
Umræðum stýrir Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri á Efnahags- og samkeppnishæfnisviði SA.

  • Jón Viggó Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sorpu.
  • Líf Lárusdóttir, markaðsstjóri Terra.
  • Brynjar Bergsteinsson, framleiðslustjóri Set hf.

Allur októbermánuður er eyrnamerktur umhverfismálum og þá sér í lagi hringrásarhagkerfinu. Á fundinum verður farið yfir hvaða áhrif ný lög um hringrásarhagkerfið munu hafa á atvinnulífið, tækifæri og áskoranir sem felast í innleiðingu hringrásarhagkerfisins, hvaða lausnir eru í boði og mikilvægi samstarfs sveitarfélaga og atvinnulífs.

Hægt er að skrá sig á viðburð hjá Stjórnvísi hér fyrir ofan og hjá SA

 https://www.sa.is/starfsemin/vidburdir/61840371221111111
 
 
Hlökkum til að sjá ykkur.  

Hvernig minnkar þú líkurnar á vefveiðum og að lenda í gagnagíslatöku?

Fundurinn er í formi fjarfundar, hér er beinn hlekkur á fundinn.


Október er Evrópski netöryggismánuðurinn (e. European Cybersecurity Month), þar sem Netöryggisstofnun Evrópusambandsins (ENISA) í samstarfi við aðildarríki Evrópusambandsins heyja árlega herferð til að efla netöryggi og auka vitundarvakningu meðal borgara og stofnana þess. Í ár fagnar þetta samstarfsverkefni 10 árum og í tilefni þess er þema mánaðarins veiðipóstar (e.phising) og gagnagíslataka (e. ransomware). 

Faghópur um upplýsingaöryggi vill leggja sitt að mörkum og heldur því viðburð um þessi málefni þar sem lagðar verða fram einfaldar leiðir og nálgun til að varast og bregðast við vefveiðum og gagnagíslatöku. 

Bryndís Bjarnadóttir starfar sem sérfræðingur ástandsvitundar netöryggissveitarinnar CERT-IS. Þar hefur hún einbeitt sér að vekja meira umtal á netöryggi t.d. með árskýrslu sem kom út í vor og er að leggja loka hönd á nýja heimasíðu CERT-IS.  Hún er stjórnmálafræðingur með mastersgráður í Öryggisfræðum frá Georgetown University. Þar vöktu helst skipulögð glæpastarfsemi áhuga hennar í byrjun sem leiddi hana inn í heim netglæpa og hvernig er hægt að sporna við þeim.  

Elvar Bjarki Böðvarsson starfar sem öryggisstjóri hjá Advania. Elvar hefur viðamiðla reynslu og hefur starfað í yfir 20 ár í tölvugeiranum, lengi vel í hönnun og rekstri sem leiddi fljótt út í tölvuöryggismál. Hann er með CISSP og CCSP öryggisgráður frá (ISC)². 

 

Empower Now - Jafnrétti, fjölbreytni og tækni

Hlekkur á viðburð
Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé, CEO og meðstofnandi Empower.

Þórey kynnir áhugaverðar og gagnlegar niðurstöður úr könnuninni Kynin og vinnustaðurinn 2022.  Þar er lögð áhersla á að skoða upplifun mismunandi hópa á fyrirtækjamenningu út frá kyni, aldri og kynhneigð.  Verkefnið er samstarfsverkefni Empower, Maskínu, SA, Viðskiptaráðs og HÍ.

Einnig fer hún yfir það hvernig nýsköpunarfyrirtækið Empower er á einstakalega spennandi vegferð eftir að hafa tryggt 300m kr. fjármögnun í vor.  Empower er að færa sína aðferðafræði varðandi jafnrétti og fjölbreytni(DEI) á vinnustöðum alfarið inn í SaaS hugbúnað sem fer á alþjóðlegan markað árið 2023.  Þar sem um er að ræða heildræna nálgun, með mælaborði, örfræðslu ofl. 

Hlekkur á viðburð

 

Inngildingarstefna er arðbær sé henni fylgt eftir

Click here to join the meeting

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir starfar hjá Controlant og hefur áður setið sem Framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs hjá Guide to Iceland, Framkvæmdastjóri Beam EMEA hjá Expedia Group. Hjá Expedia leiddi Guðrún teymi sem bar ábyrgð á mótun BEAM (Black Expedia Allied Movement) stefnunnar ásamt innleiðingu og aðhaldi, en stefnan heyrir undir Inclusion & Diversity. Í erindinu mun Guðrún segja frá mikilvægi þess að vera með inngildingarstefnu og áhrif sem slík stefna hefur fyrir fyrirtæki og þeirra starfsmannamenningu sem og ytri áhrif. Einnig mun hún koma inn á þá Inclusion & Diversity vegferð sem Controlant er að fara í. Guðrún sem hefur starfað lengi erlendis, mun fara yfir meginmun á inngildingarstefnum á Íslandi vs Bandaríkin. 

Markmið erindisins er að hvetja stjórnendur til umhugsunar og fá hugmyndir um hvernig árangsrík inngildingarstefna getur ávaxtað fyrirtækið á mörgum sviðum.

------------------------------------------------------------------------------------------

English

Inclusion and Diversity can enhance organisation's growth, but only if it's followed through

Guðrún Hildur Ragnarsdóttir works at Controlant, and has held positions as COO at Guide to Iceland and served as a President for BEAM in EMEA at Expedia Group. As president at Expedia, Guðrún led a team that was responsible for enhancing the structure and policy around BEAM (Black Expedia Allied Movement), implementing it and maintaining it, BEAM sits right under I&D. During this session, Guðrún will go over the importance of having an I&D policy and the positive impact it can have for the organisation, their culture and public appearance. In relation to that, Guðrún will briefly go over Controlant's journey in implementing I&D. Guðrún, who has worked abroad for many years, will also talk about the main difference with I&D policies in Iceland vs USA.

The goal with this session is to inspire top management on how to manage the impact of I&D policy and get ideas of how it can be successfully implemented so it can enhance the organisation's growth. 

Kolefnisspor Virðiskeðjunnar

Hér má nálgast upptöku af fundinum. Þú smellir á þessa slóð til að tengjast: https://eu01web.zoom.us/my/finnur til að komast inn í kennslustofuna

ATH: Ef þú ferð ekki sjálfkrafa inn í stofuna eftir að þú smellir á hlekkinn og það birtist Meeting ID eða Personal Link name skal skrifa: finnur eða 864 521 1749 .  Frekari upplýsingar um Zoom viðmótið má finna hér https://www.endurmenntun.is/zoom-upplysingar.  Lendir þú í vandræðum skal hafa samband við þjónustuborð Endurmenntunar HÍ: 525-4444 

Hvernig geta fyrirtæki unnið með birgjum og viðskiptavinum við að lágmarka kolefnisspor virðiskeðjunnar?

Steinunn Dögg Steinsen sem stýrir öryggis- og umhverfismálum allra álvera Century Aluminum, í Bandaríkjunum og hér heima, mun segja frá vegferð fyrirtækisins við þróun vörulínunnar Natur-Al. Kolefnisspor Natur-Al-áls er innan við fjórðungur kolefnisspors hefðbundins áls á markaði og mun Steinunn fjalla um hvernig fyrirtækið hefur sett upp stjórnkerfi til að tryggja hlítni við alþjóðlega staðla og lágmarka umhverfisáhrif og losun gróðurhúsalofttegunda í virðiskeðjunni - allt frá uppruna hráefnisins og flutningi þess, til framleiðslu, dreifingar til viðskiptavina og endurvinnslu.

Fundurinn verður haldinn í Elju í húsi Endurmenntunar Háskóla Íslands, Dunhaga 7, 107 Reykjavík.

Fundinum verður einnig streymt

Jafningjastjórnun

Click here to join the meeting 
Almennt, þegar rætt er um stjórnun jafningja, er oft vísað í þá stöðu þegar einhver er stjórnandi en á sama tíma nokkurs konar jafningi þeirra sem hann stýrir.

Þannig byrja margir stjórnendur þ.e. þeir koma úr hópnum og verða stjórnendur og bera alla þá ábyrgð sem felst í því.  Jafningjastjórnun sem nálgun í stjórnun hentar vel þeim sem vilja leggja áherslu á sameiginlega ákvarðanatöku, eignarhald á ákvörðunum, valddreifingu og það að allir séu í sama liði og nokkurskonar jafningjar.

Í þessum fyrirlestri mun Eyþór Eðvarðsson M.A í vinnusálfræði og stjórnendaþjálfari hjá Þekkingarmiðlun fara yfir fyrirbærið jafningjastjórnun í víðum skilningi og velta upp málum sem skipta máli við stjórnun.

Click here to join the meeting 

 Athugið viðburðurinn verður ekki tekinn upp

Hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila? AKUREYRI

Faghópur almannatengsla og samskiptastjórnunar heldur umræðunni áfram varðandi hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta og heldur nú til Akureyrar miðvikudaginn 2. nóvember. Viðburðurinn verður haldinn í Ketilhúsi, Kaupvangsstræti 8 og hefst 17:00.

Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Cohn og Wolfe á Íslandi mun hefja viðburð á því að fara yfir álitaefni sem lúta að tilgangi miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila. Sem sérfræðingur í almannatengslum hefur Ingvar Örn starfað á sviðinu í 20 ár og hefur nýtt fagmenntun sína á sviðinu og alþjóðlega reynslu til að lyfta ráðgjöf innan sviðsins á hærri sess.

Í kjölfarið mun Guðbjörg Hildur Kolbeins fara yfir álitaefni sem lúta að tilgangi fjölmiðla. Guðbjörg Hildur er dósent í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri og aðjunkt í miðlun og almannatengslum við Háskólann á Bifröst, og hefur unnið að rannsóknum á íslenskum fjölmiðlum.

Skapti Hallgrímson, einn reyndasti blaðamaður landsins og nú ritstjóri Akureyri.net kemur til með að taka þátt í umræðum viðburðar að erindum loknum.

Dagskrá:

17:00-17:20 Ingvar Örn Ingvarsson fer yfir álitaefni er varða tilgang miðlunar og gagnvirkra samskipta og fjölmiðla

17:20-17:40 Guðbjörg Hildur Kolbeins fer yfir álitaefni er varðar tilgang fjölmiðla

17:40-18:10 Ingvar Örn, Guðbjörg Hildur og Skapti svara fyrirspurnum um álitaefni viðburðar

18:10-18:30 Opnar umræður og léttar veitingar

Erla Björg Eyjólfsdóttir, formaður stjórnar faghóps um almannatengsl og samskiptastjórnun mun leiða fundinn

 

Það eru allir velkomnir á Stjórnvísiviðburði sér að kostnaðarlausu. Í Stjórnvísi eru í dag um 4500 stjórnendur frá 400 fyrirtækjum sem greiða árgjaldið. Stjórnvísi er í eigu sinna félagsmanna og rekið án fjárhagslegs ávinnings. 

 

Hlekkur á Teams: Hver er tilgangur miðlunar og gagnvirkra samskipta fjölmiðla og lögaðila?

Stefnur og aðgerðir til að auka fjölbreytni í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum – þróunin og alþjóðlegur samanburður (Cranet 2021)

Click here to join the meeting

Arney Einarsdóttir dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst kynnir niðurstöður úr alþjóðlegu CRANET rannsókninni hér á landi frá árinu 2021 um stefnur, aðgerðir og áætlanir íslenskra fyrirtækja og stofnana í ráðningum og þjálfun og þróun til að auka fjölbreytni og beinast að minnihlutahópum. Niðurstöður verða settar í alþjóðlegt samhengi með samanburði við nokkur vel valin lönd og þróunin skoðun. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) er alþjóðlegt samstarfsnet fræðimanna frá um 50 löndum er hefur um áratugaskeið unnið að samanburðarrannsóknum á sviði mannauðsstjórnunar.

Arney Einarsdóttir er dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst og hefur frá árinu 2005 stýrt rannsókninni fyrir Íslands hönd og var skýrslan Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021 gefin út í vor. Höfundar skýrslunnar eru Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Katrín Ólafsdóttir.

________________________

Policies and actions to increase diversity in Icelandic companies and institutions - the trend and international comparison (Cranet 2021)

Arney Einarsdottir associate professor at the business department of the University of Bifröst will represent the results of the international CRANET study in Iceland from the year 2021 will be presented regarding the policies, actions and plans of Icelandic companies and institutions in recruitment, and training and development, intended to increase diversity with focus on minority groups. The results will be prsented in an international context by comparison with some well-chosen countries and the development in Iceland will be examined. Cranfield Network on International Human Resource management (CRANET) is an international collaborative network of academics from around 50 countries who have been working on comparative research in the field of human resource management for decades.

Arney Einarsdóttir is an associate professor at the business department of the University of Bifröst and has since 2005 led the study on behalf of Iceland. The report Human affairs in turbulent times - the Cranet study 2021 (Mannauðsmál á óróatímum – Cranet rannsóknin 2021) was published this spring. The authors of the report are Arney Einarsdóttir, Ásta Bjarnadóttir and Katrín Ólafsdóttir.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?