Gæðastjórnun og ISO staðlar: Liðnir viðburðir

Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Click here to join the meeting

Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur mun fjalla um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður  öryggis- og löggæslufræðingur.

Rótagreiningar - Hvers vegna og hverju skila þær?

 

You're invited to a Teams meeting! Stjórnvísi - ISO staðlar og gæðastjórnun https://teams.microsoft.com/l/meetup-join/19%3ameeting_YTk3MWFkMDQtM2UxNC00YzM2LTk5NDMtNmRjYTRhMmJmZmU0%40thread.v2/0?context=%7b%22Tid%22%3a%2259266489-036c-41e7-ab6f-357fb6772d40%22%2c%22Oid%22%3a%22154129fe-3709-43cb-b0df-2425dd350ccc%22%7d

LímtréVírnet býður upp á létta morgunhressingu milli 8:30 og 8:45 fyrir þá sem vilja mæta snemma og rækta tengslanetið.

Þeir sem reka stjórnunarkerfi þekkja að stjórnunarstaðlar gera kröfu um að frábrigði séu greind og orsakir þeirra ákvarðaðar. Málið er hins vegar, að það er okkur ekki eðlislægt að rótargreina og því er leitnin gjarnan að sleppa því ferli og fara bara beint í leiðréttingarhaminn þegar að frábrigði koma upp í kerfinu. Þetta getur valdið því að við situm uppi með galla í kerfinu sem geta valdið óþarfa sóun eða skaða í starfseminni.

Viðburðurinn er samansettur af tveimur 20 mínútna fyrirlestrum og 30 mínútna vinnustofu í framhaldi af þeim þar sem þátttakendur fá að spreyta sig við framkvæmd rótargreininga.

Í fyrirlestrunum verður skoðuð annars vegar fræðilega hliðin á rótargreininigum, þar sem Birna Dís Eiðsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun, varpar ljósi á hvers vegna við leitumst við að skoða málin of grunnt og hins vegar faglega hliðin þar sem Einar Bjarnason, kerfis- og gæðastjóri hjá LímtréVírnet, fer yfir eigin reynslu af gagnsemi vandaðra rótargreininga.

Viðburðurinn verður haldinn í Glæsibæ, sem er ein af kennslustofunum hjá IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. 

Hlökkum til að sjá þig :)

Að ná fólkinu með sér í innleiðingu gæðastjórnunar - staðarfundur

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar mun fjalla um innleiðingu gæðastjórnunar á þessum fundi, en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum.

Þetta er staðbundinn fundur hjá Origo, sem býður upp á léttan morgunverð.

Fundurinn verður ekki í beinni að þessu sinni, en verður tekinn upp og sendur út í kjölfarið á samfélagsmiðlum.

Um fyrirlesarann:

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.

Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir? Heildstæð áhættustjórnun hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05 -  Kynning - Einar Bjarnason stjórnarmeðlimur faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla kynnir faghópinn og fyrirlesarana og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:25  -  Er áhættustjórnun - lífsnauðsynleg aðferðafræði fyrir allar skipulagsheildir?
Sigurður Arnar Ólafsson, gæðastjóri Kópavogsbæjar segir frá grunnþáttum áhættustjórnunar og hvernig þeir geta nýst sem alger lykilþáttur í innleiðingu og rekstri stjórnunarkerfa sem byggja á ISO stjórnunarkerfisstöðlum.

09:25-09:45 - Heildstæð áhættustjórnun  m.t.t. til stjórnunarkerfa gæða-, umhverfis- og heilsu og öryggis hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.
Ingólfur Kristjánsson segir frá hvernig Efla nýtir heildstæða nálgun í framkvæmd áhættumats í tengslum við ISO stjórnunarkerfin þrjú sem fyrirtækið rekur og er vottað samkvæmt. Ingólfur rekur hvernig áhættustjórnun hefur nýst fyrirtækinu til framþróunar og lækkunar áhættu.

09:45 – 10:00  Umræður og spurningar


Um fyrirlesarana:

Sigurður Arnar Ólafsson

Lauk prófi sem Datamatkier (tölvunarfræði 2 ár) frá Tietgenskolen í Odense Danmörku 1992. Lauk B.Sc. prófi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri 2005.

Hefur starfað í upplýsingatækni geiranum m.a. sem þjónustu- og gæðastjóri í um 20 ár, þar af 8 ár í Noregi í fyrirtækjunum Cegal og Telecomputing (nú Advania), en á Íslandi hjá m.a. hjá Þekkingu og Nýherja (nú Origo). Starfar nú sem gæðastjóri Kópavogsbæjar síðan 2020.

Hefur unnið við ISO stjórnunarkerfi í yfir 15 ár og m.a. innleitt: stjórnunarkerfi gæða ISO 9001,  stjórnunarkerfa upplýsingaöryggis ISO 27001 og stjórnunarkerfa jafnlauna ÍST 85 í nokkrum fyrirtækjum. Sigurður tók nýverið við formennsku í faghópnum Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi.

 

Ingólfur Kristjánsson

Lauk M.Sc. prófi í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn 1984. Hefur langa starfsreynslu mest úr framleiðsluiðnaði, bæði á Íslandi og erlendis. Starfaði lengst af hjá Colgate-Palmolive í Kaupmannahöfn sem framleiðslustjóri. Starfaði einnig sem framkvæmdastjóri í áliðnaðinum á Íslandi á árunum 2005-2016, bæði hjá Alcoa-Fjarðaáli á Reyðarfirði og hjá Rio Tinto í Straumsvík. Starfar nú sem gæðastjóri hjá Eflu Verkfræðistofu síðan 2017.

Stjórnun gæða-, umhverfis- og öryggismála sem og áhættustýring hefur verið fyrirferðarmikil í störfum Ingólfs hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Sú reynsla er dýrmæt, enda helsta viðfangsefnið í núverandi starfi Ingólfs sem gæðastjóra hjá þekkingarfyrirtækinu Eflu.

Ingólfur átti sæti í stjórn faghópsins Gæðastjórnun og ISO staðlar hjá Stjórnvísi á tímabili og hefur hefur setið í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís frá 2017.



 

Aðalfundur ISO Gæðastjórnun

Teamsfund er hér
Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 14. apríl klukkan 10:45 til 11:30

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, staða formans er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

 

Teamsfund er hér

SL lífeyrissjóður - vegferðin að vottun sjóðsins samkvæmt ISO 27001, 9001 og umhverfisstaðlinum 14001.

Staðarfundur hjá Origo, Borgartún 37 og á Teams
SL lífeyrissjóður hefur einkum á síðustu árum unnið að og lagt mikla áherslu á gæðastarf sjóðsins þar sem mjög góður árangur hefur náðst. SL er eini lífeyrissjóðurinn sem hefur náð alþjóðlegri faglegri vottun á Íslandi, með ISO 9001, ISO 27001 og ISO 14001 sem er umhverfisstaðal og kemur m.a. að fjárfestingum sjóðsins.  Vitað er að fáir evrópskir lífeyrissjóðir hafa náð samskonar árangri. Sjóðurinn hefur skilað einna hæstu raunávöxtun fyrir sína sjóðfélaga yfir langt tímabil sem er afurð mikils umbótarvilja og vandaðrar vinnu. Við síðustu úttekt BSI á Íslandi komu fram engin frávik né ábendingar frá úttektaraðila, á öllum þremur stöðlum, og því gæti leynst eitthvað áhugavert í kynningu sjóðsins.

 

Sigurbjörn Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóri, fjallar um vegferð sjóðsins að vottununum þremur. Auk þess mun Ágúst Kristján Steinarrsson, ráðgjafi Viti ráðgjöf, fjalla um vinnuna frá sjónarhóli ráðgjafa og verkefnastjóra, en hann hefur tekið þátt í vegferð SL frá upphafi

 

Staðarfundur hjá Origo, Borgartún 37 og á Teams

 

Hvernig vinnur maður með áhættuþættina?

Click here to join the meeting
Kem inná: áhættuvalda, áhættu, áhættugreiningu, áhættumat, rótargreiningu (RCA), stjórnunarkerfi, ISO 31000, áhættumeðferð og áhættuleif.

 

Sveinn V Ólafsson, 

Ráðgjafi hjá Jensen ráðgjöf

 

Microsoft Teams meeting

 

Join on your computer, mobile app or room device

 

Click here to join the meeting

 

Byggingariðnaður - Losunarlausir framkvæmdarstaðir - Staðan og stefnan

Click here to join the meeting

Við ætlum að fjalla um losunarlausa framkvæmdastaði á Íslandi. Farið verður yfir stöðuna á losunarlausum framkvæmdastöðum á Íslandi og hvað er framundan í þeim efnum. 

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir frá Húsnæðis og Mannvirkjastofnun kynnir Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð og þær aðgerðir sem eru í vinnslu varðandi losunarlausa framkvæmdastaði. 

Hulda Hallgrímsdóttir og Gyða Mjöll Ingólfsdóttir frá Reykjavíkurborg ætla að segja hvernig Reykjavíkurborg sér fyrir sér framkvæmdastaði framtíðarinnar og hvaða aðgerðir er stefnt að fara í til að ná því.  

Þröstur Söring frá Framkvæmdasýsla ríkiseignir kynnir hvernig FSRE sér fyrir sér framtíðarverkefni og hvernig unnið er að losunarlausum framkvæmdastöðum.

Sigrún Melax frá JÁVERK fer yfir helstu áskoranir verktaka við að uppfylla kröfur um losunarlausa framkvæmdastaði. 

Fundarstjóri er Sigríður Ósk Bjarnadóttir frá Hornsteinn ehf.

Kynning og göngutúr um miðbær Selfoss (Svansvottun)

Guðjón Arngrímsson, Stjórnarmaður í Sigtúni Þróunarfélagi, kynnir Miðbær Selfoss.

 
Félagið hefur staðið fyrir uppbyggingu á miðbæ Selfoss og nýverið keypt Landsbankahúsið á Selfossi fyrir fjarvinnustofur.
Nýi miðbærinn á Selfossi er stærsta Svansvottaða verkefnið hérlendis.


Förstudag 7 oktober mæting á Selfoss kl 11 kynning og göngutúr til 12. Sagt frá verkefninu Miðbær Selfoss og svansvottun
12.00 Hádegismatur á eigin kostnað. 

Maria frá Origo getur tekið 3 farþega með sér í bílnum sinum, vinsamlegast hafið samband við maria.hedman@origo.is

Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun

Aðalfundur faghóps um ISO / Gæðastjórnun verður haldinn 29. apríl klukkan 13:00 til 14:00.

Allir félagsmenn Stjórnvísi eru velkomnir og áhugasamir geta boðið sig fram til stjórnar, ein staða er laus en auk þess má alltaf fjölga í stjórninni.

  • Uppgjör á starfsárinu
  • Lærdómur af starfsári faghóps 
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Viðburðurinn verður á Teams

Þegar valið stendur á milli Jafnlaunastaðfestingar eða Jafnlaunavottunar - hjá Origo og á Teams

Faghóps ISO/Gæðastjórnun og Jafnlaunastjórnun kynna til leiks: 

TEAMS HLEKKUR

Gæðastjórnun og kostir öflugra gæðakerfa

Maria Hedman 
Vörustjóri, Origo 

Inngangur – samanburður á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Gyða Björg Sigurðardóttir jafnlaunaráðgjafi, Ráður

Stuttlega sagt frá fyrstu jafnlaunastaðfestingu hjá Umbóðsmanni Skuldara 

Eygló Kristjánsdóttir fjármálastjóri, Umboðsmaður skuldara

10 mínútna hlé 

Snjöll og einfald leið í Jafnlaunamálum
Ferlið í Justly Pay 
Hildur B Pálsdóttir  

Límtré – Þroskað gæðakerfi og Justly Pay 
Einar Bjarnason, gæðastjóri Límtré

Ef valið stendur milli vottunar og staðfestingu – hver er ávinningur vottunar?
Gná Guðjónsdóttir Versa Vottun

Viðburðinn er til húsa hjá Origo, Borgartúni 37 og á Teams. 

ISO 14001 umhverfisvottun og Isavia

Hlekk í Teams
Nú nýlega hlaut Isavia ISO 14001 umhverfisvottun. Í þessu erindi mun María Kjartansdóttir fjalla um ferlið frá A-Ö, þær áskoranir sem upp komu og hvernig ISO 9001 gæðastjórnunarstaðallinn kom að notum.

Hlekk í Teams

Áhugaverður fyrirlestur um Breeam og Well vottanir

Hlekk í Teams

Skrifstofa mannvirkja og innviða hjá Isavia í Kef fengu kynningu á Breeam og Well. Strax í kjölfarið spurði okkar maður hvort þau myndu vilja endurtaka leikinn fyrir Stjórnvísi.

Í þessu erindi munu þau Ian Allard og Georgia Allen, frá breska ráðgjafafyrirtækinu Mace, fjalla um BREEAM og WELL vottanir og þá vegferð sem Isavia er á í þeim framkvæmdum nú eru í gangi.

BREEAM (breeam.com) tekur á þáttum eins og vistvænni hönnun bygginga, til dæmis út frá efnisvali og orkunotkun en WELL (wellcertified.com) um líðan fólks og upplifun af mannvirkjum, til dæmis út frá hljóðvist, lýsingu og loftgæðum.

Erindið fer fram á ensku.

Ian Allard og Georgia Allen – frá Mace.

Sjá einnig frétt frá Mace hér

 

Hlekk í Teams

 

 

HS Veitur bjóða heim til sín

Sviðsstjóri Rekstrarsviðs verður með almenna kynningu á fyrirtækinu og gæðastjórinn verður með kynningu á gæðakerfinu.

Teamsfundur

‘Procurement´s ultimate frontier’ - Ninian Wilson, Forstjóri VPC, ásamt ‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’ - Davíð Ingi Daníelsson

Click here to join the meeting

Á Íslandi hefur orðið vitunarvakning um mikilvægi stefnumiðara innkaupa- og vörustýringar, þvert á rekstur skipulagsheilda. Til að varpa ljósi á framþróun fagsins og tækifæri til framtíðar bjóðum við upp á tvö erindi þar sem annars vegar alþjóðlegur risi og hins vegar íslensk opinber eining deila umbreytingarvegferðum sínum.

‘Procurement’s ultimate frontier’
Ninian Wilson, ‘Global Supply Chain Director’ og ‘CEO of Vodafone Procurement Company’ (VPC) mun segja frá vegferð Vodafone og framtíð innkaupastýringar. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir árangur sinn með VPC m.a. sem ‘Leader of the year’ 2021 hjá CIPS (Chartered Institure of Procurement & Supply) fyrir framsýni og framlag til framþróunar innkaupa- og vörustýringar, stafrænnar vegferðar og virðissköpunar.
Þá mun Guðrún Gunnarsdóttir, Aðfangastjóri Vodafone á Íslandi, gefa okkur innsýn í samstarfið með VPC og ávinning þess. 

‘Umbreytingarvegferð Ríkiskaupa’

Davíð Ingi Daníelsson, sviðsstjóri stefnumiðaðra innkaupa hjá Ríkiskaupum ætlar að segja okkur frá framtíðarsýn og umbreytingarvegferð Ríkiskaupa sem lagt var af stað með árið 2020.

Fundarstjóri er Sæunn Björk Þorkelsdóttir, formaður faghóps um Innkaupa- og vörustýringu.

Þessi viðburður er einstakt tækifæri fyrir stjórnendur og ákvörðunartökuaðila í íslensku viðskiptalífi til að læra af þeim bestu um hvernig megi byggja upp stefnumiðari innkaup- og vörustýringu með langtíma virði að leiðarljósi.
Viðburður sem enginn stefnumótandi leiðtogi ætti að láta framhjá sér fara!

Viðburðurinn fer fram á Teams í ljósi Covd19 takmarkana.

Ferlisnálgun stjórnkerfa

Click here to join the meeting

Maria Hedman vörueigandi hjá Origo mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga við framsetningu ferla og mögulegar útfærslur eins og myndræn framsetning, texti eða tal.

Friðrik G. Guðnason forstöðumaður Högunar hjá Landsbankanum mun leiða okkur í gegnum hvernig Landsbankinn lítur út séð frá ferlum, hvernig stjórnkerfi ferla er hagnýtt til breytinga á starfseminni auk þess sem gefin verður innsýn í hvernig haldið er utan um ferla, regluverk, áhættur og staðla í ferlakerfi bankans.

 Umræður & spurningar

ÍST 19011 - Úttektir

Click here to join the meeting
Arngrímur Blöndal 

Verkefnastjóri/ Gæðastjóri hjá Staðlaráð 

Arngrímur upplýsir um það mikilvægasta í þessum staðli sem stefnt er að komi út í íslenskri þýðingu í lok sumars.

 

Slóð í viðburð:

Click here to join the meeting

Viðbragðsáætlanir

Click here to join the meeting
Undanfarin misseri hefur reynt á margar viðbragðsáætlanir, hvort sem það er vegna alheimsfaraldurs eða ofsaveðurs. Góð áætlun getur verið afgerandi þegar kemur að því að bregðast við þannig að vel sé og mikilvægt að vel sé staðið að verki.

 
Þau Elva Tryggvadóttir (Isavia), Bæring Árni Logason (Vodafone) og Guðmundur Stefán Björnsson (Sensa) ætla að fjalla um viðbragðsáætlanir frá nokkrum sjónarhornum. Þau munu fjalla um hvernig staðið er að uppbyggingu slíkra áætlana þannig að tilgangi þeirra séð náð, hvenær eru slíkar áætlanir virkjaðar og eftir hvaða leiðum er starfað í þeim aðstæðum. Þau munu einnig skoða hvernig hefur gengið að fara eftir áætlunum og hvernig áætlanir eru lagfærðar eftir að neyð hefur verið aflétt.
 
Einnig munu þau skoða sérstaklega samband viðbragðsáætlana og þjónustuaðila, hvernig er ábyrgð skipt og hver er sýn þjónustuaðilans í þessum málum. 
 
Um fyrirlesara:

Bæring Logason Gæða- og öryggisstjóri Vodafone mun fara yfir hvernig utanumhaldi viðbragðsáætlana er háttað hjá félaginu. Vodafone er fjarskiptafyrirtæki sem margir reiða sig á og skiptir því miklu máli að viðbragðsáætlanir félagsins séu við hæfi. Bæring er með meistaragráðu í gæðastjórnun frá Florida Tech og einnig með CBCI vottun frá Business Continuity Institute í Bretlandi ásamt því að vera ISO 27001 Lead auditor.

Elva Tryggvadóttir er verkefnastjóri í neyðarviðbúnaði hjá Isavia. Isavia sér um rekstur flugvalla á landinu auk flugleiðsögu á flugvöllum og flugstjórnarsvæðinu. Fyrirtækið telst til mikilvægra innviða landsins og þurfa viðbragðsáætlanir að vera í takt við eðli starfseminnar. Elva situr í Neyðarstjórn Isavia og mun segja okkur frá hvernig þau vinna sínar viðbragðsáætlanir og tengingu þeirra við aðra hagsmunaaðila. Elva er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hún hefur unnið í mannauðsmálum til margra ára þar til hún færði sig yfir í neyðarviðbúnað Isavia árið 2018. Elva er einnig aðgerðastjórnandi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og hefur komið að ýmsum störfum tengt neyðarviðbúnaði undanfarna áratugi.

Guðmundur Stefán Björnsson er yfirmaður upplýsingaöryggis og innri upplýsingtækni hjá Sensa og framkvæmdastjórn Sensa. Tæknifræðingur að mennt. Hann hefur verið í þessu hlutverki frá því 2015 eða þegar UT svið Símans færðist yfir til Sensa í sameinuðu fyrirtæki Sensa, UT Símans og Basis. Starfaði í 18 ár hjá Símanum, lengstum í stjórnun sem framkvæmdastjóri og forstöðumaður í sölu, vörustýringu og verkefnastjórn og kom víða við í störfum hjá Símanum.

Aðalfundur stjórnar faghóps um ISO Gæðastjórnun - fjarfundur

Þau sem hafa áhuga að taka þátt í þessum fjarfundi vinsamlegast sendið tölvupóst á maria.hedman@origo.is til að fá fundarboð með hlekk í Teams fundarboðið.

Dagskrá:

  1. Viðburðir sl. árs
  2. Hlutverk stjórnar
  3. Kynning á faghópnum og fyrirkomulagi viðburða
  4. Kosning stjórnar (Viðmiðunarfjöldi 4-10 manns)
  5. Starfsárið framundan

Þau sem vilja vera þátttakandi í stjórn eða vilja láta af störfum í stjórn, vinsamlegast sendið póst til Maríu maria.hedman@origo.is

F.h. stjórnar

Maria Hedman

Míniráðstefna: Alþjóðlegir stjórnunarkerfisstaðlar, ISO – Frá hugmynd til reksturs á vottuðu stjórnunarkerfi

Click here to join the meeting

Stjórnunarkerfisstaðlar – Hvernig spila þeir saman?

Arngrímur Blöndahl Gæðastjóri og umsjón ISO stjórnunarkerfisstaðla hjá Staðlaráði

Hvað er faggilding? – Hlutverk og skyldur Hugverkastofu 

         Elías M Erlendsson Sviðsstjóri faggildingarsviðs hjá Hugverkastofu

Vottun stjórnunarkerfa - Hlutverk og verkefni vottunarstofa

         Sigurður M Harðarson Samræmingarstjóri úttekta hjá  iCert

Reynslusögur – Dæmi úr atvinnulífinu

         Aðalsteinn Árnason Gæða-, umhverfis og öryggisstjóri hjá Skeljungi

Umræður

 

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun úrelt á tímum 4. iðnbyltingarinnar?

Click here to join the meeting
Stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórun, er það ekki bara búið og úrelt núna í fjórðu iðnbyltingunni með auknum fókus á stafræna þróun, hraða og snjallvæðingu?

Aðalheiður María Vigfúsdóttir, deildarstjóri gæða og umbóta hjá Völku leiðir okkur í gegnum áhugaverðar pælingar sem hún skrifaði nýlega áhugaverða grein um. (greinin er meðfylgjandi undir ítarefni). Við fáum einnig innsýn frá mjög reynslumiklum umbótasérfræðingum, þeim Rut Vilhjálmsdóttir hjá Strætó og Málfríði Guðný Kolbeinsdóttur hjá Ölgerðinni og reynum að svara spurningunni hvort stöðugar umbætur, ferlagreiningar og straumlínustjórnun er úrelt. 

Reynslusögu og ávinningur Isavia v. innleiðing á samfélagsleg ábyrgð-frestuð

Innleiðing á stjórnunarkerfi upplýsingaöryggis ISO27001, hvað svo? Ásamt reynslusögu frá Landsneti.

 

Click here to join the meeting

Ólafur Róbert Rafnsson, ráðgjafi og formaður tækninefndar hjá Staðlaráði Íslands um upplýsingaöryggi og persónuvernd mun fjalla um helstu atriði sem hafa þarf í huga við innleiðingu á ISO staðlinum, að starfrækja stjórnunarkerfi um upplýsingaöryggi og almennt um staðla á þessu sviði.

Ásmundur Bjarnason, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Landsneti segir frá nýlegri vottun á ISO 27001 hjá fyrirtækinu og hvernig hefur tekist að bæta öryggismál og menningu á þessari vegferð. 

 

Ferlavæðing Landsnets með einföldun stjórnunarkerfis í huga

Click here to join the meeting
Engilráð Ósk Einarsdóttir, verkefnastjóri gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti, mun fjalla um hvernig stjórnunarkerfi Landsnets hefur þróast og orðið einfaldara með aukinni ferlavæðingu.

Farið verður yfir ferðalagið sem felst í að gera ávallt betur í dag en í gær og hvernig umbótatækifæri finnast alls staðar, líka þegar verið er að keppa um Evrópumeistaratitilinn í Mýrarbolta

 

 Click here to join the meeting

ÍST45.001 (á íslensku)

Click here to join the meeting
Sveinn okkar sérfræðingur í staðlar fer yfir helstu hugtökin

SORPA hefur nýlokið við að fara í gegnum vottunarúttekt þar sem samþætt stjórnkerfi okkar var tekið út.   Nýr vottunaraðili (Versa vottun) tók út stjórnkerfið í fyrsta sinn, einnig náði vottunarúttekt í fyrsta sinn til ISO 45001 um heilbrigðis- og öryggismál.

Bergþór Guðmundsson, Gæðastjóri hjá SORPA ætlar að segja frá þessu ferli. 

 

Click here to join the meeting

 

Vegferð og ávinningur með Lean Six Sigma svarta beltis vottun

Viðburðurinn fer fram á Zoom og hérna er hlekkur á fundinn. Magnús Ívar Guðfinnsson sem var vottaður með svart belti í Lean Six Sigma fyrr á árinu, kynnir hvaða námskeið og áfanga er hægt að sækja til að bæta við Lean Six Sigma (LSS) þekkingu á vefnum, ásamt því að fara í umgjörð um vottunina, vegferðina og sjálft verkefnið sem þarf að skila skv. ákveðnum skilyrðum fyrir svarta beltis vottun. Verkefnið sem Magnús Ívar vann úrbótaverkefni á alþjóðlegu teymi sem vinnur úr og metur ábyrgðarkröfum frá viðskiptavinum Marel víðs vegar um heiminn. Farið er yfir DMAIC nálgunina við úrlausn mála sem upp koma í starfseminni. Alþjóðlaga viðurkenndar LSS vottanir á gula, græna og svarta beltinu er afar áhrifarík leið til að ná bættum árangri í rekstri og innhalda og hafa breiða skírskoðun í Lean, Six Sigma, ISO gæðastjórnun, stjórnun viðskiptaferla (BPM) og breytingastjórnun.

Ábendingar, Frábrigði, atvik - Úrbóta/Umbætur. Umræður, hvenær á að nota hvað?

 Join Microsoft Teams Meeting

Förum yfir meðhöndlun ábendingar / frábrigði / atvik / úrbóta / umbætur og þeim orð sem eru notuð.

Hvað er rétt og hvað er rangt?  

Hér er slóð: 

Join Microsoft Teams Meeting

Fjarfundur: Aðalfundur faghóps Gæðastjórnun/ISO staðlar

Farið yfir störf núverandi stjórnar og kosning nýrrar stjórnar.

Ef þið viljið vera þátttakandi í stjórn, vinsamlegast hafið samband við Maríu Hedman: maria.hedman@origo.is

Fundurinn fer fram í gegnum Teams, svo ef þú vilt taka þátt í fundinum, vinsamlegast sendu póst á Maríu.  

Innleiðing ISO 45001 á Keflavíkurflugvelli

Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001.

Farið verður yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp.

Erindið flytja þau Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia.

Jafnlaunavottun Reykjavíkurborgar - innleiðing, vottun, áskoranir

Faghópur um jafnlaunastjórnun heldur viðburð í samstarfi við Reykjavíkurborg mánudaginn 17. febrúar næstkomandi. 

Reykjavíkurborg hlaut jafnlaunavottun 20. desember 2019. Í tilkynningu kom meðal annars fram: 

"Með jafnlaunakerfinu er Reykjavíkurborg komin með öflugt verkfæri í hendurnar sem greiðir leiðina enn frekar að markmiðinu um að árið 2021 verði enginn óútskýrður kynbundinn launamunur til staðar hjá borginni."

Maj-Britt H. Briem vinnuréttarlögfræðingur á sviði mannauðs- og starfsumhverfis Reykjavíkurborgar tekur á móti okkur og fer yfir innleiðingarferli jafnlaunavottunar hjá borginni, helstu áskoranir og næstu verkefni í kjölfar vottunar.

Húsið opnar kl.8:15 og viðburðurinn hefst kl.8:30. 

 

Staðsetning:

Borgartún 12-14 (skrifstofur Reykjavíkurborgar)

Höfðatorg, Kerhólar 7. hæð

Fiskistofa býður í heimsókn

Fiskistofa býður heim til sín og fjallar um gæðastjórnurnarstarfið þeirra. 

Gæðastjórnun hjá Hlaðbær Colas

Harpa Þrastardóttir, gæðastjóri, fer yfir gæðamála hjá Hlaðbær Colas

Samhengi Skipulagsheildar (Context of the Organization) - UPPSELT

Samhengi skipulagsheildar (Context of the Organization)

Kafli 4 í nokkrum stöðlum, svo sem ISO 9001, ISO 14001, ISO 45001 og ISO 27001, fjallar um samhengi skipulagsheilda (fyrirtækja, stofnana eða samtaka).  

Með því er átt við a) ytri og innri málefni sem varða tilgang og strategísk áform skipulagsheildarinnar, b) skilning á þörfum og væntingum hagsmunaaðila sem skipta máli fyrir stjórnkerfið, og út frá þessum tveimur þáttum: c) ákvörðun um umfang stjórnkerfisins. 

Kynning og umræður um nálgun SORPU til þessara þátta.

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Hvað er verkefnastjórnun og hvar nýtist hún?

Við hefjum veturinn á kynningu á grunnatriðum verkefnastjórnunar.Fjallað verður um hvað felst í því að stýra verkefnum og hvar er hægt að beita aðferðafræði verkefnastjórnunar. Sveinbjörn Jónsson mun fara yfir nokkur dæmi um hvar og hvernig verkefnastjórnun nýtist til að ná árangri í verkefnum.

Hvort sem þú ert að rifja upp megináherslur í verkefnastjórnun eða ert að kynnast aðferðafræðinni þá er þetta rétti fyrirlesturinn til að fara á!

Fyrirlesari: Sveinbjörn Jónsson, verkfræðingur og MPM, samræmingarstjóri fjárfestingaverkefna hjá Isavia.

Staðsetning: Hlíðarsmári 15, 201 Kópavogi. 3.hæð til hægri, merkt Isavia

 

Jafnlaunavottun frá A til Ö

Anna Beta Gísladóttir, sérfræðingur í Jafnlaunastaðli hjá Ráði

Fjallar um tæknileg atriði er snúa að staðlinum og sameiginlegar hliðar jafnlaunakerfa og annarra ISO stjórnunarkerfa.

Kristín Björnsdóttir, viðskiptastjóri og CCQ ráðgjafi hjá Origo

Fjallar um reynslu Origo af innri úttektum með CCQ. 

Gná Guðjónsdóttir, vottunarstjóri hjá Versa vottun mun fjalla um: 

Hvernig hægt er að lágmarka óæskilega ákvarðanatöku vegna ofnotkunar á einföldunarreglum og huglægra skekkja með vottuðum stjórnunarkerfum.

Fundinum verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.

 

ÍST ISO 55000 og 55001 Eignastjórnun-Stjórnunarkerfi nýr staðall í íslenskri þýðingu

Staðlaráð býður í heimsókn og fjallar um:

  • ÍST ISO 55000 Eignastjórnun -yfirlit -meginreglur og hugtakanotkun
  • ÍST ISO 55001 Eignastjórnun -stjórnkerfi -kröfur

Staðlarnir hafa verið gefnir út í íslenskri þýðingu og mun Sveinn V Ólafsson verkfræðingur frá Jensen ráðgjöf fjalla um innihalda og beitingu staðlanna.

Staðlarnir eru hluti af "fjölskyldunni" um stjórnunarkerfi eins og ÍST EN ISO 9001, 14001, 27001 og öðrum algengum stjórnunarkerfisstöðlum.

 

Aðalfundur faghóps Gæðastjórnun/ISO staðlar

Aðalfundur verður haldinn hjá Origo, Borgartún 37, 16. apríl kl 08:45

1. Kosning í stjórn.

2. Dagskrá vetrarins.

Stjórn hvetur áhugasama að kynna sér málið og taka þátt í stjórnun hópsins

Þróun fræðslu & umbótastarfs hjá Strætó bs.

Verið velkomin til Strætó þann 11.apríl 2019. 

 

Rut Vilhjálmsdóttir sérfræðingur á Mannauðs- og gæðasviði mun kynna fyrir okkur hvernig þróun fræðslu og umbótastarfs henni tengdri er hjá fyrirtækinu. 

 

Staðsetning: Þönglabakki 4 - 2.hæð t.v. 

Lýsi bjóða í heimsókn

Sérfræðingar hjá Lýsi bjóða í heimsókn og fara yfir gæðastjórnunarstarf hjá fyrirtækinu. Í lokin verður tími fyrir spurningar og umræður.

https://www.lysi.is/starfsemin/myndband-og-baeklingar 

10 ár með 9001 vottun

Geislavarnir ríkisins bjóða í heimsókn og segja frá sinni reynslu af þróun gæðastjórnunar en stofnunin hefur verið með ISO 9001 vottun í 10 ár.

Um Gæðakerfi Geislavarna ríkisins

Gæðakerfi Geislavarna ríkisins er byggt upp samkvæmt kröfum ISO 9001 og tekur til allrar starfsemi stofnunarinnar. Gæðakerfinu er lýst í virkri og útgáfustýrðri rafrænni handbók sem er aðgengileg öllum starfsmönnum.

Gæðakerfið byggir meðal annars á virku ábendingakerfi sem tekur á öllum innri og ytri ábendingum sem varða starfsemi Geislavarna. Kerfið er vottað af bresku staðlastofnuninni (British Standard Institute, BSI). Kerfið var fyrst vottað í október árið 2008.

Tilvísun í ISO 9001

Skjalavarsla og rafræn skil til Þjóðskjalasafns

Sérfræðingar hjá Þjóðskjalasafni bjóða í heimsókn og fara yfir reglur um skjalavörslu og rafræn skil. Í lokin verður tími fyrir spurningar og umræður.

Tilvísun í ISO 15489

 

Nói Síríus býður heim-FULLBÓKAÐ

Gæðastjóri verður með  kynningu á samþættingu gæðamála  og Lean aðferðafræði.

Aðferðarfræði áhættumats hjá Sýn.

Jakob Guðbjartsson Gæða- og öryggisstjóri Sýnar og Bæring Logason verkefnastjóri Gæða- og öryggisdeildar Sýnar, kynna aðferð félagsins við að stýra áhættum og þá möguleika sem þeir hafa nýtt sér undanfarin ár.

Í tengslum við gæðakerfi sitt hefur Sýn hf (áður Vodafone) notað skemmtilega aðferðafræði við áhættumat undanfarin ár. Aðferðarfræðin nefnist BowTie og er afar myndræn og aðgengileg. Í BowTie er sett fram skýringarmynd sem ákveðin áhætta er kortlögð. Myndin er í laginu eins og slaufa sem skýrir nafngiftina. Í ferlinu er safnað upplýsingum um hættur,  ógnir, afleiðingar og þær stýringar sem koma til áhættuminnkunar. Aðferðin veitir einfalda og sjónræna heildarmynd af sviðsmyndum og þeim ógnum og afleiðingum sem henni tengjast.

Alex de Ruijter, hollenskur sérfræðingur í aðferðarfræðinni, skýrir aðferðarfræðina, uppruna hennar og notkunarmöguleika.

Alex de Ruijter er sálfræðingur. Hann starfaði hjá CGE Risk Management Solutions í 8 ár sem vörustjóri á BowTieXP hugbúnaði og öðrum CGE vörum áður en hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Slice. Hann hefur hjálpað fyrirtækjum um allan heim til að nota og framkvæma Bowtie, Incident Analysis (Tripod Beta, BFA) og áhættur sem rekja má til mannlegra þátta.

 

Viðburðarstaður: Sýn hf. Suðurlandsbraut 8

Tímasetning: 30 nóvember 2018              kl.09:00-10:00

Jafnlaunakerfið og gæðastjórnun

Gyða Björg Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá Ráður, sérfræðingur í Jafnlaunastaðli fjallar um tæknileg atriði sem snúa að staðlinum. 

Kristín Björnsdóttir, viðskiptastjóri og CCQ ráðgjafi hjá Origo

Fjallar um uppbyggingu á virku stjórnkerfi eins og Jafnlaunakerfi og árangursríkar leiðir til að skipuleggja handbækur til hlítingar á ytri og innri kröfum.   

Maria Hedman, vörueigandi CCQ hjá Origo

Fjallar um stefnur, verklagsreglur, vinnulýsingar o.fl. og sýnir nokkur dæmi um myndræna framsetningu á gæðaskjölum er tengjast Jafnlaunakerfinu. 

Viðburðurinn er í haldinn í samvinnu við faghópa um Jafnlaunastjórnun og Gæðastjórnun og ISO staðla.

Aðalfundur faghóps Gæðastjórnunar og ISO staðla

Farið verður yfir starfið í vetur og stjórnin stokkuð upp.

Hlutverk innri endurskoðenda í fyrirtækjum og árangursríkt samstaf við gæðastjóra.

Fundurinn er haldinn í samstarfi Stjórnvísis og Félags um innri endurskoðun.

Framsögumenn:

Guðmundur Bergþórsson, innri endurskoðandi.

Ingigerður Guðmundsdóttir, gæðastjóri hjá Sjóvá.

Eignastjórnun samkvæmt ISO 55000 stöðlunum

Farið yfir ISO 55000 staðlaröðina, grundvallaratriði hennar, stefnu, strategíu og markmiðasetningu sem og samstillingu við aðra staðla fyrir stjórnunarkerfi. Hvað einnkennir þessa staðla og hver er ávinningur af eignastjórnun sem uppfyllir ISO 55000. Einnig er farið yfir þá fjölbreyttu starfsemi sem mögulega þarf að skoða við gerð eignastjórnunarkerfis.

Framsögumaður er Sveinn V. Ólafsson, ráðgjafi hjá Jensen Ráðgjöf.  Sveinn er verkfræðingur að mennt og hefur lengst af starfað hjá Staðlaráði Íslands og Flugmálastjórn Íslands/Samgöngustofu í margvíslegum verkefnum tengdum stjórnunarkerfum, fræðslu, úttektum og flugöryggi. Sveinn hefur kennt fjölda námskeiða hjá Staðlaráði Íslands og innan Flugmálastjórnar Íslands/Samgöngustofu.

 

GDPR - gæða- og öryggismál

Einungis sex mánuðir eru þangað til að persónuverndarreglugerð ESB (General Data Protection Regulation) tekur gildi. GDPR leysir af hólmi rúmlega 20 ára gamla persónuverndarlöggjöf sem ekki hefur fylgt eftir þeim breytingum sem hafa átt sér stað í hinum stafræna heimi.

Mörg skilyrði GDPR tengjast bæði gæða- og öryggisstjórnun fyrirtækja og á þessum fundi verður farið yfir helstu þætti gæðastjórnunar sem nýtast við hlítingu GDPR.

Dagskrá er eftirfarandi:

Arna Hrönn Ágústsdóttir, lögfræðingur hjá Nýherja mun segja frá GDPR innleiðingunni hjá félaginu með áherslu á mikilvægi starfsmannaþjálfunar

Maria Hedman, Lausnaráðgjafi og product owner hjá Nýherja, mun fjalla um kortlagningu verkferla og sýna raunhæf dæmi um ferla sem krefjast endurbóta vegna tilkomu GDPR.

Anton Már Egilsson, Lausnastjóri hjá Nýherji, mun fjalla um helstu þætti öryggismála í tengslum við hlítingu GDPR

Í lokin gefst tími fyrir spurningar og umræður.

 

Ábyrgar fjárfestingar

Fræðslufundur Stjórnvísi og Festu um ábyrgar fjárfestingar

21. nóvember 2017, kl 8:30 – 10:00, KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð heldur fræðslufund um ábyrgar fjárfestingar í samvinnu við Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð, undir yfirskriftinni: Er innleiðing nýrra laga um ófjárhagslega upplýsingaskyldu og fjárfestingarstarfsemi sjóða tækifæri til nýsköpunar og aukinna sóknarfæra?

Fyrirlesarar

Tómas N. Möller, lögfræðingur Lífeyrissjóðs verslunarmanna: Lög og um fjárfestingarstarfsemi  lífeyrissjóða og upplýsingagjöf þeirra, m.a. í tengslum við sjálfbærniviðmið. Tómas mun fjalla um nýlegar breytingar á lögum og reglum um fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Velt verður upp spurningum og ábendingum varðandi umboðsskyldu, tengsl reglnanna við aukna umræðu um ábyrgar fjárfestingar (SRI - Social Responsible Investment) og auknar kröfur varðandi umhverfismál, samfélagsábyrgð og góða stjórnarhætti (ESG - Environment, Social, Governance).

Hrefna Ö. Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða Landsbanka Íslands: Innleiðing stefnu um ábyrgar fjárfestingar (RI) hjá Landsbankanum. Hrefna mun fara yfir innleiðingu Landsbankans á stefnu um ábyrgar fjárfestingar og einnig mun hún fjalla um nýstofnuð samtök um ábyrgar fjárfestingar.

Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð. Ketill mun fjalla um mismunandi leiðir sem fjárfestar geta valið til að innleiða stefnu um ábyrgar fjárfestingar og tækifæri sem þeim fylgja. 

Fundastjóri: Viktoría Valdimarsdóttir, CEO Business Group Luxemborg s.ár.l. og stjórnarformaður Ábyrgra lausna ehf.

Fundurinn verður hýstur í húsakynnum KPMG, Borgatúni 27, Reykjavík

Boðið verður upp á kaffi,

Hvað getum við lært af Deming, föður gæðastjórnunar?

Einstakt tækifæri – Skype viðburður í samstarfi við Deming stofnunina í Bandaríkjunum

W. Edwards Deming er gjarnan talinn einn helsti áhrifavaldur þess að Japan komst upp úr brunarústum eftirstríðsáranna í næststærsta hagkerfi heims. Oft er talað um þetta afrek sem hið efnahagslega kraftaverk eftirstríðsáranna í Japan. Deming var meðal annars ráðinn sem stjórnunarráðgjafi Toyota og lagði í kjölfarið grunninn að Toyota aðferðinni (TPS). Oft er Deming kallaður faðir gæðastjórnunar.

Stjórnunaraðferð Demings hjálpar stjórnendum og starfsfólki að beita fyrirbyggjandi aðgerðum til að koma í veg fyrir vandamál í stað þess að slökkva stöðugt elda. Viðhald í stað viðgerða. Rannsóknir Demings sýna að 94% gæðavandamála megi rekja til vinnuumhverfisins og aðstæðna, ekki starfsfólksins, en þetta er hugsun sem er mörgum framandi.

Í samstarfi við Deming stofnunina í Bandaríkjunum ætlar Dr. Bill Bellows, Deputy Director Deming stofnunarinnar, að veita okkur innblástur í anda aðferða Demings.

 

Nánar um erindi Dr. Bill Bellows:

Why Deming? Why now?
Abstract: Before his death in 1993, W. Edwards Deming provided “a map of theory by which to understand the organizations that we work in.” He was well aware of the challenges that organizations face, in their “Business as Usual” mode of operation. He shared simple explanations to challenge us to envision “Business as Unusual.” “Sure,” he said, “we have to solve problems. Certainly, stamp out the fire. Stamp out the fire and get nowhere. Stamp out the fires puts us back to where we were in the first place.” 

In practicing “Business as Usual,” resources are allocated to fire-fighting, attempting to lower Things Gone Wrong, such as medical errors in a hospital. Under such contingent circumstances (a problem has occurred), how much value is given to activities for preventive measures (a problem has not occurred), if not seeking opportunities for investment, wherein efforts to improve existing actions (those not considered current problems) will have a superior return elsewhere within the system? Business as Unusual, guided by Dr. Deming’s distinctive theory of management, offers unlimited opportunities to both prevent problems and seek opportunities for investment.

Nánari upplýsingar um Dr. Bill Bellows má sjá hér.

 

 

Innleiðingarferli jafnlaunakerfis hjá velferðarráðuneytinu - jafnlaunavottun

Frumvarp velferðarráðuneytisins um jafnlaunavottun var samþykkt á vorþingi 2017 og mun breyting á lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, taka gildi 1. janúar nk. Munu fyrirtæki og stofnanir landsins með 25 starfsmenn eða fleiri innleiða jafnlaunakerfi í áföngum til ársloka 2021. Velferðarráðuneytið býður til áhugaverðs fundar í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í stofu M216 10. október nk. þar sem fjallað verður um innleiðingu jafnlaunakerfis hjá ráðuneytinu. Unnur Ágústsdóttir, jafnréttisfulltrúi ráðuneytisins, mun segja frá innleiðingarferlinu ásamt Guðnýju Finnsdóttur, ráðgjafa hjá Goðhól ráðgjöf, sem aðstoðaði ráðuneytið við innleiðinguna. Farið verður yfir þá aðferðafræði sem notuð var og gefst tækifæri til að spyrja spurninga í lok erindisins. Fundurinn á erindi við þá sem eru að hefja innleiðingarferli jafnlaunakerfis og eru allir hjartanlega velkomnir.

 

Hefur hlutverk innri úttektaraðila breyst?

Staðlar um stjórnunarkerfi (ISO9001, ISO 14001, ISO 27001, ISO 45001, ISO 17065 o.fl.) gera kröfur um innri úttektir. Með breytingum á stöðlunum koma breyttar áherslur. 

Á þessum fundi faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla verður til umræðu hvort nýjustu útgáfur staðlanna breyti hlutverk innri úttektaraðila. Faghópurinn vonast til að fundarmenn taki virkan þátt í umræðum.

Umræðunni stýra Michele Rebora, ráðgjafi og Ína Björg Hjálmarsdóttir, gæðastjóri. 

Nýjungar í innri úttektum - aðalfundur gæðastjórnunar og ISO

Hverjar eru nýjungar í innri úttektum?

Sveinn V. Ólafsson, sérfræðingur Staðlaráðs, opnar umræðuna með innleggi um áhrif breytinga á stöðlunum t.d. varðandi aukna áherslu á áhættur og aukin áhrif stjórnenda áhrif á innri úttektir.

Hvað er að reynast vel? Þessir gæðastjórar miðla reynslu sinni af úttektum skv. ISO 9001:2015:

Bergþór Guðmundsson gæðastjóri Norðuráls
Guðrún E. Gunnarsdóttir gæðastjóri 1912
Ína B. Hjálmarsdóttir gæðastjóri Blóðbankans
Unnur Helga Kristjánsdóttir gæðastjóri Landsvirkjunar

Innlegginu fylgir pallborðsumræður og opnar umræður fundarmanna.

Í lokin gefst fundarmönnum kostur á að taka þátt í opnum umræðum.

Dagskráin hefst með sameiginlegur aðalfundur gæðastjórnunarhópsins og ISO-hópsins - við erum að leita að öflugu fólki í stjórn nýs sameinaðs hóps!

Fullbókað: Af hverju jafnlaunastaðall? Gerð staðalsins, reynsla af innleiðingu og vottun

Efni fundarins er jafnlaunastaðallinn ÍST 85 sem gefinn var út árið 2012 og verið er að innleiða víða hér á landi. Markmið með útgáfu staðalsins er að auðvelda atvinnurekendum að koma á launajafnrétti kynja á sínum vinnustað.

Á fundinum verður fjallað um jafnlaunastaðalinn frá mismunandi sjónarhornum. Sagt verður frá því hver kveikjan var að gerð jafnlaunastaðalsins, hvernig hann var unninn, hvernig hann er uppbyggður og hver fyrirhuguð notkun hans er. Einnig verður sagt frá reynslu Tollstjóra af innleiðingu jafnlaunastaðalsins, áskorunum í undirbúningsvinnu við starfaflokkun og starfsmat, innleiðingu og vottun.

Fundurinn verður haldinn í Tollhúsinu. Gengið er inn í salinn á vesturenda Tollhússins, ekki á sömu hlið og aðalinngangur.

Fyrirlesarar eru:
Guðrún Rögnvaldardóttir framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands
Unnur Ýr Kristjánsdóttir mannauðsstjóri Tollstjóra

Breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu og Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu munu fara yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig segja þær frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.

Samtal við viðskiptavininn

Mikilvægur þáttur gæðastjórnunar er að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina. Ýmsum aðferðum er hægt að beita til þess að fá fram þessar upplýsingar og mikilvægt að nota þær með skipulögðum hætti til þess að bæta starfsemina.
Reynir Kristjánsson, gæðastjóri Hagstofu Íslands, ætlar að segja frá hvernig Hagstofan hefur flokkað viðskiptavini sína og komið á reglubundnum fundum til að ræða þarfir og væntingar. Viðskiptavinir sjálfir koma með hugmyndir að umbótum og forgangsraða.
Gunnar Hersveinn verkefnastjóri miðlunar hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar nefnir dæmi um hvernig sviðið hefur markvisst unnið að því að auka gæði samskipta milli borgarbúa og sviðsins en verkefni þess spanna viðamikið svið og tengist m.a. skipulagi, umhverfi, heilbrigðismálum, sorphirðu, framkvæmdum og umhirðu.

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Breytt persónuverndarlöggjöf frá 2018 - hvað þýðir það fyrir þína starfsemi?

Fyrr á árinu voru samþykktar umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á evrópskri og þ.a.l. íslenskri persónuverndarlöggjöf í rúm 20 ár. Breytingarnar taka gildi á árinu 2018 en fyrir þann tíma þurfa fyrirtæki og stofnanir að aðlaga starfsemi sína að breyttum - og auknum - kröfum til persónuverndar og öryggis persónuupplýsinga. Réttindi einstaklinga eru jafnframt aukin til muna sem einnig kallar á breytingar í starfsemi þeirra sem vinna persónuupplýsingar. Farið verður yfir helstu breytingarnar sem löggjöfin kallar á um og settar fram leiðbeiningar um hverju þurfi að huga að í framhaldinu.

Með framsögu farar Alma Tryggvadóttir, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis frá Persónuvernd og Hörður Helgi Helgason, hdl. Landslög

Bætt samskipti - Sáttamiðlun sem verkfæri til lausnar ágreinings

Góð samskipti á vinnustað eru grundvöllur þess að hægt sé að koma á gæðastjórnun og viðhalda henni. Hvernig er hægt að nýta sáttamiðlun til þess að leysa úr ágreiningsmálum og draga úr kostnaði? Sáttamiðlun er vaxandi leið við lausn ágreiningsmála út um allan heim en á fundinum mun Lilja Bjarnadóttir fjalla um hvenær og hvernig fyrirtæki geta nýtt sér sáttamiðlun. Hugmyndafræði sáttamiðlunar byggir á því að deiluaðilar séu sérfræðingar í sinni deilu og því best til fallnir að leysa úr henni, t.d. með aðstoð hlutlauss sáttamiðlara. Fjallað verður um kosti sáttamiðlunar og hvernig við getum lært að koma í veg fyrir að deilur stigmagnist. Þá verður fjallað um innleiðingu ferla á vinnustað og fræðslu um bætt samskipti til þess að koma í veg fyrir stigmögnun ágreiningsmála.
Lilja Bjarnadóttir er sáttamiðlari, lögfræðingur og sérfræðingur í lausn deilumála. Lilja er stofnandi Sáttaleiðarinnar, sem er fyrsta íslenska fyrirtækið sem sérhæfir sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið. Hún hefur einnig starfað sem gæðastjóri hjá Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar (VBV ehf.)

Aðalfundur gæðastjórnunarhópsins

Á dagskrá eru hefðbunin aðalfundarstörf.

Hættumat / áhættustjórnun

• Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur
Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni.
• Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands
Áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati.
• Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu
Fjallað verður um skyldu fyrirtækja á að gera áhættumat á félagslegum og andlegum þáttum. Sagt verður frá nauðsyn þess að framkvæma og fylgja eftir áhættumati. Einnig verður fjallað um nýtt áhættumatsverkfæri, OiRA, rafrænt gagnvirkt áhættumat.
• Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent
Farið verður yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem kynnt verður samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015 og því athyglisvert að sjá og heyra hvað Ólafur hefur að segja um útfærslu á skipulagi og framkvæmd áhættumats. Á fundinum verður farið yfir og hvernig hann hefur verið að vinna með fyrirtækjum og stofnunum að því að koma á áhættustýringu.

CAF greining hjá opinberum stofnunum

"Common Assessment Framework" (CAF) er fyrsta evrópska gæðastjórnunartækið sem var sérstaklega hannað fyrir og þróað af opinbera geiranum. Sífellt meiri kröfur eru gerðar til opinberra stofnana um að sýna fram á mikilvægi sitt og að bregðast við auknum kröfum og væntingum samfélagsins. Nokkrar stofnanir hafa nýtt sér CAF sjálfsmatslíkanið til að meta mismunandi þætti í starfsemi stofnunarinnar, í þeim tilgangi að finna út styrkleika og þau atriði sem betur mega fara.

Á fundinum verður almennt talað um hvaðan CAF kemur og hvernig það tengist gæðastarfinu. Sagt verður frá hvernig hægt er að nota það og niðurstöður CAF sjálfsmats til að byggja upp gæðakerfi stofnana. Einnig verður lögð áhersla á þann þátt CAF líkansins sem fjallar um samfélagslegan árangur.

Fyrirlesarar:

Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingastjóri hjá Veðurstofu Íslands.
Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR

Athygli er vakin á því að fundurinn verður haldinn í húsnæði Veðurstofu Íslands við Bústaðaveg nr. 7 sem er fremra húsið til hægri þegar komið er inn á afleggjarann að Veðurstofunni.

Hvers vegna gæðastjórnun?

Hver er undirbúningur og skipulagið sem fyrirtæki/stofnanir þurfa að ganga í gegnum ef vel á að takast með innleiðingu og virkni gæðastjórnunar. Haukur Ingi Jónasson leitast við að svara spurningunni „Af hverju gæðastjórnun“ Hann mun eflaust nálgast svarið á sinn heimspekilega og einstaka hátt eins og honum einum er lagið. Hvar liggja áherslur fyrirtækja sem vilja ná afburða árangri?

Haukur Ingi er formaður stjórnar MPM námsins við Háskólann í Reykjavík og einn af hugmyndasmiðum og lykilkennurum námsins.
Fundurinn er í boði MPM námsins við Háskólann í Reykjavík

Vottun / ekki vottun ?

Hugleiðingar um hvað fæst með vottun, hvaða þýðingu hefur vottun á starfsemi fyrirtækja eða stofnanna? Hvaða er nákvæmlega vottað?

Kynning Valgerðar Ástu Guðmundsdóttur frá Sýni ehf. www syni.is

Nánari lýsinga og upplýsingar um staðsetningu koma síðar.

Vottun - Vesen eða öflugt verkfæri?

Það er sífellt algengara að fyrirtæki og stofnanir sækist eftir vottun á vörum eða starfsemi samkvæmt ýmis konar stöðlum. En um hvað snýst vottun? Hvaða þýðingu hefur vottun? Hvað er verið að votta? Valgerður Ásta Guðmundsdóttir hefur setið við borðið sem gæðastjóri, ráðgjafi og úttektaraðli. Hún fjallar um og deilir reynslu sinni af stöðlum og vottunum.

Snorri Þórisson framkvæmdastjóri Rannsóknarþjónustunnar Sýni segir frá reynslu fyrirtækisins af því fá faggildinu samkvæmt ISO 17025 staðli.

Staður: Rannsóknarþjónustan Sýni Lynghálsi 3 gengið inn um austari enda hússins

Gæðastjórnun og Lean

Samspil Lean og gæðastjórnunar. Hvernig kemur Lean hugmyndafræðin og verkefni Lean með að vinna með innleiddri gæðastjórnun fyrirtækja eða stofnana?

Umbætur byggjast á stöðluðum vinnubrögðum. Með virku gæðakerfi sem tryggir það hefur hugmyndafræði straumlínustjórnunar nýst vel hjá Ölgerðinni við innleiðingu á stöðugum umbótum, ferlagreiningu, að ná fram hagræðingu og auka ánægju viðskiptavina. Erla Jóna Einarsdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá Ölgerðinni fer yfir hvernig Ölgerðin er að nýta Lean til að styðja við gæðakerfið og til að ná fram hugarfars- og hegðunarbreytingu hjá starfsmönnum með aukinni gæðavitund.

Rafræn skjalavarsla stofnana - helstu áskoranir

LOKAÐ FYRIR SKRÁNINGU!
Á síðasta áratug hafa miklar breytingar orðið á skjalavörslu þar sem rafræn kerfi eru að taka yfir þar sem áður var pappír. Strangar reglur gilda um skjalavörslu opinberra aðila en eitt af hlutverkum Þjóðskjalasafns Íslands er að setja reglur um skjalavörslu og hafa eftirlit þar um. Það er umfangsmikið verkefni fyrir allar stofnanir að viðhalda heildstæðu málasafni og að færa skjalavörslu úr pappírsumhverfi yfir í rafræn kerfi.

Á fundinum mun gæðastjóri Mannvirkjastofnunar, Bjargey Guðmundsdóttir, og gæðastjóri Einkaleyfastofunnar, Bergný Jóna Sævarsdóttir, segja frá helstu áskorunum við að taka upp rafræna skjalavistun en stofnanirnar hafa nýlega fengið samþykki Þjóðskjalasafns fyrir rafrænum skilum. Þær munu einnig fjalla um um það hvernig skjalastjórnun og gæðastjórnun tvinnast saman. Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjalasviðs hjá Þjóðskjalasafni mun segja frá því hvernig málið horfir við Þjóðskjalasafni. Velt verður upp spurningum um þróun skjalamála hjá nágrannaþjóðunum og framtíðarsýn Þjóðskjalasafns varðandi þróunina hér á landi.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu.

Ráðstefna: Breytingar á stöðlum - Hvað er málið?

Ráðstefna verður haldin 12. nóvember kl. 12:00-16:00 á Bæjarhálsi 1, hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Markmiðið er að kynna breytingarnar á stöðlum (ISO 9001, ISO 14001, OHSAS 18001 og ISO 27001) ásamt því að miðla þekkingu og reynslu framsögumanna og ráðstefnugesta.

Ráðstefnustjóri: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri Orkuveitunnar.

Dagskrá:

12:00 Móttaka og léttur hádegisverður í boði Stjórnvísi.

12:20 Opnun: Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.

12:40 Hver er staðan á þýðingu og útgáfu staðlanna? Arngrímur Blöndahl, verkefnastjóri, Staðlaráði.

12:50 Hverjar eru helstu áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á breytingum? Michele Rebora, ráðgjafi 7.is.

13:30 Kaffihlé.

13:40 Hvaða áhrif hafa breytingarnar á vottuð fyrirtæki? Árni Kristinsson, sérfræðingur BSI.

14:05 Reynslusaga af innleiðingum breytinga. Olgeir Helgason, sérfræðingur, Orkuveitu Reykjavíkur.

14:40 Fyrirkomulag umræðuhópa kynnt.

14:50 Kaffi og umræður.

15:55 Ráðstefnuslit.

Frír aðgangur og allir velkomnir

Haldast gæði og samfélagsleg ábyrgð í hendur?

Hefur samfélagsleg ábyrgð áhrif á gæði? Er hætta á því að þessir tveir þættir skarist? Hvernig er unnið með stefnur og markmið ÁTVR sem varða samfélagsábyrgð og hvernig tvinnast þeir saman í starfsemi þeirra?
Sigurpáll Ingibergsson gæðastjóri ÁTVR kynnir helstu stefnur og markmið og upplýsir okkur um mælingar og helstu áhrifaþætti þar sem gæðastjórnun og samfélagsábyrgð ÁTVR mætast. Sigurpáll og Tómas Björn Gunnarsson munu sýna okkur hvernig unnið er með stefnur og markmið innan stofnunarinnar og hvernig markmiðin eru sýnd starfsfólki til upplýsingar og hvatningar.

Fundurinn verður hér á þessum stað:
Fundarsalur á fjórðu hæð á Stuðlahálsi 2.
Gengið inn fyrir ofan Heiðrúnu.

Kennsla í gæðastjórnun í framhaldsskólum

Mikið er rætt um það hvernig fyrirtæki fara að því að innleiða gæðastjórnun hjá sér. Hvaða grunnþættir þurfa að vera til staðar? Hvernig er best að undirbúa stjórnendur og starfsmenn? Er leiðin í gegnum nám framhaldskólanna? Háskólinn í Reykjavík hefur tekið þetta námsefni upp og Helgi Þór Ingason hefur verið fremstur meðal jafningja að fylgja þessu námsefni eftir. Samtök iðnaðarins hafa sterkar skoðanir á þessum málum og hafa látið til sín taka í þessum efnum og verið með fjölda námskeiða og aðstoðað verktaka í því að innleiða gæðakerfi innan sinna starfseininga.

Fyrirlesarar:
Helgi Þór Ingason Háskólinn í Reykjavík
Ferdinand Hansen Samtök Iðnaðarins

Innleiðing gæðastjórnkerfis Tollstjóra og vottunarferlið + Aðalfundur

Síðasti fundur þessa starfsárs verður haldinn 21. maí kl 17:00 í húsakynnum Tollstjóra Tryggvagötu 19. Í lok fundar verður haldinn aðalfundur Gæðastjórnunarhóps.
Guðmundur S. Pétursson mun fjalla um það verkefni sem fólst í innleiðingu gæðastjórnun Tollstjóra og vottun ISO 9001:2008. Tollstjóri hefur nú nýverið fengið viðurkenningu vottunarstofu um að gæðastjórnun Tollstjóra standist úttekt á innleiðingu ISO 9001 kröfum. Verkefnið hófst formlega 1. janúar 2014 og lauk 27. apríl 2015. Þessi vinna var því unnin á mjög stuttum tíma og mun Guðmundur fjalla um það hvernig þetta var hægt og lýsa verkefninu nánar.

Aðalfundur Gæðastjórnunarhóps verður haldin samkvæmt aðalfundardagskrá.
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að sitja þennan aðalfund og taka þátt í að móta starfsemi hópsins og dagskrá morgunfunda. Núverandi leiðtogar hópsins eru:
Linda Rut Benediktsdóttir formaður
Kristín Lúðvíksdóttir
Helga Guðrún Lárusdóttir
Anna Guðrún Ahlbrecht
Elín Ragnhildur Jónsdóttir
Guðmundur S. Pétursson

Linda lætur af formennsku og Guðmundur hefur gefið kost á sér til að gegna stöðu formanns,
Kristín og Helga Guðrún hafa ákveðið að hætta í stjórninni vegna anna, en Anna Guðrún, Elín og Guðmundur gefa kost á sér að sitja áfram.
Dagskrá aðalfundar:
• Formaður gerir grein fyrir starfsárinu
• Farið yfir hverjir sitja sem leiðtogar hópsins á næsta starfsári. Nýir aðilar hvattir til að koma inn í stjórn. Kosið um stjórn
• Rætt um næsta starfsár og hugmyndir að efni á komandi morgunfundum
• Rætt um markhóp gæðastjórnunarhóps
• Samstarf við aðra faghópa
• Önnur mál.

Innkaup í opinberri þjónustu og hlutverk Ríkiskaupa varðandi ISO 9001 um innkaup.

Fundurinn verður haldinn hjá Tollstjóra Tryggvagötu 19 þann 31. mars kl 08:30 til 09:30 gengið inn að vestanverðu.

Áhrif birgja á gæðakerfi?
Guðmundur S. Pétursson
Gæða- og öryggisstjóri Tollstjóra
Fjallað er um hvernig birgjar stofnunar tengjast þeim þáttum sem varðar þá þjónustu sem stofnunin veitir. Fjallað verður um hve langt þarf að ganga í birgjamati og hvernig best er að vinna það. Einnig verður það skoðað hvernig á að fylgja eftir settum kröfum á birgja og hvernig samvinna birgi og stofnunar getur verið þannig að báðir aðilar geti notið góðs af.

Birgjamat í rammasamningum
Birna Magnadóttir
verkefnastjóri Ríkiskaupa

Kynning Ríkiskaupa fjallar um fyrstu skref Ríkiskaupa í átt að birgjamati í rammasamningum.
Áherslan í fyrstu verður á rammasamninga þar sem vistvæn umhverfisskilyrði hafa verið sett.

Er gæðastjórnun misskilinn kostnaður?

Sameiginlegur viðburður tveggja faghópa, annars vegar Gæðastjórnun og hins vegar Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining.

Í drögum að nýrri útgáfu ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalsins sem gefinn verður út á árinu er ein af breytingunum frá fyrri útgáfu að aukin áhersla er lögð á að gæðastjórnun skili auknu virði fyrir skipuheildir og hagsmunaaðila. En hvernig á að meta virði gæðastjórnunar? Getur verið að gæðastjórar séu ekki að leggja nægilega áherslu á að sýna fram á virði gæðastjórnunar? Er mögulegt að af þeim sökum er litið frekar á gæðastjórnun sem kostnað en virðisauka? Í mörgum tilfellum, er litið svo á að kostnaður sé bara sá kostnaður sem er tilgreindur í rekstrarreikningi.

Rekstrarhæfi er hins vegar miklu víðtækara hugtak, en kostnaður í rekstrarreikningi til tólf mánaða. Reynt veður að svara þeirri spurningu hvernig gæðastjórnun, rekstrarkostnaður og rekstrarhæfi tengjast.

Reynslusaga fundarins verður frá Arion banka en farið verður yfir Gæðaverkfæri bankamannsins. Fjallað verður um straumlínustjórnun í daglegum rekstri og hvernig sett voru fram virðisaukandi markmið fyrir viðskiptavini bankans við opnun stærsta útibú hans

Fyrirlesarar:
Elín Ragnhildur Jónsdóttir, frá Gæðastjórnun
Einar Guðbjartsson, frá Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreiningu
Ragnheiður Jóhannesdóttir, frá Arion banka

Allir eru mikilvægir í gæðastarfinu. Hvernig virkjum við starfsfólkið og aðra stjórnendur með okkur?

Allir eru mikilvægir í gæðastarfinu. Hvernig virkjum við starfsfólkið og aðra stjórnendur með okkur?
Starfsmenn eru auðlind fyrirtækja og allir eru þeir mikilvægir þegar kemur að því að bæta gæði, auka framleiðni og draga úr kostnaði. Til að ná markmiðum um stöðugar umbætur á öllum sviðum er nauðsynlegt að virkja starfsmenn - það verða allir að draga vagninn. Millistjórnendur gegna þar lykilhlutverki.

Í erindi sínu mun Björg Eggertsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri, fjalla um hlutverk stjórnenda, sérstaklega millistjórnenda, og þær leiðir sem eru færar fyrir þá til að virkja starfsfólk meðal annars hvatningu og ábendingakerfi. Ennfremur nauðsynlegar forsendur til að árangur verði sem mestur. Viðfangsefnið verður skoðað frá þremur sjónarhornum, það er einstaklingnum, teyminu og skipulagsheildinni því mikilvægt samhengi er á milli þessara þátta.

Fyrirlesari: Björg Eggertsdóttir, ráðgjafi og verkefnastjóri.
Dagsetning, tími: 29. janúar kl. 8:30 - 10:00.
Staðsetning: Innovation House, Eiðistorgi 13-15. Gengið er inn á Eiðistorg, upp á 2.hæð gegnt Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð Innovation House.

Hverju þarf að huga að vegna breytinga á ISO 9001 á árinu 2015?

ISO 9001 gæðastjórnunarstaðalinn er nú í endurskoðun en fyrirhugað er að ný og endurbætt útgáfa staðalsins komi út í lok næsta ár. Af þessu tilefni ætlar Sigurjón Þór Árnason gæðastjóri hjá Tryggingastofnun að fjalla um helstu breytingar en í nýju útgáfunni verður uppbyggingu staðalsins breytt til samræmis við aðra ISO-staðla sem auðveldar notkun staðalsins. Þá verður lögð meiri áhersla á áhættustjórnun en áður hefur verið auk ýmissa annarra áherslubreytinga.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu.

Staðsetning fundar:
KLAK-INNOVIT
Innovation House
3.hæð
Eiðistorgi 13-15
170 Seltjarnarnes

Innovation House er á 3.hæð á Eiðistorgi. Gengið er inn á torgið, upp á 2.hæð, á móti Bókasafni Seltjarnarness er inngangur upp á 3.hæð.

Innleiðing gæðastjórnunar á Hagstofu Íslands

Hagstofa Íslands byrjaði fyrir tveimur árum að innleiða gæðastjórnun í samræmi við meginreglur í evrópskri hagskýrslugerð (European Statistics Code of Practice) og PDCA (Plan-Do-Check-Act). Eitt þeirra verkfæra sem hagstofum í evrópska hagskýrslusamstarfinu (European Statistical System) er uppálagt að innleiða er líkan um framleiðsluferli hagskýrslugerðar (GSBPM). Það hefur vakið talsverða athygli erlendis hvernig Hagstofa Íslands hefur notað þetta líkan við kortlagningu ferla á stofnuninni.

Við kortlagningu ferla er mikilvægt að skrásetja ferlin eins og þau raunverulega eru, en með notkun almennra (generic) líkana, eins og GSBPM, er hægt að gera þetta með stöðluðum hætti. Slíkt eykur verulega notagildi ferlarita þegar kemur að samanburði og lærdómi (benchmarking).

Fyrirlesari: Reynir Kristjánsson, gæðastjóri hjá Hagstofu Íslands.

Áhrif gæðastjórnunar á starfsánægju og helgun starfsmanna

Ánægja starfsfólks er hornsteinn í árangri fyrirtækja. Kenningar sýna þó fram á að ekki er nóg að búa yfir ánægðu starfsfólki heldur er talið mikilvægara að starfsfólk helgi sig starfinu. Helgun er upplifun starfsmanna og má skilgreina sem jákvætt viðhorf starfsmanna til fyrirtækis og gildum þess og sá sem helgar sig starfinu áttar sig á hver áhrif hans sem starfsmanns eru á heildarafkomu fyrirtækis. Ýmsir þættir eru taldir hafa áhrif á það að hve miklu leyti starfsfólk helgar sig starfinu og helgun hefur sterkt forspárgildi um jákvæða rekstrarafkomu fyrirtækja.

Guðrún Ragna Hreinsdóttir og Kristjana Milla Snorradóttir, nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) gerðu rannsókn í tengslum við lokaverkefni sitt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort gæðastjórnun hafi áhrif á helgun starfsmanna. Byggt var á niðurstöðum vinnustaðagreininga Capacent á Íslandi. Tekin voru saman gögn úr mælingum sem voru gerðar fyrir og eftir ISO 9001 vottun fyrirtækja. Einnig voru bornar saman niðurstöður fyrirtækja sem voru með ISO 9001 vottun og fyrirtækja sem voru ekki með ISO 9001 vottun.

Niðurstöður mælinga Capacent benda til þess að gæðastjórnun hafi ekki áhrif á helgun starfsmanna. Það má þó greina tengsl á milli þátta úr hugmyndafræði gæðastjórnunar og helgunar starfsmanna sem gætu haft jákvæð áhrif á helgun starfsmanna.

Morgunverður verður í boði Capacent.

Staðsetning:
Capacent
Ármúli 13
108 Reykjavík

The role of business leaders in Excellence; Quality as number one Strategic weapon

Quality is too important to be left to just the Quality department. Your Business Excellence program needs to be a mass movement involving every one of your people. Excellence is the responsibility of everyone in the organization, beginning with the leadership. Involvement of the Board and the CEO will help to ensure that your company’s Business Excellence initiatives address your strategic business priorities and galvanize the efforts of everyone in the organization toward this.

In this Video Conference meeting, we will discuss what exactly is the role of CEOs, Board Directors and senior management in Quality. We will also discuss the typical qualities of business leaders who have been able to achieve substantial and sustained business results through Quality.

Speaker :

Mr. Arun Hariharan

Founder & CEO, The CPi Coach (cpicoach.webs.com)
Author: Continuous Permanent Improvement
Mumbai, India

See "Ítarefni": Introduction to the topic as well as the book “Continuous Permanent Improvement”.
Brief profile of Arun Hariharan.

Hæfnishús gæðastjórans

Í vor tóku félagar í faghópi um gæðastjórnun þátt í könnun Elínar Ragnhildar Jónsdóttur sem bar yfirskriftina „Hæfnisþættir gæðastjórans“. Könnunin var hluti af lokaverkefni hennar í meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) hjá Háskólanum í Reykjavík sem fjallar um gæðastjórann sjálfan og hæfnina sem hann þarf til að bera.

Elín Ragnhildur mun kynna niðurstöðurnar, sem vafalaust hafa hagnýtt gildi fyrir þá sem starfa að gæðamálum, á fundi faghópsins þann 4. september næstkomandi.

Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun Háskóla Íslands (Náman).

Gæðastarf Háskóla Íslands

Á undanförnum árum hefur verið lögð síaukin áhersla á formlegt gæðastarf í háskólum um allan heim. Endurspeglast þessi þróun hér á landi m.a. í lögum og reglum um háskóla ásamt aukinni þátttöku í formlegu gæðastarfi. Mikilvægum áfanga á þessari vegferð var náð árið 2011 þegar sett var á laggirnar Gæðaráð íslenskra háskóla, skipað sex alþjóðlegum sérfræðingum. Gæðaráðið setti í kjölfarið fram Rammaáætlun um eflingu gæða í íslensku háskólastarfi sem gerir m.a. ráð fyrir kerfisbundnu innra og ytra mati á gæðum í starfsemi háskólanna. Með tilkomu Rammaáætlunar eru innri og ytri úttektir fyrirferðamikill þáttur í starfsemi háskólanna. Í erindinu verður gerð grein fyrir þessari þróun, helstu þáttum rammaáætlunarinnar og gæðastarfi Háskóla Íslands.

Fyrirlesari:
Magnús Diðrik Baldursson, gæðastjóri Háskóla Íslands

Fundarstaður:
Háskólatorg; Stofa 101 (hringstofan á 1. hæð)
Sjá http://www.hi.is/haskolatorg

Gæðakerfi í byggingariðnaðinum - kröfur nýlegrar byggingarreglugerðar

Árið 2010 voru ný lög um mannvirki samþykkt á Alþingi þar sem meðal annars segir að aðilar sem koma að hönnun, framkvæmdum og eftirliti með mannvirkjagerð skuli hafa gæðastjórnunarkerfi. Þessi krafa á við um hönnuði, hönnunarstjóra, byggingarstjóra, iðnmeistara og þá sem sinna eftirliti. Nánar er kveðið á um kröfur til gæðastjórnunarkerfanna í byggingarreglugerð frá árinu 2012 og Mannvirkjastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig gæðastjórnunarkefnin skuli vera.

Fyrirkomulagið byggir á reynslu við eftirlit með rafmagnsöryggi en nýjar aðferðir og notkun öryggisstjórnunarkerfa var komið á árið 1996 með nýjum lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga. Þetta og fleira er umræðuefni morgunfundarins.

Á þessum morgunfundi tekur Mannvirkjastofnun á móti okkur og verður dagskráin þessi:

Kröfur um gæðastjórnunarkerfi í byggingarreglugerð,

  • Bjargey Guðmundsdóttir gæðastjóri, Mannvirkjastofnun

Gæðastjórnunarkerfi SI fyrir iðnmeistara,

  • Ferdinand Hansen verkefnastjóri gæðastjórnunar, Samtök iðnaðarins

Reynslan af öryggisstjórnunarkerfum í rafmagnsöryggismálum,

  • Jóhann Ólafsson fagstjóri rafmagnsöryggis, Mannvirkjastofnun

Hámarksfjöldi á fundinn eru 30 manns.

Innleiðing ISO 9001 og tengdir þættir í gæðastjórnun Tollstjóra

Guðmundur S. Pétursson, gæða- og öryggisstjóri, fjallar um gæðastjórnkerfið sem nú er í smíðum samkvæmt ISO 9001 staðlinum hjá Tollstjóra og tengda þætti í gæðastjórnun embættisins, svo sem stefnumótun, verkefnastjórnun og innra eftirlit.

Aukin gæði og öryggi í opinberum rekstri

Faghópar Stjórnvísis um gæðastjórnun og um ISO staðla í samstarfi við Félag gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu blása til ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík !

Dagskrá:

08:30-08:35 Reynir Kristjánsson, formaður félags gæðastjóra í opinberri stjórnsýslu

08:35-09:00 Páll Jensson, prófessor við HR

09:00-09:25 Ína Björg Hjálmarsdóttir, gæðastjóri Blóðbankans

09:25-09:40 Hlé

09:40-10:05 Jónas Sverrisson, framkvæmdastjóri upplýsinga- og tæknisviðs Íbúðalánasjóðs

10:05-10:30 Garðar Vilhjálmsson, gæðastjóri Menntaskólans í Kópavogi

10:30-10:55 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands

10:55-11:30 Umræður

Nánari upplýsingar um erindin eru undir ítarefni.
Frír aðgangur - allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Gæðastjórnun beitt á verkefni - mótsögn eða mögnuð samlegð?

Áhugaverður fundur þar sem dr. Helgi Þór Ingason mun velta upp þeirri spurningu hvort gæðastjórnun eigi samleið með verkefnastjórnun og hvort hugmyndafræði gæðastjórnunar geti hjálpað okkur í verkefnum?

Helgi Þór Ingason (f. 1965) hefur doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og SCPM í verkefnastjórnun frá Stanford University. Hann hefur alþjóðlega vottun sem verkefnastjóri (Certified Senior Project Manager). Helgi Þór er dósent við Háskólann í Reykjavík og forstöðumaður MPM náms, sem er fjögurra missera meistaranám í verkefnastjórnun. Helstu áhugasvið hans eru gæða- og verkefnastjórnun, kvik kerfislíkön og nýting endurnýjanlegrar orku. Helgi Þór hefur kynnt rannsóknir sínar á ráðstefnum og í ritrýndum tímaritum. Hann er meðhöfundur sex bóka um verkefnastjórnun og tengd svið og vinnur að ritun bókar um gæðastjórnun sem Forlagið mun gefa út á fyrri hluta ársins 2014. Helgi Þór er einn af sex stjórnarmönnum í rannsóknarráði (Research Management Board) IPMA - Alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga.

Staðsetning: Orkuveita Reykjavíkur

Þjónustugæði þjónustufulltrúa í bönkum - hver eru þau og hvað styður mögulega við?

Á fundinum fjallar Ásdís Björg Jóhannesdóttir um MS ritgerð sína í markaðs- og alþjóðaviðskiptum. Ásdís gerir grein fyrir niðurstöðum rannsóknar sinnar á þjónustugæðum þjónustufulltrúa í bönkum.
Hrefna Sigríður Briem forstöðumaður B.Sc. náms við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík segir frá námi til vottunar fjármálaráðgjafa sem starfsmönnum fjármálafyrirtækja stendur til boða og hefur þann tilgang að styðja m.a við aukna fagmennsku og gæði í þjónustu. Að síðustu mun Hanna Dóra Jóhannesdóttir, viðskiptastjóri í Íslandsbanka og jafnframt vottaður fjármálaráðgjafi, segja frá því hvernig námið hefur nýst henni í starfi með áherslu á gæði og fagmennsku þjónustu.
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, stofu M-208

Aðalfundur faghóps um gæðastjórnun

Boðað hefur verið til aðalfundar faghóps um gæðastjórnun.

Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun (Náman) að Dunhaga 7 mánudaginn 23. september næstkomandi og hefst kl. 10:00, að fundinum "Skjalastjórnun - Gæðastjórnun - Stjórnun upplýsinga" loknum.

Dagskrá

• Starf og stjórn faghópsins 2013
• Kosning í stjórn 2014
• Önnur mál

Áhugasamir um þátttöku í stjórn eru vinsamlega beðnir að hafa samband við Gunnhildi Arnardóttur, framkvæmdastjóra Stjórnvísi. Frestur til framboðs í stjórn rennur út fimmtudaginn 19. september.

Skjalastjórnun - Gæðastjórnun - Stjórnun upplýsinga

Faghópur um gæðastjórnun boðar til morgunfundar sem ber yfirskriftina „Skjalastjórnun - Gæðastjórnun - Stjórnun upplýsinga“. Fyrirlesarar eru þær Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, skjalastjóri hjá Mótus.

Gæðastjórnun og stjórnun upplýsinga

Í erindinu fjallar Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, annars vegar um mikilvægi stjórnunar upplýsinga fyrir gæðastjórnun og hins vegar um niðurstöður meistararannsóknar Ingibjargar Hrundar Þráinsdóttur. Markmið rannsóknarinnar var að leitast við að greina hvort munur væri á milli opinberra stofnana, hvað skjalastjórnun varðar, sem hafa fengið ISO 9001 vottun á gæðastjórnunarkerfi sitt og opinberra stofnana sem ekki eru með vottað gæðastjórnunarkerfi.

„Fyrirtækið er gott eða alveg frábært en það getur orðið betra.“
Innsýn í viðhorf gæðastjóra til gæða- og skjalastjórnunar

Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, skjalastjóri hjá Mótus, kynnir niðurstöður meistararannsóknar. Markmið hennar var að öðlast innsýn í innleiðingu og viðhald vottunar á ISO 9001 gæðastjórnunarkerfi hjá íslenskum skipulagsheildum með tilliti til þess hvaða ávinning gæðastjórar teldu hafa hlotist af vottuninni og hvað hvatti skipulagsheildir til að öðlast og viðhalda henni.

Fundurinn verður haldinn hjá Endurmenntun (Náman) að Dunhaga 7, mánudaginn 23. september kl. 8:30-10:00.

Aðalfundur gæðastjórnunarhóps

Aðalfundur gæðastjórnunarhópsins hefst kl. 10:00.
Dagskrá auglýst síðar.

Fullbókað: Jafnlaunavottun og gæðakerfi

Fyrirtækið Johan Rönning og stofnunin Landmælingar Íslands virðast ekki eiga mikið sameiginlegt við fyrstu kynni. En þó svo að starfsemi þessara tveggja vinnustaða sé ólík er a.m.k. tvennt sem tengir þá, báðir vinnustaðirnir hafa lagt mikla áherslu á góða starfsmannastjórnun og báðir hafa hlotið Jafnlaunavottun VR. Johan Rönning er fimmta fyrirtækið og Landmælingar Íslands eru fyrsta ríkisstofnunin sem hlotið hafa jafnlaunavottunina.

Á þessum fyrsta morgunfundi gæðastjórnunarhópsins verður farið yfir hvað felst í jafnlaunavottun sem er gerð samkvæmt íslenska staðlinum ÍST 85:2012 og hvernig þetta stjórntæki smellpassar inn í gæðakerfi sem byggir á gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001.

Hámarksfjöldi á fundinn eru um 25-30 manns.

Morgunfundurinn verður haldinn í húsakynnum Johan Rönning að Klettagörðum 25, miðvikudaginn 4. september kl. 8:30-10:00

Gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði - Höfum við gengið til góðs?

Síðasti fundur faghóps um gæðastjórnun starfsárið 2012 - 2013 verður haldinn hjá Íslenskum aðalverktökum fimmtudaginn 30. maí næstkomandi. Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs, flytur þá erindi sem ber yfirskriftina „Gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði - Höfum við gengið til góðs?“

Í erindinu fjallar Sigurður um gæðastjórnun í íslenskum byggingariðnaði og þróunina síðastliðin 15-20 ár. Sigurður fjallar um byggingariðnaðinn í víðu samhengi, það er verkkaupa, hönnuði (arkitekta og verkfræðinga), verktaka og efnissala.

Sigurður lauk BSc gráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands 1989 og MSc gráðu í sama fagi frá Danmarks Tekniske Højskole 1991. Frá útskrift hefur hann unnið við verkefna- og fyrirtækjastjórnun hjá stórum fyrirtækjum í byggingariðnaði. Sigurður stýrði t.a.m. byggingu Hörpunnar, tónlistar- og ráðstefnuhúss. Í byrjun árs 2012 hlaut hann fyrstur Íslendinga alþjóðlega A stigs vottun sem verkefnastjóri.

Ný útgáfa af CAF matslíkani - Reynsla af notkun CAF - Fyrirhuguð notkun

Nýtt CAF matslíkan „CAF 2013“ er að koma út á Íslensku. Hvað breytingar hafa verið gerðar frá fyrri útgáfu CAF 2006. Reynsla stjórnsýslunnar í notkun á CAF matslíkaninu og hvað er framundann?

Sigurjón Árnason gæða- og öryggisstjóri Tryggingastofnunar talar um mismun milli nýja og eldri útgáfu CAF líkansins
Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar talar um reynslu í notkun CAF
Fjóla María Ágústsdóttir verkefnastjóri forsætisráðuneytisins talar um fyrirhugaða notkun á CAF hjá Velferðarráðuneytinu og stofnunum
Helga Óskarsdóttir skrifsstofustjóri frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti talar um fyrirhugaða notkun á CAF hjá ráðuneytinu og stofnunum.

Fundurinn er haldinn í Velferðarráðuneytinu Hafnarhúsinu

Umhverfisstjórnunarkerfi: Frá fræðum til framkvæmda

Gámaþjónustan hf. býður félögum Stjórnvísi að hlýða á kynningu á meistaraverkefni og umhverfisstjórnunarkerfi Gámaþjónustunnar. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á að uppfylla þarfir viðskipavina.
Fyrirlesarar eru eftirfarandi;

Áslaug Dagbjört Benónýsdóttir, verkefnastjóri Gámaþjónustunnar, kynnir niðurstöður meistaraverkefnis í iðnaðarverkfræði sem hún vann við Háskóla Íslands árið 2012. Meginviðfangsefni verkefnisins var þríþætt sem felst í að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum:
a) Hvað verður til þess að fyrirtæki ákveða að hefja innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi?
b) Hvaða hindrunum mæta fyrirtæki í innleiðingarferlinu?
c) Hvaða ávinningi hefur umhverfisstjórnunarkerfi skilað fyrirtækjunum?

Gunnar Bragason, markaðs- og gæðastjóri Gámaþjónustunnar, mun kynna starfsemi Gámaþjónustunnar ásamt ferli innleiðingar á umhverfisstjórnunarkerfi fyrirtækisins sem uppfyllir staðalinn ISO 14001.

Gæðastjórnun og Visual Management System

Gæðastjórnunarhópurinn og Lean faghópurinn í Stjórnvísi efna til ráðstefnu um VMS-töflur með áherslu á tengingu við notkun þeirra og auknum gæðum innan fyrirtækja og stofnana.
Fyrirlesarar eru allir reynsluboltar í notkun á VMS-föflum sem hafa tekið þátt í að þróa töflurnar á áhugaverðan hátt. Lögð verður áhersla á upplifun þeirra á notkun VMS taflna, hvernig innleiðing taflanna hefur gengið, hvernig þær eru notaðar á hverjum stað og hvaða árangri töflurnar hafa skilað.

Ráðstefnan er haldin á Hotel Reykjavík Natura, Þingsölum 2-3.

Aðgangur ókeypis

Ábendingar og kvartanir: Auðlind til umbóta - Árangursrík þjálfun

Tvö erindi eru á dagskrá um ábendingar og kvartanir.

„Ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum: Auðlind til umbóta“

Góður ferill fyrir úrvinnslu ábendinga og kvartana frá viðskiptavinum getur verið undirstaða umbóta, nýsköpunar og arðsemi. Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki skrái hjá sér ábendingar og kvartanir, eru fá fyrirtæki sem ná, með árangursríkum hætti, að nýta sér ábendingar og kvartanir til úrbóta og vöruþróunar.

Guðrún Álfheiður Thorarensen og Hallbera Eiríksdóttir, nýútskrifaðir verkfræðingar frá Chalmers í Gautaborg, kynna niðurstöður úr mastersverkefni sínu og reyna að svara hvernig best skuli standa að málum og hverjar séu helstu hindranirnar þegar kemur að því að nýta ábendingar og kvartanir frá viðskiptavinum til árangurs.

„Ábendingar og kvartanir: Árangursrík þjálfun hjá Orkuveitu Reykjavíkur“

Sigrún Viktorsdóttir, forstöðumaður þjónustuvers og Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri fjalla um þjálfun í tengslum við ábendingar og kvartanir sem skilað hefur góðum árangri hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Kópavogsbær er fyrst íslenskra sveitarfélaga með ISO 9001 vottun fyrir gæðakerfi á stjórnsýslusviði

Kópavogsbær býður í heimsókn þar sem Árni Þór Hilmarsson gæðastjóri mun kynna gæðakerfi stjórnsýslusviðs. Hann mun segja frá innleiðingunni, vottunarferlinu og þeim lærdómi sem draga má af því.
Fundurinn verður haldinn í Fannborg 2, 1. hæð, 200 Kópavogi

Hvað einkennir árangursríka gæðastefnu?

Ragnheiður Halldórsdóttir er gæðastjóri hjá Marel og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1995. Hún er menntaður vélaverkfræðingur frá HÍ en stundaði einnig rekstrarverkfræði frá DTU en Ragnheiður var formaður Stjórnvísi 2002-2004. Ragnheiður mun kynna fyrir Stjórnvísisfélögum árangur Marel í gæðamálum. Sagt verður frá stefnu Marel og hvernig árangursrík gæðastefna hefur nýst fyrirtækinu við uppbyggingu ISO9001 gæðakerfis og helstu þáttum þess hjá Marel í Garðabæ.

Sóknarfæri í miðlun þekkingar

Þekkingarsamfélagið KOMPÁS hefur byggst upp á síðustu árum og þar er miðlað hagnýtum upplýsingum til að auka framleiðni, hagræðingu og starfsánægju innan skipulagsheilda. KOMPÁS byggir á þeirri staðreynd að þekking verður verðmætari eftir því sem hún er aðgengilegri.

Björgvin Filippusson mun í erindi sínu stikla á stóru um uppbyggingu þekkingarsamfélagsins og segja frá helstu niðurstöðum umfangsmikillar greiningarvinnu sem unnin var í samstarfi við fjölda aðila og liggur að baki KOMPÁS þekkingarsamfélaginu.

KOMPÁS - fræðslu- og þekkingarsamfélagið snýst um faglega stjórnun, miðlun þverfaglegrar þekkingar, samfélagslega ábyrgð og það hvernig ólíkir aðilar innan atvinnulífsins geta notið mikils ávinnings af samstarfi. Aðilar að KOMPÁS geta aukið samkeppnishæfni sína og unnið saman innan þekkingarsamfélagsins þó þeir kunni að vera í samkeppni á öðrum vettvangi. Nálgun KOMPÁS á viðfangsefninu virðist ekki eiga sér hliðstæðu og með virkri þátttöku innan samfélagsins má skapa íslensku atvinnulífi forskot.

Fundurinn verður haldinn í Hádegismóum 4 (sama hús og Morgunblaðið) 17.október frá kl.08:30-10:00

Gæðamál eru skemmtileg! Vorfagnaður og aðalfundur gæðastjórnunarhóps Stjórnvísi

Gæðamál eru skemmtileg!
Vorfagnaður og aðalfundur gæðastjórnunarhóps Stjórnvísis.
Nú fögnum við hækkandi sól með skemmtilegum vorfundi sem haldinn verður hjá Vífilfelli á Stuðlahálsi 1, fimmtudaginn 24. maí 2012 kl. 16:30 - 18.
Við hefjum fundinn á aðalfundarstörfum og í framhaldi hlustum við á fyrirlestur gæðastjóra og ráðgjafa sem hafa mikla reynslu af gæðastjórnun.
Pétur Helgason gæðastjóri hjá Vífilfelli og Valgerður Ásta Guðmundsdóttir ráðgjafi hjá Rannsóknarþjónustunni Sýni segja okkur á lifandi og skemmtilegan hátt frá átaksverkefni í gæðamálum hjá Vífilfelli, hvernig þau hafa gert gæðastarfið skemmtilegt og áhugavert og þannig vakið áhuga og samstöðu í fyrirtækinu.
Hvetjum alla til að mæta, sýna sig og sjá aðra, þiggja léttar veitingar og hlusta á áhugaverðan fyrirlestur.

Gæðastjórnun í mannvirkjagerð

Gæðastjórnunarhópur Stjórnvísi stendur fyrir morgunverðarfundi um gæðastjórnun í mannvirkjagerð. Fjallað verður um stöðu gæðastjórnunar í mannvirkjagerð, ný mannvirkjalög og kröfur sem þar eru gerðar varðandi gæðastjórnun auk afburðarárangurs í rekstri íslenskar fyrirtækja. Dagskrá fundarins má sjá hér að neðan:

Dagskrá
Þórunn Viðarsdóttir, MPM - Meistaragráða í verkefnastjórnun og Helga Jónsdóttir, MPM - Meistaragráða í verkefnastjórnun : Að ná og viðhalda afburðaárangri - Afburðaárangur í rekstri íslenskra fyrirtækja

Pétur Hannesson, Verkefnisstjóri hjá Almennu verkfræðistofunni: Gæðastjórnun í mannvirkjagerð

Bjargey Guðmundsdóttir, Gæðastjóri Mannvirkjastofnunar: Fyrstu drög að leiðbeiningum um gæðastjórnunarkerfi fyrir iðnmeistara, hönnuði og byggingarstjóra.

Björn Karlsson, Forstjóri Mannvirkjastofnunar: Ný lög um mannvirki, ný byggingarreglugerð og ný Mannvirkjastofnun.

Anna Hulda Ólafsdóttir, Doktorsnemi í Iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands: Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð með nálgun kvikra kerfislíkana

Ráðstefna: KOSTAR GÆÐASTJÓRNUN EKKI NEITT?

  1. mars 2012 | 09:00 - 12:00

Ráðstefna: KOSTAR GÆÐASTJÓRNUN EKKI NEITT?

Faghópur um vottuð gæðakerfi ISO staðla

Endurmenntun Háskóla Íslands, fyrirlestarsalu

KOSTAR GÆÐASTJÓRNUN EKKI NEITT?
Ráðstefna um gæðamál - tæknilausnir í stjórnun

Hvar liggja fyrstu skref fyrirtækja og stofnana í gæðastjórnun? Hvar liggja hindranirnar? Af hverju er ekki almennt unnið samkvæmt hugmyndafræði gæðastjórnar? Er þörf á að kaupa dýran hugbúnað til að halda utan um skjalavinnslu, skjalastjórnun, frávika- og úrbótaskráningar? Hver er grunnhugmynd gæðastjórnunar og hvaða þýðingu hefur hún fyrir samfélagið?
Leitast verður við að fá svör við þessum spurningum og mörgum fleirum á ráðstefnunni. Tveir faghópar sem starfa innan Stjórnvísi, ISO hópur og Gæðastjórnunar hópur hafa báðir það markmið að sem flest fyrirtæki og stofnanir sem vilja leggja metnað í stjórnun og afkomu eigi að taka upp gæðastjórnun.
Stjórnendur verða að sjá ávinning í því að styrkja þjónustuna og gæði vörunnar. Með ráðstefnunni er ætlunin að benda á leiðir til innleiðingar gæðastjórnun án mikils kostnaðar.

Dagsetning: 28. mars 2012, kl. 9-12
Fundarstaður: Endurmenntun HÍ - fyrirlestrarsalurinn Náman

Dagskrá
9-9:10 Opnun: Jón G. Hauksson, formaður Stjórnvísi

9:15-9:35 Jóhanna Gunnlaugsdóttir prófessor, MSc(Econ), PhD, Upplýsinga- og skjalastjórn og rafræn samskipti hjá skipulagsheildum
Hvað er gæðastjórnun, fræðileg umfjöllun

9:40-10 Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri - Landsvirkjun
Hvaða kröfur gerir ISO 9001 til verkfæra

Kaffi

10:20-10:10:40 Anna Guðrún Ahlbrecht, gæðastjóri - Landmælingar Íslands
Fyrstu skref í innleiðingu gæðastjórnunar

10:45-11:05 Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, gæðastjóri - Geislavarnir ríkisins
Hugleiðingar um tæki og tól í gæðastjórnun

11:10-11:50 Svala Guðmundsdóttir - Aðjúnkt við Félagsvísindasvið
Viðskiptafræðideildar HÍ
Skiptir fyrirtækjamenning máli við gæðastjórnun/Umræður

Samfélagsleg ábyrgð - viðmið til grundvallar innleiðingar

Sameiginlegur fundur ISO, gæðastjórnunar og CAF/EFQM hópanna.

Gæðastjórnun fyrirtækja tengis þáttum í rekstri fyrirtækja sem varða samfélagslega stöðu þeirra og ábyrgð. Því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvernig leiðbeiningastaðallin ISO 26000 getur unnið með innleiddri gæðastjórnun skv. ISO 9001 kröfum. Einnig er vert að hugleiða hvernig sjálfsmat byggt á CAF/EFQM getur dregið fram og stuðlað að bættum árangri fyrirtækja og stofnana þannig að samfélagslegur árangur sé sýnilegri en ella.

Dagskrá fundarins.

  1. Kynning á staðlinum ISO 26000, Hulda Steingrímsdóttir ALTA
  2. Samfélagsleg ábyrgð hjá Landsbankanum, Finnur Sveinsson Landsbankinn
  3. Notkun CAF/EFQM matslíkans til að meta samfélagslegan árangur, Sigurjón Þór Árnason, Tryggingastofnun

Þarf að endurvekja Íslensku gæðaverðlaunin?

Gæðastjórnunarhópur og CAF / EFQM hópur Stjórnvísi standa fyrir sameiginlegum morgunverðarfundi um Íslensku gæðaverðlaunin þriðjudaginn 31. janúar nk. frá kl. 08:30 - 10:00. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Landsvirkjunar og er yfirskrift fundarins: Þarf að endurvekja Íslensku gæðaverðlaunin?

Dagskrá

08:30 Íslensku gæðaverðlaunin - lærir sem lifir. Þór G. Þórarinsson, sérfræðingur á skrifstofu velferðarþjónustu hjá Velferðarráðuneytinu.

08:45 CAF/EFQM matslíkön - kynning. Sigurjón Þór Árnason, gæða- og öryggisstjóri hjá Tryggingastofnun.

09:05 Íslensku gæðaverðlaunin - Ávinningur frá sjónarhóli viðurkenningarhafa. Guðmundur S. Pétursson, gæðastjóri hjá Landsvirkjun.

09:30 Pallborðumræður „Þarf að endurvekja Íslensku gæðaverðlaunin?“

10:00 Fundarlok

Fundarstjóri: Linda Rut Benediktsdóttir, forstöðumaður þjónustu- og gæðamála hjá Tollstjóra.

Fundargerð stjórnar faghóps 15.desember 2011

Fundargerð stjórnar faghóps 15.desember 2011

Gæðastjórnunarhópur: Innleiðing ISO 9001 gæðastaðalsins hjá Þjóðskrá Íslands

Fundur á vegum gæðstjórnunarhóps:

Innleiðing ISO 9001 gæðastaðalsins hjá Þjóðskrá Íslands
Fundarefni - nánar:
Fasteignaskrá Íslands og Þjóðskrá sameinuðust í eina stofnun Þjóðskrá Íslands í júlí 2010. Hjá stofnuninni vinna nú rúmlega 90 manns á þremur starfsstöðvum. Hlutverk Þjóðskrár Íslands er að halda fasteignaskrá og þjóðskrá, ákveða brunabótamat og fasteignamat og annast rannsóknir á fasteignamarkaðinum. Stofnunin sér einnig um rekstur starfs- og upplýsingakerfa fyrir sýslumenn og sveitarfélög og gefur út vegabréf. Þjóðskrá Íslands leggur áherslu á rafræna stjórnsýslu og rekur meðal annars upplýsinga- og þjónustuveituna Ísland.is.
Á fundinum verður rætt hvernig innleiðing á sameiginlegu stjórnkerfi gæðamála verður notað sem tæki til þess að aðvelda yfirsýn yfir margvísleg og flókin verkefni nýrrar stofnunar. Sameiginleg framtíðarsýn, gildi og gæðamarkmið verða kynnt ásamt nýju gæðaumsýslukerfi sem verður tekið í notkun samhliða innleiðingunni.
Framsögumenn
Sólveig J Guðmundsdóttir, forstöðumaður þjóðskrár-og gæðasviðs
Þorvarður Kári Ólafsson, gæða-og öryggisstjóri

Fundarstaður
Þjóðskrá Íslands, Borgartúni 21, Reykjavík
Fundurinn verður í fundarsal Ríkissáttasemjara, á 4.hæð.

Þrjú fyrirtæki - þrjú gæðakerfi

Þriðjudaginn 25. október mun gæðastjórnunarhópurinn standa fyrir fundi undir yfirskriftinni: Þrjú fyrirtæki - þrjú gæðakerfi.

Fundurinn verður haldinn í húsakynnum HugarAx og mun Katrín Rögn Harðardóttir gæðastjóri fyrirtækisins taka á móti fundargestum og segja frá uppbyggingu gæðahandbókar HugarAx og sýna hvernig skjalakerfið er notað til að auðvelda utanumhald gæðahandbókarskjala.

Því næst munu Björn E. Baldursson framkvæmdastjóri Rafskoðunar ehf. sem er faggilt skoðunarstofa á rafmagnssviði og Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ, MNAL frá teiknistofunni Tröð halda sitt hvort erindið, en fyrirtækin sem eru með ólíka starfsemi eiga það sameiginlegt að vera lítil, með fáa starfsmenn og hafa innleitt gæðakerfi.

Áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð

Anna Hulda Ólafsdóttir heldur fyrirlestur um 60 eininga verkefni sitt til meistaraprófs í iðnaðarverkfræði frá IVT deild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.

Markmið verkefnisins er að skoða áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð. Sérstök áhersla er lögð á að skoða hvernig áhrif gæðastjórnunar eru á verkkaupa og þá sérstaklega hvort marktækur munur sé á ánægju verkkaupa með framkvæmd verka hjá verktökum sem starfa eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við verktaka sem starfa ekki eftir því. Einnig er kannað hvort marktækur munur sé á vinnubrögðum verktaka sem kveðast vinna eftir gæðastjórnunarkerfi miðað við þá sem starfa ekki eftir slíku og að lokum er staða gæðastjórnunar í mannvirkjagerð á Íslandi könnuð. Spurningalistar voru lagðir fyrir verkkaupa og verktaka og voru niðurstöður greindar fyrir hvern spurningalista ásamt því að svör verkkaupa voru tengd við svör viðkomandi verktaka og fylgni milli þátta úr báðum könnunum reiknuð.

Leiðbeinendur Önnu Huldu voru þeir Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í iðnaðarverkfræði og Páll Jensson, prófessor í iðnaðarverkfræði.

Gæðastjórnunarhópur: Hvert skal haldið? Hvert skal stefnt? Hvaða leið? Hvaða hest?

Gæðastjórnunarhópur Stjórnvísi auglýsir:
Hvert skal haldið? Hvert skal stefnt? Hvaða leið? Hvaða hest?
Í innleiðingu stefnu og starfsáætlunar´Landsspítala á rannsóknarsviði.
Fimmtudaginn 26.maí 2011
kl. 08:00 - 09:30
Í Hringsal Landsspítalans
Salurinn er á jarðhæð Barnaspítala Hringsins

 Fundurinn er í umsjá Kristínar Jónsdóttur MSc gæðastjóra á rannsóknarsviði LSH.
Fjallað verður um gæðakerfi og gæðamarkmið Landspítalans.

Ráðstefna um gæðastjórnun: Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni - Ávinningur af markvissu gæðastarfi

 
Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni
Ávinningur af markvissu gæðastarfi
 
Gegnsæi og rekjanleiki í viðskiptum og stjórnsýslu er krafa samtímans.
Áhersla er lögð á gæði, skilgreiningu og skjalfestingu starfs- og verkferla svo og vönduð og samræmd vinnubrögð. Samkeppni á markaði eykst sífellt og ríkari krafa er gerð til fyrirtækja um að þau uppfylli ákveðin skilyrði um gæðamál. Við útboð hafa þau fyrirtæki forskot sem hafa vottaða starfsemi. Í þessu tilliti kemur sér vel fyrir einkafyrirtæki jafnt sem opinber fyrirtæki að vinna í takt við alþjóðlega staðla svo sem ÍST ISO 9001 um gæðastjórnun.
Ráðstefnan „Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni: Ávinningur af markvissu gæðastarfi“ verður haldin í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu fimmtudaginn 24. mars 2011, kl. 8:30 til 12:00.
Fjallað verður um ofangreind málefni á ráðstefnunni og fyrirlesarar koma úr röðum háskólakennara og stjórnenda og annarra starfsmanna fyrirtækja og stofnana.
Ráðstefnan er haldin á vegum Stjórnvísi og Háskóla Íslands. Hún er framlag námsbrautar í bókasafns- og upplýsingafræði og félags- og mannvísindadeildar til aldarafmælis Háskóla Íslands og 55 ára afmælis kennslu í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskólann.
 
 
Ráðstefna Háskóla Íslands og Stjórnvísi
Haldin fimmtudaginn 24. mars 2011 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu                   
 
Gegnsæi, rekjanleiki og skilvirkni
Ávinningur af markvissu gæðastarfi
 
 
Dagskrá
 
08:30 - 08:40     Setning ráðstefnustjóra
     Anna Guðrún Ahlbrecht, gæðastjóri hjá Landmælingum Íslands
 
08:40 - 09:10       Virðing fylgir vottun: Könnun á ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn
 
09:10 - 09:40       Innleiðing Geislavarna ríkisins á ISO 9001 stjórnkerfi, lærdómur og ávinningur
Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
 
09:40 - 10:10       Verkefnið „innleiðing gæðakerfis“
Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður MPM náms
 
10:10 - 10:30       Kaffi
 
10:30 - 11:00       Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði
                         Dr. Þórhallur Ö. Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði og forstöðumaður BS náms í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
 
11:00 - 11:30       Samspil gæðastjórnunar, skjalastjórnunar og verkefnastjórnunar
Margrét Eva Árnadóttir MPM, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Gagnavörslunni hf.
 
11:30 - 12:00       Gæðastjórnun - flugmál: Sögulegt samhengi
Sveinn V. Ólafsson M.Sc., yfirmaður vottunar- og greiningarstofu hjá Flugmálastjórn Íslands
 
12:00                Ráðstefnuslit

 
Um erindin
 
Virðing fylgir vottun: Könnun á ISO 9001 vottuðum fyrirtækjum á Íslandi
Dr. Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor í upplýsinga- og skjalastjórn
 
Vottun samkvæmt gæðastöðlum hefur reynst fyrirtækjum gott vegarnesti á tímum samkeppni og aukinna alþjóðaviðskipta. Samkvæmt könnuninni stunduðu flestir aðilanna, sem höfðu ISO 9001 vottun, útflutning að einhverju leyti. Helstu hvatarnir voru að mæta kröfum viðskiptavina og samkeppnissjónarmið; helsti ávinningurinn fólst í því að auðveldara var að mæta kröfum viðskiptavina og stjórnvalda og bætt stjórnun og helstu áskoranirnar við að öðlast vottun og halda henni tengdust skjalahaldi, mælingum og vöktun.
 
Innleiðing Geislavarna ríkisins á ISO 9001 stjórnkerfi, lærdómur og ávinningur
Sigurður M. Magnússon, forstjóri hjá Geislavörnum ríkisins
 
Geislavarnir ríkisins hafa undanfarin ár unnið að ýmsum þáttum varðandi skipu-lagningu og markmiðssetningu. Innleiðing stjórnkerfis samkvæmt ISO 9001 og síðan vottun koma í beinu framhaldi af þeirri vinnu. Geislavarnir sjá mikinn ávinning af þessu starfi, meðal annars fjárhagslegan. Kröfur sem uppfylla þarf fyrir stjórnkerfi eru skilgreindar í staðli. Útfærslan getur hinsvegar verið með ýmsum hætti. Stefna Geislavarna var og er að útfæra kerfið (handbók, skjalavistun og aðrar skráningar) með einföldum og aðgengilegum hætti.
 
Verkefnið „innleiðing gæðakerfis“
Dr. Helgi Þór Ingason, dósent í véla- og iðnaðarverkfræði og forstöðumaður MPM náms
 
Fjallað verður um innleiðingu gæðakerfis frá sjónarhóli verkefnastjórnunar. Í verkefnisstjórnun er innleiðing gæðakerfis sett upp sem hvert annað verkefni sem þarf að undirbúa og framkvæma með vel þekktum aðferðum verkefnastjórnunar. Fjallað verður um vensl verkefna- og gæðastjórnunar og nokkur dæmi rakin til skýringar.
 
Viðhorf viðskiptavina sem árangursmælikvarði
Dr. Þórhallur Ö. Guðlaugsson, dósent í viðskiptafræði og forstöðumaður BS náms í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum
 
Farið verður ítarlega yfir muninn á gæðum áþreifanlegra vara annars vegar og gæðum þjónustu hins vegar. Munurinn liggur fyrst og fremst í fjórum atriðum en þau eru óáþreifanleiki, óstöðugleiki, óaðskiljanleiki og óvaranleiki. Þessi atriði hafa veruleg áhrif á það með hvaða hætti gæðahugtakið er skilgreint og með hvaða hætti lagt er mat á þau gæði.
 
Kynntar verða mismunandi hugmyndir varðandi uppbyggingu og mat þjónustugæða svo sem „gaps-líkanið“ og þjónustuþríhyrningurinn. Dregin verða fram sjónarmið þess efnis að þegar þjónusta er annars vegar þá eru gæði ekki eitthvað eitt heldur sambland ólíkra en tengdra atriða. Er í því sambandi talað um gæði útkomunnar, gæði ferilsins og gæði áþreifanlegra atriða.
 
Að síðustu verður fjallað um með hvaða hætti hægt er að nýta sér niðurstöður gæða-mælinga í þeim tilgangi að ná betri árangri fyrir starfsemina.
 
 
Samspil gæðastjórnunar, skjalastjórnunar og verkefnastjórnunar
Margrét Eva Árnadóttir MPM, ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Gagnavörslunni hf.
 
Gæðastjórnun gerir miklar kröfur um skjalastjórnun og er það sá þáttur sem fyrirtæki stranda oftast á í vottunarferli. Í verkefnastjórnun er einnig lögð mikil áhersla á gæðastjórnun og skjalfestingu í verkefnum svo hægt sé að tryggja gæði þeirra og læra af fyrri reynslu.   
 
Stjórnunaraðferðir upplýsinga- og skjalastjórnunar eru lykillinn að því að mæta kröfum gæða- og verkefnastjórnunar og í því skyni verða kynnt nokkur stjórntæki upplýsinga- og skjalastjórnunar og sýnt hvernig þau nýtast í gæðastjórnun og verkefnastjórnun.
 
Gæðastjórnun - flugmál: Sögulegt samhengi
Sveinn V. Ólafsson M.Sc., yfirmaður vottunar- og greiningarstofu hjá Flugmálastjórn Íslands
 
Það sem fyrst og fremst einkennir gæðastjórnun og flug er að um er að ræða stjórnvaldskröfur sem í grunninn snúast um öryggi. Þær kröfur eiga oftast rætur sínar í sjálfri atvinnugreininni og sterk hefð er fyrir að tilkynnt sé um atvik í flugi og á þeim tekið. Um er að ræða alþjóðlegar kröfur, staðla og aðferðafræði sem hefur þróast í tímans rás þar sem viðskiptavinurinn er fyrst og fremst leyfishafi í flugi en endanlegur notandi er farþeginn. Þessi tilhögun hefur leitt til þess að flug er öruggasti samgöngumátinn.

Gæðastjórnunarhópur: Ferlar fyrirtækja sem tengjast viðskiptavini

Fundur hjá Gæðastjórnunarhópi Stjórnvísi haldinn 6.desember kl.08:30 - 09:30
Staðsetning:  Landsvirkjun, Háaleitisbraut 68.
Fyrirlesari:  Guðmundur S. Pétursson, gæða og öryggismálastjóri Landsvirkjunar
"Ferlar fyrirtækja sem tengjast viðskiptavini"
Fjallað verður um þá þætti í starfsemi fyrirtækja sem varðar afhenta vöru eða veitta þjónustu. 
Hvað segja kröfur ISO 9001 staðalsins um vöru og meðhöndlun henntar m.t.t. mismunandi gerða fyrirtækja?
Hvernig eiga tengsl  fyrirtækja og viðskiptavina þeirra að vera samkvæmt kröfum ISO 9001?
Hvernig er árangur mældur og hvernig eiga fyrirtæki að vinna með endurgjöf viðskiptavinar samkvæmt
kröfum ISO 9001?

Gæðakröfur hjá Samkeppniseftirliti

Fundur á vegum gæðstjórnunarhóps

Gæðakröfur hjá Samkeppniseftirliti
Fundarefni - nánar:
Samkeppniseftirlitið er rúmlega 20 manna stofnun sem hefur yfirsýn yfir alla helstu samkeppnismarkaði í íslensku atvinnulífi og grípur til aðgerða gagnvart fyrirtækjum þegar grunur leikur á um samkeppnislagabrot. Á fundinum ræða Páll Gunnar Pálsson, forstjóri, og Hilmar Þórðarson sviðsstjóri rannsóknar- og upplýsingasviðs um þær gæðakröfur sem hvíla á Samkeppniseftirlitinu í meðferð mála og þau gildi, markmið og kerfi sem byggt er á í starfinu.

Framsögumenn
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Hilmar Þórðarson, sviðsstjóri rannsóknar- og upplýsingasviðs
Í lok fundarins verður haldinn aðalfundur gæðastjórnunarhópsins og eru félagar hvattir til að taka þátt í fundinum, koma með hugmyndir og hafa skoðanir á starfi hópsins.

Fundarstaður
Samkeppniseftirlitið, Borgartúni 26, Reykjavík.
 

Aukin gæði fást með innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Arion banka

Fundur á vegum gæðastjórnunarhóps
Hvaða gæði fást með innleiðingu á straumlínustjórnun?

Fundarefni
Þegar litið er til gæða þá skiptir engu hvort fyrirtæki er framleiðsu- eða
þjónustufyrirtæki og á fundinum verður fjalla ð um hvernig innleiðing á straumlínustjórnun hjá Arion banka hefur skilað bættum
gæðum.

Framsögumaður
Unnur Ágústsdóttir verkefnastjóri á skrifstofu bankastjóra

Fundarstaður
Arionbanki, höfuðstöðvar Borgartúni

Innleiðing gæðakerfis á Einkaleyfastofu

Fundur á vegum faghóps um gæðastjórnun

Innleiðing gæðakerfis hjá Einkaleyfastofu
Á fundinum fjallar Elín R. Jónsdóttir gæðastjóri um reynslu Einkaleyfastofu, sem er 25 manna þjónustustofnun, af innleiðingu gæðakerfis skv. ISO 9001:2008. Elín fjallar um þann lærdóm sem draga má af framkvæmdinni – hvað hafi tekist vel og hvað hefði mátt gera betur.
Fundarstaður
Einkaleyfastofa, Engjateigi 3, 105 Reykjavík
 

Innleiðing gæðastjórnunar hjá Íslandspósti

Fundur á vegum faghóps um gæðastjórnun

Heimsókn til Íslandspósts

Sigríður Jónsdóttir gæðastjóri Íslandspósts
Sigríður mun fjalla um hvernig Íslandspóstur innleiddi gæðakerfi og reynsluna af því að setja það upp, hvernig gengur að nota gæðakerfið og fá starfsmenn til að taka þátt.

Ása Dröfn Björnsdóttir, forstöðumaður Þjónustudeildar Íslandspósts fara yfir þátt þjónustunnar í gæðakerfinu.
Fundarstaður
Íslandspóstur, Stórhöfða 29, 110 Rvk.

Gæðamat og innleiðing gæðastjórnunarkerfis

Fundur á vegum gæðastjórnunarhóps
Gæðamat og innleiðing gæðastjórnunarkerfis
Á fundinum mun Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri ræða gæðamat í grunnskólum Reykjavíkur og Ingibjörg Gísladóttir gæðastjóri segja frá innleiðingu á ISO 9001 gæðastjórnunarkerfis sem nú stendur yfir á aðalskrifstofu Menntasviðs.

Fundartími
Frá kl. 8.30 til 10.00
Fundarstaður
Menntasvið Reykjavíkurborgar í gamla Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, 101 R. Gengið er inn frá portinu.

Boðið verður uppá morgunkaffi frá kl. 8:15.
 

The Toyota Way - heimsókn til Toyota - gæðahópur

Fundur á vegum faghóps um gæðastjórnun
Heimsókn til Toyota

Dagskrá:
The Toyota Way
Úlfar Steindórsson ræðir um The Toyota Way.
Formleg skráð ferli hjá Toyota
Baldur Eiríksson og/eða Jóhannes Egilsson ræða um formleg skráð ferli hjá fyrirtækinu.

Umræður og fyrirspurnir.
Fundarstaður og tími
Nýbýlavegur 2 – gengið inn að framanverðu.
Fundurinn hefst kl. 08:30 og lýkur eigi síðar en kl. 10:00.
 
 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?