Fréttir af Stjórnvísi

Vel heppnuð ráðstefna og húsfyllir í Eimskip

„Virkjaðu þitt teymi á grunni trausts“ var yfirskrift ráðstefnu sem haldin var í dag í Eimskip.  Ráðstefnan var samstarfsverkefni Stjórnvísi og FranklinCovey.  Viðburðurinn höfðaði svo sannarlega til Stjórnvísifélaga því aldrei fyrr hafa jafn margir bókað sig á skömmum tíma eða 180 manns á 2 dögum.  Þar sem færri komust að en vildu var viðburðinum streymt og fylgdust 700 manns með á vefnum. https://www.facebook.com/Stjornvisi/?fref=ts   Eimskipsstarfsmenn tóku höfðinglega á móti Stjórnvísifélögum með rjúkandi kaffi, heilsudrykkjum, rúnnstykkjum og sætabrauði.  Elín Hjálmsdóttir framkvæmdastjóri hjá Eimskip setti fundinn og Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi var fundarstjóri. Fyrirlesarar fluttu frábær erindi sem sjá má á facebook síðu Stjórnvísi ásamt myndum af viðburðinum.  Fyrirlesarar voru þau Ólafur Þór Gylfason, MMR, Steinþór Pálsson, Guðfinna S. Bjarnadóttir, LEAD consulting og Guðrún Högnadóttir, FranklinCovey. 

Á facebook síðu Stjórnvísi má sjá myndir og upptöku af ráðstefnunni.

 

Fréttir frá faghópum

Alltaf jafn mikill áhugi á lean umbótavinnu

Faghópur Stjórnvísi um Lean hóf veturinn á  árlegri kynningu á grunnatriðum straumlínustjórnunar, fundurinn var haldinn í KPMG. Fjallað var um hvað felst í umbótastarfi Lean.  Þórunn M. Óðinsdóttir ráðgjafi og formaður stjórnar Stjórnvísi fór yfir nokkur dæmi um hvað getur áunnist og hvers má vænta við umbótaverkefni með aðferðum Lean. Þórunn tók fyrir raundæmi af fyrirtækjum og stofnunum bæði hér á landi sem og erlendis sem hafa nýtt sér aðferðirnar.  

Lean kemur upphaflega frá fyrirtækinu Toyota þar sem ríkti mikil nýsköpun. Þeir tóku bandarískar aðferðir, aðlöguðu þær að japanska kúltúrnum og úr varð Lean.  En kjarninn í lean er að veita viðskiptavininum nákvæmlega þá vöru/þjónustu í þeim gæðum á því verði á þeim tíma sem hann óskar eftir.  Þórunn fór yfir 7 tegundir sóunar: 1.bið 2.gallar 3.hreyfing 4.flutningur 5.offramleiðsla 6.birgðir 7.vinnsla og yfir mikilvægi þess að mannauðurinn upplifi að gerðar séu kröfur um árangur. 

Í allri starfsemi fyrirtækisins þarf að leita að umbótatækifærum með birgjum og starfsmönnum.  Umbótatækifæri liggja í ferlum, stjórnstrúktúr, stjórnaháttum, starfsumhverfi og tengingu við birgja og viðskiptavini. 

 

Ætlast er til að það séu gerð mistök í umbótavinnunni.  Lykilhugtökin í lean eru 1. Stöðugar umbætur 2.flæði 3. Sóun 4. Gæði 5. Stöðlun  ofl. Þórunn fór einnig yfir VMS töflur og sýndi fjölda taflna frá ýmsum fyrirtækjum.    
 

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð UN Global Compact

Faghópur Stjórnvísi um samfélagsábyrgð hélt í morgun áhugaverðan fund þar sem kynntur var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð UN Global Compact. Á fundinum var fjallað um ávinning þess að skrifa undir Global Compact, innleiðingu 10 viðmiða sáttmálans og reynslu fyrirtækis af því að skrifa undir. Hörður Vilberg, forstöðumaður samskipta hjá Samtökum atvinnulífsins, greindi frá ávinningi aðildar að sáttmálanum en SA eru tengiliður Íslands við Global Compact. Harpa Júlíusdóttir, viðskiptafræðingur, fjallaði um niðurstöður rannsóknar sinnar til meistaranáms á þróun aðildar að UN Global Compact hjá íslenskum fyrirtækjum og hvernig hefur gengið að innleiða samfélagsábyrgð. Að lokum lýsti Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts reynslu Póstsins af aðild UN Global Compact en Pósturinn hefur verið aðili að GC frá árinu 2009. Fundarstjóri var Ásdís Gíslason, kynningarstjóri HS Orku. Streymi af fundinum og myndir má sjá á facebook síðu Stjórnvísi.

Nýr faghópur um góða stjórnarhætti

Stofnaður hefur verið nýr faghópur um góða stjórnarhætti. Markmið faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti innan fyrirtækja með því að skapa vettvang fyrir fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn. Tilgangur hópsins er að gefa starfandi meðlimum í stjórnum, nefndum og ráðum og öðrum sem hafa áhuga á málaflokkinum tækifæri til að efla hæfni sína. 

Tilgangurinn með góðum stjórnarháttum felur í sér að stjórnarhættir séu ávallt í samræmi við lög og reglur og að þeir styrki jafnt innviði fyrirtækja sem og efli almennt traust á markaði. Til að stjórnendur geti tileinkað sér góða stjórnarhætti er því mikilvægt að hlutverk og ábyrgð þeirra sé þeim skýrt og ljóst.

Hlutverk faghópsins er að því skapa vettvang um fræðslu og upplýsinga fyrir þá sem starfa í eða hafa áhuga á stjórnun skipulagsheilda: í stjórnum fyrirtækja, stjórnum á vegum stofnana, nefnda eða ráða.

Faghópurinn mun  leitast við að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta innan eða á vegum skipulagsheilda,  horfa til og vekja athygli á því sem vel er gert, auka umræðu og efla fræðslu um mikilvægi og þá ábyrgð sem felst í stjórnarstarfi og áhrifum þess á skipulagsheildina, vera vettvangur til vekja athygli á straumum og stefnum í stjórnarháttum og tækifæri til að efla þá sem eru starfandi stjórnarmenn eða hafa áhuga á að taka virkan þátt í stjórnarstörfum.

Á fundum hópsins skapast vettvangur fyrir þverfaglegar umræður ásamt miðlun þekkingar og reynslu á sviði stjórnunar.  Þá er hópurinn góður vettvangur tengslamyndunar.

Tillögur að áhugaverðum fundum:

 

-        Samtalið í stjórnarherberginu

-        Árangursmat á stjórnarháttum

-        Hlutverk í stjórnum

Rannsóknarverkefni á vegum rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti

-        Stjórnarhættir í minni fyrirtækjum og ört vaxandi fyrirtækjum

-        Ráðgjafastjórn

Viðburðir á næstunni

Hvernig nýtist viðurkenndur ferlarammi við að bæta þjónustu

Viðurkenndur ferlarammi eins og ráðgjafafyrirtækið Noventum beitir með viðskiptavinum sínum auðveldar ferlaskráningu og breytingar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Noventum nýtir slíkan ferlaramma í verkefnum við að bæta þjónustu hjá viðskiptavinum fyrirtækisins víða um Evrópu og í Bandaríkjunum með góðum árangri. Hilbrand Rustema, framkvæmdastjóri Noventum, kynnir ferlarammann, notagildi og dæmi um notkun hjá viðskiptavinum fyrirtækisins við að bæta þjónustu. 

Kynningin er ætluð starfsmönnum, stjórnendum og sérfræðingum sem vinna að breytingum í starfseminni; í gæðamálum auk ferla- og þjónustumálum hjá fyrirtækjum og stofnunum. Áhersla er á ferlaskráningu, breytingastjórnun, ásamt mikilvægi lykilmælikvarða (KPIs). Þá verða tækninýjungar eins og IoT í að bæta þjónustu ræddar.  

 

Erindið verður á ensku.

Costco-áhrif og kostnaðarstjórnun

Kostnaður er fylgifiskur öllum rekstri, óháð starfsemi. Rekstrarumhverfi fyrirtækja er síbreytilegt. Breyting á rekstrarumhverfi getur verið af mismunandi ástæðum t.d. tækniframfarir, breytingar á lögum og reglum, samkeppni o.fl. Geta fyrirtæki notað áfram sömu stjórnunar- og eftirlitskerfi (Management and Control Systems) fyrir og eftir breytingar? Til að taka upplýstar ákvarðanir þá þarf að hafa réttu upplýsingarnar miðað við það rekstrarumhverfi sem viðkomandi fyrirtæki starfar í. Hvernig vitum við hvað eru "réttar" upplýsingar og hverjar ekki? Þessu er í raun ekki hægt að svara fyrr en við vitum m.a. hvernig rekstrarumhverfið er og hvernig kostnaðarmynstur fyrirtækja er uppbyggt. Á fyrirlestrinum verður rætt um uppbyggingu á kostnaðarmynstri fyrirtækja og áhrif þess á samsetningu heildarkostnaðar og hvernig breytt rekstrarumhverfi hefur áhrif á kostnaðarstjórnun.

Fyrirlesari: Einar Guðbjartsson, dósent.

NÝSKÖPUNARVERKEFNI: ÞJÁLFUN Í GESTRISNI

Kynning á nýsköpunarverkefni: „Þjálfun í Gestrisni – Raundæmi og Verkefni“. 

Höfundar: Margrétar Reynisdóttur, www.gerumbetur.is og Sigrúnar Jóhannesdóttur, menntaráðgjafa 

Þátttakendur fá að prófa hluta af þjálfunarefninu á staðnum. 

Dagskrá:

Haukur Harðarson, forstöðumaður Hæfnisseturs ferðaþjónustunnar

Sigrún Jóhannesdóttir, menntaráðgjafi: Fræðin á bak við nýsköpunarverkefnið

Margrét Reynisdóttir, ráðgjafi hjá www.gerumbetur.is: Hvað sögðu álitsgjafarnir?

Tanía Smáradóttir, mannauðsstjóri hjá Hertz: Hvernig nýtist þjálfunarefnið?

Lindex - innkaup og birgðastýring

Lindex ætlar að bjóða Stjórnvísi í heimsókn miðvikudaginn 4. október kl. 8:45. Hjónin Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir reka Lindex á Íslandi og munu taka á móti okkur á skrifstofu Lindex í Smáralind. Þau munu meðal annars segja okkur frá aðfangakeðju Lindex, hvernig þau kaupa inn frá Svíþjóð, stýra birgðum á lager og dreifa vörum í verslanir. Einnig munu þau segja okkur frá reynslu sinni af því að opna nýjar verslanir, þar á meðal netverslunina lindex.is sem þau opnuðu nýverið. Áhugaverður fyrirlestur fyrir þá sem hafa áhuga á innkaupa og birgðastýringu!

Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 25 einstaklingar geta skráð sig á þennan viðburð.

Framsýn Menntun NÚ

Gísli Rúnar Guðmundsson er skólastjóri nýs grunnskóla í Hafnarfirði og mun hann vera með kynningu á honum. Hann ætlar að segja hvað er að ganga vel og hvar helstu áskoranir liggja. Hann ætlar að segja frá þeirra reynslu af notkun markþjálfunar með nemendum og hvernig þau sjá skólann þróast í framtíðinni.

NÚ vill veita unglingum tækifæri til að samtvinna íþróttaáhuga sinn og grunnskólanám þar sem nemandinn sinnir námi sínu af sama áhuga og íþróttinni. Með nútímatækni og nýjum kennsluaðferðum veitum við nemendum frelsi til að nálgast námið á eigin forsendum. Við viljum skapa umhverfi þar sem nemendur finna til ábyrgðar, áhuga, heilbrigði og umfram allt ánægju.

http://framsynmenntun.is

Gísli Rúnar Guðmundsson útskrifaðist með mastergráðu í verkefnastjórnun árið 2015 og sem íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands árið 2004. Hann hefur starfað sem grunnskólakennari frá árinu 1999 og hefur yfir 20 ára reynslu af þjálfun barna og unglinga. Hann er forvitin og hefur mikinn áhuga á fólki, ferðalögum og sköpun. Hann elskar samverustundir með fjölskyldunni og íslenska náttúru.

Hvernig skóli er NÚ?
Grunnskóli fyrir 8-10 bekkinga sem leggur áherslu á íþróttir, hreyfingu,heilsu og vendinám. NÚ er viðurkenndur af Menntamálsastofnun, starfar samkvæmt Aðalnámskrá Grunnskóla og lýtur lögum og reglugerðum um íslenska grunnskóla.

Kjarnastarf Stjórnvísi er í faghópunum. Í Stjórnvísi eru starfandi tæplega 20 faghópar undir forystu sterkra stjórna sem koma frá aðildarfyrirtækjum félagsins.

Með því að skrá þig í faghóp færðu sendar tilkynningar um viðburði, gefst kostur á að skoða ítarefni frá viðburðum og fá áhugaverðar fréttir. Engin takmörk eru fyrir því hve marga faghópa er hægt að skrá sig í.

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Breytingastjórnun 1

Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 en tók formlega til starfa í janúar 2013. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

Stjórn

Sigurjón Þór Árnason, Veðurstofa Íslands
Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Þór Garðar Þórarinsson , Velferðarráðuneytið

Fjármál fyrirtækja

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).
/ 08:30 - 09:45

Góðir stjórnarhættir

Markmið faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti innan fyrirtækja með því að skapa vettvang fyrir fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn. Tilgangur hópsins er að gefa starfandi meðlimum í stjórnum, nefndum og ráðum og öðrum sem hafa áhuga á málaflokkinum tækifæri til að efla hæfni sína.

Stjórn

Lísbet Einarsdóttir, Starfsafl
Bára Mjöll Þórðardóttir, Vodafone
Björg Ormslev Ásgeirsdóttir, Pentair /VAKI
Harpa Guðfinnsdóttir, Marel Iceland ehf
Helga Hlín Hákonardóttir hdl., Strategía
Helga R. Eyjólfsdóttir, ISAVIA ohf.
Laufey Gudmundsdottir, Háskólinn í Reykjavík
Vala Magnúsdóttir, Reykjavíkuborg

Gæðastjórnun og ISO staðlar 1

Faghópurinn fjallar um gæðastjórnun, ISO staðla og aðra staðla til stjórnunar en einnig faggilda vottun á grundvelli staðla.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Stjórn

Elín Ragnhildur Jónsdóttir, Tollstjóri
Anna Rósa Böðvarsdóttir, Reykjavíkurborg - öll svið
Arngrímur Blöndahl, Staðlaráð Íslands
Bergný Jóna Sævarsdóttir, Strætó bs
Elín Björg Ragnarsdóttir, Fiskistofa
Elísabet Dolinda Ólafsdóttir, Geislavarnir ríkisins
Ína Björg Hjálmarsdóttir, Landspítali - háskólasjúkrahús
Jóhanna A. Gunnarsdóttir, Nói - Síríus
Maria Hedman, Nýherji hf.
Rebekka Bjarnadóttir, VÍS
Sigrún Guðmundsdóttir, Gray Line Iceland

Heilsueflandi vinnuumhverfi 1

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:30 - 09:45

Stjórn

Jóhann Friðrik Friðriksson, Vinnueftirlit ríkisins
Jóhann Friðrik Friðriksson, Jóhann Friðrik Friðriksson
Friðþóra Arna Sigfúsdóttir, Íslandspóstur
Rakel Eva Sævarsdóttir, Háskóli Íslands - háskólanemar
Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir, Háskóli Íslands - háskólanemar

Hugbúnaðarprófanir

Hópurinn er ekki virkur.

ISO hópur

Hópurinn er ekki virkur.

Kostnaðarstjórnun

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og –stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í tengslum við kostnaðarstjórnun og –greiningu í víðu samhengi.
/ 08:30 - 10:00

Stjórn

Einar Guðbjartsson, ProControl

Lean - Straumlínustjórnun 2

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00

Stjórn

Svanur Daníelsson, Munck Íslandi
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Expectus
Erna Tönsberg, Össur
Ingibjörg Lind Valsdóttir, Orkuveita Reykjavíkur
Kamilla Reynisdóttir, Granítsmiðjan
Lilja Erla , KPMG ehf
Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip

Mannauðsstjórnun 1

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00

Stjórn

Guðjón Örn Helgason, Reykjavíkurborg - öll svið
Guðrún Símonardóttir, ÁTVR
Margrét Grétarsdóttir, Reykjavíkurborg - öll svið
Sigríður Hrefna Jónsdóttir, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu
Sigrún H. Sigurðard, Kompás
Sveinborg Hafliðadóttir, Festi

Markþjálfun 1

Markþjálfun / Stjórnendamarkþjálfun  (e.Coaching / Executive Coaching). Markmið faghópsins er að kynna markþjálfun og hvaða ávinning stjórnendur fyrirtækja og/eða einstaklingar geta haft af henni, í faglegu eða persónulegu lífi. Einnig að kynna mismunandi aðferðir markþjálfunar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á stjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:00 - 09:00

Stjórn

Ágústa Sigrún Ágústsdóttir, Zenter rannsóknir ehf.
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir, Hver er ÉG
Guðbjörg Jóhannsdóttir, Landsbankinn
Lilja Gunnarsdottir, Reykjavíkuborg
Sóley Kristjánsdóttir, Háskóli Íslands - háskólanemar

Matvælasvið

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

Stjórn

Gunnhildur Arnardóttir, Stjórnvísi

Nýsköpun og sköpunargleði 1

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:00 - 09:00

Opinber stjórnsýsla

Hópurinn er ekki virkur.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja 1

Faghópurinn um samfélagsábyrgð fyrirtækja leitast við að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00

Stjórn

Hulda Steingrímsdóttir, Landspitali Háskólasjúkrahús
Ásdís Björg Jónsdóttir, N1
Ásdís Gíslason, HS Orka
Engilráð Ósk, Landsnet
Fanney Karlsdóttir, NOVOMATIC Lottery Solutions (Iceland hf.)
Íris Katla Guðmundsdóttir, Securitas
Ketill Berg Magnússon, Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð
Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Mjólkursamsalan
Viktoría Valdimarsdóttir, Ábyrgar lausnir ehf.
Þorsteinn Kári Jónsson, Marel Iceland ehf

Sköpunargleði

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.
/ 08:30 - 09:45

Stjórn

Gunnhildur Arnardóttir, Stjórnvísi

Stefnumótun og árangursmat 1

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:45 - 10:00

Stjórn

Þuríður Stefánsdóttir, Bláa Lónið
Heimir Guðmundsson, INNNES
Ingibjörg Sigrún Stefánsdóttir, Fjármálaeftirlitið
Jón Halldór Jónasson, Reykjavíkurborg - öll svið
Margrét Einarsdóttir, Bláa Lónið
Svavar Jósefsson, Reykjavíkurborg - öll svið
Þorvaldur Ingi Jónsson, Sjúkratryggingar Íslands

Stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin “þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni” vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.
/ 08:30 - 10:00

Stjórn

Magnús Ívar Guðfinnsson, Marel Iceland ehf
Ása Linda Egilsdóttir, Eimskip
Ásdís Sigurðardóttir, Marel Iceland ehf
Benedikt Rúnarsson, Míla ehf.
Eva Karen Þórðardóttir, Háskólinn á Bifröst
Eva Karen Þórðardóttir, "Hver er ég?"
Guðmundur Helgason, Íslandsbanki
Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, Icelandair
Þóra Kristín Sigurðardóttir, Eimskip

Umhverfi og öryggi

Stefna umhverfis-og öryggistjórnunarhóps Stjórnvísi er að taka virkan þátt í umræðunni um ytri og innri umhverfismál fyrirtækja. Lögð er áhersla á að skapa vettfang fyrir fróðlegar umræður og skoðanaskipti um úrlausn ýmissa þátta í starfsemi fyrirtækja er varða þennan málaflokk.

Stjórn

Heimir Þór Gíslason, Verkís
Erlingur E. Jónasson, Munck Íslandi
Gísli Níls Einarsson, VÍS
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, EFLA verkfræðistofa
Jóna Bjarnadóttir, Landsvirkjun
Magnús Matthíasson, EFLA verkfræðistofa
Matthildur B. Stefánsdóttir, Vegagerðin
Michele Rebora, 7.is

Upplýsingaöryggi

Hópurinn er ekki virkur.

Verkefnastjórnun

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Stjórn

Hafdís Huld Björnsdóttir, VÍS
Anna Kristín Kristinsdóttir, Háskólinn í Reykjavík
Berglind Björk Hreinsdottir , Attentus - mannauður og ráðgjöf ehf.
Elka Halldórsdóttir, Marel Iceland ehf
Falasteen Abu Libdeh, Háskólinn í Reykjavík
Haukur Ingi Jónasson, Háskólinn í Reykjavík
Kolbrún Arnardóttir, ISAVIA ohf.
Sigurjón Hákonarson, Expectus
Starkaður Örn Arnarson, Arion banki
Sveinbjörn Jónsson,

Viðskiptagreind

Hópurinn er ekki virkur.

Virðismat og virðismatstækni

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.

Stjórn

Einar Guðbjartsson, ProControl

Vörustjórnun - innkaupa og birgðastýring

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi hagkvæmra innkaupa á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.
/ 08:45 - 10:00

Stjórn

Daði Rúnar Jónsson, AGR Dynamics
Anna María Guðmundsdóttir, Brammer Ísland ehf.
Hildur Gylfadóttir, Össur
Kristín Þórðardóttir, Advania
Snorri Páll Sigurðsson, Landspitali Háskólasjúkrahús
Tómas Örn Sigurbjörnsson, Marel Iceland ehf

Þjónustu- og markaðsstjórnun

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.
/ 08:30 - 10:00

Stjórn

Guðný Halla Hauksdóttir, Orkuveita Reykjavíkur
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir
Anna Kristín Kristjánsdóttir, Hvíta húsið
Atli sæmundsson, Distica
Bergþór Leifsson, VÍS
Ósk Heiða Sveinsdóttir, Kaffitár
Ragnheidur Hauksdóttir, Vodafone
Rannveig Hrönn Brink, Coca-Cola European Partners Ísland