Viðburðir á næstunni

Gervigreind útfrá sjónarhorni reksturs: Hvernig fyrirtæki geta nýtt sér gervigreind í sínum rekstri

Join the meeting now
Farið verður yfir hvernig Advania nálgaðist gervigreindarbyltinguna. Skoðum hvernig Advania hefur nýtt sér gervigreindina í sínum eigin verkefnum og einnig hvernig þau hafa aðstoðað sína viðskiptavini við að taka fyrstu skrefin í heimi gervigreindar.

 Fyrirlesarinn er starfsmaður Advania Viðar Pétur Styrkársson

Málstofan verður á eftirfarandi vefslóð:

Join the meeting now

Sjálfvirknivæðing innkaupa með stafrænu vinnuafli  

Eiríkur Ari Sigríðarson teymisstjóri hjá Evolv fer yfir tækifærin sem felast í sjálfvirknivæðingu með stafrænu vinnuafl á innkaupasviði fyrirtækja. 

Hvernig snúum við okkur í sjálfvirknivæðingu á eins stóru og viðamiklu ferli og innkaupaferli fyrirtækja? Innkaupaferlið skiptist í fjölmörg undirferli sem henta misvel til sjálfvirknivæðingar. Hvernig hefjum við þessa vegferð og hvar eru tækifæri til hagræðingar?

Ásamt Eiríki, verður Kristín Þórðardóttir, IT og Data sérfræðingur hjá Brimborg, með innslag um vegferð Brimborgar, innleiðingu og ávinning af stafrænu vinnuafli. 

 Viðburðurinn verður haldinn í Grósku í salnum Fenjamýri. Gengið er inn á móti veitingastaðnum EIRIKSDOTTIR. Einnig verður streymi í boði á vefnum.

Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Viðburður: Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Á fundinum verður fjallað um mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP) og praktísk atriði sem því fylgja. Við fáum til okkar fulltrúa Persónuverndar, Rebekku Rán Samper, sem mun fjalla um lagalegu kröfurnar og framkvæmd MÁP og persónuverndarfulltrúa Landspítalans, Elínborgu Jónsdóttur, sem mun deila reynslusögum frá spítalanum í tengslum við MÁP. 

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur í stofu M215, 5. desember nk., kl. 9 - 10:30. 

Við í faghópi um persónuvernd hvetjum alla þá sem hafa áhuga á persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga til að mæta og taka þátt í umræðunni. 

Join the meeting now 

Stofnun ársins; hvernig náðum við toppnum?

Þjóðskrá hefur á undanförum árum gengið í gegn um  miklar umbreytingar. Meðal annars var stofnuninni var skipt upp, þar sem stór málaflokkur var fluttur frá henni ásamt starfsfólki og á sama tíma voru tíð forstjóraskipti. Í þessu erindi fer Hildur Ragnars forstjóri,  yfir hvernig þau tókust á við þessar áskoranir og vegferðina við að auka vinnugleði.  Afraksturinn var að Þjóðskrá var hástökkvari í starfsánægjukönnun 2022 og vann titilinn Stofnun ársins 2023.

Fundurinn er haldinn í húsnæði Þjóðskrár Ísland, Borgartúni 21, 3. hæð, hurð merkt starrfsfólk. 

Snjallt verkbeiðnakerfi

Nánari lýsing síðar.

Fréttir af Stjórnvísi

Metnaðarfull, spennandi og fjölbreytt dagskrá framundan hjá Stjórnvísi 2024-2025

Stjórnir faghópa og stjórn Stjórnvísi hafa lagt drög að á annað hundrað viðburða fyrir starfsárið 2024-2025.  Það ættu því allir að finna áhugavert efni við sitt hæfi en sjá má framboðið með því að smella hér. Skjalið er í stöðugri vinnslu og munu fleiri viðburðir bætast inn á næstunni. Hér eru nokkur dæmi um viðburði í vetur:

  • Snjöll aðstöðustjórnun
  • Stjórnkerfi húsa
  • Af hverju er alltaf brjálað að gera? "The art of not giving a f...."
  • Gervigreind og heilsuefling á vinnustað - hver eru tengslin?
  • Hvernig virkjum við "Viskuvélar" og aðferðir markþjálfunar á stafrænum vettvangi vaxtar. AI coach
  • Hagnýt gervigreind: Stjórnvöld
  • Hagnýt gervigreind: Sjávarútvegur
  • Gæðamarkmið og mælingar. Hvernig nýtum við þær fyrir stöðugar umbætur í rekstri?
  • Gæðastjórahittingur: Gæðastjórar og ábyrgðarmenn gæðastjórnunarkerfa hittast og miðla af reynslu sinni.
  • Samkeppnisgreining á fjármálamarkaði.
  • Gervigreind og stefnumótun - "Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir". 
  • Notkun vídjó-viðtala við ráðningar
  • Öryggisstjórnun fyrir mannauðssvið
  • Algengustu mistök árangursmælinga
  • Fjölmenning - áskorun - öryggi
  • Vinna við raka/myglu og áhrif á starfsfólk
  • Alþjóðlegi persónuverndardagurinn
  • Loftþéttimælingar bygginga og ávinningur fyrir vistvænar/vistvottaðar byggingar

Fjölbreytileiki og inngilding: Reynslusögur fyrirtækja: Hrafnista/Samkaup/Ríkislögregla/Reykjavíkurborg

Fréttir frá faghópum

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!