Framsækin stjórnun

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, í eigu félagsmanna og ekki rekið í hagnaðarskyni.
Stjórnvísi eflir gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir gagnkvæma þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Vertu með!

Hvaða fyrirtæki eru aðilar að Stjórnvísi?

Stofna aðgang

Fréttir af Stjórnvísi

Ef neytendasamfélagið væri kyn þá væri það kona

Boðið var upp á nýbakaða ylvolga snúða úr nýja bakaríinu á Frakkastíg í Hvíta húsinu í morgun á fundi faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun og nýsköpun og sköpunargleði. Yfirskrift fundarins var „Áhugavert og árangursríkt markaðsstarf“, það var Elín Helga Sveinbjörnsdóttir sem fjallaði um mikilvægi markhópagreiningar og markmiðasetningar í skilvirku og árangursríku markaðsstarfi. Elín Helga sagði að skilvirkni skipti öllu máli í markaðsstarfi. Hvíta húsið teiknar upp virðiskeðjuna með viðskiptavinum og skoðar hvar sóunin er mest í ferlinu. Reiknaður er út rauntími verkefni þ.e. hversu langan tíma það mun taka. Markaðsvinna skiptist í: móttöku verkefna og áætlunargerð, rannsókn og greiningu, stefnumótun, hugmyndavinna, hönnun, framleiðslu og birting. Hugmyndavinnan tekur oft mesta tímann. Í grunninn snýst þetta um markhópinn, markmið og USP (sérsnið vörunnar). Allir vilja vera snöggir. Markhópurinn, hver er hann? Þurfum við að tala við kaupendur eða notendur? Dæmi Dominos, notendur eru unglingar en kaupendur foreldrar. Old Spice missti hlutdeild sína á markaði, þeir töluðu við notendur en ekki kaupendur Helmingur þeirra sem keyptu sturtusápur voru konur að kaupa fyrir manninn sinn. Þeir fóru í herferð „Smell like a man, Old Spice. Þeir hættu að tala við karlmenn og fóru að tala við konur. Herferðin þeirra sló algjörlega í gegn. Ef neytendasamfélagið væri kyn þá væri það kona, þær standa fyrir 85% allra kaupa á neysluvarningi. Því er mikilvægt að spá alltaf í hvaða kyn þú ert að tala við. Konur standa að baka 65-90% bílakaupa. Konur segja oft „Bílamarkaðurinn skilur mig ekki“. Flest allt sem tengist bílum eru karlar. Þeir sem eiga marga fylgjendur á Twitter og Facebook eru frábærir auglýsendur í dag því þeir eru dreifiaðilarnir. Þegar verið er að markaðssetja gagnavart konum ætti að horfa á: Praktik, verðnæmi, konur hafa minni tryggð gagnvart vörumerkjum, gera meiri kröfur til þjónustu, taka meira inn á 30 sekúndum en eru lengur að sannfærast, höfða til tilfinninga, segja sögur og vera með saklausan húmor. Karlar eru meira fyrir lúxus, hraða, keppni, taka vörumerki fram yfir verð, fljótari að sannfærast, horfa meira á staðreyndir og tölur og eru meira fyrir hæðni í húmor . Konur spá meira í hversu margir bílastólar komast fyrir í bílnum. Skoda er mest seldi bíllinn í dag því hann staðsetur sig og höfðar til fjölskylduþarfa. Markmiðin: hvar stöndum við í dag og hvert viljum við fara. Hverju eiga auglýsingarnar að breyta. Ef við getum ekki svarað því förum við ekkert af stað. Alltaf á að horfa á stöðuna og markmiðið. Í Old Spice var staðan sú að varan var ekki að seljast til karla og markmiðið að fá konur til að kaupa karlmannssturtusápu fyrir karlana sína. Tímasparnaður skapar aukið virði. Ef fyrirtæjum tekst að minnka biðtíma eftir þjónustu skynja viðskiptavinir það sem aukið virði. Elín Helga fjallaði um auglýsingaherferð Hvíta hússins með Arion banka. Mikilvægt er líka að gera sér grein fyrir varðandi markhópinn hvort verið sé að höfða til þeirra sem eru seinir að tileinka sér nýungar eða þeirra sem eru með þjónustuna en nota hana lítið. Markmið Arion banka var að auka notkun á hraðbönkum, netbanka og appi sem þýðir færir heimsóknir til gjaldkera og símtöl í þjónustuver. Setja þarf upp meginkosti vörunnar, hvernig er talað um vöruna í einni setningu en ekki þremur. „Hafðu það eins og þú vilt“. Búin var til míkrósíða til að kenna á appið. Þetta nýttist bæði starfsmönnum sem viðskiptavinum. Ástæðan fyrir því að fólk tekur ekki upp nýja þjónustu er sú að það er ánægt með núverandi stöðu. Heimsóknum í útibú fækkaði um 25% á einu ári. Mestu máli skipti samtalið við viðskiptavini. Markhópar. Það skiptir máli að horfa á markhópinn. Það á að taka sér tíma til að skilja hópinn sem við erum að tala við. Við verðum að geta svarað spurningunni hvar svið stöndum og hvert við viljum fara. Náðum við þangað? Auglýsingar eiga að breyta einhverju, annars er herferðin ekki til neins. Markaðsstjórar hljóta að þurfa að færa rök fyrir herferð sinni.

Samfélagsskýrslur verða líklega framtíðin.

Fanney Karlsdóttir, varaformaður Festu og formaður faghóps um samfélagsábyrgð bauð gesti velkomna á sameiginlegan fund Festu og faghóps um samfélagsábyrgð hjá Stjórnvísi í HR í dag. Mikill fjöldi mætti á fundinn en markmið fundarins var að veita innsýn inn í ferli varðandi gerð samfélagsskýrslna og hvað skýrslurnar leiða í ljós. Kynntar voru skýrslur þriggja fyrirtækja, OR, N1 og Vífilfells. Ketill Berg Magnússon, formaður Festu flutti inngang um stöðu og horfur í samfélagsskýrslugerð fyrirtækja. Hann bar upp spurninguna: „Af hverju að mæla samfélagsábyrgð? Hvers vegna er verið að gefa út skýrslu? Hvað ýtir á samfélagsábyrgð fyrirtækis? Hvað ýtir á þessa nýju hugsun?. Svarið er að þetta er áhættustýring, eykur gæði, hefur góð áhrif á reksturinn, gerir starfsmenn stoltari, djúpstæð gildi, æðri tilgangur og ytri þættir eins og traust, stjórnmál, rekstrarleyfi, fjölmiðlar og samtök. Hver eru rökin fyrir að mæla samfélagsábyrgð? Hvert er markmiðið? Hvernig nýtist mælingin fyrirtækinu? Fyrir hvaða hagsmunaaðila? Hvernig munmælingin hjálpa þeim? Hvað á að mæla? Hvaða umfang? Hvaða umfang? Hvaða hluta virðiskeðjunnar? Hvernig, hvar fáum við gögnin? Á að nota staðla? Hver ber ábyrgð á að mæla? Hvaða tími ársins? Hvernig á að kynna? Utanhúss eða opinberlega. Núna liggur fyrir Alþingi Íslendinga frumvarp sem skyldar fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri til að skila árlega inn upplýsingum um samfélagsábyrgð. Samfélagsskýrslur verða líklega viðteknir starfshættir, tengjast daglegum störfum, rauntímamæling á árangri, samþættar inní ársskýrslur og lagaleg skylda. Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitu Reykjavíkur sagði frá forsögu að skýrslugerð OR. Frá 2005. OR tengir saman auðlindirnar og fólkið. Árið 2006 var gerð skýrsla hjá OR um sjálfbæra þróun. Árið 2012 var gerð eigendastefna: „Orkuveita Reykjavíkur kemur fram af heilindum og trausti og rækir samfélagslega ábyrgð í starsemi sinni. Kjarninn í stefnumótun OR er Efnahagur, umhverfi, samfélag og sjálfbærni. Gildi OR eru hagsýni, framsýni, heiðarleiki. Skýrslurnar þrjár sem OR gefur út eru Ársskýrsla, umhverfisskýrsla og ársreikningur. Ákveðið var að setja samfélagsábyrgðarskýrsluna inn í þær. Þorsteinn hjá Festu gerði úttekt á skýrslunni og gerði athugasemdir um hvað væri hægt að bæta. OR er enn á því að taka ekki upp sérstakt stjórnkerfi vegna samfélagsábyrgðar, vinnan við skýrsluna dró fram vankanta hjá OR og sýndi fram á t.d. skort á stefnumótun í mannréttindamálum og rýni og kröfugerð í innkaupum. GRI auðveldar stjórn OR mikilvægt eftirlit með því hvernig fyrirtækið sinnir þeim verkefnum sem eigendurnir hafa falið því. Ásdís Jónsdóttir, gæðastjóri N1 sagði að fyrsta skrefið var stigið 2008. Árið 2013 fór N1 á markað og stofnaður var vinnuhópur 8 starfsmanna til að finna út hvað væri samfélagsleg ábyrgð og rýna hvað væri hægt að gera betur. N1 fékk til sín frábæra ráðgjafa frá Alta. Ger var grunnstöðuskýrsla með 71 verkefni. Ýmist var verkefnið ekki hafið, í gangi en með tillögu um breytingu eða í gangi og ekki ástæða til að breyta. Dæmi um sýnilega skuldbindingu og samþykkt að framkvæma var stefna N1 í samfélagslegri ábyrgð og að gera samfélagskýrslu GRI. Byrjað var á að safna saman gögnum og velja í hópinn. N1 studdist við skýrslur ÁTVR sem nýttust vel. Í dag er N1 að uppfylla meirihlutann af kröfum GRI. Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells sagði samfélagsábyrgð ekki vera ný á nálinni hjá Vífilfelli. Leiðarljósið í starfseminni hvað varðar stefnur og áætlanir. Gildi og markaðsstarf tengjast samfélagsábyrgð. Vífilfell er að verða partur af European Partners og þarf að gera sambærilegar skýrslur. Mjög strangar reglur eru varðandi innkaup og samþykkt birgja. Allir hráefnabirgjar þurfa að vera samþykktir. Vífilfell er aðili að Global Compact samningi Sameinuðu þjóðanna. Vífilfell er með mikið af gæðastöðlum, ISO 9001, 14001, OSHAS 18001 og 22000. Allir staðlarnir tryggja að unnið sé rétt. Þegar farið var í gerð samfélagsskýrslu var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi/verkefnastjóri en hægt var að skoða format skýrsluna hjá Coca Cola annars staðar í heiminum. Ákveðið var að gera einfalda og myndræna skýrslu. Skýrslan var tvískipt og eingöngu gefin út á rafrænu formi og á ensku. Ástæða þess að skýrslan var gefin út á ensku er sú að hagsmunaaðilarnir eru út um allan heim. Til að fá alla með voru allar starfstöðvar heimsóttar og tekin viðtöl. Myndaðir voru verkefnahópar. Hægt er að nálgast skýrsluna inn á vifilfell.is Helsti lærdómurinn er sá að það er tímafrekt að safna saman efni og því er best að gera þetta jafnt og þétt yfir árið. Lítið efni var tengt starfseminni en mikið tengt starfseminni. Mikilvægt að taka góðar myndir allt árið um kring.

Hættumat / áhættustjórnun.

Hættumat / áhættustjórnun. Faghópar um ISO og gæðastjórnun héldu í Endurmenntun Háskóla Íslands í morgun sameiginlegan fund um hættumat/áhættustjórnun. Ásgeir Westergren og Gísli Björnsson, áhættustýringu hjá Orkuveitu Reykjavíkur ræddu um markmið áhættustýringar, verk-og skipulag, áhættustefnu OR, flokkun áhættu og skýrslu Markmið áhættustýringar er að draga úr sveiflum í afkomu, vakta áhættuþætti og halda þeim innan skilgreindra marka sem stjórn setur. Stuðla að aukinni meðvitund innan fyrirtækisins um óvissur í rekstarumhverfi og fjárfestingum. Varðandi verklag um áhættustýringu. Þá er verið að auðkenna áhættuna, gera áhættumat, áhættustýring og eftirlit. Í auðkenningu áhættu þá er verið að öðlast skilning á verkefni og tilheyrandi áhættu, auðkenna áhættuþætti. Í áhættumati er verið að meta líkur atburðar, meta fjárhagsleg áhrif atburðar og meta vænt áhrif. Hlutverkaskipan er með þeim hætti að stjórn ber ábyrgð á áhættustefnu og breytingar þurfa því samþykki eigenda og stjórnar. Áhætturáð framfylgir stefnu í daglegum rekstri. Áhætturáðið er skiptað forstjóra. Ráðir mótar áhættustefnu og leggur til umfjöllunar/samþykktar í stjórn. Ráðið vaktar stefnuna. Áhættustýring er stoðdeild fyrir móðurfélag OR, heldur utan um áhættutilvik rekstaráhættu og úrvinnslu þeirra, situr og upplýsir áhætturáð, framkvæmir varnarsamninga eða breytingar á samningum og kemur að meiriháttar skuldbindandi ákvörðunum. Áhættur í rekstri OR er kjarnaáhætta, tengd hita,vatns,rafmagns,frá og gagnaveitu. Áhætta við orkuframleiðslu og sölu, samkeppni á kjarnasviðum. Markaðsáhætta, áhrif markaðssveiflna á fjárhagslegan styrk OR, gengissveiflur, erlent og innlent vaxtastig, verðlagsþróun, vaxtaálag og verð á áli. Lausafjáráhætta, geta OR til að mæta skuldbindingum og grípa tækifæri, rekstarútgjöld, afborganir af lánum, fjárfestingar og samsetning eignasafns. Nótaðilaáhætta, áhrif hugsanlegra vanskila viðskiptavina á OR, stærð einstakra viðskiptavina, einsleitir hópar viðskiptavina,. Rekstararáhætta, áhrif áfalla og ófyrirséðs tjóns á fjárhag OR. Varðandi flokkun þá er greint hvað er hættutilvik, springur heitavatnsrör. Áhættumat og áhættustýring. Áhættur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur; kjarnaáhætta, fjárhagsleg áhætta og rekstrarleg áhætta. Framkvæmd áhættumats og áhættustýringar hjá Orkuveitunni. Rekstraráhætta; lögð er áhersla á greiningu hættutilvika, ýmist hugarflugsfundir, ábendingar eða raunatburðir. Eitt besta vopnið í áhættustýringu er heilbrigð skynsemi. Öll tjón eru metin til fjárhags. Varðandi líksamstjórn þá er mannslíf metið gríðarlega hátt og því tekið fyrir og meðhöndlað. Krónur eru settar á allar áhættur til að forgangsraða. Það er hjálplegt en orðspor er ekki hægt að meta til fjár. Sigurjón Þór Árnason, gæða- og upplýsingaöryggisstjóri hjá Veðurstofu Íslands fjallaði um áskoranir fyrirtækja við innleiðingu á áhættumati. Sigurjón varpaði fram þeirri spurningu: „Hvaðan koma áskoranir um áhættumat?“ Þær koma úr stöðlunum (ISO 27001 og ISO 9001) Í hverjum einasta kafla kemur fram að það þurfi að vera áhættumat. Þær koma einnig frá Vinnueftirlitinu og Persónuvernd. Allir þeir sem eru með persónugreinanlega gögn þurfa að gera áhættumat. Ný lög taka gildi 24.maí, þau eru sameiginleg fyrir allt Evrópubandalagið. Níutíuprósent gagna sem hefur verið safnað hafa komið á sl. tveimur árum. Persónuvernd er að reyna að tryggja borgarana og gefa einstaklingum miklu meiri rétt. Einstaklingur getur þá óskað eftir að týnast, hann getur farið í lögsókn og fengið fjárhagslegar skaðabætur ef honum finnst á sig stigið. Þetta er mikilvægt skref sem við Íslendingar verðum einnig að taka. Allt í einu hefur persónuvernd gríðarleg völd. Persónuvernd getur nú sektað 4% af heildarveltu ef ekki verður unnið eftir þessum nýju lögum. Það skiptir engu hvort þetta er sjoppan á horninu eða stórfyrirtæki. Það er því ekki áskorun heldur krafa að vera búinn að innleiða fyrir 25.maí 2018 öryggisstefnu. Guðmundur Kjerúlf Vinnueftirlitinu fjallaði um áhættumat starfa. Áhættumatið er þannig að farið er skipulega yfir vinnuumhverfið og reynt að meta hvort það geti valdið heilsutjóni og skipuleggjum úrbætur. Markmiðið er að 1. við komum heil heim úr vinnu 2. Starfsmenn fái verkefni við hæfi og stuðla að andlegri og líkamlegri aðlögum þeirra að starfsumhverfinu 3. Draga úr fjarvistum frá vinnu 4. Stuðla að félagslegri þátttöku. Félagslegir og andlegir þættir verða mest útundan á vinnustað. Aðferð við gerð áhættumats er frjáls, en hún verður að vera skrifleg, greina þau vandamál sem eru á vinnustað og yfirfara slysaskrá a.m.k. einu sinni á ári. Forvarnir Vinnueftirlitsins eru í 3 stigum. Því miður eru ekki nægilega margir í 1.stigs forvörnum sem er að fjarlægja hættur. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins eru gátlistar. Sértækir vinnuumhverfisvísar eru félagslegur og andlegur aðbúnaður á vinnustað, ánægjukönnun fyrir starfsfólk á vinnustöðum. En hvernig er staðan í raun og veru? Nýlega var gerð úttekt i fiskvinnslu á Íslandi og hefði hún mátt koma miklu betur út. Öryggi skapast stig af stigi. Grunnurinn verður að vera í lagi. Andlega og félagslega matið. Ný reglugerð nr.1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni. Skoða á fjölda starfsmanna, aldur, kynjahlutfall, ólíkan menningarlegan bakgrunn, örðuleika í tengslum o.fl. Oft er verið að vinna í langtíma tímaþröng, er verklýsing óljós, er mikið um einhæfni, lítið athafnafrelsi, svigrúm, starfsþróun. Hvernig eru samskiptin, upplýsingaflæði, of lítill stuðningur frá stjórnendum og samstarfsmönnum, lítið umburðarlyndi, einelti og kynferðisleg áreitni. En hvað skiptir máli? Hvað gerum við best, lærum af því. Guðmundur sagði frá OiRA= Online interactive Risk Assesssment sem er rafrænt gagnvirkt áhættumat, hugsað fyrir fyrirtæki með 50 starfsmenn og færri. Þetta er hugbúnaður um áhættumat sem er opinn öllum og ókeypis. OiRA skiptist í 5 hluta, undirbúning, greiningu, mat, aðgerðaráætlun og skýrsla. Ólafur R. Rafnsson hjá Capacent fór yfir nálgun við áhættustýringu og hvernig er hægt að standa að framkvæmd áhættumats. Sú aðferðafræði sem Ólafur kynnti samræmist nýjum kröfum sem gerðar eru samkvæmt ISO/IEC 9001:2015. Við innleiðingu á áhættustýringu þarf að huga að mörgum þáttum. Nýtt í staðlinum er að nú þarf að vera eigandi áhættustefnunnar. Mikilvægt er að mótun áhættustefnu sé gerð rétt og hún sé skjalfest. Áhættustýring er ekkert ósvipuð áætlunargerð. Ólafur mælir með ISO 27005. Ólafur nefndi mikilvægi þess að hugtök væru skilgreind rétt og að allir hefðu sama skilning á sömu hugtökum. Asset er ekki lengur einungis eign. Asset getur verið upplýsingar s.s. kortaupplýsingar. Supporting asset er vélbúnaður, hugbúnaður, fólk, netkerfi samningar, aðstaða o.s.frv.

RapidValue - Virðisdrifnir viðskiptaferlar og þekkingarstjórnun í Microsoft viðskiptahugbúnaði

Að skapa vinningslið

Viðburðir á næstunni

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn 1. september nk. í Nauthól kl.16:30-17:40

Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn fimmtudaginn 1.september nk. í Nauthól kl.16:30-17:50.

Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu.

Mikilvægt er að senda drög að dagskrá faghópanna til framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is fyrir 26.ágúst. Þegar alli…

Hver ertu?

Endurmörkun Orkuveitu Reykjavíkur

Sigrún Viktorsdóttir , forstöðumaður þjónustustýringar hjá OR mun segja frá endurmörkun (rebranding) Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna ohf. sem frá janúar 2014 þegar Veitur ohf. urðu til, birtust undir sama merki þar til í desember 2015.

Fjallað verður um undanfarann, vinnuferlið og áskoranir sem fyrirtækin fóru í gegnum á undirbúnings- og yfirfærslutímabilinu.
Einnig verður farið yfir nýafstaðnar rannsóknir á vörumerkjavitund fyrirtækjanna.…

Yfirlit faghópa

Kjarnastarf Stjórnvísi er í faghópunum. Í Stjórnvísi eru starfandi tæplega 20 faghópar undir forystu sterkra stjórna sem koma frá aðildarfyrirtækjum félagsins.

Með því að skrá þig í faghóp færðu sendar tilkynningar um viðburði, gefst kostur á að skoða ítarefni frá viðburðum og fá áhugaverðar fréttir. Engin takmörk eru fyrir því hve marga faghópa er hægt að skrá sig í.

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Breytingastjórnun Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 en tók formlega til starfa í janúar 2013. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.

CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan Skrá í hóp

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

FagmennskAk Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

Fjármál fyrirtækja Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

Gæðastjórnun 1 Skrá í hóp

Gæðastjórnunarhópurinn vinnur að því að efla þekkingu á gæðastjórnun og stuðla að miðlun á reynslu milli þeirra sem starfa að málum tengdum gæðastjórnun innan fyrirtækja og stofnana. Þá hvetur hópurinn til tengslamyndunar milli þeirra sem starfa í faginu og hefur vettvangurinn reynst ómetanlegur fyrir gæðastjóra til að leita ráða hver hjá öðrum.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Heilsueflandi vinnuumhverfi Skrá í hóp

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Hugbúnaðarprófanir Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

ISO hópur Skrá í hóp

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn fjallar um ISO staðla og kröfur sem vottuð fyrirtæki hlíta

Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining Skrá í hóp

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og –stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í tengslum við kostnaðarstjórnun og –greiningu í víðu samhengi.

Lean - Straumlínustjórnun Skrá í hóp

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.

Mannauðsstjórnun Skrá í hóp

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Markþjálfun Skrá í hóp

Markþjálfun / Stjórnendamarkþjálfun  (e.Coaching / Executive Coaching). Markmið faghópsins er að kynna markþjálfun og hvaða ávinning stjórnendur fyrirtækja og/eða einstaklingar geta haft af henni, í faglegu eða persónulegu lífi. Einnig að kynna mismunandi aðferðir markþjálfunar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á stjórnun.

Matvælasvið Skrá í hóp

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

Nýsköpun og sköpunargleði Skrá í hóp

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.

Opinber stjórnsýsla Skrá í hóp

Prufufaghópur Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja 2 Skrá í hóp

Faghópurinn um samfélagsábyrgð fyrirtækja var stofnaður hjá Stjórnvísi árið 2012 og telur síaukinn fjölda meðlima. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Sköpunargleði Skrá í hóp

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

Stefnumótun og árangursmat Skrá í hóp

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) Skrá í hóp

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin “þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni” vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.

Umhverfi og öryggi Skrá í hóp

Stefna umhverfis-og öryggistjórnunarhóps Stjórnvísi er að taka virkan þátt í umræðunni um ytri og innri umhverfismál fyrirtækja. Lögð er áhersla á að skapa vettfang fyrir fróðlegar umræður og skoðanaskipti um úrlausn ýmissa þátta í starfsemi fyrirtækja er varða þennan málaflokk.

Upplýsingaöryggi Skrá í hóp

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun Skrá í hóp

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Virðismat og virðismatstækni Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.

Viðskiptagreind Skrá í hóp

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

Vörustjórnun - Innkaup og innkaupastýring Skrá í hóp

Þjónustu- og markaðsstjórnun Skrá í hóp

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.
/ 08:30 - 10:00