Viðburðir á næstunni

Gerð og innleiðing stefnu Landsbankans – Lausnir og praktískar aðferðir við breytingastjórnun

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00-09:05  Sigurður Arnar Ólafsson stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og stýrir fundinum sem verður á Teams.

09:05-09:35  Friðrik G. Guðnason frá Landsbankanum segir frá því hvernig staðið var að gerð stefnunnar „Landsbanki nýrra tíma“ árið 2020 en ekki síður hvernig staðið hefur verið að innleiðingu hennar í kjölfarið.  Hann mun kynna ýmsar praktiskar aðferðir, verklag og lausnir tengdar breytingastjórnun sem Landsbankinn hefur nýtt sér til að innleiða stefnuna á sem skilvirkastan hátt í sinni starfsemi.  Um er að ræða mjög áhugaverða nálgun og spennandi að sjá hvað af þeim aðferðum sem Landsbankinn nýtir geta gagnast okkur í faghópnum, jafnvel strax, við breytingastjórnun í okkar fyrirtækjum.

09:35 – 09:45  Umræður og spurningar

Um fyrirlesarann:

Friðrik G. Guðnason er í dag aðstoðarmaður bankastjóra Landsbankans ásamt því að sinna starfi sem forstöðumaður Stefnumótunar og ferla.  Hann hefur starfað hjá Landsbankanum frá 2006, fyrstu árin sem verkefnastjóri en frá 2013 sem forstöðumaður ólíkra eininga sem allar hafa það sammerkt að tengjast breytingastjórnun á einn eða annan hátt.  Síðast var hann forstöðumaður Högunar en þar var hann í forsvari fyrir ferlastjórnun, gæðastjórnun, verkefnastofu, tæknihönnun, skjalastjórnun og samningastjórnun bankans.  

Áður en Friðrik hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá Hugviti/GoPro 1998-2006, fyrst við hugbúnaðargerð og síðar sem hópstjóri sérlausna, deildarstjóri veflausna og síðustu árin sem þróunarstjóri.

 



 

 

Sjálfbærnivegferð Brimborgar - áhrif á vörustýringu og aðra þætti reksturs fyrirtækisins

Click here to join the meeting

Brimborg hefur verði á mikilli sjálfbærnivegferð undanfarin ár og var meðal annars fyrst bílaumboða á Íslandi til þess að skila sjálfbærniskýrslu árið 2022. Egill Jóhannsson forstjóri Brimborgar fer yfir vegferðina, helstu áskoranir og hvernig hún hefur haft áhrif á vörustýringu jafnt sem aðra þætti í rekstri fyrirtækisins.

Jafnrétti og leitin að jafnvæginu

Click here to join the meeting

Faghópur Stjórnvísi um sjálfbæra þróun fjallar um félagslegan hluta sjálfbærrar þróunar. Sjálfbærni er mikilvægur drifkraftur í starfi fyrirtækja og hefur mest farið fyrir umhverfislegum hluta sjálfbærninnar. Á þessum fundi ætlum við að fjalla um félagslega þætti sjálfbærninnar sem lýtur að jafnrétti og kynjafjölbreytni. Við fáum að heyra innlegg frá fyrirtækjum sem einbeita sér að jafnrétti og jafnræði auk þess sem við heyrum um Jafnvægisvogarverkefni FKA útfrá markaðssetningu á jafnrétti. 

  • Félagsleg sjálfbærni: Heimsmarkmiðin og jafnrétti: Eva Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Podium, sem einnig stýrir fundinum.
  • Betri tækni bætir lífið: Fjölbreytileiki sem undirstaða nýsköpunar hjá Origo. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs hjá Origo.
  • Jafnrétti fyrir öll – Samkaup alla leið! Sandra Björk Bjarkadóttir, mannauðsstjóri Nettó og Iceland hjá Samkaupum.
  • Jafnvægisvogin: Með Piparbragði, Darri Johansen, stefnumótunarráðgjafi hjá Pipar.
  • Sjálfbærnivegferð Skeljungs og jafnréttismál: Jóhanna Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri sjálfbærni og stafrænnar þróunar og Linda Björk Halldórsdóttir, mannauðsstjóri Skeljungs.

Spunagreind | Generative AI: Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Click here to join the meeting

Spunagreind | Generative AI: 

Hvaðan er hún að koma og hvert ert hún að fara með okkur?

Vangaveltur innblásnar af framförum á sviði Generative AI eða spunagreindar. 

 Vélvæðing ruddi sér til rúms á Íslandi á 20. öldinni. Þá var það einkum vöðvaaflið sem vélarnar leystu af hólmi og juku um leið afköst og verðmætasköpun í atvinnulífinu.

Nú er að koma fram annars konar tækni, gervigreind, sem hermir ýmsa mannlega eiginleika með sífellt betri og jafnvel ískyggilega góðum árangri.

Vélar með mannlega eiginleika leysa í auknum mæli verkefni sem áður kröfðust aðkomu okkar og munu eins og áður auka afköst og verðmætasköpun.

Það er saga til næsta bæjar.

 Um er að ræða tækni sem á ensku kallast large language models eða LLMs og eru þekktar úrfærslur slíkra líkana t.d. GPT4 og ChatGPT frá OpenAI og BERT frá Google. 

Sú fyrrnefnda hefur þegar lært íslensku og mun líklega leika stórt hlutverk hér á landi á næstu misserum.  

 Það er engum blöðum um það að fletta að hér er á ferðinni tímamótatækni sem breytir leiknum fyrir einstaklinga, atvinnulíf og samfélagið í heild sinni.

 Og á þessum tímapunkti hefur tæknin líklega vakið fleiri spurningar en hún hefur svarað:

Hvaða verkefni mun þessi tækni leysa af hólmi á 21. öldinni? Eða bara árið 2023?

Hver verða áhrifin á okkur og samfélagið, í leik og starfi?

Hvað á okkur að finnast um þessa þróun? Hvernig eigum við að bregðast við?

Og síðast en ekki síst, hvernig berum við okkur að ef við viljum prófa og nýta þessa tækni til að bæta rekstur og þjónustu?

Brynjólfur Borgar er stofnandi DataLab og hefur sl. 25 ár aðstoðað fyrirtæki og stofnanir að hagnýta gagnatækni til að bæta rekstur og þjónustu.

Hann hefur fylgst með gagnatækninni þróast frá línulegum aðhvarfsgreiningum í SPSS yfir í djúp tauganet í skýinu og núverandi birtingarmynd tækninnar, t.d. í ChatGPT. 

Og allt þar á milli. 

 

Hvernig halda á aðalfund (lokaður fundur fyrir stjórnir faghópa)

Á þessum stutta fundi verður farið örstutt yfir hvernig halda á aðalfund faghópa og hvað skuli tekið fyrir. Einnig verður farið í ábyrgð og hlutverk stjórna faghópa.  

Með kærri kveðju,

Stjórn Stjórnvísi.

Fréttir af Stjórnvísi

Hamingjuóskir: Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2023

Hér má sjá myndir frá hátíðinni og link á streymið. Fjórir einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2023 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Nauthól að viðstöddum forseta Íslands.Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum en þetta er í fjórtánda sinn sem þau eru afhent. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2023 eru eftirtaldir:  Í  í flokki yfirstjórnenda Jón Björnsson, forstjóri Origo, í flokki millistjórnenda þau Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu og markaðssviðs hjá Icelandair  og   í flokki framkvöðla Finnur Pind, stofnandi og forstjóri Treble Technologies. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

  • Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar
  • Friðrik Þór Snorrason, framkvæmdastjóri Verna
  • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs
  • Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.
  • Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá PayAnalytics
  • Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
  • Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Hérna eru nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Frétt á visir.is
Frétt á vb.is

slóð á myndir af viðburðinum

 

 

Fréttir frá faghópum

Samtal við H. William Dettmer

Hér birtist nýtt viðtal við H. William Dettmer, upphafsmann Logical Thinking Process aðferðafræðinnar, en Dettmer hélt fyrirlestur á vegum faghópa um stjórnun viðskiptaferla og um stefnumótun og árangursmat vorið 2021.

Viðtalið birtist á nýrri upplýsingasíðu, "The Edge of Reason", sem helguð er röklegri greiningu og gagnrýninni hugsun.

H. William Dettmer er ráðgjafi og höfundur níu bóka um röklega greiningu og stjórnun hindrana (Theory of Constraints) og náinn samstarfsmaður Eli Goldratt, höfundar "The Goal". Sem ráðgjafi hefur Dettmer starfað með fjölda alþjóðlegra stórfyrirtækja við að bæta ákvarðanatöku á grunni röklegrar greiningar. Þar á meðal má nefna Deloitte, Boeing, Siemens, Lucent Technologies og Seagate, svo fátt eitt sé nefnt.

Dettmer er nú á sjötugasta og níunda aldursári, en síður en svo sestur í helgan stein. Megináhersla hans nú er á vefnámskeið í Logical Thinking Process aðferðafræðinni. Í viðtalinu segir hann m.a. frá þróun aðferðafræðinnar og kynnum sínum af Eli Goldratt og hugmyndum hans.

Tveggja heima sýn- Áhrifaríkt myndband

Tveggja heima sýn, tyrkneska ljósmyndarans Ugur Gallenkus, segir sína sögu á áhrifaríkan hátt. Mótun framtíðina þannig að hún styðji við velferð, hagsæld og frið.

https://www.youtube.com/watch?v=4tet-cuSd30 

Framtíðarskipulag borgar?

Framtíðaráform um miðbæ Riyadh, New Murabba. Áhugavert og skemmtilegt myndband?

https://www.youtube.com/watch?v=1MNizNkTUwI  

Faghópamynd

Kjarni starfseminnar

Hér eru allar upplýsingar fyrir stjórnir faghópa um hvernig á að stofna viðburði og fleira gagnlegt. Virkir faghópar félagsins eru 25 talsins og er öflugt starf þessara hópa undirstaða félagsins.  Á þessari síðu má sjá alla faghópa félagsins bæði virka og óvirka, fréttir, dagskrá, markmið, tilgang og hverra þeir höfða til. Þar er einnig að finna upplýsingar um hverjir eru í stjórn hvers faghóps en fjöldi stjórnarmanna er á bilinu 4-12.  Hafir þú áhuga á að koma í stjórn faghóps er um að gera að senda póst á formann faghópsins, netfang koma upp um leið og bendillinn fer yfir nafnið.  

Hafir þú áhuga á að stofna eða endurvekja faghóp sendu þá erindi á framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is


 

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Aðstöðustjórnun (119)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19 hefur í raun ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki. Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.

Almannatengsl og samskiptastjórnun (105)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla og samskiptastjórnunar innan skipulagsheilda sem og hjá einstaklingum þeim til framdráttar, ásamt því að auka vitund um mikilvægi þessa greina með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra og málstofur sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang almannatengsla og samskiptastjórnunar á Íslandi sem og erlendis.

Breytingastjórnun (1112)

Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi sem nýtist strax í starfi.

Fjölbreytileiki og inngilding (180)

Fjölbreytileikinn er alls staðar, í hverri fjölskyldu og á hverjum vinnustað. Hvert og eitt okkar vill fá að vera það sjálft, tilheyra samfélaginu og upplifa virðingu – óháð uppruna, trú, kyni, kynhneigð og kynvitund. Hvernig sköpum við þannig vinnustaðamenningu að öll flóra samfélagsins fái að njóta sín? Inngilding (e. inclusion) er mikilvægur þáttur á þeirri vegferð og faghópur um fjölbreytileika og inngildingu mun skapa vettvang til aukinnar fræðslu á því sviði.

Framtíðarfræði (435)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Góðir stjórnarhættir (803)

Tilgangur faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti skipulagsheilda með fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn til starfandi og verðandi meðlima í stjórnum, nefndum og ráðum sem og annarra áhugasamra.

Gæðastjórnun og ISO staðlar (696)

Faghópurinn fjallar um gæðastjórnun, ISO staðla og aðra staðla til stjórnunar en einnig faggilda vottun á grundvelli staðla.

Heilsueflandi vinnuumhverfi (693)

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Innkaupa- og vörustýring (316)

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi stefnumiðaðra og hagkvæmra innkaupastýringar á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.

Jafnlaunastjórnun (302)

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

Lean - Straumlínustjórnun (1097)

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.

Leiðtogafærni (731)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni. Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni. Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér. Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Loftslagsmál (208)

Loftslags- og umhverfismál snerta samfélög um heim allan. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra, ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.

Mannauðsstjórnun (898)

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Markþjálfun (652)

Markþjálfun (coaching) og teymisþjálfun (teamcoaching) er viðurkennd árangursrík aðferðafræði. Hraði, breytingar og áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Markþjálfun hjálpar við það.

Persónuvernd (358)

Tilgangur með stofnun faghópsins er að skapa vettvang fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið faghópsins er að þjóna sem flestum hópum sem vinna að eða hafa áhuga á persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. persónuverndarfulltrúum, mannauðsstjórum, stjórnendum og aðilum sem starfa í upplýsingatæknigeiranum. Þá er það markmið faghópsins að vera vettvangur fyrir starfandi persónuverndarfulltrúa sem starfa hjá íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og félagasamtökum m.a. til að þeir aðilar sem sinna þessu nýja hlutverki geti mótað hlutverk sitt og nýtt sér reynslu og þekkingu annarra fulltrúa. Hópurinn samastendur af einstaklingum sem starfa sem persónuverndarfulltrúar hjá opinberum aðilum, félagasamtökum og einkafyrirtækjum svo og ráðgjöfum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni.

Sjálfbær þróun (521)

Faghópurinn um sjálfbæra þróun fyrirtækja leitast við að miðla þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærrar þróunar fyrirtækja. Faghópurinn hefur lagt áherslu á samstarf við aðra hópa enda svið málaflokkurinn víður og ekkert óviðkomandi.

Stafræn fræðsla (400)

Markmið faghópsins stafræn/rafræn fræðsla er að skapa umræðuvettvang til að miðla þekkingu og reynslu um aðferðir og utanumhald á stafrænu fræðsluefni innan fyrirtækja og stofnana.

Stefnumótun og árangursmat (903)

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.

Stjórn Stjórnvísi (30)

ATH! Einungis fyrir stjórn Stjórnvísi. Árlega stendur stjórn Stjórnvísi fyrir fjölda viðburða; Kick off fundur stjórna í lok ágúst, haustráðstefna Stjórnvísi í september/október, nýársfagnaður í janúar, uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar, Stjórnunarverðlaun o.fl.

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) (353)

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin „þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni“ vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.

Tæknifaghópur (158)

Tæknihópur Stjórnvísi var formlega stofnaður í maí 2020 og samanstendur af hópi fólks úr ólíkum greinum atvinnulífsins sem hafa öll áhuga á hjálpa íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að hagnýta tækni til árangurs.

Upplýsingaöryggi (336)

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun (1181)

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Þjónustu- og markaðsstjórnun (551)

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.

Öryggisstjórnun (343)

Öryggisstjórnun og heilsuvernd er að verða æ snarari þáttur í stjórnun fyrirtækja. Lagaumhverfi hefur skerpst og einnig hafa fyrirtæki með aukinni áherslu á samfélagslega ábyrgð upp á eigið fordæmi tekið þessa þætti til gagngera endurbóta.

ÖÖ: Óvirkur Excel (291)

Tilgangur faghópsins er að efla Microsoft Excel notendur, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Alla þá sem finnst Excel vera frábært verkfæri og vilja læra meira. Ert þú heillaður/heilluð af því hversu öflugt verkfæri Microsoft Excel er og langar að læra meira? Þar sem það er ómögulegt fyrir eina manneskju að kunna allt það sem hægt er að gera í Excel hefur þessi faghópur verið stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar við fáum tækifæri á því að ræða saman um Excel tengd málefni og miðla þekkingu okkar á milli. Leitast verður við að fá Excel sérfræðinga í íslensku atvinnulífi til að deila með okkur hvernig þeir nota Excel. Hér hefur þú tækifæri á að tengjast öðru Excel áhugafólki og í leiðinni eflast í þínu fagi. Málefni sem við munum velta fyrir okkur eru eftirfarandi, listinn er ekki tæmandi: Hvaða verkefni leysa notendur með Excel. Hvaða verkfæri eru Excel sérfræðingarnir að búa til? Sem dæmi sjóðstreymi, áætlunartól og þess háttar. Hverjar eru uppáhalds skipanir, formúlur og flýtilyklar. Ráðleggingar hvað varðar „Best practice“.

ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan (94)

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja (306)

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).

ÖÖ: óvirkur: Hugbúnaðarprófanir (55)

Faghópur um hugbúnaðarprófanir og er byggður á grunni Félags um hugbúnaðarprófanir (ICEQAF) sem hefur starfað af krafti um skeið.

ÖÖ: óvirkur: ISO hópur (204)

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn hefur sameinast faghópi um gæðastjórnun.

ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun (221)

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og -stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í víðu samhengi.

ÖÖ: óvirkur: Matvælasvið (55)

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði (391)

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.

ÖÖ: óvirkur: Opinber stjórnsýsla (385)

Efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu.

ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði (256)

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

ÖÖ: óvirkur: Viðskiptagreind (202)

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

ÖÖ: óvirkur: Virðismat og virðismatstækni (61)

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.