Framsækin stjórnun

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, í eigu félagsmanna og ekki rekið í hagnaðarskyni.
Stjórnvísi eflir gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir gagnkvæma þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Vertu með!

Hvaða fyrirtæki eru aðilar að Stjórnvísi?

Stofna aðgang

Fréttir af Stjórnvísi

Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2017.

Ágætu Stjórnvísifélagar. Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2017. Til að tilnefna fyrir árið 2017 smellið hér: https://www.research.net/r/ZYKQT2W?A=[A365UP826KJH] Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2017 verða veitt í áttunda sinn þann 8.mars næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Hvammi, kl.16:00-18:00. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. mun afhenda verðlaunin. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir. Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga. Frestur til að tilnefna rennur út 31.janúar 2017. Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; http://stjornvisi.is Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa. Viðmið við tilnefningu: Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá. Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Dómnefnd. Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum. Dómnefnd 2017 skipa eftirtaldir: Ásta Bjarnadóttir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri mannauðssviðs Landspítala. Borghildur Erlingsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar og fulltrúi Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Helgi Þór Ingason, prófessor og forstöðumaður MPM náms við Háskólann í Reykjavík. Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs. Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins http://stjornvisi.is/stjornunarverdlaunin

Fréttir frá faghópum

Mannauðsmælingar mánaðarlega eins og aðrar lykiltölur vinnustaðarins

Mannauðsmælingar mánaðarlega var umræðuefni morgunverðarfundar á vegum faghóps um mannauðsstjórnun í Innovation House í morgun. Kynnt var hvernig mannauðsstjórinn getur náð enn meiri yfirsýn yfir vinnustaðinn sem heild og hvert svið og hvern hóp fyrir sig. Farið var yfir það hvernig allir stjórnendur innan vinnustaðarins verða enn virkari í ábyrgð á hlutverki sínu í að sinna mannauðshlutverki stjórnandans og heilbrigði vinnustaðarins eykst. Fyrirlesarar voru þau Trausti Harðarson sérfræðingur frá HR Monitor, Júlíus Steinn Kristjánsson mannauðsstjóri Ölgerðarinnar og Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Einkaleyfastofunnar.

Markþjálfunardagurinn verður 26.janúar 2017.

Faghópur um markþjálfun minnir á stærsta viðburð ársins sem tengist markþjálfun. Markþjálfunardagurinn verður haldinn í fimmta sinn 26. janúar nk. Kl.13.00 á Hilton Reykjavík Nordica. Snemmsölu lýkur í kvöld. Tryggðu þér viðburð á góðum kjörum í dag. https://tix.is/is/event/3480/mark-jalfunardagurinn-2017/ Stjórn faghóps um markþjálfun.

Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum

Orkuveita Reykjavíkur er eitt af elstu fyrirtækjum landsins stofnað 1909. Allt frá 1921 hefur Orka náttúrunnar snúið jólaplötum landsmanna og má því segja að hún eigi mikinn og góðan þátt í ánægjulegu jólahaldi. Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðlunum. Á fundinum var kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint var frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð var áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni. Fyrirlesarar voru þau Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.is Vinnan byrjaði snemma á þessu ári en þá lágu fyrir nýjar útgáfur af ISO 9001 og ISO 27001. Aukin áhersla var lögð á forystu stjórnenda og ákveðið að nýta tækifæri til þess að eiga samtal við stjórnendur til vitundarvakningar. Á 8 fundum með 35 stjórnendum og aðstoð 7.is var þetta kynnt. Hlutverk og ábyrgð stefnuráðs er þríþætt: 1. Að móta rýna og vakta sameiginlegar stefnur í samstæðu OR 2. Rýna markmið og lykilmælikvarða 3. Fjalla um stefnuverkefni fyrir stefnu. Stefnuráð er skipað af forstjóra og í stefnuráði sitja: forstjóri, framkvæmdastjórar í samstæðu OR, yfirmaður lögfræðimála og starfsmenn stefnuráðs. Þetta er svipað gæðaráði. Eigendur hafa sett svokallaða eigendastefnu en eigendur eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð. Stjórn OR mótar síðan heildarstefnu en OR er móðurfélag. Í samþykktum dótturfélaga er kveðið á um að dótturfélögin skuli móta sér stefnur í samræmi við stefnur móðurfélagsins eins og áhættustefna, gæða, öryggis, upplýsinga-og öryggisstefnu o.s.frv. Þannig er tryggt að sama menning og viðhorf haldist innan samstæðunnar í ákveðnum málaflokkum. Núna eru móður-og dótturfélög búin að móta stefnu. Síðan eru stefnur sem eru misjafnar s.s. samkeppnisstefna, samskiptastefna, o.fl. Verklagið við rýni á stefnu málaflokka er þannig að stjórnandi málaflokks undirbýr rýni stefnunnar. Stærsta breytingin í stöðlunum er ábyrgð/forysta stjórnenda. Í forystu felst að tryggja að gæðastefna sé mótuð og gæðamarkmið sett sem falla að samhengi og stefnuáætlunum fyrirtækisins, tryggja samþættingu gæðastjórnunarkerfisins og viðskiptaferla fyrirtækisins, stuðla að ferlismiðun og áhættuhugsun, miðla upplýsingum um mikilvægi gæðastjórnunar, virkja, leiða og styðja einstaklinga með framlag til gæða, stuðla að umbótum, styðja næstráðendur í að sýna forystu og síðast en ekki síst að leggja áherslu á viðskiptavini. En hvert er þá hlutverk gæðastjóra? Sjá til að ferlin séu skilgrein, vinna að því að ferlin séu hagnýtt, stuðla að forystu, gera grein fyrir árangri samstæðunnar t.d. í að gera viðskiptavininn ánægðan. En á hverju byggir gæðastjórnun? Fókusinn er að koma til móts við kröfur viðskiptavina og leitast við að fara fram úr væntingum viðskiptavina. Viðfangsefnið er: Áhersla á viðskiptavininn, forysta, virkni starfsfólk o.fl. Stjórn sem byggir á staðreyndum. Rætt var við stjórnendur um hver eru mikilvægustu viðfangsefni sem stuðla að bættum árangri, bættum gæðum? Hvaða starfsþættir hafa mest áhrif í þinni starfsemi, að hverju viljum við stefna og hvað ætlum við að gera til þess? Skráðar voru niður ábendingar á greiningarfundunum og unnið úr þeim. Yfir 400 ábendingar komu sem voru flokkaðar í sex flokka. Mjög góðar ábendingar komu m.a. um að reyna að takmarka möguleika á villu þ.e. halda ekki áfram ef hlutirnir eru ekki í lagi. Markmið var sett um að vinna verkin rétt og bregðast við frávikum. Ógnir sem steðja að upplýsingum OR og dótturfélaga eru aðgengi, breyting, leki, mistök, skemmdir, svik, villur og annað. Bent var á hversu dýrt það getur orðið ef það verður gagnaleki frá 2013 en Target lenti í 5milljarða króna kostnaði. Sektir eru 4% af veltu í dag og því verulegir hagsmunir í húfi. Stjórnendur voru beðnir um að velta fyrir sér hvaða upplýsingaeignir þeir hefðu og hvaða afleiðingar það hefði ef : þær væru á glámbekk, hvort þyrfti yfirhöfuð að passa þeirra upplýsingar, hvað þyrfti að gera til að gæta upplýsinga og hvernig hvet ég mitt fólk til að fá fram meðvitund um upplýsingaöryggi. Frá stjórnendum komu 477 ábendingar eða óskir, þær voru flokkaðar í 23 kóða og út úr því komu 5 áherslur eða öryggisþættir. Út úr þessu kom áhættustýring og vitund.

Viðburðir á næstunni

Wake me up before you gogo! - Hvernig nýtum við reynslu starfsmanna áður en kemur að starfslokum?

Á viðburðinum verða þrjú áhugaverð erindi um þetta skemmtilega og mikilvæga málefni.

Glatað fé eða fundið? Miðaldra og eldra fólk í starfi.

Í erindi sínu mun Jóna Valborg koma með hugmyndir að því hvernig styrkja megi aldurstengda stjórnun starfsmannamála (e. age management). Byggir hún umfjöllun sína á rannsókn sem ætlað var að auka þekkingu og skilning á starfsmannahópnum 50 ára og eldri. Starfsánægjuvogin verður kynnt sem hagnýtt verkfæri fyrir stjórnendur og ýmis ráð gefin sem eiga að …

Breytingar á umhverfis- og öryggisstjórnunarstöðlum, ISO 14001 og ISO 45001

Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs Eflu og Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá Eflu munu fara yfir helstu breytingar sem verða á OHSAS 18001 í tengslum við útgáfu hans sem ISO staðals 45001 og breytingarnar á 2015 útgáfunni af ISO 14001. Einnig segja þær frá því hvernig Efla er að bregðast við þessum breytingum á stöðlunum.…

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð

Kynning á niðurstöðum mælinga 2016 og afhending viðurkenninga
Fimmtudaginn 2. febrúar 2017, kl. 8:30 -09:45
Grand Hótel - Gullteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík
Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Davíð Lúðvíksson, Samtökum iðnaðarins.
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2016.
Trausti Haraldsson sérfræðingur hjá Zenter kynnir niðurstöður ánægjuvogarinnar 2016, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:…

Yfirlit faghópa

Kjarnastarf Stjórnvísi er í faghópunum. Í Stjórnvísi eru starfandi tæplega 20 faghópar undir forystu sterkra stjórna sem koma frá aðildarfyrirtækjum félagsins.

Með því að skrá þig í faghóp færðu sendar tilkynningar um viðburði, gefst kostur á að skoða ítarefni frá viðburðum og fá áhugaverðar fréttir. Engin takmörk eru fyrir því hve marga faghópa er hægt að skrá sig í.

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Breytingastjórnun 1 Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 en tók formlega til starfa í janúar 2013. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan Skrá í hóp

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

FagmennskAk Skrá í hóp

Fjármál fyrirtækja 2 Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Gæðastjórnun 1 Skrá í hóp

Gæðastjórnunarhópurinn vinnur að því að efla þekkingu á gæðastjórnun og stuðla að miðlun á reynslu milli þeirra sem starfa að málum tengdum gæðastjórnun innan fyrirtækja og stofnana. Þá hvetur hópurinn til tengslamyndunar milli þeirra sem starfa í faginu og hefur vettvangurinn reynst ómetanlegur fyrir gæðastjóra til að leita ráða hver hjá öðrum.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00

Heilsueflandi vinnuumhverfi Skrá í hóp

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Hugbúnaðarprófanir Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

ISO hópur 5 Skrá í hóp

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn fjallar um ISO staðla og kröfur sem vottuð fyrirtæki hlíta
Viðburðir síðustu 3 mánuði 5

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00

Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining 2 Skrá í hóp

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og –stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í tengslum við kostnaðarstjórnun og –greiningu í víðu samhengi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Lean - Straumlínustjórnun 2 Skrá í hóp

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Mannauðsstjórnun 5 Skrá í hóp

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 5

Viðburðir

/ 09:00 - 10:00

Markþjálfun 1 Skrá í hóp

Markþjálfun / Stjórnendamarkþjálfun  (e.Coaching / Executive Coaching). Markmið faghópsins er að kynna markþjálfun og hvaða ávinning stjórnendur fyrirtækja og/eða einstaklingar geta haft af henni, í faglegu eða persónulegu lífi. Einnig að kynna mismunandi aðferðir markþjálfunar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á stjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 09:00 - 10:00

Matvælasvið Skrá í hóp

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

Nýsköpun og sköpunargleði 1 Skrá í hóp

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Opinber stjórnsýsla Skrá í hóp

Prufufaghópur Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja 3 Skrá í hóp

Faghópurinn um samfélagsábyrgð fyrirtækja var stofnaður hjá Stjórnvísi árið 2012 og telur síaukinn fjölda meðlima. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

Sköpunargleði Skrá í hóp

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

Stefnumótun og árangursmat 2 Skrá í hóp

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) Skrá í hóp

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin “þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni” vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.

Umhverfi og öryggi 1 Skrá í hóp

Stefna umhverfis-og öryggistjórnunarhóps Stjórnvísi er að taka virkan þátt í umræðunni um ytri og innri umhverfismál fyrirtækja. Lögð er áhersla á að skapa vettfang fyrir fróðlegar umræður og skoðanaskipti um úrlausn ýmissa þátta í starfsemi fyrirtækja er varða þennan málaflokk.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Upplýsingaöryggi 1 Skrá í hóp

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Verkefnastjórnun 2 Skrá í hóp

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Virðismat og virðismatstækni Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.

Viðskiptagreind Skrá í hóp

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

Vörustjórnun - Innkaup og innkaupastýring Skrá í hóp

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi hagkvæmra innkaupa á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.
/ 08:45 - 10:00

Þjónustu- og markaðsstjórnun 2 Skrá í hóp

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00