Framsækin stjórnun

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, í eigu félagsmanna og ekki rekið í hagnaðarskyni.
Stjórnvísi eflir gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir gagnkvæma þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Vertu með!

Hvaða fyrirtæki eru aðilar að Stjórnvísi?

Stofna aðgang

Fréttir af Stjórnvísi

Myndir frá fyrri tíð – endilega merkið þá sem þið þekkið.

Vorum að setja inn á facebook skemmtilegar myndir frá fyrri tíð Stjórnvísi. Endilega kíkið á og merkið við þá sem þið þekkið á myndunum. Á myndunum sést hvað starfsemi Gæðastjórnunarfélags Íslands og seinna Stjórnvísi var blómleg og mikill metnaður lagður í ráðstefnur og fundi. https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1336934563041157 https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1337273769673903

Fréttir frá faghópum

Aðfangastýring í Eve Online

Faghópur um vörustjórnun, innkaup og innkaupastýringu hélt í morgun áhugaverðan fund þar sem Bergur Finnbogason, development manager hjá CCP kynnti samspil aðfangakeðja í EVE Online tölvuleiknum þar sem notendur keyra ótrúlega flóknar uppsetningar til að hámarka árangur sinn í öflun aðfanga fyrir viðskiptaveldi sín. EVE er í dag 14 ára gamall leikur, einu ári eldri en World of Warcraft.

Þjónandi forysta í framkvæmd hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur tileinkað sér þjónandi forystu. Í morgun var haldinn fundur hjá Lögreglunni á Hverfisgötu á vegum faghóps um mannauðsstjórnun þar sem Sigríður Björk fjallaði um framkvæmd þjónandi forystu í sínu starfi, áskoranir og ávinning. Í fyrra fengu félagar Stjórnvísi kynningu á Þjónandi forystu og gildum hennar og á þessum fyrirlestri var gefin innsýn í hvernig þjónandi forysta er í framkvæmd og hvernig er að vinna samkvæmt gildum þjónandi forystu. Þjónandi forysta breytir viðteknum samskiptum og stjórnunaraðferðum. Núna starfa 630 manns hjá lögreglunni en þyrfti að vera tæplega 1000 manns. Þrjátíu prósent þeirra sem eru í götulögreglunni eru konur og eru 53,8% þeirra eru undir 40 ára aldrei. Í dag missir lögreglan mikið af konum yfir til flugfélaganna vegna þess að þar eru hærri laun og meiri frítími. Sérstakar aðstæður eru í lögreglunni, starfað er eftir lögreglulögum, reglugerð um starfsstig innan lögreglu, píramídaskipulag/stigveldi, margvíslegar kröfur og afstaða til lögreglu. Öllu máli skiptir hvernig lögreglan kemur fram því viðmót og viðbrögð á vettvangi hafa mikil áhrif. En markmiðin eru skýr. Lögð er áhersla á þjónustu við almenning, meiri þjónusta fyrir minna skattfé, aukin fagmennska, bættir verkferlar, meiri starfsánægja, meiri kraftur í starfseminni, nýsköpunarhugsun, meira jafnræði innan skipulagsheildarinnar og að auðmýkt sé ekki talinn veikleiki heldur styrkur. Sigríður sagði að þjónandi leiðtoginn væri umhyggjusamur. En hvað er þjónandi forysta? Að rækta upp leiðtoga og styrkja þá, að horfa alltaf á viðskiptamanninn, auka heilbrigði og gleði á vinnustaðnum, ýta hindrunum úr vegi, halda egóinu í tékki og að sýna auðmýkt og þjónustulund. Þjónandi leiðtogi er fyrst og fremst þjónn. Rótin liggur í hinni eðlislægu þörf mannsins til þess að þjóna. Í framhaldi af því tekur fólk þá meðvituðu ákvörðun að gerast leiðtogar. Besti mælikvarði þjónandi forystu er að spyrja sig: „Vaxa þeir sem þjónað er sem einstaklingar og verða þeir heilbrigðari?“ Mikill misskilningur er að ætla að þjónandi forysta feli í sér undirgefni, ekki hægt að sópa vanda undir teppið, alltaf hugsað um heildarhagsmuni. Það er spurning um lífsgæði að vera öruggur í sínu landi. Þjónandi forysta krefst ákveðins jarðvegs, það er vandkvæðum bundið að koma henni á í umhverfi sem stýrt er með í anda einveldis og þar sem samstarfsfólk sýnir tregðu við að taka á sig þá ábyrgð sem fylgir þjónandi forystu. Lögreglan vinnur í dag mikið af samstarfsverkefnum með ýmsum aðilum t.d. Landsbjörg, og velferðarráðuneytinu. Sigríður segir að það séu frábærir leiðtogar innan lögreglunnar sem leiða þessi verkefni.

Lean Ísland ráðstefna í Hörpu 17.mars 2017

Stjórn faghóps um Lean vekur athygli á Lean ráðstefnu í Hörpu 17.mars 2017 http://leanisland.is skráning er á: www.leanisland.is Lean Ísland er stærsta stjórnendaráðstefnan hér á landi. Þar færðu að heyra það helsta úr heimi stjórnunar hvort sem um er að ræða straumlínustjórnun, gæðastjórnun, breytingastjórnun eða ferlastýringu svo dæmi séu tekin. Fyrirlesarar koma víða að, m.a. frá Danske Bank, BBC, Ölgerðinni Orkuveitunni, Volvo Thomas Cook og fleiri. Hvort sem þú ert í þjónustu eða framleiðslu, stjórnandi eða sérfræðingur, byrjandi eða lengra komin, í banka eða opinbera geiranum, þá finnur þú eitthvað við þitt hæfi á Lean Ísland ráðstefnunni og námskeiðum í Lean Ísland vikunni.

Viðburðir á næstunni

Fullbókað: Málstofa um farsæla innleiðingu stefnu.

Fimmtudaginn 30. mars nk. býður Stjórnvísi félagsmönnum að sækja málstofu um farsæla innleiðingu stefnu.

Viðburðurinn er ætlaður félagsmönnum í öllum faghópum Stjórnvísi og verður haldinn hjá Símanum í Ármúla 25.

Kynntar verða sláandi niðurstöður nýrrar rannsóknar MMR um framkvæmd stefnu á íslenskum vinnustöðum. Jafnframt verður kynnt áhrifarík og margreynd aðferð FranklinCovey við farsæla innleiðingu á stefnumarkandi breytingum - 4DX: The 4 Disciplines of Execution. Að auki verða reyn…

„Set ég þristinn út!“ – Er A3 ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki?

A3, eða þristar, gegna veigamiklu hlutverki í „lean“ skipulagsheildum. Sumir sérfræðingar ganga svo lagt að halda því fram að þristarnir séu hjartað í lean. Eru þeir ferli, skýrsla eða verkefnastjórnunartæki? Eru þeir kannski allt þetta og margt fleira til?
Steinþór Þórðarson ráðgjafi hjá Capacent mun fjalla um margvíslegt notagildi þristanna og þá almennu eiginleika sem gera þá að þessu notadrjúga áhaldi og rekur dæmi um notkun þeirra við ólík viðfangsefni frá stefnumótun til afmarkaðra umbóta…

Er ekki nóg að vera Lean! / Aðalfundur faghóps um BPM

Formaður faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM), Magnús Ívar Guðfinnsson, verður með kynningu á mismunandi leiðum í að straumlínulaga og samhæfa starfsemina með það að leiðarljósi að bæta þjónustu og gæði. Rætt verður um ólíkar leiðir sem hafa sammerkt að hafa ferla í forgrunni og nokkuð vel þekktar við að ná bættum árangri í starfseminni: Lean, BPM, Six Sigma og gæðastjórnun/ISO. Farið veðrur yfir hvaða áherslur eru að baki þessum aðferðum í stjórnun og hvað hentar vel í hvaða samhengi.
Eft…

Yfirlit faghópa

Kjarnastarf Stjórnvísi er í faghópunum. Í Stjórnvísi eru starfandi tæplega 20 faghópar undir forystu sterkra stjórna sem koma frá aðildarfyrirtækjum félagsins.

Með því að skrá þig í faghóp færðu sendar tilkynningar um viðburði, gefst kostur á að skoða ítarefni frá viðburðum og fá áhugaverðar fréttir. Engin takmörk eru fyrir því hve marga faghópa er hægt að skrá sig í.

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Breytingastjórnun Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 en tók formlega til starfa í janúar 2013. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.

CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan Skrá í hóp

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

FagmennskAk Skrá í hóp

Fjármál fyrirtækja Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

Gæðastjórnun 2 Skrá í hóp

Gæðastjórnunarhópurinn vinnur að því að efla þekkingu á gæðastjórnun og stuðla að miðlun á reynslu milli þeirra sem starfa að málum tengdum gæðastjórnun innan fyrirtækja og stofnana. Þá hvetur hópurinn til tengslamyndunar milli þeirra sem starfa í faginu og hefur vettvangurinn reynst ómetanlegur fyrir gæðastjóra til að leita ráða hver hjá öðrum.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Heilsueflandi vinnuumhverfi Skrá í hóp

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Hugbúnaðarprófanir Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

ISO hópur 2 Skrá í hóp

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn fjallar um ISO staðla og kröfur sem vottuð fyrirtæki hlíta
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining Skrá í hóp

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og –stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í tengslum við kostnaðarstjórnun og –greiningu í víðu samhengi.

Lean - Straumlínustjórnun Skrá í hóp

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.
/ 09:00 - 10:00

Mannauðsstjórnun 6 Skrá í hóp

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 6

Viðburðir

Markþjálfun 1 Skrá í hóp

Markþjálfun / Stjórnendamarkþjálfun  (e.Coaching / Executive Coaching). Markmið faghópsins er að kynna markþjálfun og hvaða ávinning stjórnendur fyrirtækja og/eða einstaklingar geta haft af henni, í faglegu eða persónulegu lífi. Einnig að kynna mismunandi aðferðir markþjálfunar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á stjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:00 - 08:50

Matvælasvið Skrá í hóp

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

Nýsköpun og sköpunargleði 1 Skrá í hóp

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:00 - 08:50

Opinber stjórnsýsla Skrá í hóp

Prufufaghópur Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja 1 Skrá í hóp

Faghópurinn um samfélagsábyrgð fyrirtækja var stofnaður hjá Stjórnvísi árið 2012 og telur síaukinn fjölda meðlima. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Sköpunargleði Skrá í hóp

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

Stefnumótun og árangursmat 1 Skrá í hóp

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) Skrá í hóp

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin “þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni” vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.
/ 08:30 - 10:00

Umhverfi og öryggi Skrá í hóp

Stefna umhverfis-og öryggistjórnunarhóps Stjórnvísi er að taka virkan þátt í umræðunni um ytri og innri umhverfismál fyrirtækja. Lögð er áhersla á að skapa vettfang fyrir fróðlegar umræður og skoðanaskipti um úrlausn ýmissa þátta í starfsemi fyrirtækja er varða þennan málaflokk.

Upplýsingaöryggi Skrá í hóp

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun Skrá í hóp

Virðismat og virðismatstækni Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.

Viðskiptagreind Skrá í hóp

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

Vörustjórnun - Innkaup og innkaupastýring 2 Skrá í hóp

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi hagkvæmra innkaupa á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Þjónustu- og markaðsstjórnun 2 Skrá í hóp

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

/ 08:30 - 09:45