Viðburðir á næstunni

Í fyrramálið: TENGSL á tímum Teams - Glæsilegt morgunverðarhlaðborð - Haustráðstefna Stjórnvísi 3. október 2023

Tengill á streymi.
Stjórnvísi hefur hugtakið TENGSL sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum. 

Í þessu samhengi TENGSLA er ekki bara átt við mikilvæg innbyrðis tengsl fólks og vinnustaða í atvinnulífinu og tengsl starfsfólks og stjórnenda, heldur einnig tengsl gegnsæis í miðlun og samskiptum, jákvæð tengsl vinnu og fjölskyldulífs, tengsl heilsueflandi vinnustaða við hollustu og vellíðan starfsfólks, náin tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og jafnframt tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni fyrir farsæla framþróun samfélagsins.

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur.  Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir.  

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Þema ráðstefnunnar: TENGSL á tímum Teams

Ráðstefnustjóri: Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum


Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík setur ráðstefnuna. 

09:05 Almannatengsl eru olían á hjól atvinnulífisns - Grétar Theodórsson, sérfræðingur í almannatengslum og markaðssamskiptum hjá SPOR   

09:25 Vaxtarhugarfar í gegnum aukin tengsl við starfsfólk   – Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR samstæðu

09:45 Tengslamyndun og spjall

10:00 Fjölmenningarsamfélagið -    Anna Lotta Michaelsdóttir, Environmental, Social and Governance Data Project Manager, Sustainability & Community Engagement hjá Marel

10:20 Félagsleg tengsl á vinnustað – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:40 Sálfræðileg öryggi teyma Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálf -  Hvernig virkjum við kraftinn sem býr í teymum?

i

 11:00 Ráðstefnuslit

Verið öll hjartanlega velkomin

Aðgangur er frír.

 

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

"Lyfjainnkaup í alheimsvöruskorti"

Novo Nordisk, hefur nýlega tekið yfir LVMH sem verðmætasta fyrirtæki í evrópu. Ýmsar áskoranir hafa fylgt með nýjum vörum á markaði svosem Ozempic, Wegovy og Rybelsus. Eftir sem áður hefur vaxandi eftirspurn eftir lyfjum þeirra vaxið umfram framboði s.l. ár. 

 

Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi ásamt Fjármálastjóra Danmerkur og Íslands munu fjalla um þessar áskoranir og hvaða tækifæri leynast á slíkri vegferð. Fundurinn fer fram á bæði íslensku og ensku í í fundarsal höfuðstöðva Vistor Hörgatún, 210 Garðabær ásamt því að fundinum verður streymt beint í gegnum Teams.

 

Dagskrá:

 

  • Vistor - Þórður Arnar Þórðarson Framkvæmdastjóri Vistor opnar fundinn og kynnir fundargestum fyrir Vistor og starfsemi þess -  10min

 

  • Áskoranir og tækifæri sem leynast á heimsskorti í lyfjageiranum - Dagmar ýr Sigurjónsdóttir Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi

 

  • Finance and Operations Director of Denmark/Iceland Novo Nordis - Philipp Timm. Will discuss how the supply challenges have been handled and what Novo Nordisk has learned from this. (Fjármálastjóri Danmerkur og Íslands yfir Novo Nordisk mun fjalla um áskoranir í aðfangakeðju Novo Nordisk og lærdómar frá alheimsvöruskorti).

 

  • Q&A panel (Spurningar og Svör með Þórði Arnari, Dagmar Úr Sigurjónsdóttur og Philipp Timm).

Fagráðsfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórn Stjórnvísi fundar árlega með fagráði félagsins til að fá góð ráð og stuðning við stefnu félagsins.

Fagráð Stjórnvísi 2023-2024

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar verður fulltrúi stjórnar á þessum fundi. 

Fundargerð frá starfsdegi stjórnar 

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík.   

26.maí 2023 kl. 09:00 – 12:30 

Þátttakendur 26. maí 2023:

Anna Kristín Kristinsdóttir, Baldur Vignir Karlsson, Gunnhildur Arnardóttir, Ingibjörg Loftsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir,   Snorri Páll Sigurðsson, Stefán Hrafn Hagalín, Laufey Guðmundsdóttir, Auður Daníelsdóttir. 

Fjarverandi: Haraldur Bjarnason 

Dagskrárliðir 

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Stefán Hrafn Hagalín formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2023-2024 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Stefán Hrafn fór yfir framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. Mikilvægt að stjórn sé með góðan stuðning við stjórnendur faghópanna. Á fyrsta fundi stjórnar í haust verður farið yfir lögin og skoðað hvort einhverju skuli breyta og það sama á við um siðareglurnar. Í framhaldi kynntu stjórnarmenn sig með því að segja örstutt frá sér.   Einnig urðu umræður um hvar stjórn vill eiga samskipti og var ákveðið að halda áfram að eiga samræður í tölvupóstum, á facebook undir: „Stjórn Stjórnvísi“ og á Teams. Hugmynd kom um að fara í innri markaðssetningu hjá aðildarfyrirtækjum, koma upp hlaðvarpi o.fl.  Nýta Spotify – Út á Granda er stúdíó þar sem væri hægt að setja upp Stjórnvísi bakgrunn. 1. Fundir á hljóðskrá 2. Eigið hlaðvarp.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint.
  4. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.
  5. Þema ársins 2023-2024 ákveðið og útfærsla. Nýkjörin stjórn kom með fjölda hugmynda að þema ársins.  Niðurstaðan var sú að stjórn sammæltist um að þema ársins yrði  „Tengsl“.  Farið verður betur yfir útfærsluna í haust. Varaformaður Stjórnvísi var kosinn Anna Kristín Kristinsdóttir  og ritari Gunnhildur Arnardóttir.
  6.  Áhersluverkefni starfsársins verða fjögur:  (sjá mælikvarða neðar í fundargerð).

2023-2024

  • Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaaðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  • Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaaðilar: Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg
  • Útrás/tengsl ábyrgðaaðilar: Laufey – Anna Kristín - Auður
  • Stöðugar umbætur – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur  
  1. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar
  • Tímasetning var ákveðin á helstu viðburðum Stjórnvísi og þeir settir inn á dagatal félagsins.

Júní 2023. Samfélagsskýrsla ársins 2022.  8.júní 2023 kl.12:00 á Nauthól (lokaður viðburður)

Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Festa og Viðskiptaráð Íslands.

Ágúst 2023: Fyrirmyndarfyrirtæki ársins viðurkenningarathöfn (Nauthóll 22.ágúst hádegisverður – lokaður viðburður)
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Jón Gunnar Borgþórsson, Viðskiptaráð Íslands, Kauphöllin og SA.

Ágúst  2023: Kick off fundur
Hvar
:  Fly Over Iceland  29.ágúst 2023 kl.09:00-10:00. – búið að panta streymi.
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur, stjórn Stjórnvísi   

September 2023
Þann 1. september verður haustdagskrá Stjórnvísi send út á alla aðila
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur   

Október 2023
Haustráðstefna Stjórnvísi – 3.október 2023 staðfest kl.08:00-11:00. Grand Hótel Háteig
Þema TENGSL – fjölbreytni – vellíðan – nýir Íslendingar – efla tengsl innan sem utan vinnu – tengsl fjölskyldu og vinnu (jafnvægi) – ferlar – þverfagleg samvinna
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, stjórn   

Október/nóvember 2023
Fundur með fagráði
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur og Stefán 

Janúar 2024
11. janúar. Nýársfagnaður
– 

Ábyrgðaraðili: Gunnhildur

Hvar:  Marel
Efni verður valið á Kick off fundinum í ágúst. Stjórnir faghópanna ákveða hvaða efni er brýnast. Athuga hvort Marel vilji bjóða heim. 

Janúar 2024
Íslenska ánægjuvogin 2023 afhent 19. janúar 2024 kl.08:30-09:30
Ábyrgðaraðili:Gunnhildur og Prósent.  

Feb/mars 2024
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024
Ábyrgðaraðili:Gunnhildur, Stefán Hrafn.
Tímabil:Haldin  20.febrúar 2024
Þema: TENGSL

Apríl/maí 2024
Aðalfundir faghópa
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur

Maí 2024
Aðalfundur Stjórnvísi
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur

Maí 2024
Stjórnarskiptafundur:
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur

Júní 2024
Samfélagsskýrsla ársins afhent.  Samstarfsverkefni Festu, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands.
8.júní 2024
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur 

Ágúst 2024
Fyrirmyndarfyrirtæki 2023.
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Jón Gunnar
Tímabil:

  • Fundartími og staðsetningu stjórnarfunda.  Niðurstaðan var sú að stjórnarfundir verða haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði kl.11:00-12:00. Stjórn mun skiptast á að bjóða heim, ef eitthvað kemur upp á er alltaf hægt að halda fundi í Innovation House og á Teams.  Ef áhugi er að bjóða í mat eða skoðunarferð um vinnustað gestgjafa er það gert um leið og fundi lýkur kl.12:00.
    • Ágúst                          Jarðhitasýningin Hellisheiðarvirkjun
    • September                 Teams
    • Október                      Grand Hótel (í beinu framhaldi af haustráðstefnu)
    • Nóvember                  Teams
    • Desember                  Vox
    • Janúar                       Teams
    • Febrúar                      Háskólinn í Reykjavík
    • Mars                           Teams
    • Apríl                            Alvotech
    • Maí                             Teams 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsár
    • Varaformaður er  Anna Kristín Kristinsdóttir
    • Ritari er Gunnhildur Arnardóttir 

Stefán kynnti áhersluverkefni síðustu ára.

2016-2017

  • Fagna 30 ára afmæli.
  • Innviðir félagsins og heimasíða og stjórnun
  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Tengslamyndun, viðburðir og samstarf

2017-2018

  • Varðveita sögu félagsins
  • Markaðsmál og vefur
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Mælingar og starfsemi félagsins

2018-2019

  • Markaðsmál
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Heimasíða
  • Mælaborð

2019-2020

  • Stefnumótun 2020-2025
  • Sölu of markaðsmál
  • Stuðningur við stjórnir faghópa

2020-2021

  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Samstarf við aðra um jafningjafræðslu

2021-2022

  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Útrás 

2022-2023   

  • Ásýnd og vöxtur
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Útrás 

2023-2024

  • Ásýnd og vöxtur:   Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  • Stuðningur við stjórnir faghópa: Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg
  • Útrás/tengsl: Laufey – Anna Kristín - Auður
  • Stöðugar umbætur: Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur 

2023-2024   (fjögur áhersluverkefni – í hverju felast þau – mælikvarðar)

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  • Ásýnd og vöxtur -   Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

                                          i.    Fjölgun fyrirtækja  oo

  1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                         ii.    Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                        iii.    Fjölgun virkra félaga oo

                                       iv.    Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                         v.    Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                       vi.    Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                      vii.    Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                     viii.    Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                       ix.    Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         x.    Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                       xi.    Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                                      xii.    Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

 

  • Stuðningur við stjórnir faghópa  Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg

                                          i.    Fjölgun viðburða oo

                                         ii.    Fjölgun félaga á fundum oo

                                        iii.    Aukning á virkni faghópa oo

                                       iv.    Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                         v.    Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                       vi.    Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

                                      vii.    Hækkun á NPS skori oo

                                    viii.    Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

                                       ix.    Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

                                        x.    Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

                                       xi.    Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

                                      xii.    Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

  1. Myndbönd
  2. Stafræn fræðsla

 

  • Útrás/ Tengsl – Laufey – Anna Kristín - Auður

 

                                          i.    Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                         ii.    Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                        iii.    Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                       iv.    Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

  • Stöðugar umbætur: Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

                                          i.    Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

  1. NPS skor: Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

 

 

Stjórnendaþjálfun

Ása Karín Hólm hjá Stratagem fer yfir áherslur stjórnendaþjálfunar og áskoranir stjórnenda. Hún fjallar um hvaða straumar í ytra umhverfi hafa áhrif á stjórnun og hvað þýða þeir straumar fyrir skipulag mannauðsmála og fyrir fyrirtækjamenningu og hvaða stjórntækjum er þá hægt að beita. 

Ása Karín er með margra ára reynslu í stjórnunarráðgjöf og hefur komið víða við í þjálfun stjórnenda og annarra áhugaverðra einstaklinga. Hún er viðurkenndur markþjálfi, gaflari og hálfur dani, er forvitin, hefur gaman af fólki og samskiptum. 

Click here to join the meeting

Fréttir af Stjórnvísi

TENGSL á tímum Teams - Haustráðstefna Stjórnvísi 3. október 2023

Smelltu hér til að bóka þig. Allir velkomnir - frír aðgangur. Stjórnvísi hefur hugtakið TENGSL sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum. 

Tengill á streymi.

Í þessu samhengi TENGSLA er ekki bara átt við mikilvæg innbyrðis tengsl fólks og vinnustaða í atvinnulífinu og tengsl starfsfólks og stjórnenda, heldur einnig tengsl gegnsæis í miðlun og samskiptum, jákvæð tengsl vinnu og fjölskyldulífs, tengsl heilsueflandi vinnustaða við hollustu og vellíðan starfsfólks, náin tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og jafnframt tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni fyrir farsæla framþróun samfélagsins.

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur.  Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir. 

Linkur á streymið er hér.    

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Þema ráðstefnunnar: TENGSL á tímum Teams

Ráðstefnustjóri: Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum


Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík setur ráðstefnuna. 

09:05 Almannatengsl eru olían á hjól atvinnulífisns - Grétar Theodórsson, sérfræðingur í almannatengslum og markaðssamskiptum hjá SPOR   

09:25 Vaxtarhugarfar í gegnum aukin tengsl við starfsfólk   – Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR samstæðu

09:45 Tengslamyndun og spjall

10:00 Fjölmenningarsamfélagið -    Anna Lotta Michaelsdóttir, Environmental, Social and Governance Data Project Manager, Sustainability & Community Engagement hjá Marel

10:20 Félagsleg tengsl á vinnustað – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:40 Sálfræðileg öryggi teyma Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálf -  Hvernig virkjum við kraftinn sem býr í teymum?

i

 11:00 Ráðstefnuslit

Verið öll hjartanlega velkomin

Aðgangur er frír.

 

Fréttir frá faghópum

Kulnun Íslendinga árið 2023

Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, Prósent og Stjórnvísi kynna spennandi fyrirlestur um kulnun Íslendinga á vinnumarkaði. Smelltu hér til að bóka þig á viðburðinn. 

Fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 4. október frá 08:30 til 09:15 í HR eða í streymi. 

Fyrirlesari:  Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Fyrirlesari

Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Prósents mun kynna helstu niðurstöður.

Um rannsóknina

Prósent hefur framkvæmt rannsókn á kulnun meðal Íslendinga á vinnumarkaði frá árinu 2020.
Rannsóknarmódelið sem notast er við til mælinga er 16 spurninga útgáfa af Maslach kulnunarmódelinu (The Maslach Burnout Inventory, MBI). MBI er fyrsti vísindalega þróaði mælikvarðinn fyrir kulnun og er mikið notaður víða um heim. Mældar eru þrjár víddir; tilfinningaleg örmögnun (e. emotional exhaustion), tortryggni (e. cynicism) og afköst í starfi (e. professional efficacy).

Hver spurning er greind eftir starfi, fjölda ára í núverandi starfi, fjölda vinnustunda á viku, markaði (almennur, opinber og þriðji geirinn), kyni, aldri, búsetu, menntunarstigi, fjölda barna á heimili og tekjum.

Prósent hefur framkvæmt rannsóknina í janúar ár hvert síðan 2020 og er nú komin samanburður á niðurstöðum fyrir árin 2020, 2021, 2022 og 2023.

Byggir hver rannsókn á um 900 svörum einstaklinga 18 ára og eldri á öllu landinu sem eru á vinnumarkaðinum.

Niðurstöður síðasta árs

Niðurstöður könnunar 2022, leiddu meðal annars í ljós að 28% Íslendinga 18 ára og eldri á vinnumarkaði finnst þeir vera tilfinningalega úrvinda vegna vinnu sinnar einu sinni í viku eða oftar. Það verður áhugavert að vita í hvaða átt þessi þróun stefnir.

Fréttatilkynning. Er vá af háþróaðri gervigreind?

22. ágúst 2023

Er vá af háþróaðri gervigreind?

Komin er út skýrsla á vegum samtaka framtíðarfræðinga, Millennium Project, sem varar við hættunni af háþróaðri gervigreind, og bendir á nauðsyn alheimssamvinnu á þessu sviði.

Í skýrslunni koma fram viðhorf helstu leiðtoga heims, er varða þróun gervigreindar, og hugmyndir þeirra um hugsanlega framtíðarþróun.

Skýrsla Millennium Project varar við því að háþróuð gervigreindarkerfi gætu komið fram fyrr en búist er við, sem hefði áður óþekkta áhættu í för með sér nema gripið sé til viðunandi ráðstafana á alþjóðavísu.

Í skýrslunni, sem ber titilinn International Governance Issues of the Transition from Artificial Narrow Intelligence to Artificial General Intelligence (AGI), kemur fram álit 55 gervigreindarsérfræðinga frá Bandaríkjunum, Kína, Bretlandi, Kanada, Evrópusambandinu og Rússlandi. Þeir fjalla meðal annars um hvernig eigi að takast á við AGI—AI, á grundvelli nýrra forsenda um þróun gervigreindar. Meðal þessara sérfræðinga eru Sam Altman, Bill Gates og Elon Musk.

Í skýrslunni segir að AGI gæti skapað gervigreind umfram mannlega hæfileika. Skortur á reglum gæti leitt til skelfilegra afleiðinga, þar með talið tilvistarógnun við mannkynið ef slík kerfi eru ekki í samræmi við mannleg gildi og hagsmuni. Í skýrslunni kemur fram að engir núverandi innviða séu nægilega undirbúnir til að takast á við áhættuna og þau tækifæri sem skapast af gervi almennrar greindar (AGI). Þetta kallar á hraðari þróun nýrra viðmiða, reglna, sem eru sveigjanlegar og  sem gera ráð fyrir hraðari þróun á þessu sviði en gert hefur verið ráð fyrir og sem varna óþarflegri áhættu sem þróunin gæti leitt af sér.

„AGI er nær en nokkru sinni fyrr – næstu framfarir gætu farið fram úr greind manna,“ hefur skýrslan eftir Ilya Sutskever, meðstofnanda OpenAI. „Aðlögun við mannleg gildi er mikilvæg en krefjandi.“ Ben Goertzel, höfundur AGI Revolution.

Aðrar helstu niðurstöður eru:

• Ávinningur AGI verður verulegur á sviði læknisfræði, menntunar, stjórnunar og framleiðni, og því keppast fyrirtæki um að vera fyrst til  að hagnýta sér hana.

• AGI mun auka pólitískt vald, og því keppast stjórnvöld um að vera fyrst í að innleiða slík kerfi.

• Alþjóðlegt samstarf er nauðsynlegt til að takast á við harðandi  samkeppni meðal þjóða og fyrirtækja sem keppa um yfirburði á sviði gervigreindar. Sameiginleg áhætta kann að knýja á um samvinnu, milli ólíkra aðila, og draga úr vantrausti þeirra á milli.

• Hugsanlega þarf óvenjulegar ráðstafanir til að framfylgja nauðsynlegum aðgerðum á sviði stjórnsýslu í þessu sambandi bæði innan ríkja og á heimsvísu.

• Umdeildar tillögur um að takmarka rannsóknir og þróun, á þessu sviði gætu orðið nauðsynlegar, til að þróa innviði og lausnir til að takast á við hugsanlega almenna vá. 

• Glugginn til að þróa skilvirkar lausnir er þröngur, krefst áður óþekkts samstarfs.

 „Við erum öll í sama báti? – ef það gengur illa, þá erum við öll dauðadæmd,“ vitnar skýrslan í Nick Bostrom, prófessor í Oxford.

Millennium Project kallar eftir nauðsynlegum aðgerðum til að skapa AGI reglur og viðmið á innlendum og alþjóðlegum vettvangi áður en háþróuð gervigreind fer yfir getu mannkyns til að stjórna því á öruggan hátt. „Ef við fáum ekki samþykkt Sameinuðu þjóðanna um AGI og AGI-stofnun Sameinuðu þjóðanna til að framfylgja reglum og verndaraðgerðum, þá gætu ýmsar gerðir gervigreindar komið fram sem við höfum ekki stjórn á og okkur líkar ekki við,“ segir Jerome Glenn, forstjóri hjá Millennium Project.

Sjá nánar með því að fara inn á vefinn https://www.millennium-project.org/transition-from-artificial-narrow-to-artificial-general-intelligence-governance/

Þetta starf var stutt af Dubai Future Foundation og Future of Life Institute. Millennium Project var stofnað árið 1996 og eru alþjóðleg samtök með 70 formlegar tengingar, starfsstöðvar, um allan heim.

Framtíðarsetur Íslands er ein af þessum starfsstöðvum og er hluti af umræddri rannsókn. Forstöðumaður setursins er Karl Friðriksson, sem veitir frekari upplýsingar, sími 8940422 eða karlf@framtíðarsetur.is,  en einnig er hægt að hafa beint samband við forstöðumann Millennium Project, Jerome Glenn, +1-202-669-4410, Jerome.Glenn@Millennium-Project.org

WOMEN SOLUTIONS & SUSTAINABILITY - áhugaverð ráðstefna 6. og 7. september 2023.

Stjórn faghóps um leiðtogafærni vekur athygli á þessari einstaklega áhugaverðu ráðstefnu þar sem gefst tækifæri til að efla tengslanetið og fagna með konum hvaðanæva úr heiminum sem eru að gera frábæra hluti. 
Þú bókar þig með því að smella hér.

Fjöldi íslenskra kvenna eru tilnefndar og fram til þessa hafa tæplega 100 konur frá Íslandi verið tilnefndar til þessara verðlauna.
Hér er listi yfir konur sem eru tilnefndar til verðlauna og koma til Íslands:
- frá Ítalíu:
Carlotta Santolini - www.blueat.eu  verkefnið gengur út á að koma á jafnvægi í sjávarútvegi, að veiða blá krabbann og gera úr honum verðmæti en hann raskar lífríkinu í Miðjarðarhafi
- Eleonora Schellino - www.teti.world - bað í Teti baði hjálpar frumum að endurnýjast og viðhalda raka í líkamanum
- Carla Chiarantoni -  er með nýja hugmynd varðandi byggingu milliveggja ég finn ekki heimasíðuna en það kallast Blokko
- Deborra Mirabelli - www.6libera.org eitthvað app sem á að hjálpa þeim sem lenda í kynferðislegri áreitni á vinnustað
- Donatella Termini - er með kerfi sem heitir Simon, sem eykur nýtingu sólarsella og lætur vita ef eitthvað bilar https://www.seeng-s.co.uk/
- Francesca Varvello - www.heallosolutions.com hún er að fullnýta trefjar í landbúnaði með að búa til Soluble Arabinoxylan Fiber
- Arianna Campione-  www.kymiacosmetics.com er a fullnýta pistachio hýði og búa til efni sem má nota í snyrtivörur og drykki, er ríkt af antioxidants, bakteríudrepandi o.fl
- Daria Maccora - er vísindakona sem er með skuggaefni til að auðvelda greiningu krabbameins

 

Frá Japan kemur Yuko Hiraga sem er með uppfinningu sem eykur endingu steypu, eykur endingu tanka  https://www.e-hiraga.com/

 

Frá Lettlandi kemur:
- Diane Timofejeva sem er með iðjuþjálfameðferð sem kallast heitur sandkassi 
- Silvia Zakke er með skó sem gerðir eru úr ullarþæfing og hampi 

 

Frá Malaysia kemur:
- Dr. Mariatti Jaafar sem er með 3D aðferð við að endurgera bein

 

Frá Nígeríu kemur:
- Prinsess Gloria sem hefur verið að markþjálfa stúlkur til áhrifa
- Imaan Sulaiman sem hefur einnig verið að vinna að jafnrétti og auka hlut kvenna í stjórnsýslunni

 

Frá Spáni kemur Jennifer Richmond sem er með verkefni "Teacher for peace" tengslanet kennara og héraða til að kenna í krísu tíð

 

Frá United Arab Emirates kemur Mariam Hassan Rashid Al-Ghafri sem er tölvuforrit til að snúa texta yfir á blindralestur Braille sem síðan er sent í Solenoid actuators

 

Frá UK kemur:
- Paula Sofowora  www.maryjoel.com bækur ætlaðar minnihluta hópum þannig að börn læri að meta sig og sína sérstöðu og sögu
- Abosede Agbesanwa  www.raisingchampionchildren.org bækur um hvernig maður elur upp sigurvegara
- Sandra Whittle www.mykori.co.uk  og www.massagemitts.com hjálpartæki til að gefa sjálfum sér nudd, veit ekki hvort þetta tengist ástarlífinu

 

Frá Bandaríkjunum kemur Gabriela Gonzales með drykk sem heitir "Pink Drink" hún vinnur hjá Starbucks

 

frá Kanada kemur Maria Julia Guimaares sem er með hanska með skynjurum ætluðum þeim sem eru með Raynaud sjúkdóminn þar sem fingur verða ískaldir  www.totumtech.com

 

frá Danmörku kemur Christine Blin með stærðfræði kennslu kubba www.newmero.dk 

 

Frá Frakklandi kemur Lahou Keita sem er með nýja tegund af "svörtum kassa" www.keitas.com

 

frá Ghana kemur Vera Osei Bonsu sem er með nýja tegund af barnamat www.eatsmartfoodsgh.com

 

frá Hong Kong kemur Cary Chan sem er með lausn innandyra til að minnka co2 www.hshgroup.com

 

Frá Indlandi kemur Supatra Areekit  er með DNA strip test til að greina fljótar bakteríu sem veldur blóðsýkingu.



Faghópamynd

Kjarni starfseminnar

Hér eru allar upplýsingar fyrir stjórnir faghópa um hvernig á að stofna viðburði og fleira gagnlegt. Virkir faghópar félagsins eru 25 talsins og er öflugt starf þessara hópa undirstaða félagsins.  Á þessari síðu má sjá alla faghópa félagsins bæði virka og óvirka, fréttir, dagskrá, markmið, tilgang og hverra þeir höfða til. Þar er einnig að finna upplýsingar um hverjir eru í stjórn hvers faghóps en fjöldi stjórnarfólks er á bilinu 4-12.  Hafir þú áhuga á að koma í stjórn faghóps er um að gera að senda póst á formann faghópsins, netfang koma upp um leið og bendillinn fer yfir nafnið.  

Hafir þú áhuga á að stofna eða endurvekja faghóp sendu þá erindi á framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is


 

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Aðstöðustjórnun (133)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19 hefur í raun ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki. Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.

Almannatengsl og samskiptastjórnun (129)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla og samskiptastjórnunar innan skipulagsheilda sem og hjá einstaklingum þeim til framdráttar, ásamt því að auka vitund um mikilvægi þessa greina með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra og málstofur sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang almannatengsla og samskiptastjórnunar á Íslandi sem og erlendis.

Breytingastjórnun (1157)

Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi sem nýtist strax í starfi.

Fjölbreytileiki og inngilding (202)

Fjölbreytileikinn er alls staðar, í hverri fjölskyldu og á hverjum vinnustað. Hvert og eitt okkar vill fá að vera það sjálft, tilheyra samfélaginu og upplifa virðingu – óháð uppruna, trú, kyni, kynhneigð og kynvitund. Hvernig sköpum við þannig vinnustaðamenningu að öll flóra samfélagsins fái að njóta sín? Inngilding (e. inclusion) er mikilvægur þáttur á þeirri vegferð og faghópur um fjölbreytileika og inngildingu mun skapa vettvang til aukinnar fræðslu á því sviði.

Framtíðarfræði (457)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Gervigreind (43)

Hverju breytir gervigreind? Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að. Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum? Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri. Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með. Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Góðir stjórnarhættir (835)

Tilgangur faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti skipulagsheilda með fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn til starfandi og verðandi meðlima í stjórnum, nefndum og ráðum sem og annarra áhugasamra.

Gæðastjórnun og ISO staðlar (737)

Umfang faghópsins snýr að almennri gæðastjórnun en jafnframt látum við okkur varða ISO stjórnunarkerfisstaðla sem og aðra staðla sem þeim tengjast og eru vottunarhæfir. Faghópurinn leggur áherslu á þá þætti sem eru sameiginlegir/eins í öllum stjórnunarkerfunum ásamt því að auka vitund og virkni starfsfólks.

Heilsueflandi vinnuumhverfi (719)

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Innkaupa- og vörustýring (332)

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi stefnumiðaðra og hagkvæmra innkaupastýringar á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.

Jafnlaunastjórnun (314)

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

Lean - Straumlínustjórnun (1136)

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.

Leiðtogafærni (786)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni. Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni. Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér. Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Loftslagsmál (229)

Loftslags- og umhverfismál snerta samfélög um heim allan. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra, ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.

Mannauðsstjórnun (919)

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Markþjálfun (669)

Markþjálfun (coaching) og teymisþjálfun (teamcoaching) er viðurkennd árangursrík aðferðafræði. Hraði, breytingar og áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Markþjálfun hjálpar við það.

Persónuvernd (368)

Tilgangur með stofnun faghópsins er að skapa vettvang fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið faghópsins er að þjóna sem flestum hópum sem vinna að eða hafa áhuga á persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. persónuverndarfulltrúum, mannauðsstjórum, stjórnendum og aðilum sem starfa í upplýsingatæknigeiranum. Þá er það markmið faghópsins að vera vettvangur fyrir starfandi persónuverndarfulltrúa sem starfa hjá íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og félagasamtökum m.a. til að þeir aðilar sem sinna þessu nýja hlutverki geti mótað hlutverk sitt og nýtt sér reynslu og þekkingu annarra fulltrúa. Hópurinn samastendur af einstaklingum sem starfa sem persónuverndarfulltrúar hjá opinberum aðilum, félagasamtökum og einkafyrirtækjum svo og ráðgjöfum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni.

Sjálfbær þróun (539)

Faghópurinn um sjálfbæra þróun fyrirtækja leitast við að miðla þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærrar þróunar fyrirtækja. Faghópurinn hefur lagt áherslu á samstarf við aðra hópa enda svið málaflokkurinn víður og ekkert óviðkomandi.

Stafræn fræðsla (424)

Markmið faghópsins stafræn/rafræn fræðsla er að skapa umræðuvettvang til að miðla þekkingu og reynslu um aðferðir og utanumhald á stafrænu fræðsluefni innan fyrirtækja og stofnana.

Stefnumótun og árangursmat (933)

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.

Stjórn Stjórnvísi (9)

ATH! Einungis fyrir stjórn Stjórnvísi. Árlega stendur stjórn Stjórnvísi fyrir fjölda viðburða; Kick off fundur stjórna í lok ágúst, haustráðstefna Stjórnvísi í september/október, nýársfagnaður í janúar, uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar, Stjórnunarverðlaun o.fl.

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) (367)

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin „þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni“ vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.

Upplýsingaöryggi (358)

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun (1216)

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Þjónustu- og markaðsstjórnun (562)

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.

Öryggisstjórnun (361)

Öryggisstjórnun og heilsuvernd er að verða æ snarari þáttur í stjórnun fyrirtækja. Lagaumhverfi hefur skerpst og einnig hafa fyrirtæki með aukinni áherslu á samfélagslega ábyrgð upp á eigið fordæmi tekið þessa þætti til gagngera endurbóta.

ÖÖ: Óvirkur Excel (298)

Tilgangur faghópsins er að efla Microsoft Excel notendur, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Alla þá sem finnst Excel vera frábært verkfæri og vilja læra meira. Ert þú heillaður/heilluð af því hversu öflugt verkfæri Microsoft Excel er og langar að læra meira? Þar sem það er ómögulegt fyrir eina manneskju að kunna allt það sem hægt er að gera í Excel hefur þessi faghópur verið stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar við fáum tækifæri á því að ræða saman um Excel tengd málefni og miðla þekkingu okkar á milli. Leitast verður við að fá Excel sérfræðinga í íslensku atvinnulífi til að deila með okkur hvernig þeir nota Excel. Hér hefur þú tækifæri á að tengjast öðru Excel áhugafólki og í leiðinni eflast í þínu fagi. Málefni sem við munum velta fyrir okkur eru eftirfarandi, listinn er ekki tæmandi: Hvaða verkefni leysa notendur með Excel. Hvaða verkfæri eru Excel sérfræðingarnir að búa til? Sem dæmi sjóðstreymi, áætlunartól og þess háttar. Hverjar eru uppáhalds skipanir, formúlur og flýtilyklar. Ráðleggingar hvað varðar „Best practice“.

ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan (95)

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja (305)

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).

ÖÖ: óvirkur: Hugbúnaðarprófanir (57)

Faghópur um hugbúnaðarprófanir og er byggður á grunni Félags um hugbúnaðarprófanir (ICEQAF) sem hefur starfað af krafti um skeið.

ÖÖ: óvirkur: ISO hópur (203)

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn hefur sameinast faghópi um gæðastjórnun.

ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun (213)

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og -stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í víðu samhengi.

ÖÖ: óvirkur: Matvælasvið (52)

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði (389)

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.

ÖÖ: óvirkur: Opinber stjórnsýsla (387)

Efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu.

ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði (253)

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

ÖÖ: óvirkur: Tæknifaghópur (162)

Tæknihópur Stjórnvísi var formlega stofnaður í maí 2020 og samanstendur af hópi fólks úr ólíkum greinum atvinnulífsins sem hafa öll áhuga á hjálpa íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að hagnýta tækni til árangurs.

ÖÖ: óvirkur: Viðskiptagreind (200)

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

ÖÖ: óvirkur: Virðismat og virðismatstækni (62)

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.