Framsækin stjórnun

Stjórnvísi er stærsta stjórnunarfélag á Íslandi, í eigu félagsmanna og ekki rekið í hagnaðarskyni.
Stjórnvísi eflir gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir gagnkvæma þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Vertu með!

Hvaða fyrirtæki eru aðilar að Stjórnvísi?

Stofna aðgang

Fréttir af Stjórnvísi

Vel heppnuð 30 ára afmælisráðstefna Stjórnvísi

Haustráðstefna Stjórnvísi sem jafnframt er 30 ára afmælishátíð var haldin á Grand Hótel þann 2. nóvember kl. 8:00-13:00. Þema afmælisráðstefnunnar var "Endurmörkun í síbreytilegu umhverfi, reynslusögur leiðtoga".Dagurinn hófst með glæsilegum morgunverði, rjúkandi beikon, egg, álegg, safar og nýbökuð brauð. Formaður Stjórnvisi Nótt Thorberg framkvæmdastjóri Marel á Íslandi setti hátíðina með glæsibrag og Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri hjá FranklinCovey og heiðursfélagi Stjórvísi stjórnaði ráðstefnunni af sinni einstöku snilld. Eftir erindi þeirra Margrétar Guðmundsdóttur stjórnarformanns N1 og fyrrverandi forstjóra Icepharma hf. og Huldu Gunnlaugsdottur COO-Divisjons direktør Norlandia Care Group AS, voru unnar vinnustofur og boðið upp á glæsilega afmælistertu. Hvert borð skilaði niðurstöðu þ.e. svaraði ákveðnum spurningum og birtust þær jafnóðum á skjá í salnum. Þetta vakti mikla gleði og stóðu gestir sig einstaklega vel. Niðurstöðurnar má sjá á vef Stjórnvísi. Síðasti fyrirlesarinn var Oliver Luckett forstjóri ReviloPark sem starfar í Reykjavík og Los Angeles. Dagskráin endaði með léttum hádegisverði og ljúfum leik Björns Thors og félaga. Ráðstefnan heppnaðist eins og best verður á kosið og má sjá myndir af ráðstefnunni á facebook síðu Stjórnvísi. Hér má sjá myndir af hátíðinni: https://www.facebook.com/pg/Stjornvisi/photos/?tab=album&album_id=1204527462948535 http://hashslider.com/slideshow?eventId=51995

Fréttir frá faghópum

Ekki eyða heldur deila ást og mat.

Glímt við matarsóun var yfirskrift fundar í morgun á vegum faghópa um samfélagsábyrgð fyrirtækja og umhverfis og öryggi. Á fundinum var farið yfir nálgun Arion banka og Landspítala á matarsóun. Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Nýleg greining Umhverfisstofnunar bendir til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr matarsóun. Hlédís Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, fjallaði um hvernig það kom til að Arion banki fór að mæla matarsóun í mötuneyti starfsfólks í höfuðstöðvum. Arion banki undirritaði loftslagsstefnu Festu og Reykjavíkurborgar ásamt 103 öðrum fyrirtækjum árið 2015. Í framhaldi setti bankinn sér markmið um minnkun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs fyrir lok júní 2016. Sett voru markmið um að draga úr losun um 2% á ári næstu tvö árin, draga úr óflokkuðum úrgangi og innleiða umhverfishugbúnaðinn KGS. Starfsfólk hefur verið duglegt við að koma með hugmyndir og ein þeirra var að draga úr matarsóun. Farið var af stað í byrjun apríl og vissi starfsfólk ekki af mælingunum fyrstu þrjá mánuðina. Átakið var síðan kynnt í lok júní og starfsfólk hefur orðið meðvitaðra. Alfreð Ómar Alfreðsson, yfirmatreiðslumaður bankans sagði síðan frá aðferðum eldhússins og hvernig verkefnið hefur gengið. Byrjað var á að setja upp merkingar í mötuneytinu til að skilaboðið kæmu fram á jákvæðan hátt. Verið er að hvetja en ekki skamma. Starfsfólk getur farið fram fyrir röðina ef það vill fá sér aftur á diskinn. Hver og einn leggur sitt af mörkun. Átakið byggist á að vigta þann mat sem er hent í kílóum. Nýlega var gerð könnun og nú segjast 59% starfsfólks í höfuðstöðvum fá sér minna á diskinn til að klára af oum. En næstu skref eru þau að halda boltanum á lofti. Skoða þarf betur forsendur mælinga. Hvað með beinamáltíðir og afskurð? Einnig þarf að passa upp á að verðlauna starfsfólk reglulega fyrir góðan árangur. Öll frávik eru skráð t.d. beinamáltíð. En allir eru háðir umbun; hvað fæ ég fyrir að klára af disknum mínum? Á matarsóun.is eru upplýsingar. Ábending kom í umræðum í framhaldi af erindi að skoða hver sparnaðurinn er í krónum. Í dag er flokkað lífrænt, pappi o.fl. og starfsfólk hefur tekið einstaklega vel í átakið. Eldhúsið sér um veitingar fyrir fundarherbergi og er að setja viðmið fyrir þá sem panta. Mikilvægt er að þetta sé einfalt og aðgengilegt og mælanlegt. Vigdís Stefánsdóttir deildarstjóri yfir eldhúsi Landspítala sem er stærsta framleiðslueldhús á landinu sagði frá því hvað verið er að gera á spítalanum varðandi matarsóun. Á Landspítalanum vinna 3.500 manns sem eru út um allan bæ. U.þ.b. 5000 máltíðir eru framreiddar á dag. Í eldhúsi og matsölum starfa 1114 manns í 97 stöðugildum. Veltan er 1,4milljarðar og þar af fara 630 milljónir í matvæli. 15-20 matseðlar eru matreiddir fyrir ca 700 sjúklinga og matsalirnir eru 9. Byrjað var á lífrænni flokkun 2009, 2011 var byrjað að mæla markvisst lífrænan úrgang frá eldhúsi, 2012 matur sem ekki er seldur, 2013 af diskum starfsmanna og 2014-2015 af diskum starfsmanna í öðrum matsölum. Landspítalinn er með umhverfisstefnu og stendur sig vel í að flokka. Eldhús og matsalir fengu svansvottun 2015 en þar kveður á um vistvæn innkaup o.m.fl. 2012 var mjög góður árangur í að nýta matarafganga. Landspítali fókusar mest á matsali núna en minna á lager en næg eru verkefnin. Gerðar hafa verið mælingar til að sjá árangurinn. Það sem kemur mest til baka af diskum er soðið grænmeti. Þetta er góð vísbending til eldhússins um að skoða hvað megi betur fara. Að minnka matarsóun hjá stóru fyrirtæki/stofnun er langhlaup, tekur tíma því virkja þarf alla og horfa á heildarmyndina. Ekki eyða heldur deila ást og mat voru lokaorð Vigdísar. Líflegar umræður urðu á fundinum og í lok hans. Þess má geta að Umhverfisverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar féllu þetta árið í skaut fyrirtækis sem hannaði app sem leiðir saman afganga veitingastaða og mötuneyta og kaupendur að ódýrum mat.

Stjórnvísifélagar stigu út úr sjálfstýringunni í núvitundaræfingu í morgun.

Mannauðsstjórnunarhópur Stjórnvísi stóð fyrir fundi um núvitund í Háskólanum í Reykjavík í morgun. Á þessum fundi fengu Stjórnvísifélagar að gera fleiri en eina núvitundaræfingu og kynnast þessari einstöku austrænu tækni sem þar hefur verið stunduð í hundruð ára. Núvitund er öflugt leið til að takast á við krefjandi starf og auka vellíðan. Núvitund hjálpar okkur að auka athygli og efla einbeitingu, eykur skilvirkni, dregur úr neikvæðum áhrifum streitu, eflir ónæmiskerfið og hefur jákvæð áhrif á samskipti og starfsanda. Á þessari kynningu var farið yfir hvað felst í núvitund og hvað rannsóknir segja um ávinning einstaklinga við að tileinka sér núvitund og hvaða hag fyrirtæki hafa af því að innleiða núvitund inn í vinnustaðamenningu. Farið var yfir hvernig starfsfólk getur með einföldum æfingum aukið núvitund sína, þjálfað huga og heila, skerpt athygli og einbeitingu þannig að auðveldara verði að takast á við verkefnalista og áskoranir í lífi og starfi en jafnframt aukið vellíðan sína og velgengni. Fyrirlesarar voru þær Bryndís Jóna Jónsdóttir og Anna Dóra Frostadóttir. Anna Dóra er sálfræðingur, núvitundarkennari og félagsráðgjafi. Hún rekur eigin sálfræðistofu á Núvitundarsetrinu og sinnir jafnframt kennslu í núvitund á háskólastigi. Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur starfað við mannauðsstjórnun, verkefnastjórnun, ráðgjöf og kennslu. Hún er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu, með MA diplóma í jákvæðri sálfræði og MA í náms- og starfsráðgjöf. Núvitund hefur verið starfrækt í 200 ár. Í Austurlöndum er skoðað hvað er að gerast í huganum. Á Vesturlöndum hefur hins vegar meira verið skoðað hvað er að gerast inn í heilanum sjálfum. Það að taka frá 10-20 mínútur á dag í núvitund breytir heilanum. Heilinn er skannandi hugur og í viðbragðsstöðu fyrir hættum. Það er því tilhneiging hjá okkur til neikvæðrar afstöðu, markmiðið er fyrst og fremst að lifa af. Það sem gerir okkur erfiðar fyrir er að heilinn gerir ekki greinarmun á líkamlegri og sálrænni hættu. Heilinn hefur ekki náð að fylgja þróuninni. Það er því nóg að ímynda sér hluti til að heilinn fari í viðbragðsstöðu. Góðu fréttirnar eru að það er hægt að hjálpa heilanum okkar. Endalaust er hægt að lesa um núvitund en best er að prófa hana. Anna Dóra leiddi Stjórnvísifélaga í gegnum núvitundaræfingu. Það eru 3 lög núvitaðrar athygli, bein upplifun, hugsanir um okkar beinu upplifanir, upplifanir á öðrum tíma og stað. Hugurinn fer með okkur hvert sem við förum. En hvað er átt við með núvitund? Núvitund er sú meðvitund sem skapast við að beina athyglinni með ásetningi, á þessu augnabliki án þess að dæma að hlutum eins og þeir eru (ekki búa til eitthvað nýtt). Maður á að gangast við sér eins og maður er. Augnablik sem við munum og eru kristaltær eru núvitund. Núvitund er eiginleiki sem við búum öll yfir í mismiklum mæli og sem við getum þjálfað. Til að þjálfa núvitund er stundum gerð rúsínuæfingin hún er snert, horft á hana, hlustað á hana bragðað og lyktað. Það sama á við með að fara í sturtu, hugsa til þess hvað skynfærin eru gagnleg. Best er að æfa sig á hverjum einasta degi, stutta stund í senn að stýra athyglinni. Þannig kynnumst við eigin hugarheimi. Hugleiðsluæfing er stefnumót við þitt sjálf. Núvitundarþjálfun gerir okkur kleift að taka betur eftir, róa hugann og sjá hlutina skýrar. Smátt og smátt fer fólk að mýkjast gagnvart sjálfu sér og gagnrýni á sjálfan sig minnkar. Með því að taka betur eftir og fylgjast með eigin hugsunum og tilfinningum af auknum skýrleika náum við einnig að fylgjast með þeim frá aukinni fjarlægð og týnast síður í þeim. Óforlegar æfingar eru að taka eftir þegar við erum að ganga, tala, borða fara í sturtu. Við ættum að þróa með okkur þakklæti þegar við borðum og njóta hvers einasta munnbita. Við erum fljót að fara í sjálfstýringu t.d. keyra bíl og reima skó. Hins vegar er vandamál þegar tilfinningar fara í sjálfstýringu. Í sjálfstýringu þá horfum við án þess að sjá, heyrum án þess að hlusta, snertum án þess að finna. Á milli áreitis og viðbragðs er rými. Í því rými býr frelsi okkar og vald til að velja viðbrögð okkar sem hefur síðan áhrif á þroska okkar. Við þurfum að minna okkur endalaust á að vera hér og nú, bregðast við af yfirvegun og ró, forgangsraða verkefnum, vera með hugann við verkefni sem við erum að sinna hverju sinni, fylgja eftir verkefnum án þess að missa sig í 5-6 önnur verkefni hugsunarlaust. Bryndís hvatti aðila til að googla „60 minutes mindfulness“ og skoða þann þátt. Öll stórfyrirtæki eru að innleiða núvitund inn á vinnustaði sína. Ástæðan er aukin vellíðan og aukin ánægja starfsmanna. Núvitund er lykill að góðri heilsu. Horfa á myndina „Inside oute“ hún er stórkostleg mynd sem sýnir innri tilfinningar. Hún sýnir tilfinningar okkar og hvernig við stundum dveljum í henni. Sorgin er tilfinning sem er réttmæt og eðlileg en hún má ekki hamla okkur við að halda áfram. Bókin „Núvitund, leitaðu inn á við“ er frábær bók eftir starfsmann hjá Google. Finding the space to lead höf: Janice Marturano er einnig mjög góð bók byggð á rannsókn sem var gerð hjá General Mills. Elllen Langer er fyrsti prófessor hjá Harward em kennir Núvitund. Núvitundin hjálpar mikið til við að bæta allar hliðar lífs þíns. Núið fær stærra rými en fortíð og framtíð minna. Track your happiness er skemmtileg rannsókn sem gerð var í Harward. Þar staðfestist að hamingjan mælist mest þegar fólk er andlega til staðar. Æfðu þig þá í að vera oftar hér og nú. Mikilvægt er einnig að hlusta. Alls kyns efni er á vefnum t.d. headpace, smiling mind, happapp.is o.fl.

ISO félögum boðið í OR.

Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR og stjórnarmaður ISO faghópsins, bauð ISO félögum heim í Orkuveitu Reykjavíkur. Á þessum fundi voru umræður um gæðastjórnunarkerfi, breyttar kröfur ISO 9001 og staða innleiðinga - og annað sem þátttakendur vildu ræða og fræðast um og miðla. Stöðlun er forsenda fyrir umbætur. Öguð og stöðluð vinnubrögð koma með gátlistum. Verið er að skoða verk sem verið er að vinna í Veitunum og notað viðhaldsstjórnunarkerfið DMM. Mikilvægi skjalastýringar felst í að skjalið er gefið út og þá er það óbreytanlegt. Skjalastýring felst í að ákveðnu formi er stillt fram. Búið er að negla niður verklagsreglu sem á að koma fram. Mannlegi þátturinn er að fá stjórnendur til að sjá virðið og að þeir kynni það fyrir sínum starfsmönnum. Stjórnandinn sjái áhættuna sem fylgir því að fara ekki eftir reglunum. Hlutverk stjórnandanna felst í að fylgja því eftir að starfsmenn vinni eftir þeim reglum sem eru settar. Rekstrarhandbókin er geymd á innra netinu SharePoint, Spectra, Bloomex og Core data. Kristjana sýndi rekstrarhandbók OR sem hefur að geyma stefnur, ábyrgð og umboð, ráð og nefndir, skipurit o.fl. Rekstrarhandbókin er á íslensku og úttektaraðilinn notar Google-Translate . Stjórnunarhandbókin er hin eiginlega gæðahandabók. Í stjórnun ferla er skipulagningin og stjórnun. Þá er stoðstarfsemin, reksturinn, mat á árangri og umbætur. Síðan er það sem búið er að ferlagreina; meginferli, stoðferli, málaflokkar, starfsmannaflokkar, stefnuflokkar og umhverfis-og öryggismál. Stjórn er með ákveðna kafla og neyðarstjórn. Gamla bókin er byggð upp eftir skipuritunum. Í nýju bókinni er google leit þar sem hægt er að leita í öllum skjölum. Fyrirtæki og forysta og málaflokkar. Leiðbeiningaskjöl sem ganga þvert á alla. Dótturfélögin eru veitur, ON og Gagnaveitan. Nú fara stjórnendur í stuðningsgöngu, ekki eftirlit heldur stuðningsganga. 80% af því á að vera hvati.

Viðburðir á næstunni

Glímt við matarsóun

Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Samkvæmt nýlegri greiningu Umhverfisstofnunar bendir allt til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr ma…

Endurskoðun stefnu vegna breytinga á ISO stöðlum

Nokkrar breytingar hafa orðið á ISO 9001 og ISO 27001 stöðulunum. Á fundinum verður kynnt hvernig Orkuveita Reykjavíkur hefur staðið að því að nýta stefnumótun til þess að innleiða breyttar áherslur í stöðlunum. Greint verður frá undirbúningi , framkvæmd, úrvinnslu og innleiðingu stefnumótunar þar sem lögð er áhersla á aðkomu stjórnenda að vinnunni.
Fyrirlesarar: Kristjana Kjartansdóttir, gæðastjóri OR, og Olgeir Helgason, upplýsingaöryggisstjóri OR.…

ISO 14001

Yfirlit faghópa

Kjarnastarf Stjórnvísi er í faghópunum. Í Stjórnvísi eru starfandi tæplega 20 faghópar undir forystu sterkra stjórna sem koma frá aðildarfyrirtækjum félagsins.

Með því að skrá þig í faghóp færðu sendar tilkynningar um viðburði, gefst kostur á að skoða ítarefni frá viðburðum og fá áhugaverðar fréttir. Engin takmörk eru fyrir því hve marga faghópa er hægt að skrá sig í.

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Breytingastjórnun 2 Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður haustið 2012 en tók formlega til starfa í janúar 2013. Hópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga, menntun og reynslu af breytingastjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan 1 Skrá í hóp

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

FagmennskAk Skrá í hóp

Fjármál fyrirtækja 2 Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Gæðastjórnun 3 Skrá í hóp

Gæðastjórnunarhópurinn vinnur að því að efla þekkingu á gæðastjórnun og stuðla að miðlun á reynslu milli þeirra sem starfa að málum tengdum gæðastjórnun innan fyrirtækja og stofnana. Þá hvetur hópurinn til tengslamyndunar milli þeirra sem starfa í faginu og hefur vettvangurinn reynst ómetanlegur fyrir gæðastjóra til að leita ráða hver hjá öðrum.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00

Heilsueflandi vinnuumhverfi Skrá í hóp

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Hugbúnaðarprófanir Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

ISO hópur 6 Skrá í hóp

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn fjallar um ISO staðla og kröfur sem vottuð fyrirtæki hlíta
Viðburðir síðustu 3 mánuði 6

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00

Kostnaðarstjórnun og kostnaðargreining 2 Skrá í hóp

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og –stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í tengslum við kostnaðarstjórnun og –greiningu í víðu samhengi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Lean - Straumlínustjórnun 5 Skrá í hóp

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 5

Viðburðir

Mannauðsstjórnun 6 Skrá í hóp

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 6

Viðburðir

Markþjálfun 2 Skrá í hóp

Markþjálfun / Stjórnendamarkþjálfun  (e.Coaching / Executive Coaching). Markmið faghópsins er að kynna markþjálfun og hvaða ávinning stjórnendur fyrirtækja og/eða einstaklingar geta haft af henni, í faglegu eða persónulegu lífi. Einnig að kynna mismunandi aðferðir markþjálfunar fyrir öllum þeim sem hafa áhuga á stjórnun.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Matvælasvið Skrá í hóp

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

Nýsköpun og sköpunargleði 2 Skrá í hóp

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 2

Viðburðir

Opinber stjórnsýsla Skrá í hóp

Prufufaghópur Skrá í hóp

Hópurinn er ekki virkur.

Samfélagsábyrgð fyrirtækja 3 Skrá í hóp

Faghópurinn um samfélagsábyrgð fyrirtækja var stofnaður hjá Stjórnvísi árið 2012 og telur síaukinn fjölda meðlima. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði samfélagsábyrgðar fyrirtækja.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

Sköpunargleði Skrá í hóp

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

Stefnumótun og árangursmat 3 Skrá í hóp

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) Skrá í hóp

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin “þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni” vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.

Umhverfi og öryggi 3 Skrá í hóp

Stefna umhverfis-og öryggistjórnunarhóps Stjórnvísi er að taka virkan þátt í umræðunni um ytri og innri umhverfismál fyrirtækja. Lögð er áhersla á að skapa vettfang fyrir fróðlegar umræður og skoðanaskipti um úrlausn ýmissa þátta í starfsemi fyrirtækja er varða þennan málaflokk.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

Upplýsingaöryggi 1 Skrá í hóp

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

/ 08:30 - 10:00

Verkefnastjórnun 3 Skrá í hóp

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir

Virðismat og virðismatstækni Skrá í hóp

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.

Viðskiptagreind Skrá í hóp

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

Vörustjórnun - Innkaup og innkaupastýring 1 Skrá í hóp

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi hagkvæmra innkaupa á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 1

Viðburðir

Þjónustu- og markaðsstjórnun 3 Skrá í hóp

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.
Viðburðir síðustu 3 mánuði 3

Viðburðir