Viðburðir á næstunni

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun

Aðalfundur faghóps um Lean - Straumlínustjórnun verður haldinn mánudaginn 22.apríl á Teams. 

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghópsins sér um skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á brimar@nfd.is

Hlekkur á Teams má nálgast hér.

Aðalfundur faghóps um Lean

Meeting ID: 376 586 531 83
Passcode: QVMa4P

 

 

Aðalfundur faghóps um Innkaupa- og vörustýringu

Aðalfundur faghóps um innkaupa- og vörustýringu verður haldinn á Nauthól 24.apríl næstkomandi frá 12:00-13:00.

Fundardagskrá:

  • Einn viðburður í lok starfsárs?
  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar/formanns
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um innkaupa-og vörustýringu sér um hugmyndavinnu, skipulagningu og fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. 

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar/formanns, vinsamlegast sendið tölvupóst á formann faghópsins á snorri.sigurdsson@alvotech.com.

Dagur framtíðarrýnis þjóða innan OECD – 25 apríl næstkomandi

Um 58 erindi verða flutt, um ólíkar framtíðaráskoranir, á ólíkum sviðum. Markmið ráðstefnunnar er að auka getu þjóða til að takast á við ólíka drifkrafta samfélaga. Skapa sameiginlegan skilning á viðfangsefnum. Auka skilvirkni við stefnumótun, nýsköpun og efla tengslamyndun. Hér að neðan er drög að bráðabirgðadagskrá, nokkuð ruglingslega sett uðð en þau ykkar sem hafa áhuga geta skráð sig á vefslóð hér að neðan. Með því fáið þið uppfærða dagskrá þegar nær dregur.

Þátttakan er gjaldfrjáls. Skráið ykkur hér Meeting Registration - Zoom

Virtual OECD Government Foresight Community Day

PRELIMINARY AGENDA

1. Opening session

9.00 – 9.15 CET | PLENARY

Introduction and opening remarks

• Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight, Head of the Strategic Foresight

Unit, OECD

2. Community Exchange

Presentations of findings from recent foresight work, thematic mini-workshops, or opportunities to

share and seek feedback on current plans and priorities for the future.

Introduction to the session. Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight, Head of

the Strategic Foresight Unit, OECD

2.1 Session 1, wave 1

9.15 – 10.00 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Co-Creating value-driven visions of preferred futures: The NISTEP 12th Science and

Technology Foresight Survey. Asako Okamura, Japan’s National Institute of Science and

Technology Policy (NISTEP)

• Exploring the social implications of generative AI through scenarios. Hao Guang Tse, Prime’s

Minister Office, Singapore

• Using aspirational foresight to determine development priorities in Laos. Jan Rielaender,

Country Diagnostics Unit, OECD Development Centre, OECD

• Scenarios of Poland’s development in the national development concept 2050. Karol

Wasilewski and Kacper Nosarzewski, The Futures Literacy Company - 4CF

• Using narrative foresight to depict today's economy from a future standpoint: What if

alternate stories were told? Eeva Hellström, Finnish Innovation Fund Sitra

• Africa’s energy transition to 2050. Jakkie Cilliers, head of African Futures & Innovation,

Institute for Security Studies, Pretoria, South Africa

• Scottish Government Foresight Programme: Analysing Scotland’s key trends, opportunities

and risks 2024-2044. Kirsty McWhinnie, Scottish Government

• Encourager la culture de l’anticipation et de la prospective dans le monde islamique. Kais

Hammami, Islamic World Educational, Scientific and Cultural Organization - ICESCO (French

speaking breakout group)

• APEC STI strategic foresight. Surachai Sathitkunarat, APEC Center for Technology Foresight

Virtual OECD Government Foresight Community Day

2.2 Session 1, wave 2

10.00 – 10.45 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Exploring the World Organisation for Animal Health’s future(s): Participatory foresight

project insights and scenarios. Tianna Brand, World Organisation for Animal Health’s (WOAH)

and Wendy Schultz, Jigsaw Foresight

• Vidas in 2050: Shaping policies for future generations. Luis Díez Catalán, Foresight and

Strategy Office of the Spanish Government

• Who will pay taxes? Taskeen Ali, His Majesty's (HM) Revenue and Customs-HMRC, UK

Government

• Global Trends to 2040: Choosing Europe’s Future. European Strategy and Policy Analysis

System-ESPAS (Presenter to be confirmed)

• Ukraine Scenarios project. Dr. Olaf Theiler, German Bundeswehr

• Use of strategic foresight as a means to better anticipate and manage emerging critical

risks. Jack Radisch, Directorate for Public Governance, OECD

• Integrating foresight into the government’s policy-making process. Tan Shu Ying, Mohd

Nurul Azammi Mohd Nudri and Azmil Mohd Amin, Malaysian Industry-Government Group for

High Technology (MIGHT)

• The global driver of change for higher education: The results of two years of study. Chris

Luebkeman, ETH Zurich

• Digital transformation for a sustainable future – anticipating and mitigating potential

rebound effects systemically. Ullrich Lorenz, Systemic Futures, Germany

10.45 – 11.00 CET | BREAK

2. Foresight Essentials & Methods

Introductory sessions outlining core definitions, methods, and tools for participants in the early stages

of strategic foresight practice in government.

Introduction to the session. Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight, Head of

the Strategic Foresight Unit, OECD

2.1 Round 1

11.00 – 11. 45 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Government Office for Science: New Futures Toolkit. UK Government Office for Science

(Presenter to be confirmed)

• Strategic foresight as a capability. Sensing, making sense, and using the futures for

government. Gabriele Rizzo, United States Space Force

• Systems thinking, turbulence, and paths to adaptive action. Tianna Brand, World

Organisation for Animal Health’s (WOAH) and Wendy Schultz, Jigsaw Foresight

Virtual OECD Government Foresight Community Day

• Dealing with deep uncertainty. Ed Dammers, PBL Netherlands Environmental Assessment

Agency

• Lessons learned in mainstreaming foresight at institutional and think tank level. Ricardo

Borges de Castro, European Policy Centre

• Framing complex domains for foresight analysis. Marius Oosthuizen, Dubai Future Academy,

Dubai Future Foundation

2.2 Round 2

11.45 – 12.30 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Shapeshifting foresight. Taskeen Ali, His Majesty's (HM) Revenue and Customs-HMRC, UK

Government

• Horizon scanning for policy making – with examples from the German Federal Environment

Agency. Sylvia Veenhoff and Katrin Kowalczyk, German Environment Agency and Federal

Ministry for the Environment, Nature Conservation, Nuclear Safety and Consumer Protection

• Measuring the impact of foresight. Catherine Day, UK Cabinet Office

• Why do participatory futures matter? An introduction to participatory practices and their

potential in government foresight. Jéssica Leite dos Santos, Brazilian Naval War College

• Structured forecasting using Delphi – harnessing collective wisdom. Hannah Littler, UK

Environment Agency

• Building scenarios by using the method of Future States. Zsolt Pataki, European Parliament

12.30 – 13.30 CET | BREAK

3. Horizon Scanning Session: What keeps you awake at night?

Horizon scanning session dedicated to emerging signals, disruptions, and concerns being identified by

the foresight community that should be closely followed by policymakers.

13.30 – 14.00 CET | PLENARY

• Introduction to the session. Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight,

Head of the Strategic Foresight Unit, OECD

• 5-minutes pitch by each facilitator

14.00 – 14.30 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Geoeconomic fragmentation

Facilitated by: Paul Woods, Central Bank of Ireland

• The danger of fractured realities

Facilitated by: Jorg Körner, German Federal Ministry of Education and Research

Virtual OECD Government Foresight Community Day

• Backlash against green political action

Facilitated by: Grzegorz Drozd, European Commission

• From severe storms to severe responses: Climate, insurance and geoengineering solutions

Facilitated by: Trish Lavery, Department of the Prime Minister and Cabinet, Australian

Government

• The convergence of generative AI and synthetic biology

Facilitated by: Jean-Marc Rickli, Geneva Centre for Security Policy (GCSP)

• Grey rhino or grey power – the convergence of ageing and reduced births?

Facilitated by: Mark Robinson, Australian Taxation Office

4. Preparing for the UN Summit of the Future

14.30 – 15.30 CET | PLENARY

The UN Summit of the Future in September 2024 is pivotal for building global momentum behind long[1]term governance and foresight in policymaking.

• Presentation from the UN Futures Lab Network followed by interactive discussion

15.30 – 16.00 CET | BREAK

5. Community Exchange

Presentations of findings from recent foresight work, thematic mini-workshops, or opportunities to

share and seek feedback on current plans and priorities for the future.

Introduction to the session. Rafał Kierzenkowski, Senior Counsellor for Strategic Foresight, Head of

the Strategic Foresight Unit, OECD

5.1 Session 2, wave 1

16.00 – 16.45 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Developing capacity in public sector foresight: Exploring nine essential competencies for

effective government futuring. Zan Chandler, Policy Horizons Canada

• New GOScience foresight project on global supply chains. Jack Snape, UK Government Office

for Science

• Territorial Outlook on tour. Ed Dammers, PBL Netherlands Environmental Assessment Agency

• Global Trends 2045: The precipice of transformation change, or more of the same? Steve

Scharre, U.S. ODNI/NIC Strategic Futures Group

• Learn how horizon scanning can help shape EU policy and discuss recent signals of change.

Maciej Krzysztofowicz and Maija Knutti, EU Policy Lab

• Establishing and embedding strategic foresight in central banking. Paul Woods, Central Bank

of Ireland

Virtual OECD Government Foresight Community Day

• Embedding strategic foresight with a multi-level perspective. Peter de Smedt, Government

of Flanders

• Fit for future: Trade unions’ experiences with strategic foresight. Rafael Peels, Bureau for

Workers’ Activities, International Labour Organisation

5.1 Session 2, wave 1

16.45 – 17.30 CET | BREAKOUT SESSIONS

• Governing Artificial General Intelligence (AGI) could be the most complex and difficult

problem humanity has ever faced. How can we do it? Jerome Glenn, The Millennium Project

• Spotting annual patterns in data, whole-government horizon scanning, and preparing for

elections. James Ancell, Harry Hand, Rachel Joiner and Eduarda Giffoni, UK Cabinet Office

• Space futures with the US Space Force and European Parliament. Gabriele Rizzo and Zsolt

Pataki, United States Space Force and European Parliament

• The AI Generation: Exploring the potential impacts of AI on youth. Martin Berry, Policy

Horizons Canada

• Showcasing the Welsh approach to futures through the Well-being of Future Generations

Act, with examples of practical tools and case studies. Marie Brousseau-Navarro and

Petranka Malcheva, Office of the Future Generations Commissioner for Wales

• 2023 EU Strategic Foresight Report: how & what? Kathrine Jensen and Daniel Torrecilla

Fernandez, European Commission

• Out of the box participative foresight in defence. Capt. (R) Claudio Correa, visiting researcher

Universidade Lusófona and Jéssica Leite, Visiting researcher King's College London

• Transformations in the future of public employment: From white collar to digital collar.

Gustavo Edgardo Blutman, Public Administration Research Center - School of Economics -

Buenos Aires University

• Fostering a desired future for the Ecuador-Peru border integration zone: The role of

academia in shaping tomorrow’s landscape. Kevin Jimenez, Universidad Nacional de Loja

Aðalfundur faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM)

Aðalfundur faghóps um stjórnum viðskiptaferla (BPM) verður haldinn mánudaginn 29. apríl klukkan 11:30 til 12:00 á Nauthól veitingahús.

Fundardagskrá:

  • Uppgjör á starfsári
  • Kosning til stjórnar
  • Önnur mál

Stjórn faghóps um stjórnun viðskiptaferla (BPM) sér um fundarstjórnun á viðburðum á vegum faghópsins. Stjórnin hittist tvisvar á ári, við lok starfsárs eftir aðalfund til að fara yfir líðandi ár, og svo við upphaf starfsárs til að skipuleggja viðburði ársins.

Þau sem vilja bjóða sig fram til stjórnar, vinsamlegast sendið tölvupóst á jonina@eimskip.is

 

Fundarstjóri er Jónína Magnúsdóttir.

Stjórnarfundur faghóps um stefnumótun og árangursmat

Aðalfundur stjórnar faghópsins.

Fréttir af Stjórnvísi

Þau hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024

Sex einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2024 sem veitt voru veitt í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í fimmtánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent. 

Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf,   í flokki millistjórnenda þau Gerður Pétursdóttir fræðslustjóri Isavia og Sigurður Böðvarsson framkvæmdastjóri lækninga og sjúkrasviðs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í flokki frumkvöðla stofnendur Oculis þeir Einar Stefánsson prófessor í augnlækningum  og Þorsteinn Loftsson prófessor í lyfjafræði.  Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun, þau hlaut  Joanna Dominiczak, fagstjóri íslenskunáms og erlends samstarfs hjá Mímir símenntun. 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og örva umræðu um faglega stjórnun.

 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justical

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

  

Hérna má nálgast nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaunin:  https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun

Frétt á Viðskiptablaðinu  Frétt á Vísi  

 

Fréttir frá faghópum

Faghópur Öryggisstjórnunar vekur athygli á aðalfundi Vinnís 15 apríl n.k.

Á aðalfundi Vinnís þann 15 apríl n.k. mun Leó Sigurðsson, formaður Vinnís og meðlimur stjórnar faghóps öryggisstjórnunar, flytja erindi um helstu áskoranir og tækifæri tengt vinnuvist, vinnuvernd og öryggisstjórnun á Íslandi í dag með alþjóðlegri nálgun. 
Allir eru velkomnir og þá sérstaklega þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í öflugu starfi tengt vinnuvist/vinnuvernd með það að markmið að efla þennan málaflokk á Íslandi og efla tengslanet sitt. Sjá nánar hér: 
https://www.facebook.com/events/239313009203603
 
Aðalfundur Vinnuvistfræðifélag Íslands (Vinnís) er haldin í húsnæði Verkfræðingafélagi Íslands.
Dagskrá verður hefðbundin og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur. 
Endilega skráið mætingu í viðburðinum svo við vitum hversu mörgum við eigum von á.
Staður: Verkfræðingafélagið, Engjateig 9, Reykjavík.
Klukkan:17:00
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum Vinnís:
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
😎 Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum í stjórn Vinnís
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
 
Þeir sem gefa kost á sér eru hvattir til að tilkynna um framboð sitt í gegnum fésbókarsíðu Vinnís https://www.facebook.com/vinnuvistfraedi/ í síðasta lagi mánudagin 15.apríl kl.16, 2024.
Í lögum félagsins segir að reynt skuli eftir fremsta megni að manna stjórnina fulltrúum frá sem flestum sviðum vinnuvistfræðinnar til að stjórn félagsins endurspegli hinn breiða faglega grunn félagsmanna.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðalfundi Vinnís.
Stjórn Vinnís

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

THE GLOBAL 50 – Meginkraftar framtíða.

Dubai Future Foundation, sem er samstarfsaðili Framtíðarseturs Íslands, var að gefa út áhugaverða skýrslu, The Global 50, um 50 meginkrafta til framtíðarvaxtar, velmegunar og velferðar. Sumir þessara krafta eru hægt rísandi, en aðrir í nærri en allir þarfnast íhugunar, þó svo langt sé í að þeir skelli á okkur.

Skoðið þessa vefslóð, þar er síðan hægt að ná í skýrsluna sem pdf.

The Global 50 Report | Dubai Future Foundation

 

Njótið dags og framtíðar.

Námskeið í breytingastjórnun

Ágætu félagsmenn faghóps um breytingastjórnun

Til upplýsinga er áhugavert námskeið í breytingastjórnun í Opna háskólanum í apríl sem einhver hér gætu haft áhuga á. Námskeiðið fjallar um leiðir til að ná árangri í breytingum en jafnframt er farið dýpra í að gera breytingar auðveldari á vinnustaðnum. Kynntar verða til sögunnar viðurkenndar aðferðir í breytingastjórnun í bland við sannreynda hugmyndafræði kennara sem ræðst á orsök vanda vinnustaðarins. Kennari námskeiðsins er Ágústs Kristjáns Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi í breytingum, en hann var áður formaður faghóps um breytingar hjá Stjórnvísi.

 

Allar nánari upplýsingar og skráning er hér: Opni háskólinn – Háskólanum í Reykjavík (ru.is) auk þess er hér kynningarmyndband

Faghópamynd

Kjarni starfseminnar

Hér eru allar upplýsingar fyrir stjórnir faghópa um hvernig á að stofna viðburði og fleira gagnlegt. Virkir faghópar félagsins eru 25 talsins og er öflugt starf þessara hópa undirstaða félagsins.  Á þessari síðu má sjá alla faghópa félagsins bæði virka og óvirka, fréttir, dagskrá, markmið, tilgang og hverra þeir höfða til. Þar er einnig að finna upplýsingar um hverjir eru í stjórn hvers faghóps en fjöldi stjórnarfólks er á bilinu 4-12.  Hafir þú áhuga á að koma í stjórn faghóps er um að gera að senda póst á formann faghópsins, netfang koma upp um leið og bendillinn fer yfir nafnið.  

Hafir þú áhuga á að stofna eða endurvekja faghóp sendu þá erindi á framkvæmdastjóra félagsins gunnhildur@stjornvisi.is


 

  • Einn eða fleiri viðburðir síðustu 3 mánuði
  • Þínir hópar

Aðstöðustjórnun (158)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á aðstöðustjórnun, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Stjórnendur sem bera ábyrgð á eða hafa áhuga á að vinnuaðstaðan henti fyrirtækjarekstri m.t.t. líðan starfsmanna, viðskiptaferla og umhverfisáhrifa – sérstaklega stjórnendur stærra vinnustaða sem krefjast kerfisbundna nálgun og jafnvel upptöku hennar í gæðakerfi þeirra. Aðstöðustjórnun er rótgróið fag sem er í miklum vexti um allan heim og mikil tækifæri að fylgja þeirri þróun hér á landi. Covid-19 ýtti í raun ýtt enn frekar á þennan vöxt þar sem faraldurinn hefur gjörbreytt aðstöðuþörfum varanlega og er aðstöðustjórnun í lykilhlutverki í stefnumörkun og aðlögun m.t.t. þessara áhrifa með því að samstilla aðstöðustefnu við viðskiptastefnu fyrirtækja. Í stærra samhenginu spilar hún stórt hlutverk í lífsgæðum fólks og samfélaga með því að bæta bæði upplifun og frammistöðu fólks í vinnu á sjálfbæran hátt. Aðstöðuþarfir eru ólíkar eftir starfsemi en í þessum hóp myndum við ræða sameiginleg viðfangsefni og áskoranir sem skipta máli til þess að veita fullnægjandi vinnuaðstöðu, bæði varðandi fasteignarekstur og stoðþjónustu og -kerfum. Faghópsaðilar gætu hér fundið vettvang til þess að deila reynslu og þróast áfram í þeirra hlutverki. Horft verður m.a. til ISO-staðla eins og 41001, -11, 12, 13 og ráðlegginga IFMA í hvernig mætti yfirfæra best-practice útfærslur á Íslandi.

Almannatengsl og samskiptastjórnun (158)

Tilgangur faghópsins er að efla faglega þróun á sviði almannatengsla og samskiptastjórnunar innan skipulagsheilda sem og hjá einstaklingum þeim til framdráttar, ásamt því að auka vitund um mikilvægi þessa greina með því að bjóða upp á fræðandi og hvetjandi fyrirlestra frá fyrirtækjum, stofnunum, háskólum og sérfræðingum. Metnaður er lagður í að bjóða upp á fyrirlestra og málstofur sem veita áhorfendum aukna þekkingu, færni og innsæi í starfsvettvang almannatengsla og samskiptastjórnunar á Íslandi sem og erlendis.

Breytingastjórnun (1231)

Markmið hópsins er að auka vægi breytingarstjórnunar á Íslandi með fræðandi og hvetjandi fyrirlestrum sem gefa áhorfendum aukna kunnáttu, færni og innsæi sem nýtist strax í starfi.

Fjölbreytileiki og inngilding (222)

Fjölbreytileikinn er alls staðar, í hverri fjölskyldu og á hverjum vinnustað. Hvert og eitt okkar vill fá að vera það sjálft, tilheyra samfélaginu og upplifa virðingu – óháð uppruna, trú, kyni, kynhneigð og kynvitund. Hvernig sköpum við þannig vinnustaðamenningu að öll flóra samfélagsins fái að njóta sín? Inngilding (e. inclusion) er mikilvægur þáttur á þeirri vegferð og faghópur um fjölbreytileika og inngildingu mun skapa vettvang til aukinnar fræðslu á því sviði.

Framtíðarfræði (481)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á framtíðarfræðum, nýtingu þeirra og möguleikum. Tilgangur faghópsins er að auka víðsýni og styðja við nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífs með notkun framtíðafræða. Markmiðið er að efla þekkingu á notkun framtíðarfræða sem hagnýtu tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til að takast á við framtíðaráskoranir, jafnt tækifæri sem ógnanir. Framtíðarfræði samanstanda af aðferðum sem hægt er að beita til að greina á kerfisbundinn hátt mögulegar birtingarmyndir framtíðar og vera þannig betur í stakk búin til að mæta óvæntum áskorunum.

Gervigreind (119)

Hverju breytir gervigreind? Sagt er að hún muni breyta öllu. Ef svo er, þá mun hún gjörbreyta stjórnun og rekstri fyrirtækja og vera tækifæri til aukinnar framleiðni og róttækrar nýsköpunar. Hugtakið gervigreind er ekki nýtt en þróun hennar er á ógnarhraða. Hraði þróunarinnar er það mikill að gervigreindin er af sumum talinn geta orðið ógn hefðbundinna hugsunar og siðferðis og þannig samfélagógn, ef ekki er gætt að. Mun gervigreindin gjörbreyta viðskiptalíkönum fyrirtækja, starfsháttum þeirra og hefðbundnum viðmiðum vinnumarkaðarins? Hvaða áhrif mun hún hafa á vinnusiðferði, menntun til starfa, vöru- og upplýsingaflæði og markaðssetningu vara og þjónustu? Hvaða félagslegar breytingar munu eiga sér stað með tilkomu hennar? Hvernig verður vernd upplýsinga háttað, gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum? Við stefnum að metnaðarfullri umræðu um framangreinda þróun á vettvangi Stjórnvísi, og leggjum áherslu á samstarf við aðrar faghópa félagsins, þar sem hún mun hafa áhrifa á allar faggreinar, er þverfagleg og spyr ekki um mörk eða landamæri. Að undanförnu hefur umræðan aðallega beinst að hugbúnaðinum ChatGPT. Þessi hugbúnaður er bara einn af mörgum sem munu koma fram, hver með sínar útfærslur og áhrif sem vert er að rýna og fylgjast með. Hlökkum til samstarfs við ykkur, skráið ykkur í hópinn og saman tökum við forystu í mikilvægri umræðu.

Góðir stjórnarhættir (886)

Tilgangur faghópsins er að stuðla að og styðja við góða stjórnarhætti skipulagsheilda með fræðslu og miðlun upplýsinga um málaflokkinn til starfandi og verðandi meðlima í stjórnum, nefndum og ráðum sem og annarra áhugasamra.

Gæðastjórnun og ISO staðlar (762)

Umfang faghópsins snýr að almennri gæðastjórnun en jafnframt látum við okkur varða ISO stjórnunarkerfisstaðla sem og aðra staðla sem þeim tengjast og eru vottunarhæfir. Faghópurinn leggur áherslu á þá þætti sem eru sameiginlegir/eins í öllum stjórnunarkerfunum ásamt því að auka vitund og virkni starfsfólks.

Heilsueflandi vinnuumhverfi (749)

Hópurinn fjallar um stjórnun, skipulag og framþróun heilsueflingar og vinnuverndar. Hópurinn leggur áherslu á heildræna nálgun og sannreyndar aðferðir með það að markmiði að bæta heilsu og líðan starfsfólks, auka framleiðni og stuðla að heilsueflandi vinnustað.

Innkaupa- og vörustýring (349)

Meginmarkmið faghópsins er að auka vitund og skilning um mikilvægi stefnumiðaðra og hagkvæmra innkaupastýringar á vörum og þjónustu innan fyrirtækja, hvort sem þau eru einkarekin eða í eigu hins opinbera.

Jafnlaunastjórnun (315)

Markmið faghópsins er að vera vettvangur fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga sem snerta málefni jafnlaunakerfa í samræmi við ÍST85:2012 staðalinn. Taka þátt í samtali um málefnið, veita þeim vettvang sem vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri og vera leiðandi í faglegri umræðu um jafnlaunamál.

Lean - Straumlínustjórnun (1173)

Til þess að fá tilfinningu fyrir inntaki Straumlínustjórnunar er mikilvægt að sjá skipulagsheildina (fyrirtækið í heild) út frá sjónarmiði ferlahugsunar (e. process perspective) þ.e.a.s. að sjá allar aðgerðir starfsmanna sem ferli og hugsa starfsemi fyrirtækisins sem virðisframleiðslu, hvort sem um er að ræða vörur, þjónustu, upplýsingar eða alla þessa þætti í einu.

Leiðtogafærni (876)

Faghópurinn er fyrir alla þá sem hafa áhuga á fræðast um hvaða færni og eiginleikar einkenna leiðtoga og hvernig megi efla með sér leiðtogafærni. Tilgangur hópsins er að skapa umræðuvettvang um hvernig leiðtogar verða til og hvernig leiðtogafærni er viðhaldið. Leiðtogafærni er meðal annars hæfileikinn að móta sýn og viðhalda henni þar til tilætluðum niðurstöðum er náð. Eins búa leiðtogar yfir þeim eiginleikum og getu til að byggja upp traust, trúverðugleika og leiða teymi og skipuheildir í átt að sýninni. Leiðtogafærni byggist ekki endilega á grundvelli formlegs valds heldur frekar á færni að hafa áhrif á aðra og stíga fram þegar þörf þykir til. Innan leiðtogafræðanna hefur mikið verið rætt um hvort að leiðtogafærni sé einstaklingum í blóð borið eða hvort þetta sé færni sem hægt er að efla hjá hverjum og einum. Sum skapgerðareinkenni geta auðveldað fólki að taka leiðandi hlutverk en þetta er einnig færni sem hver og einn getur þjálfað með sjálfum sér. Áskoranir samtímans kalla eftir öflugum leiðtogum sem búa yfir sjálfsvitund og eru meðvitaðir um hvaða áhrif þeir geta haft á umhverfi sitt og samfélag.

Loftslagsmál (247)

Loftslags- og umhverfismál snerta samfélög um heim allan. Loftslagstengdar breytingar hafa áhrif á náttúrufar, lífríki, innviði, atvinnuvegi og samfélag. Að draga úr loftslags- og umhverfisáhrifum er sameiginlegt verkefni allra, ríkis, sveitarfélaga, fyrirtækja og einstaklinga.

Mannauðsstjórnun (944)

Faghópur um mannauðsstjórnun starfar á víðu sviði mannauðsstjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fræðslu, upplýsinga og þróunar fyrir þá sem starfa að mannauðsmálum eða hafa áhuga á þeim málaflokki, allt frá ráðningu starfsmanna til starfsloka.

Markþjálfun (705)

Markþjálfun (coaching) og teymisþjálfun (teamcoaching) er viðurkennd árangursrík aðferðafræði. Hraði, breytingar og áreiti í umhverfi okkar hvetja til að huga að því sem virkilega skiptir okkur máli og forgangsraða. Markþjálfun hjálpar við það.

Persónuvernd (376)

Tilgangur með stofnun faghópsins er að skapa vettvang fyrir umræðu, fræðslu og miðlun upplýsinga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Markmið faghópsins er að þjóna sem flestum hópum sem vinna að eða hafa áhuga á persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, s.s. persónuverndarfulltrúum, mannauðsstjórum, stjórnendum og aðilum sem starfa í upplýsingatæknigeiranum. Þá er það markmið faghópsins að vera vettvangur fyrir starfandi persónuverndarfulltrúa sem starfa hjá íslenskum fyrirtækjum, stofnunum, opinberum aðilum og félagasamtökum m.a. til að þeir aðilar sem sinna þessu nýja hlutverki geti mótað hlutverk sitt og nýtt sér reynslu og þekkingu annarra fulltrúa. Hópurinn samastendur af einstaklingum sem starfa sem persónuverndarfulltrúar hjá opinberum aðilum, félagasamtökum og einkafyrirtækjum svo og ráðgjöfum á sviði persónuverndar og upplýsingatækni.

Sjálfbær þróun (562)

Faghópurinn um sjálfbæra þróun fyrirtækja leitast við að miðla þekkingu og reynslu á sviði sjálfbærrar þróunar fyrirtækja. Faghópurinn hefur lagt áherslu á samstarf við aðra hópa enda svið málaflokkurinn víður og ekkert óviðkomandi.

Stafræn fræðsla (456)

Markmið faghópsins stafræn/rafræn fræðsla er að skapa umræðuvettvang til að miðla þekkingu og reynslu um aðferðir og utanumhald á stafrænu fræðsluefni innan fyrirtækja og stofnana.

Stefnumótun og árangursmat (977)

Hlutverk hópsins er að fjalla um stefnumótun - allt frá mótun stefnu, framkvæmd hennar, eftirfylgni og árangursmælingar.

Stjórn Stjórnvísi (10)

ATH! Einungis fyrir stjórn Stjórnvísi. Árlega stendur stjórn Stjórnvísi fyrir fjölda viðburða; Kick off fundur stjórna í lok ágúst, haustráðstefna Stjórnvísi í september/október, nýársfagnaður í janúar, uppskeruhátíð Íslensku ánægjuvogarinnar, Stjórnunarverðlaun o.fl.

Stjórnun viðskiptaferla (BPM) (384)

Markviss stjórnun viðskiptaferla er einn af veigamestu þáttum í samkeppnishæfni fyrirtækja. Kennisetningin „þjónustan er ekki betri en ferlarnir í starfseminni“ vísar til mikilvægis þessa þáttar í starfsemi fyrirtækisins.

Upplýsingaöryggi (375)

Upplýsingaöryggishópurinn er stofnaður til að koma á tengslum milli fagfólks sem er að vinna að gagnaöryggismálum og stuðla að faglegri upplýsingagjöf og umræðu um upplýsingaöryggi.

Verkefnastjórnun (1274)

Faghópur um verkefnastjórnun starfar á víðu sviði verkefnastjórnunar. Markmið faghópsins er að skapa vettvang fyrir fræðslu, upplýsingar og þróun fyrir þá sem starfa að verkefnastjórnun eða hafa áhuga á þeim málaflokki.

Þjónustu- og markaðsstjórnun (570)

Með því að skiptast á þekkingu og reynslu má sjá að verkefnin sem stjórnendur standa frammi fyrir í þjónustu- og markaðsmálum eru ekki einstæð, þó svo fyrirtækin sem starfað er hjá séu eins ólík og þau eru mörg.

Öryggisstjórnun (383)

Öryggisstjórnun og heilsuvernd er að verða æ snarari þáttur í stjórnun fyrirtækja. Lagaumhverfi hefur skerpst og einnig hafa fyrirtæki með aukinni áherslu á samfélagslega ábyrgð upp á eigið fordæmi tekið þessa þætti til gagngera endurbóta.

ÖÖ: Óvirkur Excel (300)

Tilgangur faghópsins er að efla Microsoft Excel notendur, fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra til framdráttar. Fyrir hverja er þessi hópur? Alla þá sem finnst Excel vera frábært verkfæri og vilja læra meira. Ert þú heillaður/heilluð af því hversu öflugt verkfæri Microsoft Excel er og langar að læra meira? Þar sem það er ómögulegt fyrir eina manneskju að kunna allt það sem hægt er að gera í Excel hefur þessi faghópur verið stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar við fáum tækifæri á því að ræða saman um Excel tengd málefni og miðla þekkingu okkar á milli. Leitast verður við að fá Excel sérfræðinga í íslensku atvinnulífi til að deila með okkur hvernig þeir nota Excel. Hér hefur þú tækifæri á að tengjast öðru Excel áhugafólki og í leiðinni eflast í þínu fagi. Málefni sem við munum velta fyrir okkur eru eftirfarandi, listinn er ekki tæmandi: Hvaða verkefni leysa notendur með Excel. Hvaða verkfæri eru Excel sérfræðingarnir að búa til? Sem dæmi sjóðstreymi, áætlunartól og þess háttar. Hverjar eru uppáhalds skipanir, formúlur og flýtilyklar. Ráðleggingar hvað varðar „Best practice“.

ÖÖ: óvirkur: CAF/EFQM - Sjálfsmatslíkan (94)

Faghópurinn hittist u.þ.b. einu sinni í mánuði yfir veturinn, yfirleitt frá kl. 8:30 - 9:30, en allar nánari upplýsingar um starfið má sjá í dagskrá hópsins.

ÖÖ: óvirkur: Fjármál fyrirtækja (306)

Faghópurinn var stofnaður í september 2007 og hefur fengið mjög góðar undirtektir. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði fjármálastjórnunar (e. finance management).

ÖÖ: óvirkur: Hugbúnaðarprófanir (54)

Faghópur um hugbúnaðarprófanir og er byggður á grunni Félags um hugbúnaðarprófanir (ICEQAF) sem hefur starfað af krafti um skeið.

ÖÖ: óvirkur: ISO hópur (200)

ISO- hópurinn er einn elsti og reyndasti faghópur Stjórnvísi og hefur haldið sérstöðu sinni alla tíð. Faghópurinn hefur sameinast faghópi um gæðastjórnun.

ÖÖ: óvirkur: Kostnaðarstjórnun (210)

Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði kostnaðarstjórnunar, -greiningar og -stýringar (Cost management, Cost Analysis and Cost Control). Því til viðbótar er að kynna nýja strauma og stefnur í víðu samhengi.

ÖÖ: óvirkur: Matvælasvið (51)

Matvælahópur Stjórnvísi var stofnaður 29. október 1997. Áður höfðu starfað landbúnaðarhópur, sjávarútvegshópur og iðnaðarhópur innan Stjórnvísi en matvælaframleiðendur innan þessara greina töldu sig eiga margt sameiginlegt varðandi gæði framleiðslunnar.

ÖÖ: óvirkur: Nýsköpun og sköpunargleði (383)

Nýsköpun hefur verið í brennidepli enda ljóst að leit að nýjum lausnum er mikilvæg hvort sem litið er til umhverfis- og orkumála, framleiðslu eða annarra atvinnugreina. Á Íslandi er mikilvægt að hlúa vel að nýsköpun til að stuðla að auknum hagvexti og aukinnar fjölbreytni í atvinnumálum á Íslandi.

ÖÖ: óvirkur: Opinber stjórnsýsla (391)

Efla fræðilega og hagnýta þekkingu á opinberri stjórnsýslu. Styrkja fólk í starfi innan ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka. Hvetja til opinskárra umræðna um opinbera stjórnsýslu.

ÖÖ: óvirkur: Sköpunargleði (251)

Flæði hugmynda er það sem stjórenndur sækjast eftir frá starfsfólki.  Hugmyndir að lausnum flókinna verkefna á tímum erfiðra efnahagsskilyrða.  Einstaklingar innan faghópsins eru hugmyndabændur, þeir sá og rækta akurinn þar sem hugmyndir spretta og dafna innan fyrirtækja.

ÖÖ: óvirkur: Tæknifaghópur (162)

Tæknihópur Stjórnvísi var formlega stofnaður í maí 2020 og samanstendur af hópi fólks úr ólíkum greinum atvinnulífsins sem hafa öll áhuga á hjálpa íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að hagnýta tækni til árangurs.

ÖÖ: óvirkur: Viðskiptagreind (198)

Faghópurinn samanstendur af einstaklingum sem hafa áhuga á viðskiptagreind. Markmið hópsins er að miðla þekkingu og reynslu í viðskiptagreind meðal félaga sinna og kynna viðskiptagreind fyrir öðrum hópum/aðilum sem eftir því óska.

ÖÖ: óvirkur: Virðismat og virðismatstækni (59)

Faghópurinn var stofnaður í nóvember 2014. Markmið faghópsins er að miðla þekkingu og reynslu á sviði virðismats og þeirri tækni sem þar er að baki. (e. Valuation methods and techniques) og að efla faglega umræðu um virðismat og atriði er tengjast virðismati.